Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 4
 Rltstjórl: Bencdlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngasíml: 14906. — ABsetur: AlþýBuhúsið vIB Hverfisgötu, Bvlk, — PrentsmiSja AlþýðublaBsins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 elntakiO. — Útgefandl: AlþýSuflokkurlnn. Viöhorf hænda , FYRIR NOKKRUM ARUM lét ungur stjómmála- maður þau orð falla, að rétt'ast væri að fækka íslenzk- umlbændum um helming. Þetta jþóttu firn mikii og réðust ýms blöð á mann- inn aneð skömmum og svívirðingum fyrir svo fráleita sko|un. Mun og mörgum hafa þótt nýstárlegt að heyra, að þjóðinni væri ekki fyrir beztu að eiga sem flesta bændur, enda höfðu stjórnmálamenn í áratugi harmað það sem einn maður, að fólki fækkaði í sveitum. I fyrrakvöld flutti Ríkisútvarpið hlustendum sín- um viðtöl Stefáns Jónssonar við bændur í Vatnsd'ah Virtust þetta vera hinir greindustu og duglegustu menn, svo sem vitað er um þá byggð. Þess vegna kom ýfnsum á óvart að heyra að minnsta kosti einn þeirra lýsa þeirri skoðun sinni, áð bændum mætti gjarna fækka nokkuð. Mun hann ekki vera einn um þessa skoðun í bændastétt. Svona breytist hugsunar- háttur manna á tiltölulega skömmum tíma. Tækni og vélvæðing hafa valdið fólksfækkun í sveit um hér á landi eins og í öðrum löndum. Færra fólk afk-astar nú meira en fjöldinn áður. Framleiðslan fer vaxandi, þrátt fyrir fækkunina. Vegna þessara breyt inga batnar afkoma þeirra, sem eftir eru. Þeir bændur, sem nú telja æskilega nokkra fækkun 1 stéttinni, hljóta 'að telja, að afkoma þeirra verði þá bezt og öruggust. Þeir hljóta að óttast offramleiðslu, sem geti komið niður á bændum sjálfum, og vilja sem bezt samræmi ^milli framleiðslugetu landbúnað arins og þarfar markaðsins. Þetta er óneitanlega skynsamlega hugsað. Ag þess ari sömu niðurstöðu hafa margar aðrar stéttir kom izt, og reynt að tryggja eðlilegt jafnvægi milli fram boðs og eftirspurnar á sínu sviði. Nægir að minna á ýmsa hópa iðnaðarmanna í því sambandi. Fækkun býla hefur undanfarin ár verið mjög hæg hér á landi. Skal enginn dómur lagður á, hvort efna- hagsleg rannsókn mundi leiða í .ljós, ag hún þyrfti að vera hægari eða hrað'ari. Bezt af öllu er, að bænd- ur sjálfir og samtök þeirra geri sér grein fyrir því, hvort sem niðurstaða þeirra yrði hin sama og bænd- anna í Vatnsdal eða ekki. Verði enn fækkun býla, þarf sérstaklega að reyna að tryggja, að afskekkt býli og erfið til búrekstrar verði lögð niður, þannig að byggðin þéttist og landbúnaðurinn verði sterkari eft- ir en áður. Engin atvinnugrein á íslandi er eins bundin mannleg um tilfinningum og landbúnaðurinn. Þetta hefur áður reynzt styrkur hans — og er að nokkru leyti enn. En nútíma hagvísindi ganga oft þvert á forna trú og setja sín eigin lögmál, sem erfitt er að komast hjá. Landbúr.aður okkar þarf að vera öflugur, en til þess verður hann að skipa málum sínum með nútíma •tækni og hagsýni. ‘ j|Hf Toyota Corolla 1100 Innifalið í verði m. a.: Riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggja hraða mið- stöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska Bifreiðasalan Ármúla 7. Sími 34470 - 82940. ★ ATHYGLISVERT MÁL. Fyrir