Alþýðublaðið - 24.09.1967, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.09.1967, Qupperneq 2
24. september 1967 - Sunnudags Alþýðublaðiif riösamleg notkun hafsbotnsins Eina nýja málið á allsherjarþingi SÞ NÚ er 22. þing Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafið og utanríkisráðherra Rúmeníu, Man escu, var kosinn forseti þings- ins: Það er fyrsta sinni, að kommúnisti er kosinn í þessa virðingarstöðu, enda sagði Manescu eftir kosninguna, að 1. hann tæki kjör sitt sem tákn bathandi sambúðar milli þeirra ríkja, sem byggju við mismun- andi stjórnskipulag. Abba Eban, býst við harðri bar- áttu. um bann við útbreiðslu kjarn orkuvopna o. s. frv. Það verður að venju borin upp tillaga þess efnis, að Kína fái aðild að samtökunum, — en að venju verður liún felld. Það eina, sem er forvitnilegt í því sambandi er, hve margir greiða atkvæði með og hve marg ir á móti. Tillaga um upptöku Kína verð ur borin upp af sömu þjóðum og venjulega með Albaníu í far arbroddi, — en allir vita, að Kínverjar hafa enga möguleika í ár fremur en venjulega og reyndar minni nú en fyrr vegna menningarbyltingarinnar og ólgu þar innanlands. Árið 1965 var atkvæðagreiðsl an um Kína spennandi, vegna þess, að þá voru 47 með og 47 á móti, en þá var menningarbylt ingin ekki komin til sögunnar. í fyrra var útkoman 56 á móti, 47 með en 17 sátu hjá. Búizt er við, að það, sem hæst ber á þessu þingi, séu þau mál, sem ekki eru enn á dagskránni, — þ. e. deila ísraelsmanna og Araba og styrjöldin í Vietnam. Menn eru þó vondaufir um það, að takast megi að finna nokkra lausn á Vietnam-málinu. U. Thant tók það sex sinuum fram á blaðamannafundinum, sem hann hélt áður en þingið náfs:. ao iann »!■ i. aá lanaa Litið er á Manescu sem eins konar brúarsmið yfir djúpið, sém aðskilur austur og vestur, en rúmanska stjórnin hefur verið mjög sjálfstæð gagnvart bræðr um sínum í austrinu upp á síð- kastið. Vera má, að kommún- istarikin hafi jafnvel greitt Man escu atkvæði sitt með hálfum hug, — en hin vestrænu ríki hafa aftur á móti prísað sig sæl yfir því, að hafa fengið svo gæfan kommúnista í forsetastól inn, — og nú er ekki hægt að segja, að kommúnistar séu hafð ir útundan! 95 mál eru á dagskrá þings- ins, og öll þessi mál eru gam alkunnug. Þau hafa verið rædd á fundum þingsins undanfarin ár, án þess að nokkur lausn hafi fengizt. Á dagskránni er aðeins eitt nýtt mál. Það er tillaga frá Möltu þess efnis, að alþjóðleg samþykkt skuli gerð um það, að hafsbotninn sé aðeins notaður í friðsamlegum tilgangi. Hin málin eru sem sé gamlir kunningjar. Rhodesíumálið og Suð-Vestur-Afríka, Kóreu-vanda- málið og sjálfstæði Fidji-eyj- anna, kynþáttamisrétti og mis- rétti kvenna, von um samning Alisherjarþingið á fundi. ríkjamenn ættu að hætta þegai í stað og skilyrðislaust loftárás- um á Norður-Vietnam. Þá mundi vera unnt að hefja samn ingaviðræður við Hanoi-stjórn innan fárra vikna. Hánn benti á það, að það er engin hernað arleg áhætta fyrir Bandaríkja menn að fara að ráðum hans, — en allt um það eru þeir ófá anlegir til þess, eins og allir vita Arthur Goldberg, ambassadoi Bandaríkjanna hjá Sameinuði: þjóðunum, hefur aftur á mót: leitað hófanna um það, hvort Vietnammálið