Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 2
2 Sunnudags AlþýSublað — 5. nóvember 1967 ROME/BEIRUT Hin nýja Chesterfield íiíter fer sigurför um allan heim NýttChesterfield Filters Skipasmiðir mótmæla FUNDUR í stjórn Sveinafé- iags skipasmiða mótmælir harð- lega þeirri árás á kjör launafólks, <sr fram kemur í efnahagsmála- frumvarpi ríkistjórnarinnar, og telur að með þessum ráðstöfunum .sé brotinn grundvöllur júnísam- ■feomulagsins um vísitölugreiðslu á kaup, en einmitt það atriði tel- ur fundurinn að hafi verið mjög inikilsvert hagsmunaatriði. Fundurinn krefst þess að áður cn þrengdur sé kostur láglauna- fólks, sem þegar hefur of lág faun, verði að neita allra annarra 'bragða til að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Þá vill fundurinn lýsa þeirri %on sinni, að samkomulag náist i viðræðum fulltrúa ASÍ og BS- ■RB við ríkisstjórnina um breytta etefnu í þessu máli, en fari svo, að viðunandi lausn fáist ekki, — -iivetur fundurinn Alþýðusamband íslands að fylkja öllum launþegum saman til að hrinda þessari órétt- Biætu kjaraskerðingu. Samband skipasmiða í Reykjavík. Helf/i Arnlaugsson jorm. ALÞÝÐUFLOKKS KONUR Alþýðuflokkskonur. Munið málfundaæfingu Kven félags Alþýðuflokksins í Rvik n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Ingólfskaffi . Umræðuefni máfundarins er: Á að leyfa áfengan bjór. Leiðbeinandi verður Björgv in Guðmundsson. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík. PRENTARAR! Fundur HÍP er í dag kl. 1,30 e. h. að Hverfisgötu 21. Til um- ræðu: Skipulagsmál ASÍ og við- horf samninganna. HANNIBAL OG ARON Á RÖK- STÓLUM í ÚTVARPINU Björgvin Guðmundsson hefur nú ekið við þættinum „Á rökstólum’1 í útvarpinu, og verður fyrsti þátt- urinn í umsjá hans annaö kvöld. Þar koma fram tveir þjóðkunnir menn sem rökræða athyglisverð efni, þeir Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands íslands og Aron Guðbrandsson forstjóri. Umræðuefnið er Ríkisvaldið og verkalýðshreyfingin. Þessi þáttur var áður í umsjá Tómasar Karlssonar, en þeir Björgvin skiptu þannig að nú er Tómas kominn með þáttinn ..Efst á baugi“ sem Björgvin liefur haft á hendi í sjö ár. Þeir Tómas og Björgvin voru fyrst með þann þátt saman, en nú er Bjöm Jó- hannson með Tómasi. VERSIÖÐIN REVKJAVlK TROLLBÁTARNIR héðan hafa aflað sæmilega að undan- förnu. Drífa landaði 1. nóv. 10,6 tonnum, þar af um helmingur karfi. Klængur landaði 1. nóv. 2,5 tonnum af ýsu og aftur 3. nóv. 3,9 tonnum. Fróði landaði hjá ísbirninum 3. nóv. 5,640 tonnum af ýsu. Sæmileg síldveiði er um þessar mundir í Jökul- djúpinu. Kópur, Ve., landaði 29. okt. 440 tunnum og 30. okt. lönd- uðu Kristbjörg 1000 tunnum og Kópur 460 tunnum. Húni II. land- aði 31. okt. 100 tunnum og sama magni aftur þann 2. nóv. Sama dag landaði Gjafar, Ve. 500 tunn- um og Kópur 480 tunnum. í dag iöstudag eru þrír að landa þ. e. Þorsteinn með 800 tunnur, Haf- rún með sama magn og Gjafar með um 1000 tunnur. Öll fer þessi síld í frystingu en töluvert gengur úr henni, en engu að síð- ur er þetta göður glaðningur fyr- ir fólkið í frystihúsunum. Nú er verðið á síld til frystingar komið og varla ætti það að aftra frysti- húsunum frá að taka á móti síld- inni, því það fer alltaf lækkandi ár frá ári. Hvað um það þá er óskandi að hér sunnanlands verði hressileg síldarvinnsla svo að ein- hverjir aurar komi í pyngjur verkafólksins. Verksmiðjurnar hafa samþykkt að taka við síld frá verkunarstöðvunum og má það teljast afrek eftir uppgjafa- tóninn sem í þeim er annars. Ef einhver bátur fær smáa síld í einu kasti eða svo, þá er ekki annað við síldina að gera en henda henni aftur í sjóinn. En sem sagt er Klettur hættur að heita að taka við síld af sínum eigin eigendum. B.