Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 2
Nýtt hefti af
Studia Islandica
NÝLEGA er komið út 26. liefti
ritsafnsins Studia Islandica — ís-
lenzk fræði, sem Heimspekideild
Háskóla íslands og: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs gefa út undir rit
stjóm Steingríms J. Þorsteinsson
ar. í þessu hefti birtist ritgerð
eftir cand. mag. Helga Guð'munds
eon, íslenzkukennara við háskól-
ann, er nefnist: Um Kjalnesinga
sögu, nokkrar athuganir.
Þar fjallar Helgi Guðmundsson
um nokkra þætti í sambandi við
NATO
styrkir
NORÐTJR-Atlantshafsbandalagið
(ÍÍATO) mun að venju veita
nokkra styrki til fræðirannsókna
í aöildarríkjum bandalagsins á
fiiáskólaárinu 1968—69.
Styrkirnir eru veittir í því
skyni að efla rannsóknir á sam-
eiginlegri arfleifð, lifsviðhorfum
og áhugamálum Atlantshafsþjóð-
anna, sem varpað geti skýrara
iljósi *á sögu þeirra og þróun liins
imargháttaða samstarfs þeirra í
milli — svo og vandamál 'á því
sviði. Er styrkjunum ætlað að
stuðla að traustari tengslum þjóð
anna beggja vegna Atlantshafs.
Upphæð hvers styrks er 23.000
(ijelgískir frankar á mánuði eða
jafnvirði þeirrar fjárhæðar í gjald
eyri annars aðildarríkis, auk
ferðákostnaðar. Styrktími er að
jafnaði 2—4 mánuðir, ef sérstak-
iega stendur á allt að sex mán-
uðir og skulu rannsóknir stund-
aðar í einu eða fleiri ríkjum
bandalagsins. Styrkþegi skal fyr-
ir árslok 1969 skila skýrslu um
ramisóknir sínar og er miðað við
að niðurstöður þeirra liggi fyrir
4Í1 útgáfu þremur mánuðum síð-
ar.
Utanríkisráðuneytið veitir allar
mánari upplýsingar og lætur í té
umsóknareyðublöð, en umsóknir
íikulu berast ráðuneytinu í síð-
asta lagi hinn 30. des. 1967.
Kjalnesinga sögu,’ og sitthvað ný
stárlegt kemur þar fram. Ýmis
atriði í sögunni, sem eiga sér hlið
stæður í öðrum ritum, eru rakin
og síðan eru tveir kaflar, land-
námslýsing og hoflýsing,-rannsak
aðir nákvæmlega. Af þessu er
ljóst, að höfundur sögunnar hef-
ur verið lærður maður og hefur
mjög stuðzt við önnur rit við
samningu sögu sinnar. Þá er bóka
notkun hans og ýmis sérstök á-
hugamál athuguð nánar. Þetta er
gert þannig, að þessi atriði eru
jafnóðum borin saman við hlið-
stæð atriði í uppskriftum Hauks
Erlendssonar lögmanns í Hauks-
bók. Sá samanburður er forvitni-
legur vegna þess, að höfundur
Kjalnesinga sögu og Haukur Er-
lendsson munu báðir hafa verið
Suðvestlendingar og samtíma-
menn. Veruleg likindi þessara
manna bera vitni um lærdóm og
bókmenntaiðkun á Suðvestur-
landi um 1300, og ef til vill bafa
báðir verið á einhvern hátt tengd
ir Ágústínusarklaustrinu í Viðey.
Síðan eru athuguð nokkur atriði
í Kjalnesinga sögu, sem rakin
hafa verið til ikeltneskra sagna.
Þá koma þrír viðaukar, sem tengd
ir eru efni bókarinnar, um Gizur
galla, um keltnesk áhrif og um
nokkur nöfn og örnefni. Að lok-
um er efnisútdráttur á ensku, rit
skrá og registur. Ritið er 127
blaðsíður.
Ritsafnið Studia Islandica —
íslenzk fræði hefur nú komið út
í þrjátíu ár. Það var Sigurður
Nordal sem stofnaði til þess 1937
og var liann útgefandi þess og
ritstjóri, uni hann varð sendi-
herra í Kaupmannahöfn 1951. —
Tók þá Heimspekideild Háskól-
ans við útgáfunni og Steingrímur
J. Þorstcinsson við ritstjórn. Ár-
ið 1962 gerðist Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs einnig aðili að útgáf-
unni og hefur m. a. með höndum
afgreiðslu ritsins. — Á þessum
þremur áratugum hafa birzt í
26 heftum 32 ritgerðir um íslenzk
ar bókmenntir, fomar og nýjar,
menningarsögu og málfræði eftir
28 höfunda fi’á 6 löndum. Kemur
nú út reglulega eitt hefti árlega.
í morgun komu tvelr bátar með síld til Akraness. Skírnir kom með 240 tunnur af ntiðunum fyrir
austan land og var hluti aflans saltaður hjá söltun irstöð IIB og Co. Ófeigur II. frá Vestmannaeyj-
um, sem landað hefur hér síld að undanförnu, kom með 400 tunnur af miðunum undan jökli og var
sá afli pannaður og frystur hjá þraðfrystihúsi HB og Co. Síldin var mjög misjöfn að stærð og því
seinlegt að vinna hana en hún er pönnuð í tveim stærðarflokkum. — Myndin var tekin í gær á sölt
unarstöð HB. og Co.