skömmu birtist grein eftir Hjálmtý Pétursson í dagblöðunum, sem hann nefndi „Á æðarfuglinn að hljóta sömu örlög og geirfuglinn”, þar sem hreyft var athyglisverðu máli. Það er ræktun æðarfugls. Er í raun og veru furða, að bændasamtökin skuli ekki fyrir löngu vera búin að beita sér fyrir tilraunum í þessa átt. Dúnn er mjög eftirsótt verðmæt vara, kílóið mun kosta nú um hálft þriðja þúsund króna, og þó að talsverð vinna sé í sambandi við hirðingu og hreinsun dúnsins, ætti að vera þarna nokkur ábatavon. Greinarhöfundur bendir á, að æð- arvarp gang nú mjög saman víða um land og kennir það mink og svartbak, sem sjálfsagt hefur við rök að styðjast, a.m.k. að einhverju leyti. Hins vegar minnist hann ekki á, að hér liafa fleiri komið við sögu en minkur og svartbakur. Þeir, sem kunnugir eru æðarvarpi, vita ósköp vel, að fiestir varpbændur hafa þann sið að taka ákveð- inn eggjafjölda úr hverju hreiðri, venjulegast tvö egg af fimm, þrjú af sjö o.s.frv., sem ekki þætti lítið af svartbaknum, og það segir sig sjálft, að þetta hlýtur að hafa áhrif á ungafjöldann og vöxt og viðgang æðarvarpsins, náttúran sjálf hefur á- kveðið eggjafjöldann og það lætur sig ekki án vitnisburðar, ef gengið er á hennar hlut. ★ RÆKTUN ÆÐARFUGLS. Hjálmtýr leggur sérstaka áherzlu á eyðingu svartbaksins og minnist á þær aðferðir, sem tiltækar séu í því augnamiði, m. a. eitrun. Satt að segja er ég ákaflega vantrúaður á, að unnt só að halda vargnum í skefjum, og vonandi gerist enginn talsmaður þess, að eitrun fyrir dýr og fugla, sem til skamms tíma tíðkaðist, verði tekin upp aftur. Það er ekki íslenzkum bændum sam- boðið, frekar en flekaveiðin, hagnaðarvonin rétt- læti ckki slík vinnubrögð. Það sýnir sig líka, m. a. hjá tíin- um ágæta varpbónda, Gísla á Mýrum, að unnt er að verja varpið og auka það og margfalda með natni og umhirðu, enda hef ég fyrir satt, að Gísli taki aldrei æðaregg úr hreiðri. Hitt er þó mergurinn málsins, eins og' greinarhöfundur bendir réttilega á, að skipu- legar tilraunir verði gerðar með ræktun æðar- íugls af sérfróðum mönnum um þau efni. Kæmi þá m. a. til greina notkun útungunarvéla, fóðrun og gæzla unganna meðan þeir eru ekki færir um að bjarga sér sjálfir o.s.frv. Má undarlegt heita, ef bændur hafa ekki áhuga á þessu máli. Sannleik- urinn er sá, að við liöfum í þessum efnum sem mörgum öðrum stundað meira rányrkju en rækt- un, en það kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra, þegar til lengdar lætur. Þess má að Jokum geta, til þess að öll sjónarmið komi fram, að hitt hef ég þá bændur, sem staðhæfa, að svartbakshreiðrið gefi sízt minna af sér en hreiður æðikollunnar, þegar allt kemur til alls. Svartbakurinn verpir þrisvar hvert vor, ef undan honum er tekið, 2—3 eggjum. í hvert skipti, og hvert egg hefur kostað 8 krón- ur út úr búð, ef ég man rétt. En um 60 æðikollu- hreiður fara í dúnkílóið. Geta svo tölvísir menn velt fyrir sér reikningsdæminu. Ef til vill á þessi erkióvinur varpbændanna efttr að vinna sér hylli þeirra, það eru að minnsta kosti engin vandkvæði á að ala hann upp eða viðhalda stofninum. — S te i n n . 4 7. október 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.