Alþýðublaðið - 06.08.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.08.1967, Síða 7
Sunnudags Afþýðublaðið — 6. ágúst 1967 Paiil Scofield. Það er einkennandi fyrir manninn hvernig hann sniðgekk næstu spurningu mína. Ég hafði lesið um fagnaðarlæti Rússanna, og ég spurði Scofield hvernig honum hefði verið innanbrjósts þegar hann var kallaður fram sextán sinnum eftir að tjaldið féll og áhorfendurnir hrópuðu samtaka nafnið hans meðan þeir klöppuðu. Hann svaraði: ,,Þetta var ekki stærsta stund ferðarinnar. Mér er minnisstæðast þegar við lentum á flugvellinum í Moskvu um miðja nótt. Við vissum ekki Ivyernig móttökurnar yr'ðu og hvernig okkur myndi ganga, og við vörum ekki laus við kvíða. Svo voru dyrnar opnaðar, og við sáum völlinn upplýstan fyrir ut- an. Farðu á undan, var sagt við mig. Og þarna beið gífur- legur mannfjöldi í snjónum. All- ir voru með blóm. Og enginn sagði neitt. Þögnin var einkenni legust. Svo varð okkur ljóst, að þetta var eintómt leikhúsfólk. Og það endaði með allsherjar faðmlögum. ,,Þetta voru fagurlega skipu- lagðar móttökur, en það var samt ekki um neina falska til- finningasemi að ræða. Við vor- um hrærð og þakklát þessum elskulegu rússnesku starfsbræðr um okkar. Og úr því vorum við ekki kvíðin. Við lékum ,,Ham- let“ á hverju kvöldi, og svo voru allar móttökuhátíðirnar og veizlurnar. En hlýjan milli okk ar var gagnkvæm og jókst stöð- ugt. Ég gleymi aldrei þessari leikför til Rússlands“. Eftir sigrana í Moskvu var nafn Scofields á allra vörum, og tílboðin streymdu að honum. Kvikmyndaframleiðendur buðu honum gull og græna skóga, Hollywood reyndi að lokka hann vestur. En Scofield hefur aldrei ver- ið ginnkeyptu-r fyrir þess hátt- ar velgengni. Hann leit á hlut- verkin sem honum voru boðin — og hristi höfuðið. Svo mikils virði voru auðæfin ekki. Mörgum fannst þetta frámuna lega heimskulegt af ihonum. En Scofield ihélt sínu striki. Hann hélt áfram að leika ft sviði — góð hlutverk sem hann gat val- ið sjálfur. Og þega-r hann var ekki að leika naut hann lífsins í friði og ró með konu sinni og börnum. ,,Kannski er það allra bezti kosturinn við hjónaband okkar Jby“, segir hann, ' ,,að dkkur þykir raunverulega gaman að vera hvort með öðru. Við gerum allt saman; við höfum alltaf ver ið félagar og vinir. Joy er alveg sérstök kona. Hún er full af lífsfjöri. hún hefur dásamlega kímnigáfu, og hún er dugnaðar- forkur. Hún vill hafa allt í röð og reglu. Ég er aftur á móti latur og slæmur með að hafa hlutina í óreiðu. En Joy sér um að kippa því í lag. Hún er reglu söm að eðlisfari“. Hann brosir. „Það er ekki að hún sé ráðrík eða drottnunargjörn. Nei, langt frá því. Hún er bara. . . ja, alveg sérstök. ,,Húsið okkar er frekar lítið, en garðurinn er stór, og við er- um fyrir utan London, búum í jaðri lítils þorps og horfum út yfir engi og akra. Ég get ekki •hugsað mér indælli stað að búa á. Mér finnst ágætt að vinna í London, en ég vildi síður eiga hér heima. „Heimilið okkar er og hefur alltaf verið mikið hamingjuheim ili. Við eigum hunda og ketti og liesta og við elskum dýrin og náttúruna“. Scofield var einmitt heima hjá sér í þessu glaða húsi dag einn fyrir nokkrum árum þegar liann fékk sent handrit að leikriti til yfirlestrar. Það var eftir vin hans, Robert Bolt, og hét „A Man For All Seasons". Scofield byrjaði að lesa það sama kvöld- ið. Og hann hætti ekki fýrr en hann var búinn með það. ,.Ég var stórhrifinn. . Mér fannst þetta sérstaklega , vel skrifað leikhúsverk, skemmti- legt og fyndið, þótt efnið sjálft væri háalvarlegt Og persónan Sir Thomas More var svo ljóslifandi strax á pappírn . um, svo fullsköpuð;. . . ég-vissi, að þetta hlutverk langaði mig að leika. ,,En auðvitað var það örðugt“, heldur hann áfram. „Það var sitt hvað að sjá manninn ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum sínum og eiga að leika hann þannig að aðrir fengju sömu hugmynd um hann. Ég tel mig lánsamann að liafa getað leikið hlutverkið á sviði áður en ég lék það í kvikmyndinni. Eyrst í London og síðan í New York. Eftir það var ég kominn eins mikið inn í það og mér yrðj nokkurn .tíma mögúlegt. En mér dettur ekki í hug að halda því fram, að ég hafi öðlazt fullan skilning á More jafnvel núna. Ég dáist að