Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 5
BARNAGAMAN JÓNAS OG HVALURINN Úti á íshafinu syntu grænhvít ir, risastórir jakar. Þeir líkt- ust mest fjöllum. Jónasi fannst jakarnir tignar legir og' fallegir. Alveg eins og stórar seglskútur, sem liðu áfram svo hægt svo hægt. Sumir hreyfðust alls ekki. — Það er bezt að þú fáir baðið þitt núna, sagði Hvalur. inn. — Oj, barasta, sagði Jónas og ylgdi sig. En hvalurinn lét þetta ekki á sig fá. Jónas sat á bakinu á Hvalnum og áður en hann vissi af, blés Hvalurinn frá sér stór um strók af vatni svo að Jónas lyftist hátt í loft. Þarna sat Jónas uppi á vatns stróknum og var í steypibaði. — Úff, púff, sagði Jónas. — Nú fæ ég kvef. Ég fæ alltaf kvef þegar ég fer í bað. — Þá skil ég allar bólurnar, sagði Hvalurinn. — En þú færð ekki kvef hjá mér. Öll börn hafa gott af köldu vatni af og til. Sólin okkar hérna í íshaf inu getur þurrkað þig. — Svo lét Hvalurinn vatns- strókinn síga og þama sat Jón as á bakinu á Hvalnum og þorn aði í sólinni, argur og fúll. Svo varð Jónas svangur. — Ég á ágæta ýsu og fín- asta þorskalýsi í ískápnum mín um, sagði Hvalurinn. — Oj, barasta, sagði Jónas. — Ég vil fá kók og brjóstsykur. — Svoleiðis fæðu færðu ekki hjá mér, sagði Hvalurinn. — Ef þú vilt ekki fisk og lýsi, verðurðu að svelta. Jónas varð æ svengri og svengri, en Hvalurinn lét sig ekki. Eftir tveggja daga sult gafst Jónas upp. Hann fór að borða bæði ýsu og drekka lýsi. Vitið þið hvað? Honum þóttl það ágætt. Hann brðaði glænýja, soðna ýsu á hverjum degi og á kvöldin fékk hann fiskabollur og plokk fisk. Á morgnana fékk hann gott, nýtt lýsi. Á hverjum einasta degi já, oft á dag fór hann í bað. Jóns dafnaði æ betur. -- Munið þið ekki, hvað hann Jónas var pervisinn og lítill? Munið þið ekki líka, hvað pervisinn merkir? Það merkir meira en lítill og meira en mjór. Nú gat enginn kallað Jónas pervisinn lengur. Hann var að vísu lítill, en hann var ekki pervisinn. Hann hafði heldur engar ból- ur og sigg á höndum sínum, því að hann fór svo oft í bað. Og þó að það væri stundum kalt í íshafinu, fékk Jónas aldrei kvef í nös. Og það var nú gott. Þegar Jónas hafði verið í hálft ár hjá Hvalnum og borðað mikið og vel af ýsu og lýsi, var hann orðinn stór og sterkur. — Nú skulum við koma heim til pabba og mömmu, sagði Hval urinn. — Þá brosti Jónas. Hann lang aði að sjá pabba og mömmu. Þið hefðuð átt að sjá uppiit- ið á pabba, mömmu og Eddu frænku, þegar Jónas og Hval ui-inn komu heim. Fyrst sendu þeir skeyti til að láta vita, að þeir væru að Framhald á bls. 15. BRÚÐUR r I ÚRVALI \ Liverpool LAUGAVEGI 18A SÍMAR: 11135 — 14201. HELLIR HINNA DAUÐU Haukur reis á fætur og rétti fram höndina. „Höfum það þá þannig,” sagði hann. Ég svara yður á morg- „Þeir ætla að svæfa mig,” svo sortnaði honum fyrir augum og allt hvarf honum. un. Bill Martin þfýsti hönd Hauks innilega. „Ég veit, hvert svar yðar verð- ur,” sagði hann. „Slíka freist- ingu stenzt enginn fornleifa- fræðingur.” Um nóttina vaknaði Haukur af værum svefni við það að sterkt skin vasaljóss féll í and- lit honum. „Hvað? Hver er þar?” taut- aði hann og reyndi að setjast upp. En við það fékk hann að- eins högg undir kjálkabarðið og hrjúf rödd sagði: „Liggið þér kyrr ungi maður og yður verður ekkert mein gert.” „Hvað viljið þér?” spurði Haukur, sem ekkert sá vegna birtunnar, sem féll í svefn- drukkin augu hans. „Ég hef ekk- ert fémætt hér í herberginu.” Árásarmaðurinn hló kulda- lega og undir hlátur