Alþýðublaðið - 11.10.1967, Page 13

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Page 13
Ný dönsk mynd, gerB eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 BÍLAKAUF 15812 — 23900 Höfum kaupendur aS flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá blf- BÍLAKAUP Skúiagötu 55 við Rauðará Simar 15812 - 23906. HARÐVIÐAR DTIHURDIR TRÉSMSÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 — Meg, lögfræðingur pabba er hér, hann vill tala við okk- ur ÖU. — Segðu honum að koma hing að, sagði Meg og leit á David til að sýna honum, að hún viidi að hann færi, en hann leit að- eins á móti og áður en hún komst til að segja álit sitt, kom lögfræðingur föður hennar, 'hr. Smithers inn ásamt Janice og Tom. Fáein augnablik ræddu þau um hversdagslega hluti, síðan setti hr. Smithers upp gleraug- un. — Þá skulum við komast að efninu, sagði hann. — Hr. Carew er að fara, sagði Meg ákveðin. David leit á hana. — Ég ætla að vera kyrr, Margaret. Christina Lafferty: ÖRIAGAVALDUR Hún beit á vör sér og lögfræð- ingurinn tók ekki eftir neinu. Hann hafði litið á David Carew eins og fjölskylduvin og hann •brosti til lians um leið og hann sagði: • — Já, þér skuluð vera kyrr. Ég er því feginn að þetta unga fólk vill gjarnan hafa 'held ur eldri mann með lábyrgðartil- finningu hjá sér. Þér getið án efa gefið þeim góð ráð. Svo ræskti ihann sig og tók skjala- hrúgu upp úr töskunni. — Fyrst og fremst, sagði hann — verð ég að segja ykkur, að Pabbi ykkar lét enga erfðaskrá eftir sig. Ég reyndi að fá hann til þess, en hann var dálítið hjá trúarfullur og sagði alltaf að liann hefði tímann fyrir sér. Enda skiptir það engu máli, þar sem hann átti enga aðra ætt- ingja og þið þrjú eruð því einka erfingjar hans. Meg sá að Janice og Toim skiptust á augnatillitum. — Eig- ið þér við, að við getum fengið okkar hlut útborgaðan og gert hvað sem við viljum? — Já, en . . . hr. Smithers var hálffeimnislegur. — Fyrst og fremst verðið þið að fá leyfi hjá Meg til að gera það sem ykkur lystir, því að ég gleymdi að segja ykkur, að faðir ykkar útnefndi Meg sem fjárhalds- mann ykkar. Þið verðið að gera það sem hún segir, þangað til að þið verðið fjárráða. Janice og Tom litu efaaugum á Meg, en hún reyndi að vera róandi. — Svo er það annað, sagði hr. Smithers — mér finnst leitt að verða að segja ykkur, að það kemur harla lítið í hvers hlut. Það er vitanlega steinnáman, húsið og jörðin, en ég efast um að þið fengjuð gott verð fyrir það, þó að þið selduð. Steinnám- an hefur gengi mjög illa um tíma — húsið er ekki verðmætt í sjálfu sér, þar sem að það ligg ur svo afskekkt og jörðin — já, hér er ekki gott að rækta neitt. — Hr. Smithers, sagði Meg og hrukkaði ennið. — Ég skil þetta ekki, pabbi var ríkur. Lögfræðingurinn hristi liöfuð ið. — Það er allt búið, vina mín. Þið hafið lifað um efni fram síðastliðinn mánuð og banka- reiknirtgurinn var yfirdreginn. Meg fann fremur en sá, að David Carew reis á fætur. — Vilduð þér útskýra þetta fyrir mér! sagði hann. — Hugh Treg- arron getur ekki hafa dáið blá- fátækur! Peningar, hugsaði Meg. Vitan lega vildi hann fá peninga, hann hafði vonazt til að ná einhvern veginn í peninga föður hennar. — Ég skil það vel, að þér skul ið efast um orð mín, sagði hr. Smithers. — En það er engu að síður staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við. Ég reyndi að fá Hugh til að skera niður útgjöldin, en hann mátti ekki heyra á það minnzt. Hann vildi að fósturbörn sín hefðu það jafn gott og mögulegt væri jafnlengi og unnt væri og ég held, að hann hafi ekki hugsað svona langt. — Heilt ár erlendis, sagði Meg. — Fötin, hótelin . . . Af hverju gerði hann þetta? Því sagði ihann. okkur það ekki? — Ríkur maður getur ekki orð ið fátækur á svo skömmum tíma, sagði David Carew og hrukkaði ennið. — Nei, sagði Janice skelfingu lostin. — Það hiýtur að vera eitthvað eftir hr. Smithers. — Kannski pabbi hafi keypt verð- bréf . . . eða hlutabréf . . . eða hvað svo sem það, sem fólk kaup ir. — Vertu ekki svona heimsk, Janice, greip Tom óþolinmæðis- lega fram í fyrir henni. — Hr. Smithers hefði vitað um það. Lögfræðingurinn kinkaði kolli. — Þetta er afar einfalt. Það var notað mikið fé í steinnámuna — nýjar vélar og þess háttar svo ekki sé talað um kauphækkun til verkamannanna og steinnám- an hefur ekki gefið nægilega mikið af sér til að reksturinn borgaði sig. Auk þess var pabbi ykkar ekki spar á fé við ykkur. Janice sagði: — Nýi bíllinn minn! Ó, ef ég hefði vitað það. — Það eru ein útgjöld, sem ég skil ekki, sagði hr. Smithers hugsandi. — í mörg ár greiddi hann offjár til hr. Carey í Ame- ríku. Ég hef enga útskýringu get að fundið á þessum greiðslum, en það er áreiðanlega einhver útskýring á þeim. Meg leit ekki á David Carew. Carey — Carew, gat það ekki verið sami maðurinn? En hvers vegna hafði faðir hennar þá af- hent honum peninga. Það var enginn tími til að hugsa málið nánar, því nú reis hr. Smithers á fætur og rétti fram höndina. — Mér finnst leitt að frétt- irnar skyldu vera svona slæmar, vinir mínir. Faðir ykkar átti vit- anlega að segja ykkur þetta sjálf ur, en látið mig vita, ef ég get gert eitthvað fyrir ykkur. Hún þakkaði honum fyrir og fylgdi honum út, og þegar hún sneri við og sá að David Carew virti hana fyrir sér hugsandi varð hún ofsareið. — Jæja, ihr. Carew, sagði hún kuldalega. — Þér heyrðuð að lögfræðingurinn sagði, að það væru engir peningar til og að við neyddumst til að hætta að lifa um efni fram. Polzennir verður heldur óþægilegur stað-^ ur fyrir yður og ég vildi mæl- ast til að þér flyttuð á hótel. Dökk augu hans voru hæðnis- leg, en hann var alvarlegur þeg ar hann sagði: — Það væri ekki sérlega vel gert af mér að fara vegna þess eins að þið getið ekki leyft ykkur að vera gest- risin. — Ég get sagt það hreint út, sagði hún. — Við höfum blátt áfram ekki ráð á að hafa gest, þegar við þurfum að velta fyr- ir okkur hverjum tíeyringi. — Þú hélzt þó ekki að ég ætl- aði að vera ykkur til byrði? Ég iheimta að fá að borga fyrir fæði og húsnæði. Hún starði á hann í máttvana reiði. — Yður líður betur á hóteli . . . sagði hún. — En ég vil ekki vera þar. Hann brosti stríðnislega til hennar. — Mér finnst nú þegar Polzennir vera heimili mitt og ég vil heldur höggva brenni fyr- ir Önnu og hreinsa arnana en láta stjana við mig á hóteli. — Ég hata yður! hvíslaði Meg. — Þér kunnið yður alls ekki. Þér eruð vondur — tilfinninga- laus — fyrirlitlegur! Hann gekk til hennar og dró Ihana að sér og lyfti andliti henn ar þannig að hún leit upp. — Þú •ert kjaftfor, vinkona! Svo þú hatar mig? Hendur hans struku um háls hennar blíðlega og elsk andi og varir hans snertu varir hennar án þess að kyssa hana. en með þvi vakti hann fleiri til- finningar í brjósti hennar en þó að hann 'hefði kysst hana. Það var eins og hann freistaði henn ar og neyddi ihana til að veita sér eftirtekt. — Gættu þín, Margaret, taut- aði hann við varir hennar, — svo ég láti þig ekki elska mig í stað þess að hata mig. Hún starði sem í leiðslu í augu hans og um leið skildi hún, að það var ekkert, sem hann gat ekki gert, ef hann vildi það, ekki einu sinni hin fráleita hugmynd að koma henni til að elska hann. Hann var svo sterkur og krafturinn streymdi frá honum. Ifún titraði af ótta. Svo hló hann og sleppti henni. — Mundu það, Margaret, kallaði hann blíðlega á eftir henni, þeg- ar hún gekk fram hjá lionum og það hljómaði eins og ógnun í eyrum hennar. Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SJALUSI t' Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Me3 öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. 11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.