Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 6
6 Sunnudags AlþýðublaSið — 20. ágúst 1967 ^ inatt er talað um „raun- sœi“ í skáldskap, — raunar er hugtakið orðið svo margnotað að stundum er torvelt að greina hvað það raunverulega merki. — Efniviður skáldskapar er maður- inn sjálfur, mannleg reynsla, þekking, tilfinningar, heimurinn eins og maður lifir hann. Raun- sæi í skáldskap er þá væntanlega viðieitni að lýsa heiminum eins og hann raunverulega sé: raun- sæishugtakið felur í sér kröfu um innra raunsæi skáldverks, rökvíslega aðferð og samhengi í aliri gerð þess, og ytra raunsæi þeSs, samsvörun við veruleik- ann eins og við þekkjum hann sjálf eða getum kynnt okkur hann af öðrum heimildum. 1 um- ræðu eru hugtök einatt sértek- in úr samhengi einstakra bók- menntagreina eða bókmennta- verka og rætt um þau almennt, talað um raunsæi I öllum skáld- skap jafnt. En það má einnig meta heilar bókmenntagreinar við þau, telja t. d. skáldsögu „raunsæislegri" tegund bók- mennta en leikrit, og leikrit raunsæislegri en Ijóð. Öll frá- sögn, af hvaða tagi sem er, felur í sér formsköpun, nokkra stil- færslu efniviðarins sem greint er frá, og þar með fjarlægð frá honum. En allur skáldskapur vill að sér sé trúað: fyrsta krafan sem hann gerir til lesanda er að hann láti af tortryggni sinni gagnvart því sem hann les. Það má meta og greina skáldskap og skáldskaparaðferðir eftir því með hvaða hætti hann vinnur lesandann á sitt band. * að er eitt formseinkenni skáldsögu i upphafi að hún læzt vera sönn saga; skáldsagan leit- ast við miklu beinni eftirlíkingu veruleikans en aðrar bókmennta greinar. Ekkert er eðlilegra en maður segi öðrum sögu — né náttúrlegri krafa til sögumanns- en að hann segi satt. í afstöðu sögumanns og áheyranda hans sín í milli er fólgið upphaf allr- ar epískrar frásagnarlistar og þar með skáldsögunnar sem er yngsta afsprengi hinnar epísku hefðar; gerð skáldsagna má sund urgreina með því að kanna og skilgreina stöðu sögumannsins í verkinu, sjónarmið sögunnar. — Dæmi fulkominnar epískrar list ar þekkjum við glöggt hér á Jandi þar sem eru íslendingasög- ur. Frásagnarlist þeirra hefur náð siíku hámarki að engu virð- ist líkara en sögurnar séu bók- staflega sannar; með þeim skiln- ingi hafa þær líka verið lesnar um aldir hversu sem þær voru samdar og notaðar í upphafi. — Þetta listareinkenni skáldsögu væri ef til vill nær lagi að nefna „sannsýni" en raunsæi: rétt gerð saga er þannig samin að hún lítur út lyrir að vera sönn þótt sú mynd sem hún dregur upp af mönnum, atburðum< og staðreyndum í heiminum reynist alls ekki samsvara raunveruleik- anum eins og komizt verður að honum með öðrum hætti. Eng- inn les að vísu skáldsögur nú á dögum í þeirri trú að þær séu bókstaflega sannar, hafi raun- verulega gerzt. En krafan um sannsýni er eftir sem áður gerð til skáldsagna með öðrum hætti en til annarra bókmenntaverka, krafa um innri rökvísi verksins sem samsvari hugmyndum okkar um rökvísi veruleikans sjálfs. Og sannsýniskrafan hefur mótað þróun skáldsögunnar síðastliðin hundrað ár; hún mótar enn í dag síðustu tízkusögur og framúr- verk, sem þó kunna að þykja fjarri öllu venjulegu „raunsæi". fyrir sanngildi skáldsögunnar sem við erum að lesa? Því er fljótsvarað: höfundurinn sjálfur, sögumaðurinn sem segir okkur frá. En sögumaður tekur á sig margvísleg gervi, tal- ar til áheyrenda sinna með ýmsu móti. Það er æðimikill munur á því hvort hann byrjar sögu sína th að mynda svona: „Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rang- árvöllum. Hann var ríkur höfð- ingi og málafylgjumaður mikill og svo mikill lagamaður að eng- ir þóttu löglegir dómar nema hann væri við. Hann látti dótt- ur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér, og þótti sá kostur beztur á Rangárvöllum.