Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 5
3. nóvember. KÆRAR ÞAKKIR fyrir bréf þitt í Alþýðublað- inu fyrra föstudag. Þú ert þá loksins kominn í leitirnar. Ég fagna því af tveimur ástæðum: Ann- ars vegar af því, að mér er forvitni að frétta skoð- anir þínar, og ég ætla, að þær eigi nokkurt er- jndi við þá, sem bréf okkar lesa. Hins vegar vegna þess, að sumir voru farnir að gruna mig um græsku, þó að ótrúlegt sé. Ég veit um merka sam- borgara og ágæta kunningja mína, sem héldu víst, að séra Jón væri tilbúningur minn. Nú þurfa þeir ekki að efast lengur um tilveru þína, og til frekara öryggis skal ég gefa upp heimilisfangið: Bólstaður í Húnaþingi. Ekki ætlaði ég að safna glóðum elds að höfði þér,' vinur kær. Tilgangur minn er sá', að þú lijáipir gömlum kunningja að ná sambandi við lesendur. Sendibréfsformið er að ýmsu leyti vel til þess faiiið. Það leyfir frjálsari umsvif en hug- vekjan eða ritgerðin. Þess vegna tók ég það upp á ný, þegar að samkomulagi varð í sumar, að ég skrifaði eitthvað í Alþýðublaðið óákveðinn tíma. Mikil er lífsreynsla þín örðin, séra Jón. Nú hefur þú, maður á bezta aldri, verið búsettur í fillum landsfjórðungum. Mig undrar því ekki, að þú brýnir fyrir samferðamönnum á lífsleiðinni að forðast héraðaríg og sv.eitahroka, Þær ódyggðir eru mér fjarri skapi, enda met ég alla landshluta, sinn á hvern hátt, og finn hverjum þeirra sitthvað til ágætis. Samt er maður háður þeim örlögum, hvað rætur ættar og uppruna liggja djúpt og víða. Mér þykir vænst um Suðurland af byggðum fróns af því að ég er og verð Árnesingur. Eigi að síður gisti ég fúslega alls staðar þar, sem mannlíf er fagurt. Láttu það berast um nágrenni þitt norðan fjalla! Hóf er bezt... Ég hitti Ragnar Jóharinesson að máli á dögun- um, glaðan og reifan, og við rifjuðum upp sam- eiginlegar endurminningar um Sigurð heitinn Einarsson skáldklerk í Holti. Þú heyrir kannski frá honum áður en langt um líður, enda vel farið, Ragnar er maður léttur í lund, hugkvæmur og orð- hagur. Mér falla skoðanir hans jafnan vel. Tilefni bréfsins er annars ný Morgunblaðsgrein eftir Jón rithöfund Björnsson. I-Iann unir því bæri- lega, að ég frábiðji mér oflof á kostnað Stein- gríms J. Þorsteinssonar. Jóni hefur og áreiðan- lega gengið gott eitt til, þó að misskilja mætti, hvað orðum hans réði. Hann notar sve tækifærið og ítrekar ýmis atriði fyrri greinar sinnar. Senniiega mislíkar honum sú stjúpmóðurlega nið- urstaða mín, að hann hafi lagt „sumt skynsamlega til mála” í hugleiðingum sínum. Þá það, en ég gætti hófs af ásettu ráði. Sjónarmið Jóns eru svo mörg, að ég tek ekki afstöðu til þeirra allra að sinni, enda mér varla skylt. Hins vegar fagna ég því, að umræður verði um þessi efni, sem á hug lians leita. Sumt af því kemur mér við eins og sakir standa. Spor í rétta átt Jón Björnsson er vantrúaður á það, að lög- gjöfin um úthlutun listamannalauna sé við hæfi. Sjálfsagt má að henni finna. Þeim málum verður aldrei skipað svo, að öllum líki. Þó finnst mér gagnrýni Jóns ótímabær og því ekki alls kostar sanngjörn. Reynsla af þessari löggjöf fæst engan veginn næg fyrsta sinni, sem listamannalaunum er úthlutað samkvæmt henni. Úthlutunin í ár var einnig bundin vanda, sem ekki er nefndinni að kenna. Auk þess má deila um hyggindi og fram- sýni rithöfundasamtakanna í afstöðu til löggjafar- innar og úthlutunarinnar. Hins vegar trúi ég því, að löggjöfin reynist spor í rétta átt, þegar fram líða stundir. Skipting listamannalaunanna í tvær upphæðir er tvímælalaust til bóta, svo og að út- hlutunarnefndin starfi framvegis kjörtímabil al- þingis. Mér finnst tortryggni gæta, þegar Jón minnist á ieynilega atkvæðagreiðslu úthlutunarnefndarinnar við röðun listamanna í flokkana tvo. Sá háttur var upp tekinn mjög að athuguðu máli og virðist um sumt álitlegur. Þannig er reynt að forða því, að annarlegar skoðanir ráði úrslitum og að menn beri sig saman um afstöðu og atkvæði. Mun ekki ráð að sannfærast um, hvernig hann gefst í fram- kvæmd oftar en einu sinni, áður en dómur er felldur? Megintilgangurinn með löggjöf þessari og fjár- veitingu á