Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags AlþýtSublaS — 5. nóvember 1967 13 INGMAR BERGMANS F0RSTE LYSTSPIL I FARVER *3fGM0E / ENKER rU» «T IHTE TAIR OM AllA OESSA KVINNOR HARRIET ANDEKSSON BIBIANDERSSON EVA DAHLBECK JARLKULLE Allar þessar konur Skemmtileg og vel leikin gam anmynd. Sýnd kl. 9. HUD frændi Paul Newman Malvin Douglas. Sýnd kl. 5 og 7. Pétur 4 ára Sýnd kl. 3. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur >S flest* um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látlð skrá bir- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 viB BauBará Símar 15812 - SS»0». ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. SVEINN H. VALDIMARSSON hæstaréttarlögmaður. Sölvhóisgata 4 (Sambandshús, 3. hæð). Símar: 23338 — 12343. ERLING BLÖNDAL BENGTSON MÖRGUM kemur skjótt í hug Bertel Thorvaldsen, er þeir heyra nafnið Erling Blöndal Bengtsson, enda eru þessir tveir menn án efa listfengastir og frægastir af- komendur dansk-íslenzkra foreldra. Erling Biöndal Bengtsson er fæddur árið 1932. Móðir hans, sem er af islenzkum ættum er píanóleikari, en faðir hans fiðluleikari, hef ur Erling því drukkið í sig tónlist með móðurmjólkinni og tifað og hrærzt í tón- listarandrúmslofti frá blautu barnsbeini. Þegar hann var þriggja ára gaf faðir hans honum litla barnafiðlu og sýndi hon- um, hvernig hann ætti að bera sig að við spilamennskuna, setja hljóðfærið undir hökuna, en sá litli var ekki alveg á því og kom nú í fyrsta sinn fram hinn íslenzki arfur, þráinn, sem hann segir þó, að hafi oftsinnis komið sér að gagni í lífinu. Piltur afsagði sem sagt að halda á hljóðfærinu eins og vera bar og skaut því milli fóta sér. iUlar fortölur reyndust árangurslausar. Má því segja, að snemma hafi krókurinn beygzt til þess sem vei’ða vildi. Var nú settur standur í fiðluna, síðar var ,keypt handa lionum lágfiðla en það fór á sömu leið, drengurinn hafði sett sig í þær stellingar sem honum vai’ð ekki úr þokað. Þá var smíðað handa honum lítið selló. Á þetta selló lék hann á sínum fyrsta konsert fjögurra ára gamall. svo ungur, að liann hefur um hann mjög óljósar endurminn- ingar. Hefði Erling ekki verið af skynsömu tón- listarfólki kominn, er hætt við að mörgum hefði þótt freistandi að flagga með hið efnilega undrabarn og hefur margur orðið að bíta úr þeirri nálinni. Svo varð þó ekki, drengurinn settur til náms og gefinn tími til að þroska það, sem í honum bjó. Öld „snillinganna” eftir skilningi gamla tímans er nú liðin sem betur fer, en það er ekki þar með sagt, að hljóðfæraleikur í dag krefjist ekki jafnmikillar tækni og áður var gert, þvert á móti, en tæknin er notuð sem tæki en ekki sem takmark. Eftir að faðir hans hafði sagt honum til í undirstöðuatriðum meii’a með leik en eiginlegri kennslu, kom hann syni sínum til náms hjá' Fritz Dietzmann þáverandi konunglegum konsertmeistara, sem sagði honum til og samræmdi sellónámið hinum almenna skólalærdómi, framan af aldri. Ár- ið 1942 kemur hann svo fram opinberlega og lék konsert Franz Neruda, tveimur ár- um síðar aftur og lék þá m. a sellókon- sert Saint-Saens og 1945 m. a. konsert La- los, þar með var ferill lians sem einleikara hafinn og hingað til lands kom hann bæði sem barn og fullorðinn og ætlar nú að lieiðra okkur með leik sínum með