fengist ekki tekið til umræðu í Öryggisráðinu, — en hann hefur enn ekki fengið neinu framgengt í því efni. Deila ísraelsmanna og Araba verður áreiðanlega rædd, — og allir virðast á eitt sáttir um það, að lífsnauðsyn sé að finna ein- hverja viðunandi lausn þessarar deilu, áður en þjóðirnar fyrir botni Miðjarðarhafs hefja blóð bað að nýju. En því miður eru menn ekki vissir um, að Sam einuðu þjóðunum - né neinum öðrum —■ takist að finna þá lausn, sem báðum aðilum lík- ar. Arabaþjóðirnar vilja alls ekki viðurkenna Ísraelsríki, og telja ísraelsþjóð enn sem fyrr bezt geymda í hafinu. Nýlega bárust fréttir af því, að valda menn í Arabalöndum teldu nýja U. Thant, framkvæmdastjóri, ogr Rahman Pazhwak frá Afganistan, sem var forseti á aukafundi Allsherjarþingsins, sem lauk degi áður en haustfundurinn hófst. styrjöld við ísrael óhjákvæmi- lega. ísraelsmenn neita að fara með heri sína burt af þeim land svæðum, sem þeir hertóku í júní stríðinu, og segjast aldrei munu yfirgefa jórdanska hluta Jerúsal em. Mörgum finnst þessi fram koma ísraelsmanna kynleg og vítaverð, — en ísraelsmenn hafa það sér til málsbóta, að þeir segjast löngu þreyttir á að treysta hálfgildings-loforðum, sem leiði einungis til svika og nýrrar hervæðingar Arabaríkj- anna. Þeir krefjast þess, að Ar- abaríkin viðurkenni ísrael og semji siðan við stjórnina í Tel Aviv. Þeir hafa ekgi sagt, að þeir muni þá ekki fara burt með her sinn frá hinum her- teknu svæðum, — nema Jerúsal em, —■ hana segjast þeir aldrei munu yfirgefa. Abba Eban, utanríkisráðlierra ísraels, veit, að það verður við . ramman reip að draga á Allsherj arþinginu. Hann er nú kominn til Nevv York með fríðu föru- neyti, — miklum mun meiri lið styrk en nokkru sinni fyrr. Það er hörmulegt til þess að vita, hvernig farið hefur um ein ingu Sameinuðu þjóðanna um ís rael. Þetta ríki var raunveru- lega stofnað af Öryggisráði Sam einuðu þjóðanna árið 1947, — en árið eftir kom ákvörðun Ör- yggisráðsins til framkvæmda, og Ísraelsríki var formlega stofnað. Sama ár hófu Arabaríkin árás- ir á hendur ísraelsmanna, og þótt Sameinuðu þjóðirnar for- dæmdu þann fjandskap, liéldu Þær að sér höndum, — þá eins og nú. En þá voru Sovétmenn á annarri skoðun en þeir eru nú. Þá fordæmdi núverandi utanrík- isráðb., Andrej Gromyko, þessar aðgerðir Arabanna, og sagði, að það væri ekki í fyrsta sinni, sem þessar þjóðir gengju í berhögg við ákvarðanir Sameinuðu þjóð anna. ) Þá var Sovétmönnum mest á- fram um að hrekja Breta burt frá Palestínu, — nú óttast þeir hið öfluga Gyðingaríki og vilja fegnir hafa vináttu Arabaríkj- anna, — þar sem bæði eru olíu lindir og mikill mannfjöldi. En eru þá hinir með hreinan skjöld? Palestínuflóttamanna- Manescu, — forseti Allsherjar- þingsins. vandamálið er ekki aðeins óleyst, — heldur erfiðara viðfangs nú en nokkru sinni fyrr, og sagt er, að algjör neyð verði, ef ekkert verður að gert, áður en vetur gengur í garð. Var það af mannkærleika, sem Bretar og Bandaríkjamenn studdu ísraelsmenn í deilunni við Araba og Sovétmenn Araba í sömu deilu? Eða var það að- eins leikur í refskák stórveld anna um heiminn, — Það sem kallað er „valdajafnvægi“ í ver

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.