Alþýðublaðið - 01.09.1967, Qupperneq 9
TVÍFAR
Framhald af 8. síðu.
I>egar hann fór að sækja far
angurinn sinn var troðningurinn
svo mikill að hann gat ekki
hreyft hendurnar. Samt fann
hann brúnan skinnkraga snerta
axlir sínar.
Hann fékk leigubil. Það var
léttir að fara aftur í leigubíl
í London, Hann sagði ökumann
inum heimilisfangið, gaf burðar
manninum peninga og stökk inn
í bílinn. En burðarmaðurinn
hélt dyrunum að bílnum opnum
iengur en nauðsyn krafði.
— Lokaðu dyrunum, maður,
kallaði Tony. — Lokaðu strax.
— Jó, herra. sagði burðar-
maðurinn og fór frá. Dyrnar
skullu aftur. Tony leit út um
afturgluggann og sá að burð
armaðurinn starði á eftir bíln-
um.
í>að var dimmt í bílnum og
Tony sá ekkert. En hann þreif-
aði um allt sætið og fann ekki
neitt.
Nú þagnaði Hargreaves stund
arkorn. Hann hafði talað með
erfiðismunum smástund, ekki
eins og hann óttaðist að orðum
hans yrði ekki trúað heldur eins
og hann væri að leita að réttu
orðunum.
Nú greip félagi lians í fyrsta
skipti fram í fyrir honum. Ung
frú Judith Gates, sem sat hand
an við arineldinn.
— Augnblik, sagði hún.
— Hvað? spurði Hargreaves.
— Þessi vera, sem elti Tony.
Hún virtist einnig leita að orð
unum.
—Þér eruð þó ekki að segja
mér, að hann, að hún... hafi
verið.
— Verið hvað?
Látinn, sagði Judith.
— Ég veit það ekki, sagði
Hargreaves og leit í augu henn
ar. — Það virtist vera maður
í frakka með stórum skinnkraga.
Ég segi aðeins sögu Tonys.
Judith tók fyrir augun. — En
jafnvel þó, sagði hún skrækt,—
jafnvel þó að það hafi verið
þessi maður, sem þér haldið að
það hafi verið. Þá myndi hann
aldrei, aldrei hafa reynt að
gera Tony illt. Gamli Jim elsk-
aði Tony. Hann arfleiddi Tony
af öllum eigum sínum en Step-
hen að engu. Hann lofaði Tony
að gæta hans alltaf.
— Það gerði hann líka, ,sagði
Hargreaves.
— En....
—Þér skiljið ekki enn hvers-
konar U1 áhrif þetta voru né
hver var ástæða þeirra. Tony
gerði það ekki sjálfur. Hann
vissi aðeins að hann var í
myrkri í leigubíl og hvort; sem
'það var gott eða illt sem elti
hann, gat hann ekki afborið það.
— Samt hefði allt farið vel, ef
ökumaðurinn hefði vdírið gæt
inn. En það var hann ekki. Þetta
var fyrsta hríðarveður ársins
og ökumaðurinn misreiknaði sig.
Þegar þeir voru næstum komn-
ir heim reyndi ekillinn að
beygja of snöggt og' þéir óku
beint á tré.
. ' — Ég varð að beygja, sagði
INN
ökumaðurinn. Ég varð. Það var
gamall karl í frakka með loð-
kraga, sem gekk beint fyrii-.
Tony varð að ganga heim.
Hann fann, að einhver elti
hann áður en hann var búinn að
ganga fáein skref. Tvö hundruð
metrar er ekki löng leið. En
þessir metrar virtust heil eilífð
arleið og hann vildi ekki yfir-
gefa ökumanninn. Ökumaðurinn
áieit, að það væri vegna þess að
Tony treysti ekki á heiðarieika
hans og þyrði ekki að skilja eft
ir farangur sinn meðan gert
væri við bílinn. En það var ekki
ástæðan.
Fyrst gekk Tony hratt, en sá
sem elti hann gekk einnig hratt.
Tony sá í skini lampans rakan
skinnkraga en ekkert annað,
þegar hann leit við. Svo fór
hann að hlaupa, en hinn var
alltaf á eftir honum. Tony hugs-
aði álls ekki urn, hvort þetta
væri gott eða illt, sem elti hann.
Hann vissi aðeins, að þetta var
draugur. Og hann vissi, að hann
myndi deyja, ef draugurinn
næði honum.
Hnnn nálgaðist sífellt og Tony
hljóp æ hraðar.
Það var dimmt í lnisinu.
Hann tók upp lyklana en missti
þá á tröppurnar og leitaði að
þeim í myrkrinu um leið og
draugurinn kom inn um hliðið.
Hann heyrði ískra í hliðinu um
leið og hann fann lyklana og opn
aði dyrnar eins og við krafta-
verk.
En hann var of seinn. Draug-
urinn var að koma upp útitröpp
urnar. Tony segir að í skini
lampans hafi skinnkraginn ver-
ið enn blautari og mölétnari en
hann ' mundi. Meira veit hann
ekki. Hann fór inn í forstofuna,
dyrnar voru opnar. Hann var
svo ringlaður að hann mundi
ekki hvar slökkvarinn var.
Draugurinn gekk inn.