“ Eða svona: ,,Á austanverðu íslandi liggur hér- að eitt mikið og fagurt er. . . hérað heUir; þar gjörðist saga sú er hér skal rituð. Hérað þetta er allfjölbyggt, en var þó betur bæjum skipað á dögum Síðu- HaUs, og sést nú víða aðeins fyr- ir tóftum þar sem sögurnar segja að verið hafi vel hýst höfðingja- setur. Sjón er sögu ríkari, en eigi vitum vér hvað veldur. . Upp af héraði því er vér um gátum gengur dalur e*nn mikill og.breiður sem. . . dalur heitir. Fram af dal þessum liggja aftur tveir minni dalir er vér köllum Fögrudali. Fagridalur hinn eystri er allur vaxinn viði og vafinn í grasi; landkostir erú þar góðir en vetrarríki í meira lagi. Dal- urinn er þráðbeinn; fjöllin að honum ekki há; hlíðarnar iðgræn ar á sumrin og nær því kletta- lausar; hér og þar kvíslast smá- lækh og gil ofan um hjallana. Eftir miðjum dalnum fellur á mikil, það er jökulvatn lygnt og þó ekki afar breitt. Sá sem stendur um morgunstund við dalbotninn í björtu sumarveðri við upprás sólar þegar skugga- myndirnar eru að þokast undan sólarbirtunni og lítur yfir dal- inn endilangan, mun ekki geta bundizt þeirra orða: Fagur ertu, dalur fósturjarðar minnar, hér vil ég beinin bera.“ Eða svona: „Áðan flugu tveir svanir austr yfír. — Veröldin er einsog svið þar sem allt er í haginn búið undir mikinn söngleik: bjarkar- ilmur í Þingvallahrauni, kylja af Súlum, purpuralog á Esjuhimni, bláminn djúpur og kaldur yfir Skjaldbreið; en það kvöldar ekki meir; náttleysa og andvaka í öll um átturn." Eða svona: „Hann stendur ásamt tjaldi og send- lingi í fjöruborðinu niðrundan bænum og horfir á ölduna sogast að og frá. Kannski er hann að svíkjast um. Hann er tökubarn og þessvegna er lífið í brjósti hans sérstakur heimur, annað blóð, án skyldleika við hina, hann er ekki partur af neinu en stendur utan við; og það er oft tómt umhverfis hann, og langt síðan hann byrjaði að þrá ó- skiljanlega huggun. Þessi mjóa vík með léttri báru á sandi, og litlum bláum skeljum, og klett- um öðrumegin og nesin hinu- megin, það var vina hans. Hún hét Ljósavík." Eða þá svona: „Ævisaga: Ég er afkomandi hraustra, bláéygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigursælla konunga. Ég er ís- lendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall. . . nei nei.“ s .ogumaður Njalu heldur sig að staðreyndum, segir ekki ann- að en það sem verður vitað og vitnum stutt. Aferð íslgndinga- sagna kallaði Guðmundur Finn- bogason reyndarsnið: „en aðal- einkenni sniðsins er að sögumað- ur kemur þar hvergi fram, en sagan segir sjálf og segir það eitt er vottar gátu vitað.