Alþýðublaðið - 03.11.1967, Blaðsíða 4
mmm
Bltstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngasíml:
14906. — Aðsetur: Alþýðuhúslð vlð Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja
Alþýðublaðslns. Simi 14905. — Áskriítargjald kr. 105.00. — 1 lauaa-
6ölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn.
VERNDUN STOFNANNA
EGGERT G. ÞORSTEINSSON sjávarútvegsmála-
ráðherra hefur á Alþingi svarað fyrirspurn um við-
hald þorskstofnsins á íslandsmiðum. Hafði ráðherr-
ann það eftir vísindamönnum okkar, að á hverju
ári eyðist 70% af hinum kynþroska hluta íslenzka
þorskstofnsins, þar af 56% vegna veiða, en 14%: af
öðrum orsökum.
Þrátt fyrir þetta telja fiskifræðingarnir, að enn-
þá sé sæmilega séð fyrir viðhaldi stofnsins. Hins veg-
ar benda þeir á, að stofninn muni trauðla þola meira
álag, og minni sók’n en verið hefur muni jafnvel geta
aukið heildarveiðina.
Þetta eru athyglisverðar skoðanir, sem snerta ann
an mesta nytjafisk landsmanna og eina af undirstöð-
um efnahagslífsins. Er því von, að um sé spurt, enda
telja ýmsir ástæðu til að óttast ofveiði.
Tillögur hafa iverið gerðar um friðun hrygningar-
svæða þorksins, þar sem vitað er að mikið er veitt
af honum einmitt um hrygningartímann. Þessu eru
fiskifræðingarnir andvígir og telja, að slík friðun
mundi ekki ná tilgangi sínum, meðal annars vegna
breyttra hrygningarhátta frá ári til árs. Hins vegar
segja þeir, að veiðiskömmtun yfir allt hrygningar-
svæðið sé eina leiðin, sem til greina komi, ef þörf
verður róttækra friðunaraðgerða. Mundi þá verða
ákveðin heildarveiði yfir vertíð, og veiðar stöðvað-
ar þegar því magni er náð. Slík friðun tíðkast meðal
annars á nokkrum fisktegundum á Kyrrahafi.
Það er skoðun fiskifræðinganna, að Islendingar
eigi að byrja á að takmarka sóknina í ungfiskinn. Á
fundi Norðaustur Atlantshafsnefndarinnar, sem hald
inn var í París í maí s.l., lögðu íslendingar fram til-
lögu um lokun ákveðinna svæða út af norðaustan-
verðu landinu fyrir öllum togveiðum. Er vitað, að
þar eru uppeldisstöðvar ungfisks, en erlendir togar-
ar sækja mjög á þessi svæði.
Tillaga þessi hlaut góðar viðtökur og var sett
nefnd til 'að kanna hana frekar. í þeirri nefnd eiga
sæti fulltrúar frá íslandi, Noregi, Þýzkalandi, Bret-
landi og Sovétríkjunum og verður fyrsti fundur henn
ar haldinn hér á landi eftir áramót. Er vonazt til, að
þessi nefnd. Ijúki störfum fyrir næsta fund Norðaust-
ur Atlantshafsnefndarinnar, sem einnig verður hald-
inn hér á landi, í maí næstkomandi.
Þessar upplýsingar Eggerts G. Þorsteinssonar
varpa nckkru Ijósi á þær tilraunir, sem nú er verið
að gera til frekari friðunar fiskistofn-a við strend-
ur landsins. Ber að vo'na, að þessi viðleitni beri ár-
angur.
4 3. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
skemmtanalífið
REYKJAVÍK, á marga ágæfa mat- og
skemmtistaSi. BjóðiS unnustunni,
ciginkonunni eSa gestum á einhvern
eftirtalinna staóa, eftir þvi ftvort
þér viljið borða, dansa - tfía hvort
tveggja.
NAUST viS Vesturgðtu. Bar, mat-
salur og músik. Sérstætt umhverfi,
sérstakur matur. Sími 17753.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hverf
Isgðtu. Veizlu og fundarsalir -
fiestamóttaka - Sfmi 1-96-36.
KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat-
ur og dans. ítaiski ralurinn, veiði-
kofinn og fjórir aðrii skemmtisaiir.
Sími 35355.
HÁBÆR. Kínversk restauration.
Skólavðrðustfg 45. Leifsbar. Opið
frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h.
tii 11.30. Borðpantanir • síma
21360. Opið alla daga.
INGÖLFS CAFE við Hverfisgðtu. -
Sðmlu og nýju dansarnir. Sími 12826.
HÓTEL B0RG við Austurvðli. Rest
uration, bar og dans í Gyilta sain-
um. Simi 11440.
