Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 5
SENDIBREF TIL SÉRA JÓNS 6. október. MAÐUR heitir Tyge Dahlgaard, sonur Bertels, sem lengi var foringi róttæka flokksins í Dan- rnörku. Er Dahigaard yngri prýðilega menntaður, hlaut skjótan frama í utanríkisþjónustunni og varð viðskiptamálaráðherra í ríkisstjórn Jens Ottos Krag. Vakti skipun hans mikla athygli, enda hafði Dahl- gaard aldrei starfað í samtökum jafnaðarmanna, en þeir fara með völd í Danmörku sem kunnugt er. Keppinautar Dahlgaards um ráðherraembættið voru og mikilhæfir, þeirra á meðal Hans Tabor, sem nú er orðinn utanríkisráðherra. Mun Per Hækker- up á sínum tíma hafa lagt kapp á, að Tabor yrði viðskiptamólaráðherra í stað Dahlgaards, en Jens Otto Krag réði úrslitum. Tyge Dalilgaard gat sér ágætan orðstír sem viðskiptamálaráðherra, og spáðu sumir jafnvel, að hann yrði utanríkisráðherra. Svo varð þó ekki, og valdi Jens Otto Krag fyrir skömmu Hans Tabor í það embætti. Um svipað leyti þótti Tyge Dahlgaard fara hæpnum orðum á stúdentafundi um danska utanríkisstefnu. Taldi hann, að hún mótað- ist fullmikið af „hugmyndafræði og rómantík,” en ætti að miðast við það hvernig viðskiptahags- munir Dana yrðu bezt tryggðir. Hlauzt af þessu ærinn gauragangur, og vék Jens Otto Krag við- skiptamálaráðherranum úr embætti um síðustu helgi eftir að Tyge Dahigaard neitaði tilmælum forsætisráðherrans að segja af sér. Eigingjörn hagsýni Mig grunar, að Tyge Dahlgaard hafi orðið leik- soppur æfðra stjórnmálamanna. Skoðanir hans koma naumast á óvart. Þó eru þær mjög umdeil- anlegar. Sjónarmið hans mótast af eigingjarnri hagsýni, sem ber keim af slæmu siðferði. Gift- ir menn geta til dæmis fæstir unað því, að konur þeirra stundi vændi, þó að sjálfsagt megi hafa af því drjúgar tekjur. Sú afstaða er ósköp skiljan- leg, og þjóðarstolt hlýtur einnig að eiga nokkurn rétt á sér í samskiptum ríkja. Hins vegar gegnir engri furðu, að sérhver viðskiptamálaráðherra kosti kapps að selja útflutningsframleiðsluna og ná góðum samningum um innkaup. Smáríkjum er mikill vandi á' höndum í þessum efnum. Það á ekki síður við um íslendinga en Dani. Alþjóðasamstarf er komið í það horf nú á dög- um, að öllum ríkjum, smáum sem stórum, ber skylda að hafa skoðanir og marka afstöðu í heims- málunum. Danir geta þess vegna ekki látið styrj- ijldina í Víetnam afskiptalausa eða sætt sig þegj- andi við stjórnarfarið í Grikklandi og á Spáni fremur en fátæktina í austurlöndum eða kúgun- ina bak við járntjaldið. Hitt er sennilegt, að þeir myndu græða á því viðskiptalega að þegja, en þóttinn bannar þá hógværð. Þess vegna hefði Tyge Dahlgaard þurft að gera greinarmun á kurteisi utanríkisþjónustunnar og hreinskilni stjórnmálamannanna. AfstaSa stórveldanna Smáríkjunum er nauðsyn að tileinka sér hug- sjónafræði í samskiptum landa og þjóða. Öðru máli gegnir um stórveidin. Þau fara einmitt að því ráði, sem Tyge Ðahlgaard mælti með. Viðskipti þeirra mótast löngum af hagsmunum. Þess vegna koma mjög til sögunnar sveiflur þær, sem ein- kenna heimsstjórnmálin. Stundum er því líkast, að