MARGAR SAMKOMUR VEGNA
BYLTINGARAFMÆLIS ROSSA
Á þriðjudaginn kemur, 7. nóv-
lember, verða liðin 50 ár .frá því
að rússneska byltingin hófst, og
verður afmælisins minnzt með
margvíslegu móti víða um lönd.
Hér á landi verður byltingaraf-
mælisins oninnzt með kvikmyndpr
sýnlngu á vegum MÍR næstkom-
andi laugardag, hátíðarsamkomu í
Háskólabíói á mánudagskvöld og
móttöku í sovézka sendiráðinu á
sjálfan afmælisdaginn.
Kvikmyndarsýning Mír á laugar
daginn vei-ður í Stjörnubíó og
hefst kl. 2 síðdegis. Þar verður
Papadopoulus fær
alræðisvöld
‘Aþena 2. nóvember (ntb-reuter)
Georgi Papadopouios ofursti, sem átti mestan þátt í að skipuleggja
vaidatöku gríska hersins þann 21. apríl síSastliðinn, hefur með konung-
legri tilskipun fengið mjög aukin völd í hershöfðingjastjðrninni í Grikk-
landi. Tilskipunin byggist á nýjum lagabálk, sem var tekinn í gildi í ágúst,
Héðan í frá verður að leggja
öll lagafrumvörp, sem ráðherr-
lar ríkisstjórnarinnar vilja bera
1: pp, undir dóm Papadopoulosar,
*S@ur en þau komast í hendur
Koliasar forsætisráðherra, eða
Ilonstantíns konungs. Ennfremur
munu allmörg þýðingarmikil mál,
einkum varðandi innanlands-
stjórn, sem Kolias hefur hingað
til stjórnað, nú komast í hendur
Papadopoulosar. Þá er honum
með tilskipuninni veitt yfirstjórn
sérstakrar stofnunar, sem hefur
umsjón með varnamálum, örygg
ismálum, fjármálum.menntamál-
um og heilbrigðis*málum.
í>etta er önnur stórvægilega
breytingin, sem verður á stjórn
Grikklands á einni viku. Fyrir
nokkrum dögum sögðu nokkrir
ráðherrar af sér og aðrir voru
skipaðir í staðinn.
Eftir þessa nýjustu breytingu
virðist Papadopoulos vera orðinn
valdameiri, en nokkur annar ráð-
herra í ríkisstjórninni.
sýnd myndin Október, sem kvik-^
myndarstjórinn fi-ægi Sergei Eis-
enstein gerði árið 1927 á 10 ára
afmæli byltingarinnar. Þetta er
leikin mynd og sýnir hún alla
helztu viðburði ársins 1917, allt
frá febrúarbyltingunni, er keis-
aranum var hrundið frá völdum,
fram að 7. nóvenber er bylting
bolsévikka hófst. Við gerð mynd-
arinnar studdist Eisenstein að
nokkru leyti við bókina Ten Days
That Shook The World eftir banda
ríska blaðamanninn John Reed.
Eljótlega eftir að myndin var frum
sýnd hófust deilur í Rúss-
landi um meðferð einstakra hlut-
verka í myndinni, og hefur hún
íram til þessa vei'ið með sjaldséð
ari myndum Eisensteins, en hef-
ur nú verið gefin út að nýju í til-
efni byltingarafmælisins. — Öll-
um er heimill aðgangur að kvik-
myndasýningunni.
Á mánudagskvöldið gengst sendi
ráð Sovétríkjanna og MÍR í sam
einingu fyrir hátíðarsamkomu í
Háskólabíói kl. 9 e. h. — Árni
Bergmann blaðamaður formaður
Reykj avíkurdeildar MÍR setur sam
komuna, en síðan flytja ávörp dr.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð
herra, Nikolaj Vazhnov ambassa-
dor Sovétríkjanna og íorseti ís-
landsvinafélagsins í Moskvu. Síð-
an flytur Brynjólfur Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra, erindi um
októbei'byltinguna 50 ára og að
erindi hans loknu syngur karla-
Framhald á 15. síðu.
Athugasemd
AXEL KVARAN, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni í Reylcjavík bað
blaðið aff leiffrétta villandi orða-
lag á frétt, sem birtist í blaðinu
í gær viðvíkjandi samningum viff
starfsmenn Reykjavíkur. í frétt-
inni er sagt:
„Fjölmennustu hóparnir, sem
flokkahækkunin nær til eru: —
Strætisvagnastjórar, sem hækka
úr 12. fl. í 15. fl. og hjúkrunar-
'konur, sem hækka úr 14. fl. í 15,
launaflokk. Starfsmenn lögregl-
unnar hækka um einn flokk óg
lögreglúþjónar, sem aka mótor-
hjólum, fá 500 kr aukagreiðslu á
mánuði".
Axel kvað þetta ekki vera alls
kostar rétt, livað lögregluþjóna
snerti. Sagði hann að það væru
aðeins sex lögregluþjónar sem
hækkuðu um flokk, en það væru
fj órir aðstoðaryfii'lögregluþj ónar,
lögregluþjónn í umferðardeild
rannsóknarlögreglunnar og einn
lögregluþjónn í umferðardeild
rannsóknarlögreglunnar. Sömu-
leiðis næði 500 krónu hækkunin
aðeins til tveggja lögregluþjóna,
sem ækju mótorhjólum.
Axel Kvaran tjáði og blaðinu,
að Lögreglufélag Reykjavíkur ætl
aði að halda fund í gærkvöldi um
hina nýju kjarasamninga starfs-
manna Reykjavíkurborgar.
2 3. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