HÖTEL LOFTLEIÐSR:
BLÓMASALUR, opinn aila daga vlk-
unnar. VÍKINGASALUR, alia daga
nema miðvikudaga, matur, dans
og skemmtikraftar eins og augiýst
•r hverju sinni. Borðpantanir í sfma
22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur
með sjálfsafgreiðslu opinn alla
daga.
HÓTEL SAGA. Griilið opið aila
daga. Mímis- og Astra bar opið alia
daga nema miðvikudaga. Sími 20600.
ÞÓRSCAFÉ. Opið á tiverju KvSidL
SÍMI 23333.
A N D'L I T S B ð Ð
KVÖLD-
SNYRTING
DIATERMI
IIAND-
SNYRTING
BÓLU-
AÐGERÐIR
STELLA ÞORKELSSON
snyrtisérfræðingur.
Hlégerði 14, Kópavogi. Sími 40613.
0 N D U L A
HÁRGREIÐSLUSTOFA
Aðalstræti 9. — sími 13852.
HÁRGREIÐSLUSTOFA.
ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR.
Hátúni 6. — Sími 15493.
WJHK
★ VINSÆL STETT.
Strætisvagnastjórar eru vinsæl
stétt. Þó er sjálfsagt ekkert auðveldara en. afla
sér óvinsælda í því starfi sem mörgu öðru, ef
þannig er til hagað. Það er nefnilega ekki nóg að
kunna á bíl og vita nokkurn veginn umferðarregl-
urnar t:l að verða vel metinn strætisvagnastjóri.
Háttvís framkoma og tillitssemi gagnvart viðskipta-
vinunum skiptir einnig máli. Þetta virðast líka
velfiestir vagnstjórarnir gera sér Ijóst og hagá sér
samkvæmt því, enda berast nöldurdálkum blaðanna
ótrúlega sjaldan kvartanir um strætisvagnastjór-
ana í bænum, þótt margt verði fólki að umvönd-
unarefni í samskiptum við náungann sem vonlegt
er. Ég hef til dæmis iðulega tekið eftir því, að
mjög margir vagnstjórar doka við og bíöa, ef ein-
hver hefur orðið seinn fyrir og er í þann veginn
að missa • af strætisvagnjnum, taka jafnvel fólk
upp á leið sinni milli biðstöðva, sém þeim ber auð-
vitað engin skylda til. En hitt er að vísu líka til,
að vagnstjóri ekur áfram og lætur sig einu gilda,
þótt síðbúinn viðskiptavinur verði að bíða kortér
eöa tuttugu mínútur eftir næsta vagni, og er frá-
leitt neitt við það að athuga samkvæmt reglun-
um eða kerfinu. En þarna skilur einmitt á milli
tveggja manntegunda, og vinsældir vagnstjóranna
byggjast ekki hvað sízt á því, að þeir binda sig
ekki alltaf fast við reglurnar og kerfið.
Mér finnst ástæða til að vekja
athygli á þessu ékki síður en ýmsu sem miður
íer og á lofti er haldið í dálkum sem þessum. Vel
unnið stai-f er alltaf þakkarvert, ég tala nú ekki
um, ef í té er látin þjónusta umfram það sem
skyldugt er og krafizt verður.
★ TÍZKAN ER HARÐUR
HÚSBÓNDI.
Tízkan er harður húsbóndi. Það
sannast á klæðaburði kvenfólksins í höfuðborginni
þessa dagana. í frosti og kuldastrekkingi hefur
mátt' sjá marga kuldabláa stúlkukind í pilsi,
sem nær í liæsta lagi niður á mitt lærið, skjálf-
andi eins og lauf í vindi á biðstöðinni við Lækjar-
torg og Kalkofnsveg, en karlfólkið stjáklar kapp-
klætt á götunni, sumir jafnvel komnir í gæruskinn-
ið og búnir að setja upp kósakkann.
Það er stórt stökk frá peysuföt-
unum hennar ömmu sálugu til stuttu pilsanna, sem
nú eru mest í tízku. En hver tími hefur sína tízku
og fer vel á því. Smekkur manna er líka furðu
fljótur að breytast og laga sig eftir nýjum við-
horfum, svo í klæðaburði sem öðru. Það sem
þótti fallegt í fyrra er kannski óalandi í ár. Svona
á þetta líka að vera. Margbreytnin og tilbreytnin
eru kryddið í hversdagsleikanum. í sjá'lfu sér
eru stuttu pilsin líka prýðilegur búningur og mætti
sjálfsagt spara efnið ennþá meira án þess að
hætta væri á ferðum. Hins vegar er ég ekki viss
um, að þau hæfi fyliilega okkar breiddargráðu,
þegar kólna fer fyrir alvöru hérna norður undan
og frostvindarnir úr Grænlandshafinu taka að
blása um hinar berlæruðu á Kalkofnsveginum eða
Lækjartorginu. — S t e i n n .