Alþýðublaðið - 11.10.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Qupperneq 4
'ŒQ&aOQ) Rltstjórl: Bencdlkt GrBndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — ASsetur: AlþýSuhúslB vlð Hveríisgötu, Bvlk. — PrentsmiSja AlþýSublaSsins. Slml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — 1 lausa> sölu kr. 7.00 elntakiS. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. CLEMENT ATTLEE CLEMENT ATTLEE, fyrrum forsætisráðherra Breta og leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, er lát inn 84 ára að aldri. Með honum er fallinn í valinn einn farsælasti leiðtogi jafnaðarmanna og sá, sem hvað mestum árangri náði við framkvæmd lýðræðis- legs sósíalisma. Bretland verður aldrei hið sama eftir stjórnartíð hans. Attlee var alinn upp á efnuðu millistéttarheimili og hlaut hið hefðbundna uppeldi brezkra sjentil- manna. Skoðanir hans ivoru upphaflega í samræmi við þetta, en kynni hans af fátækt og atvinnuleysi í Lundúnum leiddu hann til sósialisma. Hann varð leið togi Verkamannaflokksins í einu fátækasta hverfi borgarinnar og bjó þar um langt árabil. Eftir hinn mikla kosningasigur Verkamannaflokks- ins 1945, tók Attlee við forsæti ríkisstjórnar af Chur- chill. Hafði hann starfað með Churchill allan ófrið- inn, en jaínan staðið í skugga hans. Nú tók hann við og hafði ótvírætt umboð þjóðarinnar til að hefja brevt ingar á brezku þjóðfélagi í anda jafnaðarmanna. Churchill hafði sagt, að það væri ekki ætlun sín að standa að upplausn brezka heimsveldisins. En Att- lee skildi, að tími þess var liðinn og nýlendur urðu að fá frelsi. Stærsta ákvörðun hans á því sviði var frelsi Indlands og Pakistans, örlagaríkt skref og erfitt, éins og kom á daginn. Getur farið svo, að Attlees verði hvað lengst minnzt fyrir að höggva á þann hnút og veita 3-400 milljónum Indverja frelsi. Heimafyrir áttu Bretar við mikla erfiðleika að stríða í kjölfar ófriðarins, enda höfðu þeir lagt mikið að sér. Samt sem áður hófst Attlee handa um marg- víslegar umbætur, kom á nýju skólakerfi, almanna- tryggingum, þjóðnýtti járnbrautir, kolaiðnað og fleiri starfsgreinar og hóf uppbyggingu borganna eft ir eyðileggingu stríðsins. Framkvæmd hins lýðræðislega sósíalisma í Bret- landi undir stjórn Attlees hefur haft mikla þýðingu fyrir bróun stjórnmála um allan heim. Þetta var hið frjálsa mótvægi gegn kommúnismanum, friðsamleg þróun í sömu átt — án þess að frelsi fólksins væri skert eða lýðræðisleg stjórn afnumin. Attlee reyndist í- stöðu forsætisráðherra hafa mik1a foringjahæfileika, sem almenningi mun ekki hafa verið kunnugt um fyrr. Hann gat leitt til samstarfs svipmikla ráðherra, sem margir voru taldir meiri per sónuleikar en hann sjálfur, þótt það sé vafasamt mat. Hann gat verið harður í horn að taka, þegar því var að skipta, ekki sízt við menn sem brugðust í stöðum símim. enda þótt hann væri manna hæglátastur að jafnaði. Þegar stjórn Attlees fór frá og íhaldsflokkurinn tót: aftur við völdum, lét hann svo til allar þjóðfélags- breytingar jafnaðarmanna standa og gerði ekki til- raun til að fjarlægj'a þær. í því felst mikil viður- kenning. 4 11. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Innifalið í verðim. a.: Riðstraumsrafall (Alternator), rafmagnsrúðu- sprauta, tveggja hraða rúðuþurrkur, kraftmikil þriggjá hraða mið- stöð, gúmmímottur á gólf, hvítir hjólbarðar, rúmgott farangursrými, verkfærataska o. fl. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska Bifreiðasalan Ármúla 7. Sími 34470 - 82940. Toyota Corolla 1100 Glæsiiegur japanskur fjölskyidubíll. + EFTIRTEKTARVERÐ KLAUSA. Ég var nýlega að blaða i Ferða handbókinni og rakst þá á þessa eftirtektarverðu klausu í fróðlegri grein um Þingvöll eftir Björn Þorsteinsson, sagnfræðing: „Stórauka þarf ræktun þjóðgarðsins. Hann á að vera ræktarlegasti blettur inn á íslandi miðað við legu sína og náttúruskil yrði. Þjóðin hefur rétt úr kútnum á síðustu .tímum, og henni er ekki sæmandi að svelta gróðurinn á Þingvöllum. Þar eiga engar kréklur að sjást, heldur fagur birki- og reyniskógur, furu- og grenilundir. Það felst engin ræktarsemi í því að leggja jarðir í eyði og órækt.“ Væri ekki fullvíst' um faðernið að þessari klausu mætti frekar ætla, að að henni stæði eldheitur skógræktarpostuli en rökhyggjusamur sagnfræðingur, enda stingur hún í stúf við grein ina í heild. Að mínum dómi er sú skoðun, sem þarna er sett fram, byggð á háskasamlegum mis- skilningi. Ég dáist að vísu að þeim brennandi ræktunaráhuga, sem lýsir sér í ofangreindum orð um, en guð og allar góðar vættir forði Þingvöll- um frá ósköpunum. + RÆKTUN ÞJÓÐGARÐSINS. Ég efast ekki um, að Björn Þor- steinsson er vandur að sagnfræðiheimildum, hins vegar veit ég ekki hvaðan honum kemur sú vitn- eskja, að þjóðgarðurinn svelti gróðurfarslega séð. Ég vil þvert á móti eindregið halda því fram, að bæði jurtalíf og trjágróður sé þar með eðlilegum hætti og vöxturinn mjög í samræmi við það sem náttúran ætlast til á þessari breiddargráðu, en að því var m. a. stefnt með friðuninni. Að fara að moka áburði á friðunarsvæðið í stórum stíl, eins og helzt virðist vaka fyrir Birni, mundi verða til þess eins að hleypa ofvexti í einstakar tegundir, en kæfa aðrar, og raska þar með jafnvæginu I gróðurfari landsins. Þess konar ræktunarfram- kvæmdir geta átt heima á afréttum og uppblásturs svæðum, en ekki í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Enn fráleitari er þó tillagan ura að skipta um skóg í þjóðgarðinum, uppræta krækL urnar, sem hann kallar, og gróðursetja þess í stað nýjar tegundir, innlendar og útlendar. Ég held við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir kjarrið í Þingvallahrauninu, þótt það sé lágt í loftinu og dálítið kræklótt, ég legg a. m. k. til, að ráðamenn þjóðgarðarins telji upp að tíu, áður en sú ákvörðun verður tekin að ganga af því dauðu. Og svei öllum furu- og grenilundum á Þing völlum. Um ræktun og ræktarsemi værl hægt að skrifa langt mál. Sú ræktarsemi, sem okk ur ber að sýna Þingvöllum, auk góðrar umgengni á staðnum, er þó hvorki fólgin í áburði né rækti un, heldur fyrst og fremst í því að forðast sem mest öll afskipti af jurtalífi og gróðurfari, leyfa staðnum að halda sínum sérkennum, raska ekki hinu upprunalega í landslaginu. Þjóðgarðurinn á ekki og má ekkj vérða neinn uppdubbaður og snurfusaður lystigarður á bæjavísu með ofeldis plöntum og puntskógi, heldur náttúran eðlileg og ósnortin. Við eigum að vernda staðinn, jafnt fyrir hvers konar pírumpári sem áníðslu, og njófa pess að koma þangað og dvelja þar í ró og næði, þegar svo ber undir, enda blanda okkar sem minnst f að betrumbæta sköpunarverkið. Ræktunaráhugann mætti leggja inn á sparisjóðsbók til ráðstöfunar annars staðar síðar ineir. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.