að mínum dómi að vera sá að tryggja efnilegustu og mikilhæfustu listamönnum okkar sæmileg vinnuskilyrði á því skeiði ævinnar, sem telst farsælasti og örlagaríkasti starfsaldur flestra. Þá aðstöðu ætla ég íslenzkum listamönnum mikil- vægari en raunverulega eða ímyndaða viðurkenn- ingu. Samtíðinní er jafnan óhægt að meta rétt marga og ólíka listamenn, en hún getur reynt að sjá þeim farborða í líkingu við aðra þjóðfélags- þegna. Hæpin hugmynd Aftur á móti skil ég mætavel, að Jón Björns- son telji skipulagi bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ábótavant. Sumum atriðum þess þarf víst að breyta. Það er hins vegar dálítill vandi. Ég er til dæmis vantrúaður á hugmyndina, sem feist í þessum orðum Jóns Björnssonar: „Mín skoðun er, að verðlaunin ættu að geta náð til minnst 5 ára gamalla skáldrita íslenzkra og væri það lágmark. Og auk þess ættu þau rit, sem til álita kæmu, að vera áður komin út hjá einhverju norrænu útgáfufyrirtæki. í því felst trygging fyrir því, að ekkert annað en bókmenntaleg sjónarmið komi til greina.” Tilgangur verðlaunanna er að sæma bezta nor- ræna skáldrit ársins viðurkenningu, sem athygli veki. Því verður og við komið í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð, en síður í Finnlandi og á íslandi. Hins vegar er næsta erfitt við annað að miða. Skáldrit henta misvel til þýðinga. Þó mun sýnu nær lagi að velja þau eins og gert er, en una þýð- ingum, sem til falla úr íslenzku á Norðurlanda- mál. Verðlaun þessi hafa jenn ckki komið í hlut íslendings, en samt verða þau bókmenntum okkar að gagni. Hef ég þá einkum í huga, hvað þýtt liefur verið af þessu tilefni. Hitt er allt of mikil tilviljun, hvað fæst gefið út af íslenzkum þýð- ingum hjá einhverjum norrænum útgáfufyrir- tækjum. Mér lízt ekki á öll „bókmenntaleg sjón- armið,” sem þá koma til greina. Þau mega ekki ráða úrslitum um framlag íslands eins og bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs eru hugsuð. Tsfenzk bókmenntakynning Ég er hins vegar innilega sammála Jóni um nauðsyn þess, að íslenzkar bókmenntir séu þýddar á erlend mál. í því efni virðist um tvennt að velja: Annars vegar að láta þýða úrval íslenzkra bókmennta og hins vegar að styrkja skáld og rit- liöfunda að koma sér á framfæri erlendis eins og Jón Björnsson leggur til. Það gæti verið í verka- hring menningarsjóðs, ef fjárhagur hans leyfði þau útgjöld. Jafnframt þarf að stórauka íslenzka bók- menntakynningu erlendis. Starf sendikennaranna er haria mikilvægt, en einskorðast um of við há- skóla. Vekja þarf almenna forvltni og þekkingu er- lendis á skáldum okkar og rithöfundum, svo að þýðingar komi að tilætluðum notum. Væri slíkt ekkj verðugt verkefni þeim aðilum, sem hafa á hendi norræna samvinnu? Helgi Sæmundsson. Ný tízka - Nýtt sn/ð ÚSpukápur úr lambaull FÁST HJÁ: Reyðarfirði: Verzlunin Framsókn Hornafirði: Kf. Austur-Skaftfellinga Neskaupstað: Verzlu'nin Fönn Eskifirði: Verzl. Margrét Guðmundsd. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga Akureyri: Verzl. Sigurðar Guðmundss. Dalvík: Kaupfélag Eyfirðinga Sauðárkróki: Kaupfélag Skagfirðinga Vestmannaeyjum: Verzl. Anna Gunnlaugss. Keflavík: Verzlunin Fons Reykjavík: Teddy-búðin, Laugavegi 31. SOLEDÓ umboðs- og heildverzlun. Sími 31050, Bolholíi 4 Heimamyndatökur Eins og undanfarandi önnumst við allar mynda tökur og hvers konar tækifæri í heimahúsum, verksmiðjum, við kirkjubrúðkaup og fleira. Á stofu bjóðum við ykkur all'ar barna- og fjöl- skyldu- og brúðkaupsmyndatökur I CORRECT-COLOUR. CORRECT-COLOUR er það bezta sem völ er á. 7—9 stillingar í smekklegri kápu og stækkun. Einkaréttur á íslandi: Stjörnuljósmyndír Flókagötu 45. Pantið me ð fyrirvara. Sími 23414. Byggingarfélag verkamanna Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík. Pantið með fyrirvara. Sími 23414. tveggja herbergja íbúð í XII. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaups- réttar að henni, sendi umsóknir sínar í skrif- stofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 9. nóvember n.k. STJÓRNIN. KAUPIÐ OG LESIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.