Alþýðublaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðublaðið — 13. ágúst 1967 5 JuK/tudsUjf Ritstjórl: Benedikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Sfmar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Eeykja\dk. — Frentsmiðja Alþýðuhlaðsins. Sími 14905. Askriftargjald: kr. 105,00. — í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. ÞRATEFLI AUGLJÓST ER, að Bandaríkjamenn hafa hraðvaxandi áhyggjur af ófriðin- um í Vietnam og hrýs hugur við þeirri tilhugsun, að nú þurfi að senda tugi þúsundir hermanna til viðbótar austur þangað og stórauka skatta til að standa undir kostnaði. A sama tíma blasir við hið risavaxna verkefni að þurrka út fá- tækrahverfi borga og gera lífskjör blökkmanna betri. Fréttaritari „New York Times” í Víet- nam hefur nýlega sent blaði sínu lýs- ingu á ástandi þar, og er mun svart- sýnni en stjórnin í Washington um ófrið inn. ILann segir, að stríðið í Víetnam virðist vera þrátefli, sem ógerningur sé að losna úr. Enda þótt Bandaríkjamenn hafi fellt um 200.000 hermenn andstæðinga sinna, er herstyrkur Vietcong í dag meiri en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir loftárásir og hernað Banda ríkjamanna eru hermenn Vietcong nú búnir fullkomnustu vopnum, muníbetri en þeir áður höfðu. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eiga erfitt með að senda öllu meira lið án sérstakra ráðstafana heima fyrir. Norður Vietnam hefur aðeins sent fimmta hluta hers síns til Suður Viet- nam. Ef Bandaríkjamenn færu frá Suður Vietnam, segir Times, mundi stjþrnin í Saigon hrynja eins og spilaborg á skömmum tíma. Svo litlum árangri hefur verið náð við umbætur í landinu. Framlag Suður Vietnam til ófriðarins er sagt vera lítið, enda skorti þar mjög menn með forustuhæfileika. Þessar staðreyndir, sem New York Times bendir á, eru uggvænlegar, af því að friður virðist svo fjarri. Þó má ekki örvænta, og verða allir sem ein- hverju geta um ráðið að freista þess að fá aðila að samningaborði. Verður að finna leið út úr þessum sorglega ó- ÚTSALA Á HANDTÖSKUM. MIKIL VERÐLÆKKUN. BERNHARÐ LAXDAL KJÖRGÁRÐL Kópavogur Alþýðublaðið vantar börn til blaðburðar í Austurbæ og Vesturbæ. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa- vogi í síma 40753. ALÞÝÐUBLAÐIÐ friði og gera síðan stórátak til að hjálpa fólkinu í hinu ógæfusama landi til að byggja það upp á frið- samlegan hátt. Forsetakosningarnar í Suður-Vietnam eru lítið meiri en leikur harmleiks öllu frekar en skopleiks. Virðast Vesturálfumenn ætla >að læra seint, að þeir geta ekki flutt stjórnarkerfi sín og pólitíska hugsun til annara landa eins og tyggigúmmí. Það þarf meira til. HAUKUR RAGNARSSON tilraunastjóri skrif- ar kjallaragreinina í dag og fjallar hún um tilraunastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. við Íhlíð iþess önnur afbrigði af lerki á sambærilegum aldri. Af þessú dæmi getum við séð, að hvaða atriðuim rannsóknar. starfsemi í skógrækt þarf að ibeinast, en það eru: 1. Mælingar og rannsóknir á þeim tegundum og afbrigðum, sem gróðursett hafa verið í ís- lenzka mold. 2. Rannsóknir á vaxtarskil- yrðum í hinum ýmsu landshlut um og innan þeirra og saman- burður á þeim, t.d. veðurfars- og jarðvegsrannsóknir. 3. Samanburðartilraunir á tegundum og afbrigðum og sam anburður á ræktunaraðferðum við mismunandi skiiyrði um land allt. Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá er ætlað að verða miðstöð þessarar tilrauna starfsemi. Þar á að vinna úr þeim gögnum, sem aflað er víðs vegar um land. Sú úrvinnsla er oft mjög tímafrek, og til henn- ar þarf góðar vinnuaðstæður, sem verða munu á Mógilsá nú, þegar stöðin er fullbyggð. Auk þess verða á Mógilsá skilyrði til þess að gera ýmsa hluti, sem sér^laka aðtöðu þarf til, t.d. gróðurhús, sérstaklega útbúið fyrir græðlingaræktun. Þegar velja á stöð fyrir miðstö rann- sóknarstarfsemi, er margs að gæta. Eitt af því nauðsynlegasta er að geta haft samband við aðr ar rannsóknarstof. og notað sér þá þjónustu sem þær láta í té. Það er svo takmarkað fé, sem lítið þjóðfélag getur lagt af mörkum ‘til rannsóknarstarf- semi í landinu, og því verður að komast hjá öllum tvíverkn- aði. í þessu sambandi má geta þess, að ekki kom til greina lí^ð fást við fullkomnar' jal’ð- vegsathuganir við rannsóknar- stöð í skógrækt, þegar til er stofnun á næstu grösum, sem tekið getur að sér slíkar athug- anir. Mikill, ef ekki mestur tíimi sérhverrar rannsóknarstofn unar fer í það að vinna úr gögn um, og fylgja því tímafrekir og