“ Hann vildi að seinni söguhöfundur tækju sér „reyndarsniðið'” til fyrirmyndar,' raunar með þeim mikilsverða viðauka að sögu- maður mætti sjálfur „koma fram": eiga þátt í viðburðun- um og segja jafnframt frá 'hugs- unum sínum og tilfinningum, „því að hann er jafn órækur. vottur um þær og um hitt sem hann sér og heyrir." En skáld- sögum nægir sjaldnast að fylgja eftir þessu „frumsniði reynslunn ar“; þær vilja einnig veita les- anda beina innsýn í hugarheim sögufólksins. Sögumaður Jóns Thoroddsens dregur í makindum upp mynd sögusviðsins í Pilti og stúlku litaða sínum eigin bolla- leggingum, tilfinningum, útskýr ingum og hann kann jafngóð skil á innri manni sögufólks síns og sveitmni þess, hreinlegu inn- ræti Sigríðar og Indriða, Sig- rúnar og Þórarins, búrahætti Búrfellsfeðga, brelluskapi séra Sigvalda, og segir af létta það sem hann hirðir; hinn epísk* sögumaður er raunverulega fyr- irferðarmesta persónan í sög- um'hans og gæðir alla frásögn- ina sinum eigin smekk og við- horfum. Aðrir höfundar reyna með ýmsum hætti að færa sögu- menn sína inn i frásögnina sjálfa, einskorða hinn epíska, alvitra sögumann við hlutverk leikstjór ans sem býr sögunni svið, leiðir persónurnar saman, heldur um alla þræði að tjaldabaki en hef- ur sig ekki í frammi rneira en nauðsyn krefur; hann lýsir ytra umhverfi, atburðum, viðbrögð- um manna eftir þörfum sínum og sögunnar, en á aðgang að hugarheimi sögufólks síns þegar hann kýs og getur l'átið allt þetta speglast þar. Þetta er iháttur hinnar hefðbundnu sálfræðilegu skáldsögu, og mætti nefna liann „hugarsnið" til móts við hið epíska „reyndarsnið" Xs- lendingasagna; með þeim hætti segir Þ1 að mynda Einar Kvar- an sínar sögur. Vefarinn mikli frá Kasmír er að forminu til venjuleg sálfræðileg skáldsaga, og náttúrulýsingin í upphafi sög- unnar ekki nema fljótlegt bak- svið sögufólksins sem brátt kemur fram á sjónarsvið henn ar og birtist okkur jöfnum hönd um í. frásögn sögumanns og beinni irmsýn í hug þess um sig og hvers til annars; það má aug- ljóslega skera niður að mestu hlutverk epríks sögumanns með sama hætti, skipta því niður á íleiri eða færri úr hópi sögu- fólks og láta sem mest af efni sögunnar berast um vitund þess. Sögumaður er þó ekki úr sög- unni fyrir það. í Heimsljósi er vitund Ólafs Kárasonar vissu- lega farvegur sögunnar: hugur hans eins stendur lesanda opinn og allt sem fyr'r ber í sögunni hefur Ólafur heyrt og séð og skynjað. En að baki hans stend- ur sögumaður sem hefur víðari sjón, gagngerari skilning hlut- anna en Ólafur sjálfur og miðl- ar lesenda í meðförunum sínum skilningi efnisins; hann sér Ólaf í senn utan og innan. Tvíveðr- ungur stílsins, hófstilling hug- lægni og hlutlægni, er helzta listareinkenni verksins. Sögu- maður Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson, er hinsvegar sjálfur sjónarsvið sinnar sögu, ekki einasta í sjónarmiðju eins og Ólafur Kárason. En slíkur sögumaður er ekki lengur trú- verðugur miðill sögunnar, Tóm- as ruglast í ríminu, rekur af- vega, kemur sögu sinni kannnski aldrei af stað; að baki hans hill- ir undir aðra sögumenn, þann skilning að hann sé sjálfur tóm- ur uppspuni. E xit autor: út með höfund- inn, er slagorð sem nota má til að lýsa þróun skáldsögunnar frá Gustave Flaubert og fram á okk- ar dag. Við upphaf skáldsagna- gerðar í nútímaskilningi, á 18du og 19du öld, hafði höfundurinn enn fullkomið forræði fyrir verki sínu, eða réttar sagt: sögu maðurinn sem hann setti þar í ÞÆTTIR UM SKÁLDSÖGUF SJÓNARMID Eftir Ólaf Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.