Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 7
Matvælaástandið betra - nema í þróunarlöndunum MATVÆLAÁSTANDIÐ í heim- inum batnaði nokkuð á órinu 1966 í samanburði við stöðnun- ina 1965, tilkynnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Aukningin nam 4 prósentum, en skiptist þannig að í auðugum löndum nam hún 6 prósentum og í fátækum lönd- um aðeins 1 prósenti. Þannig varð engin jöfnun milli iðnaðar- landanna og vanþróuðu land- ana, miklu fremur hið gagn- stæða. Hveitiuppskeran í ár lofar góðu, en heildarmyndin er enn óglögg. Víða um heim er upp- skeran ekki öll komin undir þak, ■ og þess vegna eru upplýsingar þær sem fyrir hendi eru ófull- nægjandi. í ársyíirliti sínu yfir mat- væla- og landbúnaðarframleiðsi- una, „The State of Food and Agriculture”, sýnir FAO fram á, að vanþróuðu svæðin í Afríku og rómönsku Ameríku urðu að horfast í augu við' samdrátt í matvælaframleiðslunni árið 1966, sem nam 1 prósenti, og fcom sá afturkippur ofan á hið rýra ár 1965. í nálægum Austurlöndum nam aukningin 2 prósentum og í fjarlægum Austurlöndum (að Kína frátöldu) nam hún 3 pró- sentum. Jarðarbúum heldur áfram að fjölga um 2,5 prósent á ári, en það hefur í för með sér að ár- lega koma 70 milljón nýir munn- ar sem metta þarf. Matvælaframleiðslan á livern íbúa vanþróuðu iandanna árið 1966 er talin hafa verið 4 pró- sentum minni en met-árið 1964 og lægri en nokkurt annað ár síðan 1957. Til að komast aftur á sama framleiðslustig miðað við íbúatölu og árið 1964 yrði fram- leiðsluaukningin að nema 7 prósentum í viðbót vegna fólks- fjölgunarinnar. ÁVINNINGURINN UPPURINN. B. R. Sen, forstjóri FAO, seg- ir í formála skýrslunnar, að hin lélegu uppskeruár 1965 og 1966 hafi í bili urið þann smá- vægilega ávinning sem vanþró- uðu löndin áttu að fagna í mat- vælaframleiðslu á livern íbúa á árunum næst á undan. Landbúnaðarbyltingin verður að fá tíma til að komast á verulegan skrið, segir Sen og bætir við: Frestinn, sem til þess þarf, verður að tryggja annars vegar með takmörkun barneigna og hins vegar með matvælahjálp frá auðugri löndum. MINKANDI INNFLUTN- INGSTEKJUR. Öfugþróunin í matvælafram- leiðslu vanþróuðu landanna speglast í viðskiptum þeirra með landbúnaðarafurðir. Þegar heim- urinn er tekinn í heild, varð dá- lítil aukning á tekjum af útflutn- ingi landbúnaðarafurða árið 1966. En í vanþróuðu löndunum sem eru mjög háð landbúnaðar- afurðum í gjaldeyrisöflun sinni, varð afturkippur, þannig að nú; verandi verðlag er 2 prósentum lægra en áður. Kaupmáttur þess tekjustofns minnkaði um nálega 3 prósent á sama tíma og mat- vælainnflutningur vanþróuðu landanna jókst enn um 4 pró- sent. MEIRA KORN, MINNA KAFFI. Samanlögð kornframleiðsla (hrísgrjón meðtalin) var 8 pró- sentum hærrj árið 1966 en árið áður. Framleiðsluaukning hveit- is nam 18 prósentum, sítrus- ávaxta og böstunga 14 prósent- um, sojabauna 10 prósentum, og hrísgrjóna og kakós 7 prósent- um. Aukningin var minni í öðr- um afurðum. Framleiðsla kaffis minnkaði um 15 prósent, baðm- ullar um 11 og víns um 4 pró- sent. I AUKNAR FISKVEIÐAR. FAO-skýrslan skýrir frá því að fiskafli heimsins árið 1960 hafi enn aukizt um 5 prósent. í S.- Ameríku urðu miklar framfarir, á Norðurlöndum fékkst meira magn af hráefni til framleiðslu fiskimjöls en nokkru sinni fyrr, og- í Sovétríkjunum og öðrum löndum með áætlunarbúskap urðu áframhaldandi fiJamfarir í fiskveiðum. Hins vegar urðu engar framfarir hjá tveimur helztu fiskveiðiþjóðum heims meðal iðnaðarlandanna, Japan og Bandaríkjunum. SKÓGARAFURÐIR. Skógarhögg í heiminum var á' svipuðu stigi og 1964, — en skógarhögg til iðnaðarþarfa minnkaði nokkuð. Framleiðsla krossviðs jókst enn, en heldur hægar á síðustu árum. Fram- leiðsla pappírskvoðu, pappírs og pappa jókst með nokkurn veg- inn sama hætti og um langt und- anfarið árabil. Af öðru sem fram kom í FAO- skýrslunní má nefna eftirfar- andi: ★ Kornbirgðir Norður-Ame- ríku minnkuðu enn á tímabilinu 1966—67, en