Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. nóvember 1967 — 48 árg. 253 tbl. — Verð 7 kr. SÞ VILL VAIDBEIT- INGLITIL AD KOMA IAN SMITH Á KNE New York 3. 11 (ntb- reuter) Allsherjarþing Sameinuðu þjóð anna samþykkti í fyrrakvöld til mæli til ríkisstjórnar Bretlands- um að hætta öllum tilraunum til samningaviði-æðna við stjórn Ians Smiths um lausn Ródesíumálsins. EnWf)remur hvatti þingið Breta Itil' þess að beita vöpnavaldi til að koma á nýjum stjórnarháttum í Ródesiu, sem nyti fylgis allrar þjóðarinnar. Ennfremur benti þingið öryggis ráðinu á ákvæði þau, sem eru í 7. kafla stjórnarskrár S.Þ. og ætluð eru til að leysa úr málum sem þessum. Ákvæði þessi fjalla m.a. um víðtækar efnahagslegar ráð- stafanir og beitingu hersveita S.Þ. Tilmæli þessi voru samþykkt tneð 92 atkvæðum gegn 2, en 18 ríki greiddu ekki atkvæði, þar á meðal Bretland, ■ Bandaríkin og Erakkland. Litlar líkur eru fyrir því, að Bretar taki tillit til þessarar sam þykktar Allsherjarþingsins og láti af þeirri stefnu sinni, að leysa málið á friðsamlegan hátt. Einnig hefur það sýnt sig að heiting ákvæðanna í kafla nr. 7 .hefur sjaldan haft tilætluð áhrif. Að því er virðist hafa vonir Breta um að efnahagsþvinganir þær, sem settar voru á Ródesíu, mundu knésetja stjórn Ians Smiths neyða hana til samninga algjörlega, brugðizt. Tóbaksfram- leiðslan hefur að vísu orðið fyrir miklu áfaUi, en framleiðslunni hefur verið beitt þá í aðra áttir og bjargað á þann hátt. Talsmenn stjórnarinnar segja, að 20% aukn ing hafi orðið á inn og útflutn- ingi þjóðarinnar síðan hún tók við. VIET CONG ÞAKK- AR MÓTMÆLI Sáigon, 4: Tl. (ntb-afp). ' Hersveitir -Vietcong hafa gefið -þrjá bandariska striðsfanga lausa í þakklætisskyni fyrir mótmæla- göngurnar, sem farnar hafa verið í Bandaríkjunum gegn Vietnam stríðinu. Ennfremur á frelsisgjöf in að vera samúðarátak til banda- rískra svertingja í réttindabaráttu þeirra, en tveir fanganna eru svartir. Benedikt Gröndal ritstjóri var í haust boSinn til Rússlands af rússneska blaSamanna samband- inu. Og skrifar hann í dag grein í blaSiS úr því ferSalagi og kall ar hsna MYNDIR FRÁ MOSKVU. þessi tími til birtingar á grein- inni er vaiinn vegna þess aS nú fer í hönd hálfrar aldar afmæli byltingarinnar í Rússlandi. OPNA: EFTIRMÁLI UM BÓKAÖTGÁFU RÆDA ÍMILS A FLOKKSFUND! I GÆR Vest af öllu illu, sem fyrir okkur getur komið er atvinnu- leysi, og til þess megum við ekki hugsa, sagði Emil Jóns- son utanríkisráðherra á fjöl- mennum hádegisverðarfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur í gær. Hann sagði, að þá væri betra að taka á sig byrðar strax. Emil gerði grein fyrir þeim áföllum, sem efnahagur þjóð- arínnar hefði orðið fyrir - gjald cyristekjur hefðu minnkað um 1500-2000 milljónir króna og ríkissjóð vanti 7-800 milljónir til að ná endum saman. Sagði ráðherrann, að á fjárlögum ríkisins væri þrír liðir, sem verulega munaði um, almanna tryggingar, menntamál og nið- urgreiðslur. Þar sem óráðlegt hefði ver- ið talið að hækka söluskatt um 2% hefði verið um að ræða að skera niður einhvern þess- ara liða, og hefðu Alþýðu- flokksmenn ekki viljað fallast á niðurskurð trygginga eða fræðslumála. Hefðu þá verið eftir niðurgreiðslunnar, sem hefðu verið taldar - þrátt fyrir allt - hagstæðasta lelðin til f járöflunar. Emil kvaðst viðurkenna, að lækkun niðurgreiðslanna hefði bitnað þyngst á stærstu fjöl- skyldunum og þeim tekju- minnstu, en ríkisstjórnin væri fús að hlýða á allar tillögur til úrbóta í þeim efnum. Þá gat Emil þcss, að þær tillögur sem fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar hefðu enn lagt fram mundu ekkj vera til þess fallnar að leysa hið raun verulega vandamál. Hins veg- ar hefðu verið haldnir margir fundir í ríkisstjórn og þar rætt um ýmsar hugsanlegar leiðir til að létta byrðar þeirra, sem verst eru færir um að bera þær. Nefndi hann til færslu á f jölskyldubótu m fyrir einbirnj til stærri fjölskyldna, breytingar á barnafrádrætti í skatti, takmörkun á frádgætti vegna vaxtagreiðslna, slcatt- frelsi tekna barna in lan 16 ára og fleiri atriði, sem eru i athugun. Á eftir ræðu Emils voru lagðar fram margar fya'irspurn ir og um þær rætt. Var funrtur inn hinn fróðlegasti í alía staði. fÍÍMÉ!^ : 'r;:W ■ %i W:yý;-'/. . • v.vý.y.v, ;/,í-' '7'7 ", •'■>. é' • ' ; ^ií/r,y 4. ■ '.ý. : •(•■-'>- ■ : il-ú-o .y.jfr. Á' v . < v ,> U l' u.-f/, < ! •••• ó •.••'• .' •<' Wjkjjh'Mí \ <-74 >& ;;"■■ :r)i■■/ ■; .■;/.oVý;■/■■ - 9-** ■ wm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.