Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 16
 EG££IÐlS> Jl samkvæmt TJndanfarnar vikur hafa lög- regluþjónar praktiserað það að íelja gesti út úr veitingahúsum borgarinnar, og yfirleitt hefur þá komið í ljós að fleiri komu þar út en vera áttu inni lögum sam- kvæmt. Ekki er ástæða til að efa að rétt hafi verið talið: hefðu það hins vegar verið gestirnir ,sem hefðu átt að ;telja lögreglu- l»jónana, gæti verið að talan hefðí orðið of há, eða nánar tiltekið tvöföld. En um slíkt er varla að ræða í þessu tilviki, heldur hlýt- ur skýringin að vera sú, að annað hvort hafi dyraverðir húsanna ekki talið rétt inn í húsin eða jafnvel að þeir hafi ekki kært eins og þeir hljóta þó að eiga að •gera lögum samkvæmt, eða þá jafnvel að þeir hafi ekk ikært sig um að takmarka hámarks- fjölda gestanna við þann hámarks fjölda, sem leyfður er í húsunum lögum samkvæmt. Eitt kann þó að vera að dyra verðirnir geti haft sér til afsök- unar. Svo vill nefnilega til að sumir gestanna í umræddum veit ingahúsum eru hálfir og af slík um ættu að geta komizt helm- ingi fleiri fyrir í húsinu en það er gefið upp fyrir, án þess að á því hafizt. Hins vegar úrskurða lögregluþjónarnir sjálfsagt þegar út kemur, að þessir sömu gestir séu ekki hálfir, heldur fullir, og þar með gæti verið komin skýring á þessum mun sem er á talningu úyravarðanna og lögreglunnar. En nú verður allt að vera lögum samkvæmt í þessu eins og öðru. Og auðvitað er það engin lausn á málinu að loka þeim veitinga Iiúsum, sem hleypa of mörgum inn, því að þá verður aðsóknin enn meiri á þau þann stutta tíma, sem þau eru opin, og þá verður cnn erfiðara fyrir dydaverðina að standa gegn því að hleypa of tnörgum inn. Hitt er svo allt annað mál, I'.vort ástæða sé til að ætla veit- ingahúsgestum éins mikið rúm og lög og reglur gera. Gestirnir sjálfir virðast oft gera sig ánægða með minna rúm og jafnvel vera því ánægðastir, sem þeir standa í meiri þrengslum. Og þeir virðast alveg láta sér það í léttu rúmi liggja, þótt fastar sé að þeim kreppt af nágrannanum á gólf- inu en heimilt er ‘ lögum sam bvæmt. samkvæmt. Þessar og aðrar að gerðir yfirvaldanna eru auðvitað lögum samkvæmt, og meira að segja blaðaskrifin verða að vera (stafsetningar og málfræði) lögum samkvæmt, því að annars fá þau stóradóm yfir sig í úlvarpinu. En af því að við erum farin að spinna út af þessari setningu: Lögum sam kvæmt, þá getur eftir atvikum farið vel á því að enda þennan samanbarning með tilvitnun í eitt dagblaðanna í gær, þar sem langri málsgrein lýkur einmitt með orð unum: Lögum samkvæmt. Við tök um þessa málsgrein ekki upp af því, að hún sé ekki öllum lögum samkvæmt, heldur af hinu, að hún er svo skemmtilega löng. Og við á Baksíðunni liöfum tals verðan veikleika fyrir löngum málsgreinum. En setningin er svona: BÆJARFÓGETINN í Hafnar- firði, Einar Ingimundarson, hefur óskað að taka. fram vegna fréttar í Mbl. sl. sunnudag um lögtök á útsvörum gjaldenda í Hafnarfirði til tryggingar skuldum bæjarins við Tryggingastofnun ríkisins, að lögtökin hafi ekki verið gerð eft ir fyrirmælum eins eða neins fram yfir það, að bæjarfógetaem- ættinu hafi, í eitt skipti fyrir öll, verið falið að innheimta greiðslur sem Hafnarfjarðarbæ, sem öðrum sveitarfélögum í um dæminu, beri að inna af hendi til Tryggingarstofnunar ríkisins Jög- um samkvæmt. Það verður allt að vera lögum Ég- verð að segja þér raunir mín ar áður en ég fæ mér einn, þvi annars gleymi ég þeim strax. Tveir mætir cg gegnjr þing. menn úr röðum Sjálfstæðis- manna eru uú horfnir af þingj, þeir Sigrurðnr Óli Ól ason og Sigurður Agústs- son, sem báðir áttu að baki langa þingmennsku. Einnig hafa þeir Axel Jónsson og Þcrvaldur Garðar Kristjáns- son hætt þingmennsku, Moggri. Betur að satt- væri, varð mér á orði þegar ég' sá Tímann í gser. Þar stóð að forsetinn myndi við þingsetninguna lesa upp forsetabréf um sani komulag alþingis. QcWtv) Alveg er ég á saraa máli og framsóknarmaðurinn, sem vill láta stytta skólatimann. Ég vildi bara íranga lengra og leggja hann alveg niður. Ef farið verður að setja regl ur um samkomuiagið á þingi, hvort skyldi þá verða lögboð ið þar gott samkonrulag eða þetta venjulega?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.