kostnaðarsamir útreikningar. Þróunin er nú orðin sú, að mest- ur hluti slíkrar reiknivinnu fer fram í svokölluðum tölvum, og er því nauðsynlegt að hafa greið an aðgang að þeim. Nauðsynlegt er fyrir hverja rannsóknarstfn., að hafa greiðan aðgang að góð- um bókasöfnum í skyldum fræði gr„ Þegar fjallað var um stað- setningu stöðvarinnar, voru of- angreind atriði höfð í huga, og því ljóst, að ætla yrði þessari miðstöð rannsóknarstarfsemi í skógrækt stað í Reykjavík eða í næsta nágrenni hennar. Mó- gilsá varð því fyrir valinu af eftirfarandi ástæðum: í fyrsta lagi af ofangreindum ástæðuim, í öðru lagi vegna þess, að þar fékkst nægilegt landrými til þess að framkvæma ýmsar til- raunir, sem ætla má, að hafi almennt gildi fyrir Suðvestur- land allt, og í þriðja lagi vegna þess, að þar fékkst kostnaðar- lítið nægur jarðhiti til upphit- unar húsa, gróðurhúss og vænt anlegra vermireita. Veturinn 1963 — 1964 var unn ið að leikningum húsa að Mó- gilsá. Arkitektar voru þeir Gunnlaugur Pálsson og Hörður Bjarnason, og unnu þeir í sam- ráði við stjórnarnefnd þjóðar- gjafarinnar og þann, sem grein þessa ritar. Hinn 15. maí 1964 stakk Guðmundur í. Guðmunds- son, þáverandi utanríkisráð- 'herra, fyrstu skóflustunguna að viðstöddum forvígismönnum skógræktar, nokkrum Noregs- vinum og fulltrúum sveiarfélags ins og fréttamönnum. Nokkrum dögum síðar hófust svo bygg- ingaframkvæmdir. Hlöðver Ingv arsson var yfirsmiður, en höf- undur þessarar greinar hafði yfirumsjón með verkinu. Bygg- ingarframkvæmdum var svo lokið sumarið 1965, og hafði þá verið varið til þeirra 4/5 norsku þjóðargjafarinnar. Tvö hús voru byggð, rann- sóknarstöð og íbúðarhús fyrir mann þann, sem hafa á daglega umsjón með starfseminni á staðn um, en það er Gunnar Finn- bogason. Rannsóknarstöðin er 1050 rúmmetrar að stærð. Mest ur hluti hússins er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er rúm- góð rannsóknarstofa, tvö skrif- stofuherbergi, bókasafn og fund arherbergi og lítið gestaher- bergi. Á neðri hæðinni er skjala geymsla, geymsluherbergi, þreskiherbergi og herbergi fyrir kæligeymslu fyrir plöntur. Þá er á jarðhæð vinnusalur og úr hon- um innangengt í gróðurhús. Innréttingum mun að mestu leyti lokið á þessu vori, og verð ur rannsóknarstöðin þá allvel búin tækjum. Mikið af tækjum barst Skógrækt ríkisins að gjöf sumarið 1966 frá stjórn þýzka sambandslýðveldisins, en hún afhenti þau að Mógilsá. Þá hef- ur verið komið fyrir kæliskáp fyrir fræ og kæligeymslu fyrir plöntur, og ýmis fleiri tæki og verkfærf ihafa verið útveguð. Loks er að minnast höfðinglegr ar gjafar, sem rannsóknarstöð- inni barst frá börnum Guttorms heitins Pálssonar skógarvarðar, til minningar um föður sinn. Gjöfinni skal varið til bóka- kaupa og verður stofn að vænt- anlegu bókasafni á staðnum. Mikið hefur verið unnið að lagfæringu á umhverfi stöðvar- innar, lítill græðireitur hefur verið undirbúinn og skjólbelti gróðursett. Skipulag rannsóknarstarfsem- innar hefur ekki verið ákveðið, en væntanlega verður stöðinni sett reglugerð, sem vinna skal eftir, og stjórn, sem fylgist með starfsemi hennar. Að lokum skal lítillega getið þeirra rannsókna, sem sitja munu í fyrirrúmi. Fyrst er þá að telja rannsóknir og mæling- ar á gróðursetningu liðinna ára og framkvæmd samanburðartil- rauna með mismunandi tegund- ir og afbrigði í ýmsum lands- hlutum. Af öðrum rannsóknum. sem ofarlega eru á listanum, eru gróðurrannsóknir, jarðvegs- athuganir og áburðartilraunir, svo og tilraunir með mismun- andi ræktunaraðferðir. Þá verð ur aðstaða til þess að fjölga barrviðum með græðlingum, og verður þá einkum reynt að fjölga einstaklingum, sem stað- ið liafa af sér öll liret. Þetta verður gert í gróðurhúsi, sem sérstaklega er til þess búið. konar veðurathugunum í sam- Nokkuð mun unnið að ýmiss ráði við spírunarrannsóknir á öllu því fræi, sem sáð er í gróðr arstöðvar Skógræktar ríkisíns og einnig mun stöðin annast þresk ingu fræs, en nú er svo komið, að allmargar tegundir hafa unn ið sér þann þegnrétt í landinu, að þær eru farnar að bera þrosk að fræ. Að lokum vil ég svo geta eins rannsóknaratriðis, sem of lítið hefur verið sinnt, og það eru rannsóknir og sam- anburður á hinum mörgu birki- stofnum landsins. Birkið er sá trjágróður, sem þraukað hefur af öll hret liðinna alda, og með úrvali og kynbótum má áreiðan- lega bæta þessa iharðgeru inn- lendu tegund, svo, að henni verði meiri sómi sýndur en ver- ið hefur á undanförnum árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.