Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 1
1 Sunnudagur 24. september 1967 — 48. árg. 213. tbl. — VerS 7 kr< i I fyrradag kom vélskipið Héðinn frá Húsavík til Rauf- arhafnar úr tilraunaför sinni á vegum síldarútvegs- nefndar, en nefndin ákvað fyrir skömmu að beita sér fyrir tilraunum á flutningum á sfld frá fjarlægum miðum til söltunar. Með þessari ferð Héðins var Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður, og hitti Alþýðu- blaðið hann að máli í gær arinnar og árangur. Úrslit í dag í dag- kl. 2 hefst úrslita- leikur íslandsmótsins í knatt spymu 1967 á Laugardals. leikvanginum. Valur ís- landsmeistararnir frá í fyrra leika við Fram. Á myndlnni er Hermann Gunnarss., Vai með knöttinn, en hann er marka hæsti Ieikmaffur í I. d. Hermann er einn leiknasti knattspyrnumaður okkar nú. Leikurinn í dag verður vafa laust hinn skemmtilegasti, þar sem liðin eru mjög svip uð að styrkleika. og spurði um tildrög ferð- — Þetta var sex daga veiðiferð og veiðisvæðið var norðan við 72 gráðu. Þessi ferð var farin í því augnamiði að leita eftir hagkvæm um leiðum til að flytja síld í stór um stíl frá fjarlægum miðum til söltunar eða frystingar í landi. Til raun þessi var gerð á vegum síldar- útvegsnefndar og í samvinnu við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, og var Jóhann Guðmundsson efna- verkfræðingur með í ferðinni og stjórnaði tilraunum við geymslu- aðferðir. — Ýmsar aðferðir voru reyndar. Rúmlega 500 tunnur síldar voru geymdar í kældum sjó. Þessari síld var dælt beint niður í tanka á 7-8 mínútum og kom mannshönd in þar hvergi nærri. Þá voru ísað ar í annan tank um hundrað tunn ur síldar. Annarsvegar var ísað í Jón Ármann Héðinsson. rúmlega metra hæð, en hinsvegar í 1,60 m. hæð, og var þetta gert til þess að fá samanbui'ð á þrýst- ingsáhrifum. Auk þessa var síidin sett (heil í fullsterkan pækil og einnig heilsöltuð. Þá var síldin söltuð í nokkrar tunnur á venju- legan hátt, þ.e. haus- og slógdreg in, og einnig var hún sett haus- og slógdregin í fullsterkan pækil, Framhald á 3. síðu. VEROUR EYRARHREPPUR SAMEINAÐURISAFIRÐI ? Föstudaginn 15. þ.m. var haldinn umræðufundur á ísafirði um sameiningn ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps, en á sl. ári voru liðin 100 ár frá því að ísafjörður varð sérstakt sveitarfélag, en til þess tíma tilheyrði Skutulsf jörður Eyrarhreppi. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Unnars Stefánssonar, ritara sameiningarnefndar sveit- arfélaga, og flutti hann ítarlega greinargerð um hlutverk nefnd- arinnar og mikilvægi þess, að sameina sveitarfélögin " í stærri heildir. Jóhann G. Ólafsson, sýslumað- ur ísfir'ðdnga, stjðjmaði fundin- um. Til fundarins voru boðaðir bæjarfulltrúar ísafjarðarkaup- staðar, hreppsnefndarmenn Eyr- arhrepps og fulltrúar úr samein- ingarnefndum þeim, sem um- rædd sveitarfélög kusu á sl. ári til viðræðna um málið. Miklar umræður fóru fram á fundinum og var almennur áhugi fyrir því, að hraða undirbún- ingi og framkvæmd sameiningar- innar. Fundurinn beindi þeirri ósk til viðkomandi sveitarstjórna, að þær kysu þrjá fulltrúa hvor til að athuga málið, ásamt sýslu- manni • og fulltrúa frá samein- ingarnefnd sveitarfélaga. í ræðu, sem Lýður Björnsson flutti er hann kom á fundinn að ósk Unnars Stefánssonar komu fram athyglisverðar upplýsingar um mannfjöldaþróun á Vest- fjörðum: Samkvæmt þeim upplýsingum var íbúatala Vestfjarða árið 1801 alls 7364 eða samt. 15.8% af í- búum landsins. 1850 er hltufallið 13,7%, 1901 er hlut- fallið 15,9% árið 1910 er það 15,7%,- árið 1920 14,2%, árið 1930 er hlutfallið 12,0%, árið 1940 er það 10,7% — og árið 1963 er það ca. 5,8% af íbúum landsins. ; Eftirgreindar upplýsingar varð- andi mannfjöldaþróunina eru og úr hinu gagnmerka yfirliti Lýðs Björnssonar, Framhald á 3. síðu. Við ísun um borð I Héðni. Síldin rennur niður í tankinn og Jóhann Guðmundsson efnaverkfræðingur (í úlpu) fylgist með vcrkinu. Mynd- ina tók Jón Ármann Héðinsson og hann tók einnig myndirnar á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.