Alþýðublaðið - 02.08.1967, Qupperneq 11
og unglinganna frá IBK
Eins og skýrt er frá í blaðinu
í dag léku B-lið Akurnesinga og
Keflvíkinga í Bikarkeppni KSÍ á
Akranesi á' laugardag. Útaf fyrir
sig hefði þetta ekki þótt merki
legur leikur, en af sérstökum á-
stæðum er mikið um hann talað
og ýmsir knattspyrnuunnendur
fylgjast vel með þessu B-liði
Skagamanna. Ástæða? Jú, í liði
þessu eru nær eingöngu þeir
knattspyrnumenn, sem gerðu
garðinn frægann í nærri áratug
og tugþúsundir Reykvíkinga hafa
átt margar ánægjustundir með
þessum snjöllu knattspyrnumönn-
um.
Snemma í sumar hófu áður-
nefndir leikmenn æfingar, ekki
með þátttöku í meistarakeppni í
huga, heldur sjálfum sér til
hressingar og ánægju. Það hefur
samt atvikazt svo, að B-lið Akur-
nesinga er skipað þessum frægu
leikmönnum og gaman verður að
sjá þá í næsta leik, því að „gömlu
mennirnir" sigruðu unglingana
frá Keflavík með 3 mörkum
gegn 2.
Efri myndin er af liðinu og sú
neðri sýnir Þórð Þórðarson
skora.
ÍR 11. ágúst
n. k.
60 ára afmælismót ÍR í frjáls-
um íþróttum, fer fram 11. ágúst
á Melavellinum í Reykjavík og
verður keppt í eftirtöldum greiD-
um:
Karlar: 1
100 m hl., 400 m hl., 800 m hl„
1000 m boðhl., kúluvarp, stang-
arstökk, sleggjukast og hástökk.
Konur:
100 m hl. hástökk og 4x100 m
boðhlaup.
Drengir:
100 m hlaup.
Sveinar:
100 m hl. og piltar og stúlkur
12 ára og yngri 60 m hl.
Þátttökutilkynningar eiga að
skilast til Guðmundar Þórarins-
sonar, á Melvöllinn í Reykjavík i
síðasta lagi fyrir 8. ágúst n.k.
ÚRVAISRÉTTIR
á virkutn dögutn
oghátiöum
(S^
Á matseðli vikunnar:
STEIKT LIFUR
BÆJAKABJÚGU
KINDAKJÖT
NAUTASMáSTEIK
IIFRARKÆFA
Á liverri dós er tlllagp.
um framreiðslu
. j
^VKJÖTIÐNAÐARSTÖÐ/^0
Haukadals-
skóli 40 ára
Á þessu ári eru 40 ár liðin
síðan íþróttaskólinn í Haukadal
var stofnaður. Hefur skólinli
starfað á hverjum vetri síðan og
er nemendahópurinn, sem þar
hefur verið við nám um 800, auk
þeirra pilta sem dvaiið hafa í skól
anum stuttan tíma, á ýmiss kon-
ar námskeiðum.
Sigurður Greipsson liefur frá
upphafi verið skóiastjóri íþrótta-
skólans, enda stofnaði Sigurður
skólann og hefur starfrækt hann
á sínu heimili, svo sem kunnugt
er.
í tilefni af 40 ára afmæli skól-
ans, er ákvcðið að efna til nem-
endamóts að Haukadal þriðjudag-
inn 22. ágúst n.k. en þann dag
verður Sigurður Greipsson 70 ára.
Gert er ráð fyrr að þeir Hauk-
dælir sem koma á mótið mæti í
Haukadal kl. 14 og dvelji þar
fram til kvölds — rifji upp gömul
kynni — „verði ungir í annað
sinn“.
Um kvöldið verður efnt til sam
sætis í Aratungu, til heiðurs Sig-
urðu Greipssyni og eiginkonu
hans Sigrúnu Bjarnadóttur. Er
það Héraðssambandið Skarphéð-
inn, sveitungar þeirra Haukadals-
hjóna og nemendur Haukadais-
skólans, sem gangast fyrir sam-
sætinu.