Tony mundi eftir því að í vas
anum var hann enn með byss-
una sem hann hafði gengið með
á sér um allan heim. Hann fálm
aði í buxnavasa sinn undir frakk
anum en það var til einskis,
því að hann missti byssuna. Nú
var draugurinn alveg að kom
ast( til ihans 4= jhþnn Ihikaði
ekki lengur. Hann stökk upp
stigann.
Þegar hann var kominn upp,
leit hann niður. í birtunni sem
skein inn um útidyrnar frá götu
ljósinu sá Tony að draugurinn
var að taka byssuna upp.
Hann heldur að það hafi ver
ið þá, sem hann kveikti ljósin.
Og hann kallaði eitthvað. Hann
stóð við dyrnar að svefnherbergi
sínu. Hann opnaði dyrnar og
kveikti fleiri ljós. Svo leit hann
á rúmið.
BÆJARINS
BEZTA
VEIZLUBORÐ
Heilar sneiðar — Kaffisnittur —
Coctailsnittur.
RAUÐA - MYLLAN
Laugavegi 22 — Sími 13628.
En maðurinn í rúminu settist
ekki upp, þegar hann heyrði há
vaðann eða sá ljósin. Hann lá
þarna undir 'laki, sem huldi
hann allan og Tony Marwell
drýgði mestu hetjudáð ævi sinn-
ar. I-Iann tók lakið af andliti
mannsins í rúminu og leit í and
lit sitt, látið liggjandi á rúminu.
Áfall? Já. Meiri ógn? Nei.
Því þess dauði maður var af
holdi og blóði eins og Tony var
af holdi og blóði. Hann var ná-
kvæm eftirmynd Tony. En nú
var ekki um raunverulegan- eða
óraunverulegan heim að ræða.
Þessi máður var af holdi og
blóði og hér var um að ræða
svindl.
— Svo þú ert lifandi. var sagt
í gættinni og Tony leit við og
sá Stephen bróður sinn standa
þar.
Steplrcn var í rauðum slopp
og hár hans var úfið. Andlit
hans var tryllingslegt.
— Ég ætlaði ekki að gera það
öskraði Stephen. Jafnvel þó að
Tony skildi hann ekki, vissi
hann að þetta var játning. Ó-
skiljanleg orð, sem vöktu með-
aukun með manninum, sem
sagði þau.
—Ég ætlaði ekki að láta drepa
þig um borð á skipinu, sagði
Stephen. — Þú veizt að ég vildi
ekki meiða þig, veiztu það ekki?
Heyrðu.
Eins og ég sagði áður stóð
Stephen í gættinni og hélt
sloppnum að sér. Tony vissi
ekki, hvað olli því að hann leit
við, kannske heyrði hann þrusk
að baki sér. Kannske sá hann
eitthvað út undan sér. Stephen
leit við og veinaði.
Tony sá ekki meira, því að
ljósin slokknuðu. Hann var
hræddur og hann gat ekki hreyft
sig. Hann sá hönd. Þessi hönd
skauzt út úr myrkrinu, tók um
húninn og lokaði svefnherbergis
hurðinni. Hann heyrði lykli snú-
ið í skránni fyrir utan. Tony
var inni í herberginu og Step-
her. var fyrir utan — og hánn
veinaði enn.
Það var gott fyrir Tony, að
hann var læstur inni. Það los
aði hann við spurningar lögregl
unnar síðar.
Frú Reach, ráðkona hefur sagt
okkur afganginn. Hún svaf við
hliðina á svefnherbergi Step-
hens. Hún vaknaði við veinin,
ryskingar og þungan andadrátt.
Þessi hljóð voru fyrir framan
dyrnar hennar og virtust á leið
að herbergi Stephens.
Um leið og hún kom út úr
herberginu heyrði hún dyrunum
lokað að herbergi Stephens. Um
leið og hún kom fram á gang-
inn heyrði hún í annað skipti á
tveimur sólarhringum skamm-
byssufekot.
Frú Reach ber þess vitni að
ekkert og enginn hafi komið út
úr herbergi Stephens eftir að
skotið hljóp af. Hún starði á
dyrnar og það liðu fáeinar mín-
útur áður en hún þorði að opna
dyrnar. Þegar hún gerði það
heyrðist ekkert hljóð. Hann var
skotinn gegnum vinstra gagn-
auga sennilega sjálfsmorð, þar
sem skammbyssan fannst við
'hlið hans. Það var enginn í her
berginu og allir gluggar lokaðir
. að innan. Eina annað sem frú
Reach tók eftir var óþægilega
st.erk lykt af votu skinni og möl
kúlum.
Aftur hikaði Hargreaves. Það
leit út fyrir að sagan væri á
enda. Óviðkomandi mönnum
hefði vízt fundist að hann hefði
lagt of mikla áherzlu á hrylling
inn, því stúlkan hélt höndinni
fyrir augun. En Hargreaves
kunni sitt starf.
Framhald í næsta Helgarblaði.
ERUÐ
ÞÉR
SÆLKERI?
Það erum viö.
Þér vitið hvers vegna, þegar þér
bragdíð á réttum okkar
SÆLKERINN
HAFNARSTRÆTI.
'______ ■__________
GOURMET
LE
9