Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 11
Otvegum það? sem beðið er um Það hefur lengi þurft að leitá með öll innkaup á sérvörum í Miðbæinn. Þetta er samt óðum að breytast. Kaupmenn hafa séð nauðsyn þess, að auðvelda hús mæðrum innkaupin með því að reisa verzlanamiðstöðvar í út- hverfunum. Það sparar okkur sporið og tíma, sem þegar fer alltof mikið af í innkaup. Ein slík verzlanamiðstöð er S mótum Kringlumýrarbrautar og nefnist einu nafni ,,Suðurver“, jafnvel þó að verzlanimar heiti flestar öðrum nöfnum. í Suðurveri er auðvelt að fá flest það, sem hugurinn girnist. Þar er fiskbúð, blómaverzlun, snyrtivörubúð, kjötbúð, nýlendu vöruverzlun sem selur mjólk (þar til mjólkurbúðin verður opn uð) og í íhlaupaverzlun (,sjoppa‘). Þessar verzlanir snúa allar að Stigahlíðinni. Að Kringlumýrar brautinni vita hins vegar gjafa- vöruverzlun, skóverzlun, raf- magnsverzlun, fatahreinsun og stykkjavöruverzlun. Stykkjavöruverzlunm heitir ,,Katarína“ og verzlunarstjóri og eigandi er Oddbjörg Krist- jánsdóttir. Það er alltaf for- vitilegt að ræða við eigendur nýrra verzlana og því heimsótt um við Oddbjörgu og óskuðum eftir viðtali. — Hvenær var verzlunin „Kat arína“ opnuð, Oddbjörg? — Við opnuðum verzlunina 28. apríl 1967, en þá vorum við í mun minni húsakynnum eða þar sem skóverzlunin er núna. Verzlunin flutti hins vegar í þetta húsnæði um mánaðamót september/október, og mér finnst verzlunin hafa gengið btur síðan við stækkuðum við okkur. — Ert þú aðaleigandi? — Nei, við eigum verzlunina saman hjónin. Maðurinn minn heitir Guðmundur Karlsson og hann á vitanlega verzlunina ekki síður en ég, þó að ég sé verzl unarstjórinn. — „ Er ekki erfitt fyrir hús- móður að reka verzlun? — Ég hef sennilega betri að- stöðu til að vinna utan heimil- is en margar aðrar konur. Móðir mín býr hjá okkur, og hún lít- ur eftir heimilinu. Við eigum þrjú börn, 12, 10 og 7 ára, svo að öll okkar börn eru farin að ganga í skóla. Ég fór að vinna á sumrin og hef gert það í fáein ár, en þegar þannig er komið er eins gott að reyna að vinna að einhverju, sem maður á sjálfur og því var það sem við hjónin >em.« Kristjánsdóttir, eigandi „Katarínu' Oddbjörg / Talað við Oddbjörgu Kristjánsdóttur, eiganda „Katarínu" ákváðum að byrja með verzlun. — Eru ekki miklir byrjunar- erfiðleikar á stofnun verzlunar? — Vitanlega- er því ekki að neita að svo er. Byrjunar erfið- leikarnir eru meðal annars ástæð an fyrir því, að ég vinn enn allan daginn. Ég vona, að ég Verzlunarhús i „Suðurver' K§í§pl|i§ i&ssæsSass |||||||| SiÉÍr § f%d geti seinna hætt að vinna nema hálfan daginn. Það er stundum erfitt að vinna og vera með heim ili, jafnvel þó að ég hafi góða aðstöðu. — Á hvers konar vörur hafið þið lagt mesta áherzlu? — Aðallega á barnaföt og þá föt frá hvirfli til ilja fyrir börn, Handa þeim höfum við nærföt, peysur, sokka, buxur, úlpur og húfur. Við erum einn- ig með mjög gott úrval af garni í öllum litum og þykktum. Hins vegar höfum við aðallega verið með stykkjavöru. Alls konar stykkjavöru. — Hvað er stykkjavara? — Það er tilbúin vefnaðar- vara. Við erum með mikið úr- val af Kanters lífstykkjum, og brjóétahöldum, Coral náttkjól- um og alls konar undirfatnaði. Við höfum sokka í úrvali, aðal lega Tauscher og Hudson sokka, en af þeim selt mest hjá okkur. Svo höfum við líka alls konar gjafavöru svo sem kínverska, handsaumaða dúka með servíett um. Þeir eru frá kr. 330.00 fyrir fjóra og upp í kr. 2.445,00 fyrir tólf manns. Þessir dúkar eru úr afar fínum hör og mjög sjald- séðir í verzlunum hér. Við höf- um einnig damaskdúka frá Þýzkalandi og svo dúka fyrir kringlótt borð, sem hefur verið mikið spurt um. Þeir eru ný- komnir til okkar. Ég hef reynt að leggja á það áherzlu að út- vega það, sem viðskiptavinirnir spyrja mest um. — Já, það er ætlunin að reka sem víðtækasta þjónustu við viðskiptavinina hér í Suðurveri. Við erum að fá mjólkurbúð og svo fáum við vonandi hárgreiðsiu stofu innan skamms, en það hef- ur lengi staðið til að opna hér hárgreiðslustofu. Ég hef verið spurð mjög mikið einmitt um þá stofu. Mér er sagt, að ég sé öfugu meginn' í húsinu, að við- skiptavinirnir leiti ekki jafn mik ið í verzlanir hérna meginn Kringlumýrarbrautarinnar og þeir gera í verzlanirnar Stiga- hlíðarmeginn. Ég álít, að þetta sé rangt. Það er áætlað, * að Kringlumýrarbrautin liggi beint út í Kónavog, og ég hef einmitt orðið mikið vör við það. að til okkar koma viðskiptavinir frá Garðahreþþi og Kópavogi, enda mun styttra að leita til okkar en í Miðbæinn og vörurnar sízt lakari. Ég býst við, að hér verði með tímanum verzlanamiðstöð fvrir stórt hverfi, og það var einmitt með það fyrir augum, sem ,við opnuðum verzlun hér. Mig langar einnig til að geta þess í sambandi við verzlun mína að Jens Guðjónsson, gullsmiður. hefur hér glugga í verzluninni, þar sem hann sýnir gull- og silfui-smíði. Annars hefur hann vinnustofu hérna í húsinu. Ná- grannar okkar hér um slóðir og fleiri munu áreiðanlega kunna að meta hina frammúrskarandi smíðisgripi Jens Guðjónssonar. þegar þeir geta nú kynnst þeim á auðveldan hátt með eigin aug um. 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.