Alþýðublaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþý5ublat5ið — 13. ágúst 1967
7
— frá hinum hæst setta til hins
aumasta, þótt hart sé að þurfa
að skírskota til margra þjóðfé-
lagsstiga í svo fámennu þjóðfé-
lagi. Því þá ekki að skipta á
sterkum drykkjum og á hinum
margumtalaða bjór?
Ég sé ekki að það skipti máli
með aidurstakmarkið sem talað
er um, það virðist enginn vandi
né fyrirstaða fyrir unglinga allt
niður í 13 ára, að eignast flösku,
ef dæma skal eftir fréttum dag
hlaðanna frá unglingasamkom-
um.
Ég er sammála seinni hluta
stefnuskrárinnar, um að komið
Verði á rannsóknarstofnun í á-
fengismáium, — að áfengisvarn
arnefndir séu sameinaðar félags
málanefndum og ráðstöfum í fé-
lagsmálum verði liður í félags-
málastarfi þjóðfélagsins
Sömuieiðis að samfélagið eigi
að einbeita sér að orsökum of-
drykkjunnar, m.a. með lagfær-
ingu á efnahagslegu misrétti,
og sjálfsagðri læknaþjónustu,
og síðar eins og stendur í grein-
inni eigi ihin frjálsu samtök að
annast baráttuna fyrir algjöru
bindindi einstaklingsins, m.a.
með því að skapa honum að-
stöðu itil endurhæfingar —
Skapa 'honum öryggi, — glæða
hjá honum ábyrgð og trú á sjálf
an sig og samfélagið.
Stefnuskrá þessa sænsku bind
indissamtaka er að mörgu leyti
athyglisverð — að minnsta kosti
gæti hún orðið til þess að breyta
baráttuaðferðum gegn voðaleg-
asta vágesti vorra tíma.
Þóra Einarsdóttir.
Guðmundur
Alfreðsson
menntaskólanemi.
SVÍAR hafa löngum þótt frjáls-
lyndir í skoðunum og ganga
löngu orðið frægt. Tillögur þess
iangt í gjörðum. Er það fyrir
ara sænsku bindindissamtaka,
Verðandi, þykja mér bera eigi
alllítinn vott þessara einkenna
Svía, en virðingarverðar má þó
telja þær sem tilraun til lausn-
ar áfengisvandamálinu margum-
talaða, — að öðru leyti naum-
ast ekki.
Sé gengið á iiði stefnuskrár
hinna sænsku Verðandimanna
finnst mér sú tillaga þeirra, að
vísindalega fræðslu skuli veita
í skólum, hin æskilegasta. í skól
um á einmitt að nota tækifær-
Framhald á bls. 14.
AÐ AUSTAN
Hvort síldin kemur? — Sjón-
varp og útvarp — Skattar —
Og skemmtanir á Austurlandi
Det kommer an paa silla
Það er eins og að hitta gaml
an kunningja að koma inn í
síldarverksmiðju og anda að
sér blessaðri peningalyktinni.
Síldarvinnslan hér er að bræða
nokkur tn. sem hún fékk í gær
Það sem berst að verður að
bræða undireins, því þegar
hingað er komið getur síldin
verið allt að tíu sólarhringa
gömul.
í einhverju sunnanblaðinu
var mikil raunarolla undan ó-
lyktinni frá síldarverksmiðjun-
um í höfuðborginni, en hér
lofa menn guð í hljóði þegar ■
þessi sama lykt berst að vit-
um þeirra.
í morgun rak Ægir nefið
hingað inn og ekki ■ er hægt
að segja, að hljóðið í þeim
Ægismönnum hafi verið upp-
lífgandi Síðastliðna sólar-
hringa leituðu þeir undan Aust
urlandi, en urðu einskis varir
nema einhverra smápunkta og
ræma, sem vel gátu verið kol-
munnalóðningar, en þá hefur
heyrzt, að útlendingar séu að
fá eitthvað í reknet hér úti
fyrir.
Hvar sem menn hittast er
umtalsefnið það sama: Skyldi
hún ekki fara að koma? Ætli
hún láti nokkuð sjá sig í sum-
ar? Máske kemur hún upp úr
miðjum september. Sem sagt
„alt kommer an paa silla“,
eins og Norðmaðurinn sagði.
En þrátt fyrir síldarleysið þá
hlakkar unga fólkið til helg-
arinnar, því allt ætlar það á
Héraðið á skemmtun ung-
mennafélaganna. Þessar
skemmtanir hafa verið haldn-
ar um verzlunarmannahelgina
undanfarin sumur og þótt tak
ast vel og þeim til sóma, sem
að þeim hafa staðið.
