Alþýðublaðið - 11.10.1967, Side 1

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Side 1
Miffvikudagur 11. október 1967 — 48. árg. 227. tbl. — Verff 7 kr. Kjörbréf af- greidd í dag í DAG klukkan tvö hefst á ný fundur í Sameinnðu þinffi, og verða þá kjörbréf þingmanna tekin til afgreiöslu. Gerist það með þeim liætti, að þingheimi er skipt í þrjá hópa, eða kjör deildir, cg fjalla þeir síðan um kjjörbréf hverjir annarra, þannig, að enginn fjallar um sitt eigið. Aiiir, sem mæta með kjörbréf, hafa þó atkvæðisrétt í þinginu sjálfu, er um bréfin verður fjaliað. Nokkur eftirvænting er ym afgreiðslu á kjörbréfi Stein- gríms Páíssenar, enda hefur verið ágreiningur um, hvort rétt hafi verið af landkjör- stjóm að telja saman atkvæði Hannibals VaMimarssonar og Alþýðubandalagsins, er reikn- uð voru uppbótarsæti. Verði kjörbréf Steingríms fellt, fær Alþýuflokkurinn einum þing- manni fleira, og yrði það Unn ar Stefánsson. í gær héidu hinir einstöku þingfloltkar fundi og munu með Frh. á 14. síðu. Þingmenn ganga inn í Alþingishúsið að lokinni messu. FORMLEG ÞINGSETNING fór fram í gær og var óvenju margt fólk viðstatt, í kirkju, þinghúsi og skrúðgöngu þar á millL Setti Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, þingið og las forsetabréf, en að loknu tók aldurforseti þingsins, Sigurvin Einarsson, við fundar. stjórn. Athöfnin hófst með því að for seti og þingmenn gengu til kirkju lásamt séra Sigurjóni Guðjóns sýni, sem þar prédikaði. Stóðu lög reglúmenn heiðursvörð. Séra Sigurjón lagði út frá texta c úm að dyr kristindómsins stæðu jafnan opnar og sýndi fram á, að ekki þyrfti að vera árekstrar milli trúar og vísinda. Trúin ein veitti hina sönnu lífshamingju. Að lokum ræddi hann erfiðleika, sem nú steðja að íslendingum og bað þjóðina að stilla kröfum í hóf og sætta sig við nokkrar fómir, þar til erfiðleikarnir yfirvinnist eins og ávallt áður. Sigurvin Einarsson minntist tveggja látinna fyrrverandi þing- manna, þeirra ísleifs Högnasonar og Sigurðar Þórðarsonar. Fór hann nokkrum orðum um æviferil þeirra og störf, en síðan bað hann þinghelm að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Yfirlýsing um stjórnarsamstarfið verður flutt á þingi innan skamms Á FUNDI ríkisráffs í gær skýrffi dr. Bjarni Bsnediktsson forsætisráff- herra frá því, aff stjórnarflokkarnir hefffu samiff um stjórnarsamstarf áfram, og skipi sömu menn ráffherraembætti meff óhreyttri vsrkaskiptingu. Forsætisráoherra hefur í Hyggju aff flytja Alþingi stefnuræffu einhverrt næstu daga, ef tii vill þegar á morgun. Mun hann í ræffu þessari gera nánari grein fyrir þeim efnisatriffum, sem flokkarnir hafa orD'iff sammáfá um að byggja á samstarf sitt framvegis. Þá mun dr. L’iarni greina frá efnahagserfiffleikum þeim, sem steðja að þjóðinni ðg þeim ráðstöfunum, sem ríkísstjórnin telur nú óhjákvæmilegt aff grípa til. Fyrstu frumvörpin, sem lögff verffa fram á hinu nýja þingi verffa væntanlega fjárlagafrumvarpiff eg sérstakt frumvarp um ráffstafanir í efnahagsmáium. í fréttatiikynníngu ríkisráffsritara, sem send var út í gær, segir um önnur mál, er tekin voru tii afgreiffslu á fundinum: „Þá féllst forseti fslands á eftir^ farandi tillögur, er upp voru born- ar: 1. um að leggja á ný fyrir Al- þingi er það kemur saman frum- varp það til stjórnskipunarlaga, sem samþykkt var á síðasta Ai- þingi og fela i sér að kosningar- réttur til Álþingis miðist við 20 ára aldur, I 2. um að leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1968, 3. um að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka, 4. um að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um æskulýðs- mál, Frh. á 14. síðu. | ----------------------------------« Gylfi Þ. Gíslason. Gylfi Þ. Gíslason formaður þingflokks Alþýðuflokksins GYLFI Þ. GÍSLASON var í gær einróma kjörinn formaður þing flokks Alþýðuflokksins. Gylfi tekur við formennsku í þingliði flokksins af Emil Jónssyni, sem nú baðst undan endurkjöri og gerði tillögru um Gylfa sem eft- mann slnn. Færði Gylfi Emil þakkir fyrlr langa og farsæla forustu, sem hann hefur veitt þingflokknum, og ágætt samstarf iians við þingmenn. j Ritari þingflokksins var endurkjörinn Benedikt Grördal. Nokkur forvitni var í þingsölum í gær um kjör formanns í þing flokki Alþýðubandalagsins. Frétti Alþýðublaðið, að Lúðvík Jóscfs- son hefði verið endurkjörinn með 6 atkvæðum, en það þýðir, að fjórir þingmenn hafa ekki greitt honum atkvæði, væntaniega Hannibal og þrír aðrir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.