manninum. en að segja, að ég skilji hugsanir hans og tilfinningar, hvað það var sem gerði hann að píslar- votti. .. nei, það er útilokað. „Satt að segja held ég ekki, að neinn leikari geti túlkað fyllilega slíkt hlutverk, andlega háþroskaðan mann á borð við Sir Thomas More. Til að skilja andlegt ofurmenni verður mað ur sjálfur að VERA andlegt ofurmenni. Dag Hammarskjöld myndi hafa skilið það; hann hefði vitað hvað hrærðist innra -með Moore En ekki ég. Ekki ennþá“. Ég maldaði í móinn og sagði, að fáir — kannski engir — myndu samsinna þessari hörðu sjálfsgagnrýni hans. Ég minnti hann á, að hann væri þegar bú- inn að fá næstum öll hugsan ieg verðlaun fyrir túlkun sína, þar á meðal verðlaun New York gagnrýnendanna og Osear inn. „Jú, mikil ósköp“, segir Sco field. „Það er alveg satt. Ég varð sannarlega hrifinn og glað • ur og þákklátúr þegar ég fékk verðlaun kvikmyndagagnrýnend anna í New York — meiri heiður er varla hægt að fá en viðurkénningu' vandlátra list- dómára.' En hvað viðvíkur öðr- um verðlaunum . ja, þau eru eins og gjafir sem manni eru gefnar. Indaslar gjafir. En hvorki annað hé méira. Mér finnst' 'alltof mikil áherzla lögð á verðlaunaveitingar og mikil- vægi þeirra. En —• nei ég vil helzt ekki fara nánar út í þetta. Það er einn af mínum göllum að byrja stundum að ræða efni og sjá svo eftir öllu saman og vilja ekki segja rneira". Ég spurði hvort hann vildi viðurkenna nokkurn stóran galla hjá sér. ■ Hann hugsaði sig um andar- tak. „Já,“ sagði hann. „Ég held, að minn versti galli sé viss tegund af hitgleysi. Mér þykir afar leiðinlegt að særa aðra, en stundum er meiri góðmennska að segja hluti sem geta sært en að þegja . Til dæmis gagnvart ungum leikur um. Ég veit, að ég ætti að tala hreinskilninslega, en samt hika, ég og tvístíg. Ég dreg hlutina of lengi-, og ég þori ekki' að segja það sem sannfær ing mín býður mér. Þetta er al varlegur galli. Ég dáist að hug rekki og álít það mikilvægan skapgerðarþátt. Það er sorg- legt að vera huglaus. En því miður er ég það oft“. Ég talaði síðar um Scofield við marga leikara, og öllum kom þeim saman um, að hann hefði bókstaflega ENGAN galla — hvorki sem leikari né maður. ,,Ég hef alcþ'ei unnið með öðr um eins leikara og Paul Scofi- eld“, sagði Corin Redrave, sonur hins fi'æga leikara Sir Michaels Rcdgrave og leikkon- unnar Rachel Kempson, bróðir Vanessu og Lynn, en hann starf- aði við kvikmyndina „A Man For All Seasons“. „Hann er ekki aðcins mikill leikari sjálfur, heldur hefur hann þau áhrif á aðra, að þeir leika miklu betur en ella; hann dregur þetta ein- hvern veginn út úr manni. „Og hann hefur þessa ein- kennilegu töfra, þennan segul- magnaða persónuleika. Þegar - Scofield er á sviðinu horfir mað ur ekki á neitt nema hann, jafn vel þótt hann sé innan um hóp af öðrum leikurum. „Hann reynir samt aldrei að leiða athyglina að sér eða „stela senum“. Það er óviðjafnanlegt að vinna með honum, því að hann er góðgjarn og velviljaður í garð allra hinna. Hann er ekki í samkeppni við þá. Hann getur hreint og beint ekki að því gert kvað hann er stórkostlegur lista maður“. Diana Rigg sem lék með Sco- field í „Lear konungi" Shake- speares hafði sömu sögu að Frh. af 10. slðu. Til leigu herbergi með innbyggðum skápum. - Upplýsingar í síma 36661 1 1 ■■ i Nokkrar lögregluþjónsstöður í Kópavogi eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt 13. flokki launasamþykkíar Kópavogskaupstaðar. Nánari upplýsingar gefa yfirlögregluþjónn og varðstjórar, Umsóknarfrestur er til 5. september 1967. Bæjarfógetinn í Kópavogi. AlþýðublaðiS auglýsir Börn vantar í blaðburð fyrir þessi hverfi: BARÓNSSTÍGUít VESTURGATA SÖRLASKJÓL. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja Álftamýrarskóla, hér í borg, III. byggingarstig, sem er viðbygging við núverandi skóla- hús svo og íþróttahús. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, gegn 5.000,- króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. septn ember nk. kl. 11.00 f. h. INNKAUPASTOFNUN REYK7AVÍKURBORGAR YONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18 300 Kaupum hreinar léreftstuskur Prenfsmiðja Alþýðublaðsins 20% afsláttur af öllum tjöldum og viðleguútbúnaöi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.