ekki nándar nærri eins mikið og árið áður. Kanad- ísku birgðirnar jukust og urðu í fyrsta sinn meiri en birgðir Bandaríkjanna. Nú virðist að- eins vera „afgangur” af kaffi, baðmull og sykri. ★ Innflutningur vanþróuðu landanna á matvælum (að við- bættum 4 prósentum árið 1966) kostaði 4,500 milljónir dollara. Matvælainnflutningurinn jókst upp í 5.600 milljónir dollara, sem jafngildir tæpum helmingi af landbúnaðartekjum þessara landa og rúmum helmingi þeirr- ar erlendu hjálpar sem þau nutu. <*■ Bændur fengu hærra verð fyrir afurðir sínar, en fram- leiðslukostnaðurinn hækkaði líka. Verðlagsþróunin var yfir- leitt ekki samstíga hinum al- menna framfærslukostnaði. Verð á matvælum til neytenda hélt áfram að hækka, í mörgum lönd- um talsvert örar en verð til framleiðenda. „The State of Food and Agri- culture 1967” hefur að geyma tvo sérkafla, annan um örvandi ráðstafanir fyrir bændur vanþró- uðu landanna, hinn um vernd fiskimiða. Orðsending U Ihants á degi SÞ ÞEIR, sem undirrituðu Stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna fyrir 22 árum í nafni jarðarbúa settu sér eitt meginmarkmið: að forða ókomnum kynslóðum frá svipu stríðsins og skapa heim með fé- lagslegum framförum og betri lífskjörum í meira frelsi fyrir alla. Til að þessu marki yrði náð lögðu þeir niður fyrir sér hegð- unarreglur, sem draga má sam- an í örfá orð: gott nábýli, um- burðarlyndi og viðurkenning á' lögbundnum leikreglum í alþjóð- legum samskiptum. Þegar við lítum yfir heiminn nú neyðumst við til að horfast í augu við það, að loforð. Stofn- skrárinnar hafa alls ekki vcrii5 efnd, hvort sem um er að ræða efnahagslegar og félagslegar framfarir eða alþjóðlegar póli- tískar aðstæður. Ennþá tveimur áratugum eftir að þjóðir heims- ins urðu ásáttár um að „beita aiþjóðlegri skipulagningu til að stuðla að efnahagslegum og fé- lagslegum framförum til handa öllum þjóðum,” herja hungur, ör- birgð og sjúkdómar tvo þriðju hluta mannkyns og rúmlega það, bilið milli ríkra og fátækra breikkar, og þetta leiðir af sér víl og vonleysi. Sömuleiðis hafa löndin tveimur áratugum eftir að þau höfðu skuldbundið sig til „að beita ekki vopnavaldi nema í þágu heildarinnar” reynzt ófær um að leggja niður styrj- aldir til að verja eða efla eigin hagsmuni, og það sem er enn ískyggilegra: þau virðast oft og einatt komin á fremsta hlunn með að kasta frá sér trúnni á Stofnskrána og verðleika eða framkvæmanleik þeirrar verald- ar sem hún gerir ráð fyrir. Veigamesta orsök þessa hörmu- lega og afdrifaríka ástands í heiminum nú er kannski nokkuð sem kalla mætti sálarástand eða kannski öllu heldur siðgæðis- ástand. Þjóðir lieimsins hafa á þeim tveimur áratugum, sem liðnir eru síðan Stofnskráin var birt, safnað æ stærri forða, bæði til góðs og ills, en þær hafa ekki að sama skapi orðið sér úti um ábyrgðartilfinningu gagnvart öðrum. Það er þetta misræmi sem bæði á sök á og nærist af djúp- inu sem staðfest er milli fyrir- heitanna sem Stofnskráin birtir og raunverulegr-a athafna stórra þjóða og srnárra. Þessi orsök er tilefni til að gera upp sakirnar, bæði efnalega og siðferðilega. Hún gefur okk- ur tilefni til að minnast þeirra grundvallaratriða sem boðuð voru fyrir 22 árum og meta verð- leika þeirra að nýju í heimi nú- tímans, lifnaðarhættirnir sem Framhald á 15. síffu. OrÖsending til fulltrúa og félaga v erkalýðsfélaga um land allt ÁR OG DAGAR Upptök og þróun alþýöusamtaka á íslandi. eftir GUNNAR M. MAGNÚSS, sem ráðgert var að kæmi út í einu bindi, verður í tveimur bindum og kemur fyrra bindið (1874-1934) út fyrir miðjan nóvember. Útsöluverð þessa bindis verður kr. 483,00 en verð til áskrifenda innan verkalýðsfélaganna kr. 363,00 (sölu- skattur innifalinn.) IVIÁL og MENNING, Laugavegi 18, Reykjavík Áskriftir þurfa að hafa bor- izt til Máls og menningar fyrir 15. nóvember. Bókin verður send áskrifendum í póstkröfu um leið og hún kemur út. 3. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.