— Þeir nemendur skólans sem
ætla að mæta í Haukadal 22.
ágúst eru beðnir að tilkynna það
til Kjartans Bergmanns Guðjóns-
sonar, Bragagötu 30, sími 21911,
Reykjavík, Hjálmars Tómassonar,
Rauðalæk 55, sími 33125 eða
10700 Reykjavík, Hafsteins Þor-
valdssonar, sími 1545, (eða 1554)
Selfossi, fyrir 10. ágúst n.k.
ÍA (b) sigraði
ÍBK (b) 3:2
B-lið Akurnesinga, sem skipað
er að mestu knattspyrnumönn-
um, þeim, sem gerðu garðinn
frægann síðasta áratuginn sigr-
aði b-lið ÍBK á laugardag 3.2 I
Bikarkeppni KSÍ. Allir eru leik-
mennirnir af léttasta skeiði, en
svo var þó ekki að sjá í leiknum.
á laugardag.
Mörk Akurnesinga skoruðu
Ríkharður Jónsson, Þórður Þórð
arson og Þórður Jónsson úr víta-
spyrnu.
í gærkvöldi fór fram á Melavell-
inum fjórði leikurinn í Bikar-
keppni KSÍ. Áttust þar við Sel—
foss^ og Víkingur b. Leiknum lauk
með verðskulduðum sigri Selfyss
inga 1 'marki gegn engu.
Héraðsmót UMSK
Héraðsmót Ungmennasam-
bands Kjalarnesþings i frjálsum
iþróttum fór fram á Varmárveíli
í Mosfellssveit helgina 22. og 23.
júlí sl. Keppt var í karla kvenn-
og sveinagreinum. Mótstjóri var
Sigurður Skarphéðinsson. Veður
var gott -en aðstaða á vellinum
slæm. Gefnir voru bikarar fyrir
beztu afrek samkvæmt stigatöflu
og unnu þá þau Lárus Lárusson
fyrir kúluvarp, Dröfn Guðmunds-
dóttir fyrir kringlukast og Ólaf-
ur Oddsson fyrir kúluvarp sveina.
Keppendur voru frá’ Umf.
Dreng í Kjós og Umf. Breiðablik
í Kópavogi. Fyrst í einstökum
greinum urðu þessi:
Karlar:
100 m hlap Gunnar Snorrason
B 12,8 sek.
400 m hlaup Gunnar Snorrason
B 58,7 sek.
1500 m hlaup Gunnar Snorrason
B 4:40,5 mín.
3000 m hlaup Gunnar Snorrason
B 11:33,5 mín.
1000 m boðhlaup Sveit Breiða-
bliks 2:22,1 mín.
Kúluvarp Lárus Lárusson B
13,88 m.
Kringlukast Þorsteinn Alfreðsson
B 43,24 m.
Spjótkast Dónald Jóhannsson B
43,20 m.
Langstökk Dónald Jóhannsson B
6,33 m.
Hástökk Magnús Steinþórsson B
1,55 m.
Þrístökk Steingrímur Jónsson B
10,99 m.
Stangarstökk Magnús .Takobssoa
B 3,30 m.
Konur: *
100 m hlaup fna Þorsteinsdóttir
B 14,5 sek. /
Langstökk ína Þorsteinsdóttir B
4,05 m.
Hástökk ína Þorsteinsdóttir B
1,20 m.
Kúluvarp Ragna Lindberg B
8,28 m.
Kringlukast Dröfn Guðmundsdótt
ir B 30,32 m.
Spjótkast Arndís Björnsdóttir B
32,19 m.
Sveinar:
100 m hlaup Helgi Sigurjónsson B
13,7 sek.
1500 m hlaup Helgi Sigurjónsson
B 5:31,2 mín.
4x100 m boðhlaup Sveit Breiða-
bliks 60,5 sek.
Hástökk Björn Magnússon D
1,40 m. v
Langstökk Daníel Þórisson B
5,01 m.
Kúluvarp Ólafur Oddsson ö
10,81 m.
Kringlukast Björn Magnússon
D 34,19 m.
Spjótkast Björn Magnússon D
36,76 m.
2. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ %%