Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 3
Hafið þið nokkurn tímann hug- leitt, hve auðvelt það er að fitna nú á tímum? Sykurnotkun okkar vex sífellt og sykurnotkun. er hættuleg. í fyrsta lagi vegna þess, að sykur er fitandi. í öðru lagi vegna þess að sykur eyðileggur tennurnar og í þriðja iagi vegna þess að rannsóknir nútímalækna og vís- indamanna benda til þess, að of notkun sykurs valdi kölkun í æðum. Og kölkun í æðum orsakar- bæði hjartasjúkdóma og heila- blæðingar, sem við viljum sjálf sagt öll losna sem mest við. Ofnotkun sykurs hefst þegar á barnsaldri. Okkur hættir til að'*blanda dálítið meiri sykri i mjólkina, er barnið fær í þeirri von, að mjólkin meltist betur og barnið þyngist meira. Hérna áður fyrr þótti það eng in framför, þó að barn þyngdist fyrstu vikurnar um 200 gr. á viku. Öll böm áttu að þyngjast um mörk að minnsta kosti. Og mörk er jú 250 grömm. í dag eru barnahjúkrunarkon- ur, sem koma heim og vigta bam ið fyrsta mánuðinn og fylgjast með þyngd þess. Þær segja okk ur, að það sé óhollt, að barn þyngist of mikið. Okkur finnst samt enn í dag, að lítil börn eigi að vera með maga og feitar kinnar. Brúðurnar sem við áttum, þegar við vorum litlar, höfðu allar stórt höfuð, feitar kinnar og stóran maga. Þannig voru börnin þá. En þróunin hefur breyzt. í dag eru brúðurnar grannar og fínlega vaxnar. Nútímakona vill vera grönn. EN — og það er stórt „en”. Nútímakonan vill enn, að börnin hennar hafi feitar kinnar og sóma samlega feita útlimi. Það er ástæðan fyrir því, að við byrjum þegar í upphafi að setja heldur mikinn sykur í mjólk urblöndun'a þeirra barna, sem drekka úr pela. Við setjum sykur út á hafra grautinn, sykur í jafninginn, syk ur í kökurnar, sykur í skyrið, sykur í ailt, sem hægt er að setja sykur í. Við gefum börnunum okkar sælgæti til að kaupa okkur frið augnablik, í stað þess að gefa þeim gulrætur eða epli að narta í. Tannlæknafélag íslands gefur út pistil og skrifar greinar til að segja okkur, hve hættulegur syk ur og sætindi séu fyrir barnatenn ur. Við lesum greinarnar og pist lana, hugsum stundum um þá smástund, en látum undan beiðni barnanna um „nammi”. Við kaupum líka handa börn- um gosdrykki, því að vitum, að sykur í gosdrykk er ekki jafn •slæmur fyrir tennurnar og syk- ur í sætindum. En við gleymum alveg að at- huga það, að eftir því sem lík- kaminn fær meira magn af sykri eftir - því þarfnast hann sífellt aukins magns sykurs til að brenna. Það hefur jafnvel gengið svo langt að talað hefur verið um „sykurfýsn” og nauðsyn þess að venja menn af nota sykur í ó- hófi. Einn læknir álitur jafnvel, að sykur geti orðið slíkur ávani, að líkaminn krefjist hans líkt og eiturlyfja, sem neytt hefur ver- ið í óhófi. Vaninn hefst þegar í æsku og það getur verið erfitt að venja sig af honum á fullorðinsárun- um, þegar okkur langar sem mest til að verða grannar og lögu legar. Við drekkum gosdrykki meðan við erum litlar og við viljum halda áfram að drekka þá eftir að við eldumst. Börn drekka meira magn oft- ast nær af vökva en fullorðnir, en þar er miðað við líkamsþunga. Margir fullorðnir gera sér ekki Ijóst að börn brenna meira af svkri og eiga auðveldara með að losa sig við vökva, en þeir sem eldri eru. Það er langt síðan menn gerðu sér ljóst, að vökvi getur verið afar fitandi. Vatn fitar að vísu ekki, en hve margar tokkar halda sér við vatnið eingöngu? Við drekkum mjólk, kaffi með sykri í og gosdrykki. Kaffið eða teið er ekki fit- andi í sjálfu sér og inniheldur afar fáar hitaeiningar. Það er mjótkin, mjólkursykurinn og svo sykurinn, sem við setjum í kaffið og teið, sem fitar okkur. Og, það ' sem fáir vita: Af sykri verða menn þyrstir og drekka enn meira og bæta þar með við enn fleiri hitaeining- um. Því er það, að erlendis hef- ur verið hafin framleiðsla í stórum stíl á gosdrykkjum, sem ekki innihalda sykur að neinu ráði. Þessir drykkir eru oft heldur beiskari á bragðið en hinir gos- drvkkirnir, en þeir svala mun betur. Svo mikið betur, að ekki er hægt að jafna því saman. En bragðið er í raun og veru ekki annað en mismunur á ein- um gosdrykk og öðrum. Við vit- um öll, að engir tveir gosdrykk- ir eru nákvæmlega eins á bragð- ið. / Það er mikil ástæða, sem mæl- ir með því að fremur séu not- aðir gosdrykkir, sem ekki i'nni- halda sykur en hinir. Það er ekki aðeins sú ástæða, að sykur er fitandi og óhollur, heldur og -sú, að sykur inniheldur engin næringarefni og sölt, sem líkam- inn þarfnast, en er jafnframt mettandi. Þess vegna er rétt að spara sykurinn. Ekki vegna fitunnar eingöngu, heldur vegna skorts á næringargildi. Það er sérstök ástæða fyrir því að rétt er að tala fremur til eldra fólks en yngra, þegar um sykumeyzlu er að ræða og þá er ekki aðeihs átt við kölkun- ina, sem getur hafist þegar á tvítugsaldri. Ástæðan er sú, að eldar fólki gengur verr að nýta vítamin úr matnum en þeim sem yngri eru. Þeim mun meiri sem sykurnotkunin er, þeim mun mettari verða þeir og þeim mun minni líkur eru fyrir því, að skortur verði á nægilegum vita- minum og næringarefnum í matnum. Við borðum sykur f stórum stíl. Við viljum ekki vera feit. Við ætlum að megrast. Hvað gerum við? Við förum í megrun. Við borð- um ekki nema þetta eða hitt í smátíma, vigtum okkur daglega, teljum hitaeiningar og hrífumst af skapfestu okkar. Eitt kílógramm hér og annað þár. Við förum í gufuböð. Við vigtum okkur fyrir gufu- baðið og á eftir og sjáum okkur til mikillar hrifningar, að við höfum létzt um þetta mörg pund. Við förum aftur í gufubað seinna í vikunni. Við höldum, að við verðum grönn án nokkurrar fyrirhafn- ar. En okkur láizt algjörlega að hugsa um þau, að kílógrömmin, sem hurfu, voru vökvi, sem hvarf út um svitahólumar. Líkaminn vill fá vökvann aft- ur. Það er vatn, sem svitaholurn- ar veita frá sér. Það er vatn, sem líkáminn vill fá. En okkur hættir til að drekka Kóla, Gos, ÖI, Mjólk, Kaffi, Te, — allt annað en vatn. Sumir fara í gönguferðir til að grennast. Þeir svitna líka. Sumir stunda íþróttir til að Framhald á bls 4. HITAEININGAR Venjulegur grosdrykkur: 85- 100 hitaeiningar, Kóla: 120 hitaeiningar. Sykurlaus gosdrykkur: 2 hitaeiningar. Mjólk: 65 hitaeiningar (í dl.). Undanrenna 32 hitaeiningar (í dl.). Sherry: I lítið glas 65 hita- siningar. Brennivín: 1 sjúss 50 hita- einingar. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.