Ú.R., sem tók síld til frystingar í vikunni varð að selja bændum úrganginn vegna móttökubanns hjá Kletti, sem B.Ú.R. á samt að einum fjórða. Nú er Víkingur frá Akra- nesi kominn úr breytingu þeirri sem gerir honum fært að stunda síldveiðar. Eftir er að sjá hvort skip sem kostar 50—60 miHjónir getur staðið undir sér þegar að bátar sem kosta 15—20 milljón- ir berjast í bökkum. Togararnir. Afli togaranna hefur oft verið lélegur en aldrei muna menn hann eins dræman og nú. Marz seldi í Englandi á mánudag 206 tonn fyrir aðeins 9331 stpd. en fiskurinn úr hon- um mun hafa verið orðinn allt að 20 daga gamall. Á miðviku- dag seldi Úranus í Bremerhaven 123 tonn fyrir D. M. 81.900 og voru 6 tonn af aflanum ónýt og 13 tonn lágu óseld á markaðnum. Karlsefni seldi sama dag í Cux- haven 101 tonn fyrir 86.262 mörk og í dag, föstudag, seldi Jón Þorláksson í Þýzkalandi og mun hafa fengið um 91.000 mörk fyrir aflann. í næstu viku mun aðeins eitt skip selja erlendis og er það Neptúnus. Af fiskiríi hjá togurunum er lítið að frétta, þeir fá sáralítið. Ingólfur Arn- arson var kominn með 72 tonn í dag, föstudag, en hann fór á veiðar þann 24. okt. Sölur togar- anna líta ekki illa út á pappírn- um en þegar búið er að draga tollana frá er útkoman ekki eins glæsileg. Tollur á þorski og ufsa hefur verið 9% en lausafréttir hafa flogið fyrir um að til stæði að þessir tollar yrðu lækkaðir og hafa Þjóðverjar stutt okkur i þeim efnum. Ef þessar lausa- fregnir eru réttar þá er víst meiningin að tollarnir lækki úr þessum 9% og niður í 4M>% og er það vissulega ánægjulegt og ekki mun togurunum okkar veita af. Ég gleymdi að geta þess í sambandi við síldveiðarnar áðan að í höfninni liggur liið nýja síldarleitarskip Árni Friðriksson og hefur legið í um það bil viku. Pétur Axel Jónsson. Mjólkurfræðingar mótmæla Á fundi Mjólkurfræðingafé- lags íslands 27. þ. m. var eftirfar- andi samþykkt gerð með sam- hljóða atkvæðum: „Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Mjólkurfræðingafé- lags íslands, haldinn 27. október 1967, mótmælir liarðlega efna- hagsmálatillögum ríkisstjórnar- innar. Telur Mjólkurfræðingafé- lagið óverjandi að ráðizt sé að launþegum með því að skerða samningsbundinn rétt þeirra til verðlagsuppbótar á kaup, sem verkalýðsfélögin hafa samið um við atvinnurekendur fyrir milli- göngu riíkisstjðmarinnar, sbr. júnísamkomulagið 1964. Þá mótmæla mjólkurfræðingar því, að með ört. vaxandi tækni- þróun og sívaxandi auðsöfnun litils hluta þjóðarinnar sé ráðizt að þeim, sem minnst hafa handa á milli. Skorar fundurinn á öll laun- þegasamtök laadsins að hervæð- ast gegn þessum óskammfeilnu árásum á kjör almennings.” Virðingarfyllst. F. h. Mjólkurfræðingafélags íslands. Sigurður Runólfssou«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.