Fiskifluga á vegg
Það eru undur skemmtilegir
nágrannar, sem ég hef fyrir
utan gluggann minn. Maríu-
erluhjón með börnin sín. í sól
skininu hafa þau hjón í nógu
að snúast, því fiskiflugan er
fljót á kreik, þegar hlýnar í
veðrinu. Þessir gráu, fjör-
miklu vinir mínir eru á sí-
felldu flögri til og frá litla
heimilinu.
Annars er fiskiflugan leið-
indar gestur í blíðunni og
stundum sést varla í húsahlið-
arnar fyrfir henni blessaðri,
einkum þó í nánd við síldar-
bræðsluna. Hún er fjarska að-
gangshörð í lífsbaráttunni
fiskiflugan og ekki alltaf sem
skemmtilegust fyrir okkur
mannfólkið.
Mávarniir eru miklar félags-
skepnur og það bregzt ekki að
þeir safnist saman í brekkunni
hér fyrir ofan og haldi sam.
komur á kvöldin. Það liggur
við, að manni detti í hug
heimatrúboð eða eitthvað því
um líkt, en þó bjátar nokkuð
á með fundarsköpin því allir
vilja þeir tala í einu og oft
eru þeir ærið háværir.
Yngstu borgararnir standa á
bryggjusporðinum með steng-
urnar sínar og pilka ufsaseyði
og sallafínir utanbæjarmenn
fá að grípa í hjá þeim og eru
með drýgindi í svipnum, þeg-
ar bítur á hjá þeim.
Sjónvarp og útvarp
Á einu húsi hér í bænum
hef ég séð sjónvarpsnet og
haft hef ég spurnir af, að eig-
andi þess hafi stundum náð
myndum frá útlendum sjón-
varpsstöðvum en að vísu að-
eins stutt í einu.
Auðvitað er fólk hér fyrir
austan óánægt með að verða
langt aftur úr með sjónvarp
og raunar liggur það í augum
uppi, að hvergi er þörfin fyrir
aukinni upplyftingu ú löngum
vetrarkvöldum en ihér í dreif-
býlinu.
Ekki held ég fólk hér sé
neitt að hrópa húrra fyrir út-
varpsdagskránni í sumar. Þyk
ir hún í þynnsta lagi og sorg-
lega laus við fjölbrey.tni. Ein-
hvern heyrði ég segja, að út-
varpsdagskráin væri ekki orð-
jn annað en endurtekin
girammófónsmúsik og leiðinda-
lestur fastra starfsmanna út-
varpsins, sem færi fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum.
Þá finnst sumum og að
meiri þörf hefði verið á að
flýta fyrir útbreiðslu sjón
varpsins um landið en að
fjölga dögum þess þarna suður
í fjöibýlinu.
Gott væri og raunar sann-
gjarnt, ef ráðamenn sýndu
þann skilning á þörfum dreif
býlisfólks, að undinn verði
bráður bugur á að koma sjón-
varpinu út á landsbyggðina
ekki sízt, ef þess er talin þörf
að byggð haldi áfram á utan
Stór - Reykjavík.
Skattar og útsvör
Skatta- og útsvarsglaðning-
in hefur ekki enn borizt hing-
að niðrá firðina og eru jafn-
vel sumir farnir að kasta því
á miili sín, að þeir þarna uppi
á Egilsstöðum, sem eiga að sjá
um þessa hluti séu sennilega
komnir í sumarfrí og ætli að
freta öllum frekari aðgjörðum
til næsta sumars.
Á hinn bóginn kvíða margir
þess að sjá seðlana sína, sér í
lagi af því atvinna hér hefur
verið í rýrasta lagi vegna síld
arbrestsins og menn illa við-
búnir að taka á sig þungar
skattabyrðar.
Annars er það út af fyrir
sig furðulegt, að ekki skuli
vera séð svo um af löggjafan
um, að skattáiagning fari
fram á sama tíma hvar sem
er á landinu, og hlýtur það að
minnsta kosti að vera baga-
legt fyrir sveitafélögin, sem
þurfa að nota sumarið fyrir
framkvæmdir sínar að verða
að bíða eftir útsvarsálagningu
fram undir 'haust.