hans tók annar maður. Nú tók ný rödd til máls. — Efalaust rödd hins mannsins, sem hlegið hafði. Þegar Haukur raknaði við sér aftur var albjart í herbergi hans. Síminn, sem stóð á náttborð- inu við rúm hans hringdi ákaft. Hann teygði fram handlegg- inn og ógleðin gagntók hann. „Þetta eru afleiðingarnar af klóróforminu,” hugsaði hann. „Halló,” heyrði hann rödcl segja. „Þetia er Bill Martin. — Hafið þér tekið ákvörðun hefra Gunnarsson?” Þegar Hauk hafði tekizt að skýra Martin frá' atburðum næt- urinnar þagði hann stundar- korn, en sagði svo : „Ég geri ráð fyrir að þér svarið nú boði mínu neitandi án frekari umhugsunar.” „Alls ekki,” svaraði Haukur. ,.Nú hef ég sannfærst um að þér farið ekki með fleipur eitt. Það eru aðrir, sem taka orð yðar al- vraleg, því skildi ég þá ekki gera það líka. Nei, herra Martin, ég er reiðubúinn til að leggja af stað, þegar yður hentar.” ,í ÞRIÐJI KAFLI. „Yður skjátlast um tilgang heimsóknar okkar kæri herra Gunnarsson,” sagði kurteisleg og að því er virtist vel menntuð rödd. „Við sækjumst ekki eftir neinu verðmætu hjá yður. Við viljum aðeins fá upplýsingar um viðræður yðar við Bill Martin.” Einmitt. Voru nú einhverjir óvinir Bill Martins komnir á hæla Hauks. „Því spyrjið þér hann ekki sjálfan?” svaraði Haukur. Aftur var hlegið. „Við þurfum ekki að spyrja, herra Gunnarsson. Við vitum, hvað Martin vildi yður. Þér eruð fornleifafræðingur og þér eigið að fara með honum til Páska- eyjunnar í leit að öllum þeim fjársjóðum sem menningarverur utan úr geimnum hafa látið þar eftir sig.” „Þá vitið þér meira en ég,” sagði Haukur og reyndi að bera sig sem bezt. „Ef til vill herra Gunnarsson. Við erum raunar hingað komn- ir til þess eins að gefa yður gott ráð.” .... „Og hvað er það?” „Farið ekki til Páskaeyjunnar. Neitið Martin ella.” .... „Ella hvað?” spurði Haukur, þegar maðurinn lauk ekki við setninguna. Haukur sá glitta í ískalt stál- grátt byssuhlaup, sem beint var að andliti hans. „Kannske skiljið þér þetta betur,” sagði röddin. „Þetta er mín fyrsta og síðasta aðvörun.” Byssuhlaupið hvarf, slökkt var á vasaljósinu og undarlegan sætan ilm lagði fyrir vit Hauks. „Klórófox-m,” hugsaði hann. i Slöngurnar. 4. Eftir þi-já daga voru þeir Bill Max-tin og Ilaukur Gunnarsson komriir um borð í iiugvélina, sem átti að flytja þá til næstu byggðar við Páskaeyjuna. Flugvélin lenti á lóninu fyrix* framan eyjuna. Þar mótaði fyrir bryggju framan við kofana, en þorpið virtist dautt úr öllum æð- um. Hvergi sást maður á ferli. Jú, þarna stóðu tveir menn . einir síns liðs fremst á bryggju- sporðinum. Bill Martin heilsaði þeim er h annsteig á land. Þetta voru höfðinginn og aðstoðarmaður hans. Höfðinginn gekk til móts við hvítu mennina og sagði: „Velkominn Bill Martin. Mér er mikill heiður að komu þinni.” „Þakka þér fyrir höfðingi,” sagði Bill Martin alvarlegur í bi-agði. ,, þetta skipti mun ég ekki níðast lengi á gestrisni þinni. Við komum hingað aðeins til að leigja bát og tvo eða þrjá fylgdai-menn.” „Um fylgdarmennina og bát- inn í’æðum við á morgun,” sagði höfðinginn. „í kvöld höldum við veizlu til heiðurs gestum okkar.” Polynesarnir, sem byggja þessar eyjar eru gjörólíkir Mel- anesunum, sem byggja sumar þeirra. Polynesingarnir eru brúnir á hörund, vinsamlegir hvítum mönnum og mjög gáfað- ur þjóðflokkur. Þeir lifa friðsam- legu lífi og eru yfirleitt fagrir sýnum. Melanesarnir eru hins vegar Framhald á bls. 14. s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.