Alþýðublaðið - 11.10.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Qupperneq 7
FJÖLMIÐLUNARIÆKIIÞÁGU FRÆDSLU OG UPFtLDFSMÁLA Samþykkfir gerðar á aðalfundi Banda lags kvenna AÖalfundur Bandalags kvenna Reykjavík var haldinn dagana 26. og 27. september 1967. Fundin sóttu 63 fulltrúar frá 21 kvenfélagi í Reykjavík með sam- tals yfir sjö þúsund félagskonum. Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík skipa nú: Guðrún P. Helgadóttir formaður Soffía Ingvarsdóttir ritari og Guð laug Bergsdóttir gjaldkeri. Tillögur samþykktar á fundin- um. Safnaðarnefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir ósk til fræðslu ráðs Reykjavíkur: a. að hlutast til um það, að krist infræði verði á námsskrá allt skyldunámsstigið. b. að leitast við eftir föngum að fela guðfræðingum, guðfræði- stúdentum eða öðrum áhugamönn- um um slík mál, kristindómsfræðsl una, en gera þó um leið kröfu til þess, að fyrrgreindir aðilar hafi kynnt sér uppeldis- og kennslu- mál. 2. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri ósk til skólastjóra og kennara í Reykja- vík: a. að byrja skóladaginn með helgistund b. að skipuleggja bekkjarheim sóknir til guðsþjónustu undir leið sögn kennara í vetur þannig, að liver bekkur fari til kirkju a.m. k. tvisvar sinnum. 3. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri áskorun til foreldra reykvískra barna, að sækja kirkju-reglulega með börn um sínum. Tryggingarmálanefnd. 1. Fundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun trygging- arlaganna voru tekin upp ýmis at- riði, sem Bandalag kvenna hefur bent á i ályktunum sínum undan farin ár. Fundurinn telur það mik ils virði, að nú hefur verið viður kenndur réttur húsmæðra til sjúkradagpeninga, þótt sú upp- hæð, sem miðað er við, sé of lág. Jafnframt leyfir íundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi at- riðum, sem hann telur, að þurfi breytinga við; a. 16. gr. 4. málsgr. orðist þann ig: Greiða skal allt að fullum barna lífeyri. Skal það einnig ná til annarra feðra, sem einir hafa börn á framfæri sínu. b. Barnalífeyrir, vdgna muna®ar lausra barna sé greiddur tvöfald- ur. í stað heimildar komi fullur réttur. c. Heimilt sé að greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurkennir. d. Lögð sé áherzla á', að hraðað verði undirbúningi og setningu löggjafar um lífeyrissjóð fyrir alla þjóðfélagsþegna. e. Heimilt sé að láta rétt til ellilífeyris haldast við sjúkrahús- vist allt að 26 vikum á ári. f. Fundurinn telur, að húsmæðr um beri að greiða jafnháa sjúkra dagpeninga og öðrum þjóðfélags- þegnum og álítur, að lágmark sé miðað við almennt kaup verka- kvenna. g. Fundurinn telur sjálfsagt og. eðlilegt, að bótagreiðslur trygg- inganna verði verðtryggðar í sam- ræmi við samninga, sem ríkisstjórn in hefur gert við Alþýðusamband íslands. h. Hjónum sé greiddur elli- og örorkulífeyrir sem tveimur einstak lingum. i. Fundurinn leggur áherzlu á, að fram fari athugun á því, hvort unnt sé að taka tannviðgerðir inn í hinar almennu sjúkratrygging- ar. j. Eiginmaður, er deyr á sóttar- sæng verði bættur til jafns við þá', er látast t.d. af slysi eða drukkn- un. k. Ríflegri styrkur verði veitt- ur þeim sjúklingum, sem þurfa eftir læknisráði að leita sér lækn- inga erlendis. Áfengismálanefnd. l. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 26. - 27. sept. 1967, fagnar þeirri miklu breyt- ingu, sem orðin er á samkomu- haldi um verzlunarmannahelgina, og þakkar öllum, sem hafa unnið að því, að svo tókst til, sem raun ber vitni um. Fundurinn telur nauðsynlegt, að haldið verði áfram að vinna að því, að áfengisneyzla verði bönnuð á öllum skemmti- samkomum unglinga. 2. Fundurinn skorar á lands- menn alla, ekki sízt konur, að leggja niður þann ósið, að hafa áfengi um hönd á heimilum og gefa þannig börnum sínum gott fordæmi. Telur fundurinn mikils- vert fyrir framtíð þjóðarinnar, að börn venjist reglusemi á heimil- um. Fundurinn samþykkir að skora kvenfélög um land allt að vinna að þessari hugarfarsbreytingu eftir beztu getu. Verðlags- og verzlunarmálanefnd Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 26, og 27. september 1967, áiyktar eftir- farandi: 1. Aðalfundurinn skorar á Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkurborgar að herða á eftirliti með því, að framfylgt sé settum hreinlætis- reglum við framleiðslu og dreif- ingu matvæla í borginni. Jafn- framt beinir fundurinn því til hús mæðra, að þær fylgist vel með framkvæmd hreinlætis í matvöru- búðum og láti heilbrigðiseftirlit- ið vita, ef þeim finnst úrbóta þörf. 2. Aðalf'undurinn skorar á Kaup mannasamtök íslands, að gangast fyrir-því, að neytendur fái í hend- ur þær upplýsingar, sem fyleia vörunni frá framleiðendum ( selj endum). Jafnframt beinir fundur- inn þeirri áskorun til húsmæðra, að þær krefjist þessara upplýsinga við vörukaup. 3. Aðalfundurinn skorar á við- skiptamálaráðherra að hlutast til um það, að sett verði sem fyrst reglugerð um vörumerkingu (var efakta). 4. Aðalfundurinn skorar á verð lagsstjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vörum og þjónustu, og sjá um, að framfylgt sé reglugerð inni um verðmerkingar í verzl- unum. Ennfremur skorar fundur- inn á húsmæður í borginni að fylgjast vel með verði á vörum og þjónustu og standa þannig vel á verði um hag heimila sinna. 5. Aðalfundurinn skorar á borg arstjórn og borgarráð, að heim- ila þegar í stað torgsölu græn- metis í borginni. 6. Aðalfundurinn mótmælir harð lega væntanlegri verðhækkun á mjólk vegna nýrra umbúða. Jafn- framt skorar fundurinn á Mjólk- ursamsöluna að hætta við mjólk- urhyrnurnar og nota t.d. í þeirra stað plastpoka, sem víða eru í notkun utan Reykjavíkur. 7. Vegna þeirrar dýrtíðar, sem myndazt hefur á undanförnum ár- um og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu, skorar fund- urinn á stjórn og löggjafarþing að aflétta að verulegu leyti verð- tolli og söluskatti af brýnustu nauðsynjum. 8. Aðalfundurinn ítrekar fyrri samþykktir um nauðsyn markvissr a aðgerða í húsnæðismálum til þess að lækka byggingarkostnað og tryggja nægilegt framboð bæði á leiguhúsnæði og eignarhúsnæði. Fundurinn telur, að félagslegar framkvæmdir hliðstæðar þeim, sem ákveðnar voru með samkomu lagi verkalýðssamtakanna og ríkis stjórnarinnar 1965, séu bezta leið- in til þess að ná' því marki og leggur áherzlu á, að haldið verði áfram á sömu braut. 9. Aðalfundurinn bendir á, að nú um nokkurt skeið hefur orðið ískyggilegur samdráttur á' atvinnu í ýmsum greinum og bitnar það ekki hvað sízt á konum, sem vinna utan heimilis. Skorar fundurinn því á Alþingi og ríkisstjórn að fryggja atvinnuvegunum eðlileg- an rekstrargrundvöll, svo að við- unandi atvinnuástand geti haldizt í landinu. Einnig skorar fundur- inn á alla þjóðina að hefja til virðingar á ný gamlar og góðar dyggðir svo sem hirðusemi, nýtni og sparsemi. Heilbrigðismálanefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík skorar eindregið á heilbrigðisyfirvöld landsins að bæta hið allra bráðasta úr þeim stórfellda skorti, sem er á sjúkra- rými fyrir geðsjúklinga. Uppeldis- og skólamálanefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 26. og 27. sept. 1967, leyfir sér að ítreka, að barnaverndarráð liraði samningu reglugerðar þeirrar, sem barnaverndarlögin frá 1966 gera ráð fyrir. 2. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir hússtjórn- föndur- og íþróttanámskeiðum, sem haldin voru undanfarið sumar á vegum Reykjavíkurborgar, en telur jafn framt ástæðu til þess að vekja athygli foreldra á námskeiðum þessum til eflingar þátttöku. , 3. Fundurinn vill lýsa ánægju sinni yfir, að stofnsett hefur verið Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar og væntir mikils og árang- ursríks starfs af hennar hálfu. 4. Fundurinn telur rétt að beina því til fræðsluráðs borgarinnar að athuga hvort ekki sé tímabært að færa skólaskylduna niður um eitt ár. 5. Fundurinn fagnar þeim til- raunum, sem gerðar hafa verið í einstöku barnaskólum um kennslu í erlendum tungumálum. vonar, að tilraunirnar megi leiða til þess, að tungumálanámið geti hafizt fyrr og álag á nemendur verði því minna síðar meir. 6. Fundurinn beinir þeim til- mælum til fræðslumálastjórnar, að hafizt verði handa nú þegar um undirbúning að byggingu skólahúss fyrir Húsmæðrakenn- araskóla íslands. Það er hvort tveggja í senn, að fyrirsjáanleg er mikil vöntun á húsmæðrakenn- urum, og að mötuneyti skóla og sjúkrahúsa víðs vegar um land búa við mikinn skort á sérmennt- uðu starfsfólki. Það er því aðkall- andi, að stofnuð verði við Hús- mæðrakennaraskóla íslands ráðs- konudeild, svo sem tieimild er til í lögum, en það er því aðeins unnt, að úr rætist með húsnæði fyrir skólann. 7. Fundurinn telur nauðsynlegt, að bætt sé aðstaða Kvennaskólans í Reykjavík, og skorar því á ríkis- og borgaryfirvöld að stuðla að því að væntanlegum byggingarfram- kvæmdum verði hraðað sem mest. 8. Fundurinn beinir eftirfarandi áskorunum til forráðamanna fjöl- miðlunartækja: - I. Að vanda sem bezt málflutn- ing í ræðu og riti. II. Að nýta fjöhniðlunartækin í þágu fræðslu- og uppeldismála Frh. á bls. 15. Til vinstri r hin raunverulega Seija Mattsson, en til hægri er Grynet MoLvig í hlutverki Seiju. PRINSESSAN KVIKMYNDUÐ MARGIR munu kannast við bók ina ,,Prinsessan“, sem kom út í íslenzkri þýðingu fyrir ári og fjallar um finnsku konuna, Seija Mattsson, sem gekk með ólækn- andi sjúkdóm og töldu læknar, að liún ætti ekki langt eftir ólifað. Hún kynntist rithöfund- inum og blaðamanninum, Gunn- ar Mattsson. Þau verða ástfang in við fyrstu sýn og giftast, þó að þau viti vel, hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Svo fer þó um síðir, að Seija sigrast á sjúkdómi sínum og þau eignast sitt fyrsta barn. Nú geta þau lit- ið bjartari augum á framtíðina. Það var eiginmaður hennar, Gunnar Mattsson, sem skrifaði niður þessa merkilegu ævisögu, en nú hafa Svíar kvikmyndað þessa sögu. Grynet Molvig fer með hlutverk Seija og er því mestur vandi á höndum, en þetta er hennar fyrsta hlutverk í kvikmynd. Þykir henni farast það vel úr hendi. Gunnar er hins vegar leikinn af Lars Pass- gárd. 11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.