hugsjónir gangi kaupum og sölum eins og fisk- ur, kjöt, olía og nýlenduvara. Þá eru stórveldin að temja sér hagsýnina, sem Tyge Dahlgaard vildi láta Dani kappkosta. Hins vegar reiðist almenningsálitið í ríkjum stórveldanna sjaldan eða aldrei viðskiptamálaráð- herrum sínum eins og henti danska jafnaðarmenn á dögunum. Siðblind gi-óðahneigð telst þar ekki ódyggð, en auðvitað er brugðið á hana yfirskini. Þannig er til komin sú aðferð að hafa endaskipti á hugtökum og staðreyndum. Sú íþrótt lét Tyge Dahlgaard ekki. Ég ætla, að honum hafi þótt súrt í broti að verða ekki utanríkisráðherra og því misst stjórn á skapsmunum sínum. Kannski hefur hann það upp úr krafsinu að verða píslarvottur? Afleiðing þagnarinnar Stundum er íslendingum ráðlagt að temja sér þá auðmjúku hagsýni að þegja við öllu röngu. Af- leiðing þess yrði sú, að við dæmdum okkur við- undur í alþjóðamálum og bærum helzt skömmina úr býtum. Smáríki hlýtur að gæta sóma sins, ef því á að verða gaumur gefinn til annars en vor- kunnlátrar fyrirlitningar, og hún er naumast arð- vænleg. íslenzkum stjórnarvcldum er iðulega borinn á brýn undirlægjuháttur við erlend stórveldi. Ég trúi þeim ásökunum varlega. íslendingar virðast reyna að varast ótilhlýðilega hagsýni og skilyrðis- lausa auðsveipni i samskiptum við önnur ríki. Hins vegar gætir þess stundum, að slíks sé óbeint krafizt af aðilum, sem mælast til hagsmuna og for- réttinda. Og stórveldin gera smáríkjunum oft örð- ugt að ástunda frjálslyndi og víðsýni, íslendingar hafa fengið að kenna á því undanfarna áratugi. Rússar og vesturveldín Sú var tíð, að Sovétríkin léðu ekki máls á að kaupa íslenzka framleiðslu og selja okkur nauð- synjar í staðinn. Þá voru íslenzku landsfeðurnir óspart sakaðir um undirgefni við vesturveldin. Svo breyttust þessi viðhorf allt í einu. Sovétríkin fóru að kaupa af íslendingum og selja okkur. Af því hefur leitt ágæt viðskipti, sem eru báðum aðilum hagkvæm. Þau komu til með þeim hætti, að stjórnarlierrarnir í Kreml breyttu um stefnu. Árangur þess er sá, að skilningur hefur komið í stað tortryggni, enda gerist málstaður Sovétríkj- anna nú ólíkt betri víðs vegar um heim en áður var. Engum dettur í hug, að þetta geri íslendinga auðsveipa Rússum. Er þá fremur ástæða að tor- tryggja samskipti okkar við vesturveldin eins og stundum hendir málgögn stjómarandstöðunnar, Tímann og Þjóðviljann? í því efni verður að meta staðreyndir, en ekki að leggja trúnað á getsakir. Miest blöskrar mér afstaða Framsóknarflokksins. Hann er kommúnistum sýnu orðhvatari í landráða- brigzlum og virðist alls ekki muna, hvað honum var borið á brýn að ósekju, þegar Eysteinn og Hermann sátu í ríkisstjórn. Ég heyrði til dæmis frambjóðanda hans tala á fundi í vor eins og æst- asta moskvukommúnista um utanríkisstefnuna, sem Framsóknarflokkurinn er samábyrgur núverandi valdhöfum á íslandi. Nauðsyn gagnrýninnar Eigi að síður er gagnrýnin athyglisverð og nauð- synleg. George Brown, utanríkisráðherra Breta, þykir ekkert lamb á málfundum. Þó komst hann svo að orði nýlega, að skoðanir flokksbræðra