Alþýðublaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 10
 10 Sunnudags AtþýðublaíSið - 13. ágúst 1967 ÚTSALA * ULLARKÁPUR * TERYLENE KÁPUR * DRAGTIR * CJLPUR * PÍLS lágt verð RERNHARÐ LAXDAL KJÖRGARÐI. QJ (G] d(0>IS Í valdabaráttunni innan kínverska kommúnistaflokksins hefur vaknað sú purningr, hvort það nægi að gleypa í sig hugsanir Maos. . . ER BORGARASTYRJÖLD YFIRVOFANDI f KfNA? ið dreift mergð flugblaða niður til íbúanna, sem eru hvattir til að hætta blóðsúthellingum þeg ar í stað. Sovézka fréttastofan segir enn fremur, að raunverulega ríki hungursneyð í héruðunum Yunn an og Kwangtung, þar sem soltn ir bændur hafa komið hópum saman og rænt og ruplað í mat vöruverzlunum. Ferð^maður, sem kom frá kínversku borginni Kanton, sagði nýlega við fréttaritara bandarísku fréttastofunnar UPI, að rauðir varðliðar hefðu handtekið borgarstjórann og í Kanton úði og grúði af flótta- fólki, sem komið væri hvaðan æva frá Kína. Mikill fjöldi aðkomumanna eru á götunum í Kanton, og alls kyns mállýzkur heyrast á götunum. Fyrst og fremst er þarna flóttafólk frá borginni Wuhan, þar sem Mao formaður hefur mætt mestri andspyrnu frá því að menningarbyltingin var gerð fyrir ári. Hið opinbera málgagn kín- vérska hersins. Dagblað frelsis- hersins, sakaði fyrir skömmu baldna herforingja um að hafa æst til verkfalla á iðnaðarsvæð- unum og hafa hvatt bændurna til að ráðast inn í borgirnar. Blaðið, sem er undir stjórn þeirra hópa innan hersins’ og flokksins, sem styðja Mao for- mann í hinum bitra valdabar- daga, sem nú er háður innan kommúnistaflokks Kína, hvöttu alþýðu manna til þess að gegna störfum sínum og krafðist þess, að herforingjarnir á hverjum stað styddu fólk í því. Stefnan, sem boðuð var í Dag blaði frelsishersins var einnig birt í Pekingútvarpinu og iögð var á það áherzla, að víða í PEUGEOT £jO<3'' ' TASS-fréttastofan í Moskvu skýrði frá því í síðustu viku, að óeirðirnar í Kína þróuðust æ meir í átt til borgarastyrjaldar. TASS segir, að Kússar, sem komnir eru heim frá Kína, segri að þúsundir manna hafi verið drepnir og enn fleiri særzt í á- tökum, sem urðu nálægt Kwang chou, þar sem Maosinnar og andstæðingar tókust á. Mannmargar herdeildir, fallhlífarhermenn og orustu- skip hafa verið send til Wuhan til þéss að kveða niður upp- reisn manna þar gegn Maoist- um, og í Kwangchou hefur ver- JpQÍIDTjDsQ^all?0 ° ° ° ° ° Burt me5 minnimáttarkenndina SAMSKIPTI okkar íslendinga við aðrar þjóðir eru langmest á sumr in, enda bæði opinber ferðalög og einkaferðir þá í hámarki. ís- Ienzkir ráðamenn ferðast til ann- arra landa og íslenzkir fulltrúar taka þátt í ráðstefnum og þingum um allar jarðir. Á sama hátt ber erlenda gesti að garði, suma tigna, aðra óbreytta, suma í einka heimsóknum, aðra til að sækja fundi og stefnur hér heima. Allt gefur þetta íslendingum ær in tækifæri til að flytja ræður um land og þjóð, því útlendingar vilja yfirleitt fræðast um okkur og eru tíðum forvitnir um hagi okkar, þeir sem hingað koma að minnsta kosti. Ekki skortir ís- lendjnga málakunnáttu, og fjöldi manns getur flutt þokkalegustu ávörp á öðrum tungum. Einn Ijóður er þó á þessari ræðumennsku. íslendingar virðast ekki geta talað um land sitt og þjóð án þess að vera sí og æ að staglast á því, hvílík smáþjóð við erum. Er nálega sama, hvert tilefnið er, alltaf skal landinn koma smæðinni að og gera úr henni eitt meginatriði máls síns. Virðist vera ætlazt til, að útlend- ingar umréikni alla hluti og mæli upp í huganum til að sjá, hve mikið eða stórt allt væri á Is- landi, ef þjóðin væri tíu eða hundrað sinnum fjölmennari. í ÖIlu þessu kemur því miður fram bullandi minnimáttarkennd, sem íslendingar þjást af og geta ekki dulið, heldur þurfa að aug lýsa í tíma og ótíma. Þeir gestir, sem hingað koma, vita væntan- lega íbúatölu landsins nokkurn veginn, og er óþarfi að minna þá sí og æ á liana. Við þurfum ekki á slíkum afsökunartón að lialda. Það, sem við höfum gert í landi okkar, er okkur að mestu Ieyti til sóma án þess að orð sé sagt um smæð okkar. Gallarnir og erfiðleikarnir eru líka mann- Iegir og ástæðulaust að reyna effa fyllast sálsjúkri ánægju yfir erlendri grundu er sjálfsagt að láta stærð þjóðarinnar liggja á milli hluta — nema sérstök á- stæða sé til. Þá er rétt að skýra satt og rétt frá án þess að kikna eða fyllas sálsjúkri ánægju yfir því að önnur eins smáþjóð sé þó ekki til á þessari jörð, hvað sem tautar. Sú minnimáttarkennd gagnvart útlendingum, sem fram kemur í smæffartalinu, er í rauninni stór- hættuleg. Ef íslendingar ætla að | öðlast raunverulegt sjálfstæði og ■ balda uppi sómasamlegum og heið arlegum viðskiptum við nágranna jsína, verða þeir að losa sig við undirlægjuliátt og minnimáttar- i kennd. MED PEUGEOT UM LAND ALLT pajgHotti SÖOO0MIX Það tekur ítölsku kokkana 4 stund- ir,- en yður aðeins 15 mínútur að laga ekta ítalska spaghettisósu, if þér notið sósuduftið frá Kína væri þörf á að fólik tæki sig á og gætti laga og reglu um leið og auka iþyrfti framleiðsl- una. En þótt blóðugir bardagar væru ekki nefndir, þá lá í orð- unum, að vitað væri um þá, — en herinn var hvattur til að leggja ekki til atlögu að fyrra bragði og refsa ekki villuráf- andi múgnum. sterkbyggdir sparneytnir háir fra vegi frábærir aksturshæfileikar ódýrastir sambærilegra blla HAFRAFELL HF. BRAUTARHOLTI 22 SIMAR: 23511*34560

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.