Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 7
Knattspyrna er vinsælasta umræðuefnið Frá barþj ánakcppninni. i Garðar R. Sigurðsson á barnum á Hótel Borg. Það er vinsælt hjá fjölda manns að fara á barinn á Hótel Borg í hádeginu og fá sér þar einn lítinn með kunningjum sín um. Flestir barir eru aðeins opn ir á kvöldin, en barinn á Hótel ?org er opinn í bádeginu líka og þar er oft mikil stemming meðan menn ræðast við um dag lega lífið í Reykjavík. Við ákváðum því að rabba við barþjón á Hótel Borg og vita, hvort hann hefði ekki eitthvað að segja okkur um aðsóknina og vínmenningu á íslandi yfir- leitt. — Hvernig atvikaðist það að þú gerðist barþjónn, Garðar? — Ég var búinn að vera lengi á Gullfossi sem ungþjóm og vann þar í sölunum og hjá Stefáni Þorvaldssyni, sem var barþjónn þar. Síðar gerðist ég svo háseti á Gullfossi og Lagar fossi, en ég varð leiður á því og fór í land. Þá fékk ég samn ing á Hótel Borg hjá Guðmundi H. og lærði þar. Fyrst vann ég sem þjónn í salnum um tíma, en síðan fór ég hingað á barinn. Það mun hafa verið um það bil fyrir tveim árum. — Hvernig líkar þér barþjóns starfið? — Mér finnst það að mörgu leyti skemmtilegt, hér er létt yfir öllu og starfið er tilbrej't ingarríkt. Maður kynnist mörg um skemmtilegum mönnum hér. Hitt er svo annað, að þetta starf er þreytandi á köflum, stöðurnar eru miklar og hreyf- ingin lítil, þannig að menn kom ast gjarnan í sæmileg hold. — Tala viðskiptavinirnir mik- ið við ykkur og um hvað helzt’ — Það er mikið rætt um nýj- ustu fréttir og það sem skeðttr hverju sinni, hins vegar held ég að knattspyrna sé vinsæiasta og almennasta umræðúefnið. Það virðast allir vita eitthvað tim knattspyrnu og hafa áhuga á henni. Menn gizka á úrslit í næsta leik og ræða um þann síðasta, um einstaka leikmenn, dómara, línuverði og yfirleitt allt sem knattspyrnu viðkemur. Núna undanfarið hefur aðalum- ræðuefnið verið lokun sjónvarps ins en þeirri ráðstöfun bölva nær því allir. — Er sjónvarpið vinsælt hjá ykkur? — Það er með sjónvarpið eins og annað. Það hafa engir tveir menn sömu skoðun á hlutunum. Sumir vilja hafa kveikt á sjón varpinu og reyna að hlusta á það. Öðrum finnst sjónvarpið vera fyrir og þreyta þá. Það er stundum vont að reyna að ger.i öllum til hæfis. — Er munur á aðsókninni í hádeginu og á kvöldin? — Aðsóknin er rnjög jöfn há degis og kvölds. En viðskipta- vinirnir, sem koma á kvöldin eru ólíkir þeim, sem koma í há- deginu. í hádeginu koma menn, sem fá sér stundum tvo og fara eftir það, en það er ekki algengt á kvöldin. í hádeginu eru menn líka yfirleitt að flýia sér, en á kvöldin doka þeir lengur við. Það eru mjög skipt ar skoðanir um barmenningu á íslandi. Sumir telja að hún sé góð, aðrir, að hún sé slæm eða jafnvel engin. Mér persónulega finnst barmenningin hér ágæt að mörgu leyti. Það eru við- skiptavinirnir, sem skapa bar- menninguna og hingað kemur þægilegt og gott fólk, þótt hóp urinn sé margvíslegur og stór. — Er töluvert um, að menn biðji ykkur að ráðleggja sér drykk? 1 — Það er algengt. Sumir óska ekki eftir að blanda samarí teg undum, enda þykir það víst ekki gott. Stundum er beðið um eiit hvað hressandi og bragðgott eða eitthvað, sem fer vel í maga, eitthvað við höfuðverk og álíkn. Mér finnst það hins vegar undar legt, þegar menn koma og jóska eftir að fá einn „Kill me quick“ enda hef ég aldrei heyrt á þann drykk minnst. — Það hefur hevrzt, að þjón ar séu drykkfelldari en aðrar stéítir. Ert þú sammála því? — Alls ekki. Ég er viss um, að þiónar eru ekki drykkfelldari en aðrír. jafnvel þó að þeir um gangist vín meira en almenning ur gerir. Kannski þar sé að leita orsakanna fyrir þessum orðrómi. — Koma konur mikið á bar inn til ykkar? ■ — Ekki mikið, nei. í hádeg- inu eiginlega ekkert, en á kvöld in koma þær nokkuð, sérstak- lega um helgar og þá í fylgd með herrum sínum eða nokkr ar saman. — Hvernig fer, ef ykkur er greitt með ávísun, sem engin Frh. á 14. síðu. Tdlað við Garöar R. Sigurösson, barþjón 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.