Alþýðublaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 8
TVÍFAR
Framhald af bls. 7.
legt. Þa5 var líka yfirvofandi ógn
eitthvað illgjarnt og illt, sem um
kringdi hann og ógnaði honum.
Hann fann návist þess eins og
rafmagnsstraum.
En fimm mínútum eftir að skip
ið var komið út á rúmsjó. hvarf
þetta allt eins og hann værj kom
inn út úr illri þoku. Þetta virt-
ist varla skiljanlegt. Jafnvel þó
vondir andar geti gefið frá' sér
vonda dampa, er erfitt að skilja
að þeir séu bundnir við föður-
land manns og nái aðeins í fárra
mílna fjarlægð frá ströndum
þess. Samt var það svo. Eina
stundina stóð hann þarna við
rúmið sitt og hélt á byssunni og
óhugnaleg löngun var að taka af
honum völdin. Hann átti að
stinga hlaupinu inn í munn sér
og hleypa af og . . .
Svo var því lokið. Honum leið
eins og manni, sem batnar skyndi
lega hann titraði og andaði ótt
og títt, en liann var raunveru-
legur aftur. Hann opnaði kýr-
augað og hann segir mér að frá
þeirri stundu hafi sér byrjað að
batna.
Hann vissi ekki, hvernig skam-
byssan komst inn í klefan hans.
Hann vissi, að hann hlaut að hafa
komið með hana þangað í einu
minnisleysiskastinu. En hann
mundi það ekki. Hann leit lífið
nýji^m |augum. Honum fannst
hann hafa bjargast af högg-
stokkinum.
Það hefði verið skiljanlegt,
ef hann thefði hent byssunni fyr-
ir borð, en hann gerði það ekki.
Honum fannst byssan ráðgá'ta.
Hann virti hana fyrir sér. Brow
ning 38, belgísk byssa, fullhlað
in. Eftir fyrstu fimm dagana
(þá læsti hann byssuna inni)
fór hann að skoða hana stundum.
Hann ætiaði að fáÞa með hana
heim. Þetta var sönnunargagn
í martröðinni.
Það virtist enginn undrast
byssuna í tollstöðinni í New York.
Hann fór með hana til Cleve-
land., Salt Lake City, Chicago,
San Francisco og til Honolulu.
Þeir reyndu að taka hana af
honum í Yokohama en hann mút
aði þeim til að sleppa henni.
Eftir það bar hann hana á sér
og það var aldrei leitað á hon-
um. Eftir því sem taugar hans
jöfnuðu sig fór hann að líta æ
meira á byssuna sem heillagrip.
Hann bar hana við Indlandshaf,
Rauðaihaf og Miðjarðarhaf. Til
Port Said og Kairó., Napólí og
Marseilles og Gíbraltar . Hún var
í rassvasa hans rúma átta mán-
uði eftir brottför hans, þegar
hann lenti aftur í Southampton.
Það -snjóaði um. nóttina og
Tony vissi að enginn myndi
taka á móti honum. Hann hafði
farið að fyrirmælum sínum og
engum skrifað. En 'hann Ihafði
ifka ákveðið að koma viku fyr
ir ákveðinn tíma til að vera
iheima um jólin. Eftir einn eða
tvo tíma myndi hann hitta Jud-
ith aftur.
Samferðamenn hans í lestinni
ræddu lítið saman. Það var leið
inlegt veður úti fyrir.
I N N
— Gamaldags jól. sagði einn.
— Huh, sagði annar og klór-
aði í frostrósimar á glugganum
með nöglunum.
— Iskuldi, sagði sá þriðji. —
Hversvegna er aldrei heitt í
lest? Ég ætla að kvarta.
Eftir Iþað fóru allir að lesa
blöðin sín. Þá skildi Tony fyrst
að hann var kominn aftur til
Englands. Hann var kominn
heim. Hann lézt lesa en hann
hlustaði á lestina og hugsaði
um það, sem hann ætlaði að
gera. Klukkan tíu kæmu þeir
til Waterloo. Þar ætlaði hann
að taka leigubíl og fara heim
til að þvo sér og skipta um föt.
Svo færi hann til Judith. Und
arlegur hrollur fór um hann.
Hann hló að sjálfum sér og opn
aði blaðið og las yfir síðurnar. •
Þarna var kunnulegt nafn á
miðri síðunni í smáfrétt.
Hann var að lesa dánarfrétt-
ina sína í blaðinu.
Ekkert annað
„Ilr. Anthony Dean Marwell,
á Upper Avenue Road, St, Johns
Wood eigandi Marwell hótel-
anna, fannst skotinn til bana í
gærkvöldi í svefnherbergi sínu.
Kúlan hefur farið gegnum
munn hans og beint í heilann.
Skambyssan fannst við hlið líks
jfns. í1rú Reach ráðskona hr.
Marwell fann líkið.
. — Sjálfsmorð.
Hann spratt á fætur og fór
fram ó ganginn, þar hélt hann
blaðinu hátt á lofti í litlu gang
týruna og las greinina aftur.
Það vfrtist um engan mis-
skilning að ræða. Frásögnin var
of ýtarleg. Þar var sagt allt um
hann, fortíð hans og nútíð.
....bróðir hins látna, hr.
Stephen Marwell, hinn þekkti
skurðlæknir var sóttur.... Unn-
usta hans Judith Gates .. Það
er álit manns að hr. Marwell
hafi ekki náð sér eftir tauga-
áfall það sem hann fékk s.l.
september þrátt fyrir langa
Pantið borð í tíma.
Það komast færri
að en vilja á
RÖÐLI
Á RÖÐLI fer saman
GÓÐUR MATUR og
GÓÐ HLJÓMSVEIT
HRAFNS PÁLSSONAR
ásamt söngkonunni
VÖLU BÁRU.
RÖÐULL
er hinn vinsæli skemmtistaður
Reykvíkinga.
Öll fjölskyldan
getur notíð Ijúffengra
rétta og gdðrar þjdnustu
hjá okkur
MATSTOFA AUSTURBÆJAR
---------LAUGAVEGI 116
hvild...
Tony leit á dagsetningu blaðs
ins. Það var dagsett í dag, tutt-
ugasta og þriðja desember. Hann
virtist hafa skotið sig fyrir
tveim sólarhringum.
Og byssan var í rassvasa
hans.
Gleymið amstri dægranna í vistlegum
salarkynnum KLÚBBSINS, við Ijúf-
fengan mat og hljóðfall ágætra
hljómsveita.
Tony braut dagblaðið saman.
Lestin þaut áfram með hann.
Hann leit yfir ganginn. Hann
sá ekkert nema einhvern, sem
hann áleit að væri farþegi og sá
leit út um gluggann út í hríð-
ina.
Hann man ekki eftir meiru
fyrr en hann kom til Waterloo.
En samt man hann óljóst eftir
einhverju kunnuglegu við far-
þegann sem stóð í ganginum
með honum. Fyrst var það eitt-
hvað um axlir farþegans. Svo
skildi Tony að það var vegna
þess að þessi farþegi var í stór
um frakka með gamaldags
skinnkraga. Þegar han fór út
úr lestinni í waterloo minntist
ihann þess að Gamli Jim Mar-
well var alltaf í slíkum frakka.
Fjöldi sérrétta á boðstólum.
® .35355
KLUBBURINN
LÆKJARTEIG 2. REYKJAVIK • ICELAN
Framhald á bls. 9,