Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 6
TREYSTLJ MÉR . . . Framhalrt af bls. 2. — Peter, drengurinn minn, hvíslaði hún og íann að tárin komu fram í augu hennar. Henni fannst ekki lengra síðan en í gær, að hann var lítill angi, sem horfði ástaraugum á' hana. Nú var hann stór drengur, sem dæmdi hana og var að byggja múr milli sín og umheimsins. Hún leit undan til að gráta ekki við sýnina af einmanalegum baksvip hans á stórri strönd- inni og leit yfir að hinu húsinu, sem var það eina í nágrenninu. H’ln hafði vonað, að það yrði börn þar, svo hann gæti eignast leiltfélaga, en því miður virtist ekki vera svo. Eini maðurinn, sem hún hafði séð allan tímann, sem þau höfðu búið þarna, var grannur, sólbrúnn maður, sem stundum sat á svölunum , eða gekk meðfram ströndinni. Meðan hún stóð þarna og horfði yfir til hússins, kom hann út og hún virti hann fyrir sér. Hann var í baðkápu og gekk yfir að klettunum í áttina að sjónum. Hún stóð og horfði á hann — líka cftir að har.n hafði lagt frá sér baðkápuna og sagt fáein orð við Peter. Hann var mjög brúnn og líkami hans virtist sterkleg- ur í geislum hnígandi sólar. Hvað ætli hann hugsaði um mig, ef liann vissi þetta? hugsaði hún feimnislega, þegar hann var ho*-f- inn í byigjurnar. Ég er kona - án eiginmanns. . . Ef til vill myndi hann álíta, að hún væri að eltast við hann. Það gerðu víst allir ráð fyrir, að hún vildi giftast aftur. Ókunni maðurinn synti langt út á hafið og meðan hún fylgdi honum með augunum, hugsaði hún um, að ekkert væri fjær henni en að gifta sig aftur. .. Ef hún gerði það, yrði það að- eins til að hafa það gott fjár- hagslega séð — það er Pet- er vegna. Drengurinn verður að eiga föður, sem hann lítur upp til. . . Nú fyrst skildi hún, hve fá- ránleet hað var að standa þarna og hugleiða hjónaband vegna þess eins, að hún sá mann ganga yfir ströndina. Hún snéri baki við glugganum og gekk inn og settist niður með bók. Skömmu síðar heyrði hún mannamál fyrir utan gluggann og Peter kom inn. — Við hvern varstu að tala? spurði hún, þó að hún vissi það mjög vel. Peter lagði nokkrar skeljar á bnrðið og virti þær fyrir sér. — Ég var að t.ala við hann, sem býr í næsta húsi. Hann kann krol oe ég bað hann að kenna mér það. — Þú gerðir það ekki! sagði Merete skelfingu lostin. Þannig getnrðu ekki talað við ókunnug- an mann. Hann ypnti öxlum og hénni fannst, að hún hafði einu sinni enn hafa rekið hann frá sér. — Farðu að hátta, sagði hún. — Ég fer í gönguferð. .. Skömmu seinna fór hann út. Það var enginn á ströndinni og skýin voru rauð af sólinni, sem 6 var að setjast bak við sjóndeild- arhringinn. Hún stóð um stund og virti litbrigðin fyrir sér. En hve sólarlagið var fagurt og hve lífið gat verið gott. .. Svo snérist hún á hæl og gekk niður ströndina — einmana kona — út að hafinu. Það var dimmt og vindurinn hafði þerrað tár hennar, þegar hún kom aftur að húsinu. Það var kveikt Ijós í nágrannahús- inu og henni fannst hún sjá móta fyrir .manni sitjandi í hæginda- stól fyrir utan. — Gott kvöld, var sagt með karlmannsrödd frá húsinu. — Gott kvöld! sagði hún og hrökk lítið eitt við. — Megið þér vera að því að líta inn augnablik? Hún nam staðar. — Já. Hann stóð upp og gekk til hennar. — Ég heiti Steffen Quist, sagði hann og glóðin frá sígarettunni varpaði bjarma á andlit hans um stund. — Merete Jespersen, sagði hún. Ef hann áleit að hún yrði auðveld bráð vegna þess eins að þau bjuggu svo nálægt hvort öðru, þá myndi hann fljótlega skipta um skoðun. — Ég lofaði syni yðar að fara með hann í sund í morgun, sagði hann og rötíd hans var glettnisleg eins og hann vissi vel um hvað hún var að hugsa. Ég veit ekki, hvað yður finnst um það. — Hann sagði mér, að þér ætl- uðuð að kenna honum að synda, sagði Mereté. — Ég væri vita- skuld fegin, en ég vil ekki held- ur, að hann ónáði yður um of. Hann hló. — Ég er alltaf feg- in að fá einhvern til að tala við, sagði hann og það glampaði á tennur hans í myrkrinu. — Þá þakka ég fyrir, sagði Merete. Hann langaði til að fara inn, en eitthvað aftraði henni frá því og þau stóðu þarna hlið við hlið og