Sym- fóníuhljómsveit íslands á fimmtudaginn kemur. Erling Blöndal Bengtsson hefur sagt, að hann hafi lært að leika á hljóðfæri sitt innan við þykk gluggatjöld á myrkvunar- tímum stríðsins. Stríðið lokaði öllum sam- gönguleiðum við umheiminn. Oft og tíðum var lítið um eldivið og gat þá verið erfitt að ylja fingur og hljóðfæri, svo að hægt væri að æfa sig. En þá notaði hann tímann og hlustaði á hljómplötur með beztu lista- mönnum heims. Árin 1948 — 53 dvaldist Erling við nám og kennslu við Curtis Institute of music í Fíladelfíu undir leiðsögn hins kunna sellóleikara Gregors Piategorskys og kynnt- ist fjöldanum öllum af nýjum verkum svo sem sellósónötu Sjostakovitsj. stói’u sónötu Ilindemiths sem hann samdi 1948 og slrengjakvartettum Bartoks svo að eitthvað sé nefnt af verkum, sem nú eru orðin klass- isk. Árið 1953 varð Erling kennari við Det Kgl. Danske Musikkonservatorium í Kaup- mannahöfn. Erling Blöndal Bengtsson telur, að aðal hljóðfæraleikarans sé að endurvekja verk tónskáldsins. „Aldrei má gleyma því, að við, hinir túlkandi tónlistarmenn enim þjónar hinna skapandi, ja, ég mætti ef til vill segja, að við ættum að vera dálítið endurskapandi. Aðalatriðið fyrir túlkand- ann er að setja sig algerlega í spor tón- skáldsins, svo að fólk hafi á tilfinningunni, að verið sé að skapa þessa tóna á þeirri stundu sem þeir eru leiknir eða sungnir. Þetta er takmarkið, sem við eigum að keppa að. Við verðum alltaf að vera að bæta við okkur, forðast vanabundna txilkun, hún verður að vera fersk og hrífandi í livei’t sinn sem við leikum jafnvel þótt við höfum leikið ver.kið ótal oft áður. .. Það færir líka túlkandanum auknar skyld- ur á herðar þegar beztu skáld samtíðar- inriar semja vei’k fyrir hljóðfæri hans. Sell- óið hefur nokkra sérstöðu meðal hljóð- færanna, t. d. miðað við píanó og fiðlu; „gömul” sellóverk eru tiltölulega fá'. Eng- ir.n sellókonsert er til eftir Mozart, eng- inn eftir Beethoven, enginn eftir Brahms, en þrátt fyrir það er auðvitað til ógrynni sellóverka, en það er ekki eins greiður að- gangur að þeim og verkum fyrir önnur liljóðfæri. Sannleikurinn er sá, að ekki er leikið nema brot af þeim mörgu yndislegu verkum, sem samin hafa verið fyrir þetta hljóðfæri. Menn verða aðeins að leita svo- lítið neðar í nótnahlaðanum og þá getur verið dálítið erfitt að ganga fram hjá verk- um, sem liggja ofarlega, verkum eins og t. d. A-dúr sónötu Beethovens eða F-dúr sónötu Brahms. Það hafa ekki verið samd- ir margir sellókonsertar hingað til. En þau tónskáld, sem ég þekki, hafa verið mjög iðin að semja fyrir sellóið og fyrir það skulu þeir hafa heiður og þökk, — ég mæli líka fyrir hönd komandi kyn- slóða sellóleikara. — Niels Viggo Bentzon, Hermann Koppel, Leif Thybo, Sven West- erbaard. Svíinn Sven-Erik Back og Norð- maðurinn Klaus Egge hafa aukið verulega við þau sellóverk, sem áður voru til og ég verð að segja, að ég er fyrir hönd sellósins stoltur af þessum mönnum. Það sýnir hve mikill áhugi er á hljóðfærinu.” — Stuðzt við Musikalske Selvportrætter. — G. P. PILKINGTON’S Hyaðer nu bað? Það eru veggflísar á: BÖÐ ELDHÚS OG HVAR Verðið er víða lágt — En hvergi íægra. SEM ER f f *TT A\ÍC D Grensásvegi 22 og 24 Lml I r\ V C fv Símar — 30280 og 32262.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.