í Tónabæ
Það var aldeilis líf í tusk-
unum hjá lúðrasveitax-mönnum
í Tónabæ þegar ég kom á æf-
ingu til þeirra hérna um
kvöldið. Lúðrasveitin á sitt
eigið húsnæði og kallar það
Tónabæ og þegar inn þar er
komið blasir við manni skart-
legt plakat þar sem á er rit-
að eftírfarandi vísukorn:
Velkomnir gestir, en gangið
um hér
með gætni og þrifnaðarblæ
En hæla úr stáli hai'ðbannað
er
hér að nota í Tónabæ.
Þetta er ekta brassband,
þ.e.a.s. réttnefnd lúðrasveit og
ekki verður annað sagt, en að
blásið sé af öllum lífsins sál-
arkröftum og sannarlega læt-
ur stjórnandinn Haraldur Guð
mundsson ekki sinn hlut eftir
liggja því hann gerir hvort
tveggja í senn að blása og
stjórna.
Annars er Haraldur sann-
kallaður töframaður og blæs
alls staðar lífi að tónlistarmál
um þar Sem hann ber niður.
Þess má ge.ta að þekktasti og
bezti trompetleikari, sem ís-
lendingar eiga í dag Lárus
Sveinsson blés sínu fyrstu tóna
hér á Norðfirði undir hand-
leiðslu Haralds.
Allt leikur á reiðiskjálfi í
Tónabæ undan Sousamöxsum,
og rétt á eftir líður María,
María um loftið að ógleymdri
Atlavíkinni hans Svavars Ben.
En sveitin er einmitt að æfa
fyrir hátíðarhöldin í Atlavík-
inni, sem eiga að vera nú um
helgina.
Þeir eru einir fimmtán sem
blása, reyndar gátu ekki allir
mætt á æfinguna, einn á sjó,
annar að kafa og sá þriðji í
vinnu upp í sveit. En þeir
voru ekkert að drepast í ráða-
leysi, fréttu af ágætum túbu-
leikara frá Reykjavík og hann
'gripinn glóðvolgur á götunni
og á eftir hvísluðust þeir á
um að þennan þyrftu þeir að
fá í bæinn.
í lúðrasveitinni eru menn úr
öllum stéttum, stjórar, raf-
virki, prentarar, iðnnemar og
unglingar rúmlega fermdir og
jafnvel enn yngi-i.
Tónarnir svifu út í kvöld-
kyrrðina og aðkomufólk stanz-
aði fyrir utan og hlustaði.
Á Egilsstöðum
Það er eins og Guð hafi
skyndilega áttað sig og hugs-
að með sér, að í'étt væri að
láta Austfirðingum eftir ör-
litla hlutdeild í sólinni og þess
vegna leyft henni að skína um
helgina á Héraðinu og það veit
hamingjan, að fólk hér fyrir
austan kunni vel að meta
þessa rausn í Guði.
Ég var staddur á Egilsstöð-
um á sunnudag að bíða eftir
flugvél og hitti þar ágætan
Héraðsbúa. Þegar ég spurði
hann um nafnið á einu fjall-
inu milli Héraðs og Borgar-
fjarðar kvað hann það heita
Beinageitafjall. Einhver í-ugl
ingur hefði orðið á nafninu,
sem upphaflega var Geita-
beinafjall. Smali Margrétar
ríku á Eiðum hafði orðið
þarna til með geitum sínum og
fjallið fengið nafngiftina af
geitabeinunum.
Annars var hún víst mikill
skörungur þessi Margrét ríka
og segir sagan, að hún hafi
róið frá verstöð við Héraðs-
flóa og verið heldur óblíð við
háseta sína, ef þeir voi'u linir
við dráttinn og jafnvel tekið
þá og snarað þeim út fyrir
borðstokkinn og dýft þeirn
rækilega í.
Endalok Mai’grétar þessarar
voru heldur dapurleg, hún var
eitíhvað að bjásti'a við sauðina
sína, en þeir höfðu ekkj sýnt
henni nægiiega virðingu og
hreint og beint tróðu hana
undir.
í Átlavík
í Atlavíkinni gekk það fjör-
ugt og til að byrja með fannst
manni vai'la hægt að þverfóta
fyrir bílum. Þarna voru sam-
ankonmir bílar frá öllurn
landshlutum og meira að segja
nokkrir merktir Ö.
Ungt fólk var þarna í meiri
hluta og vii'tist una vel við
sinn hag og mikill hávaði
barst úr bragga einum (sem að
vísu er til lítillar prýði) en
þar var haldinn unglingadans-
leikur rneð tilheyrandi bítla-
músik. Annars var ekki annað
að sjá, en allt færi fram með
myndarbrag og gleði og ánæríli
í öllum andlitum, e-n Bakkus
Framhald á 14. síðu.