horfðu út á hafið. — Hafið þér búið hér lengi? spurði hún loks. — Nokkra mánuði. — Það er langt. — Ég verð í allt sumar. Hér er svo friðsælt. — Þangað til við komum. Þau hlógu bæði og ísinn virtist brotinn. — Þá hefðuð þér átt að þekkja þá, sem voru á undan yður, — sagði hann hlægjandi. Útvarpið gekk allan daginn. Það var blátt áfram ótrúlegt, að þau skyldu þola það. — Ég á ekki útvarp hér, sagði Mereté. — En í staðinn á ég átta ára dreng og það er víst næstumj jafn slæmt. .. Ilann leit á hana. — Þetta er dugnaðardrengur, sagði hann dræmt. — En hann er ekki full- komlega áliægður. Merete hrökk við. — Hvað sagði hann við yður á strönd- inni? spurði hún blátt áfram öskureið við Peter, fyrir að ráð- ast svona aftan að henni. — Ekkert, sagði hann róandi. Ekkert. En ég get séð. — Þér hljótið ,að hafa góða sjón, sagði hún fráhrindandi. Peter er bæði eðlilegur og ham- ingjusamur drengur. — Þá segjum við það, sagði hann friðsamlega og henti síg- arettunni frá' sér svo glóðin virt- ist langur bogi i myrkrinu. Merete fannst skyndilega að það væri heimskulegt að rífast við hann. — Langar yður ekki til að koma inn og fá yður tebolla? spurði hún. — Þér megið ekki misskilja mig, en mér þætti vænt um að heyra skoðanir annarra á Peter og mér finnst að ég þurfi að fá nánari útskýringu á þessum ummælum yðar. Þér þekkið hvorki hann né mig. Hann svaraði engu og henni fannst einhvern veginn, að hann vissi allt um hana, jafnvel þó að þau hefðu ekkert talað sam- an. — Viljið þér það? spurði hún. — Gjarnan, sagði hann og fór með henni inn í stofuna. Merete kveikti I lampanum og flýtti sér að setja vatn yfir. Nú, þeg- ar hann sat inni í stofunni henn- ar, óskaði hún þess eins, að hún hefði aldrei boðið honum inn. Hvað komu skoðanir ókunnugs manns henni við? En hann virtist ekki verða var við eftirsjá' hennar eða finnast þetta neitt undarlegt. Hann hafði sezt í körfustólinn, nú rétti hann úr leggjunum og kveikti sér í annarri sígarettu. Merete stalst til að virða hann fyrir sér. Hann var mjög brúnn og svo rólegur og afslappaður að hún varð róleg við að horfa á hann. — Segið mér, hvers vegna þér haldið, að Peter sé óhamingju- samur, sagði hún og setti teið á borðið fyrir framan hann. Hann virti hana fyrir sér með rólegum augunum. — Mér finnst það bara. Ef þér vilduð segja mér frá yður, þá gæti ég ef til vill skilið, — hvort ég hef á réttu að standa eða ekki. Merete hellti te í bolla. Hvers vegna ætti ég að segja yður eitthvað um sjálfa mig? spurði hún. — Hvers vegna ekki? Hún slappaði alveg af. Nei, því ekki það? Hér sat maður, sem nennti að hlusta á hana — maður, sem gat. skilið tilfinn- ingar drengs. Var rangt að trúa honum fyrir vandamálum sín- um? — Ég skildi fyrir ári, sagði hún án þess að líta á hann og gleymdi um leið að hann var ókunnugur maður, sem hún hafði aldrei séð fyrr — og hún sagði honum allt. Um tímann eftir skilnaðinn, um örvæntingu drengsins yfir skilnaðinum, um von sína um að sumarleyfið yrði til þess að færa þau nær hvort öðru. Hún sagði frá og án þess að hún vissi af því mýktist eitt- hvað, sem hafði verið stirt og kalt innra með henni. Loks þagnaði hún og það varð kyrrlátt í stofunni þar sem flug- urnar flögruðu umhverfis lamp- ann yfir borðinu, Steffen Quist hafði enga tilraun gert til að grípa fram í fyrir henni, en nú sat hann lengi og horfði á flug- Framhald í næsta blaði. Glaumbær merkti forðum bæ glaums og gleði Glaumbær er í dag staður glaums og gleði. ^ í Glaumbæ er gott að vera — gott að borða — Bjoðið konunni í GLAUMBÆ. Sími 11777. Múlokaffi Opið frá kr. 7 f.h. tðl kl, 11,30 e, h. ★ Kaffi og nýbakaðar kökur, smurt brauð og heitur matur alla daga. ★ Fljót afgreiðsla. ★ Næg bílastæði. ★ Ódýr og góður matur. ★ Sjónvarp í salnum. ★ Þeir sem koma einu sinni koma ævinlega aftur. ★ Eiginmenn! Bjóðið fjölskyldunni í mat og kaffi í MÚLAKAFFI. Stefnumót í Brauðbæ Þeir, sem skipta við okkur segja ekki: ,,Það rennur út, eins og heitar lummur heldur Það rennur út eins og smurða brauðið frá BRAUÐBÆ Þórsgötu 1 — Stai 20490. )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.