hans, sem eru honum andstæðir, hefðu hvergi gildi nema í ráðuneytinu. Hann átti við, að þær væru íhugaðar og þess vegna nokkurs virði sem tillögur og aðvaranir. Þannig bregðast lýðræðis- sinnar við gagnrýni, þótt skapríkir séu og snjallir. Almenningsálitinu gefst mikið vald í lýðræðis- löndum, þar sem hvers konar gagnrýni leyfist. Skoðanamunurinn veldur raunar hvimleiðri sund- urþykkju og getur orðið ósanngjarn og harla ör- lagaríkur fleiri einstaklingum en Tyge Dahlgaard, en liann er samt fagnaðarefni. Gott er til dæmis að frétta, að jafn elskulegt fólk og Danir skuli nenna að hugsa svo strangt um stjórnmál, að það telji sig hafa vit fyrir viðskiptamálaráðherranum. Og Jens Otto Krag er svo tillitssamur við þegna sína að víkja honum úr embætti vegna almenn- ingsálitsins. Helgi Sæmundsson. Minningamrö: Ásgeir Sigurgeirsson! í dag verður til moldar bor- inn Ásgeir Sigurgeirsson yfir- kennari, er lézt sviplega af slys' förum mánudaginn 2. okt. sl. Með honum er genginn góður drengur og gegn, sem ljúft er að minnast. Ásgeir heitinn var fæddur hinn 8. júlí 1932 á Sauðárkróki og var því 35 ára gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurgeir Daniels- son kaupmaður á Sauðárkróki og kona hans Ásdís Andrésdótt ir. Hann stundaði kennaranám við Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1955. Stund- aði hann síðan bamakennslu við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um fjögurra ára skeið en þar eftir við Vogskólann í Reykjavík. Gegndi hann kennslustarfi þar er hann féll svo skyndilega frá. Ásgeir var vel látinn kennari. virtur og vinsæll. Hann naut trausts nemenda sinna, sam- kennara og yfirboðara. Hafði hann nú um nokkurra ára bil gegnt starfi yfirkennara við Vogaskólann en hafði einnig ver ið settur skólastjóri við þann skóla um nokkurt bil og þar áður um hríð við Mýrarhúsa- skólann, Gegndi hann þeim störfum sínum sem öðrum af hinni mestu prýði. Ásgeir var félagslyndur mað- ur og vinstri sinnaður í stjórn málum. Því fór svo að við kynnt umst nokkuð í störfum okkar fyrir Alþýðuflokkinn. Þar sem annars staðar naut hann álits og trausts og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum. Hann var formað- ur Alþýðuflokksfélags Seltjarn- arness um nokkurra ára bil, oft- sinnis fulltrúj á flokksþingum og átti sæti í flokksstjórn. Hann lét aldrei mikið á sér bera og tranaði sér ekki fram, en ráð hans voru góð og eftir þeim var farið. Fulltrúástarfi sínu og forystu gegndi hann með sóma og því er illt að missa hann. En enginn fær sköpum ráðið. Ljúflingurinn Ásgeir veröur mér minnisstæður. Hann var góðviljaður maður, sem ekkert mátti aumt sjá og lagði ætíð málum lið. Konu hans, Margréti Hallsdóttur og þremur dætrum þeirra, er mikil huggun í sár- um harmi að hafa átt svo góð- an dreng. Við félagar hans, kunn ingjar og vinir þökkum honum ógleymanlega samvinnu og biðj um konu hans og dætrum bless- unar. Sigurður Guðmundsson. Blaðburðarbörn VANTAR í KÓPAVOGI. Upplýsingar í síma 40753. MUNIÐ HAB 7. oKtóber 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.