Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 14
% 14 Sunnudags Alþýðublað — 5. nóvember 1967 MYNDIR FRÁ Framhald af 7. síðu. liðinu margar skráveifur, sem stytti ófriðinn. Borgin Minsk var algerlega Uigð í rústir í ófriðnum, en hún iliefur verið endurbyggð af fá- dæma þrótti. Einmitt þess vegna má segja, að hver bygg ing sé minnisvarði um ófriðinn. Breiðgötur eru heitnar eftir tþjóðskáldum Byeloórússa og rit stjórinn okkar þylur kvæði iþeirra með djúpri hrynjandi sem vekur tilfinningar jafnvel 8ijá manni, sem ekki skilur orð í málinu. Það var sömu sögu að segja um Varsjá í Póllandi og fleiri borgir á þessu svæði. Raunar -var þetta ekki í fyrsta sinn, sem ófriðarbál geisaði eftir þjóðbrautunum austur og vest ur um álfuna frá Þýzkalandi til Moskvu, eða norður og suður .iíinar fornu vílcingaleiðir frá Eystrasalti til Svartahafs. Smám saman verður það ljóst, að ófriðurinn mikli, sem lauk fyrir liðlega 20 árum, er á þess- um slóðum ógróið sár. Fólkið leið svo miklar hörmungar, 'Ijyggðir þess voru flestar ger- eyðilagðar og uppbygging ’hefur verið svo mikið átak, að það gleymist ekki. Þetta veldur hinni linnulausu tortryggni Sov 'étmanna í garð Þjóðverja og gerir augljóst, að vandamál Ev- rópu er ekki sambúð Sovétríkj anna við Breta eða Frakka, fiieldur Þýzkaland, stjórn iþess, styrkur þess og stefna — og við Ihorf Austur-Evrópumanna til þess. Blaðamenn virðast njóta mik- illar virðingar í Sovétríkjunum Og miklar kröfur vera til þeirra gerðar. Það er athyglisvert að hitta ungan mann, sem hefur fiiáskólaoróf í málvísindum, starf ar á skrifstofu blaðamannasam- þands og dreymir sjálfan um að verða blaðamaður! Það virðist ekki vera auðhlaupið að komast í stéttina austur þar. Blaða- mannasambandið gerir og nokk rar kröfur til þeirra,, sem fá að ganga í það. Þeir verða að hafa fengið birt ákveðinn fjölda greina undir nafni til að fá inn- göngu í samtökin. Sovézku blöðin eru fáar síð- ur, enda lítið sem ekkert af aug lýsingum. Fyrir utan pólitísku blöðin er til urmull af ýmis kon ar sérblöðum, um bókmenntir, um efnahagsmál, um íþróttamál, um landbúnað og svo framveg- is. Blöðin eru eign og undir stjórn ýmissa aðila, svo sem stéttarsamtaka,. sveitarfélaga og annarra slíkra aðila. Nýlega hefur verið stofnuð önnur stór fréttastofa til viðbót ar við Tass í Sovétríkj.unum, Novosti. Hún sendir frá sér mik ið af efni, ekki aðeins til blaða innan Sovétríkjanna, heldur og erlendis, og gefur til dæmis út tímarit á ensku, sem Sputnik nefnist, og hefur vakið mikla athygli. Þegar ráðamenn þessa nvja fyrirtækis eru spurðir, hvaða munur sé á þeim og Tass fréttastofunni, svara þeir, að Tass sé opinberfréttastf. en það MOSKVU ... séu þeir alls ekki. Þessi nýja stofnun er eign Rithöfundasam- bandsins, Blaðamannasambands- ins og fleiri slíkra aðila, en rík ið er þar hvorki skráður eig- andi né þátttakandi. Vöxtur hinn ar nýju fréttastofu við hliðina á Tass er án efa ein þeirra breytinga, sem varla hefðu gerzt á dögum Stalins, og verð ur fróðlegt að sjá framvindu hennar. Svo er það auðvitað Stalin. Það sjást ekki merki um hann á almannafæri í Moskvu — nema igröf hans. Var svo að skilja á blaðafréttum, þegar hann var fjarlægður úr grafhýsi Lenins, að hann hefði verið óvirðulega heygður úti undir vegg. En hann var aðeins fluttur aftur fyrir grafhýsið og er þar í næstu röð ásamt öðrum leiðtog um byltingarinnar. Að vísu hafa þeir flestir brjóstmynd á leið- inu, en hana hefur Stalin ekki fengið. Og þeir tugir þúsunda karla, kvenna og barna, sem á degi (hverjum ganga í langri röð gegnum grafhýsið, fara síð an framhjá þessari röð af leið- um, þar sem Stalin nú liggur. Þetta er veglegur legstaður fyrir Lenin og þá alla, svo og aðra meiri háttar kommúnista, sem eru grafnir í Kremlmúrnum sjálfum. Rauða torgið (réttari þýðing á þessu gamla nafni væri Fagratorg að því er fróðir segja) er allt annað en ætla mætti af gráum fréttamyndum, sem sýna það fullt af skriðdrekum og eldflaugum, og svo lands- stjórnina efst á grafhýsinu. Torgið er miklu minna, litrík- ara og fallegra en búast mætti við. Svo eru spengileg barrtré meðfram múrnum og grafhýsið fellur smekklega inn í heildar- myndina. Bílaumferð hefur nú verið stöðvuð um torgið, svo að fótgangandi pílagrímar geta í friði horft á varðmannaskiptin við grafhýsisdyrnar. Það er helzt í Grúzíu, hinu lilýja og sögulega fjallalandi í Kaukasus, að Stalin er enn í há vegum hafður. Hann var líka Grúzíumaður, eins og raunar ýmsir fleiri áhrifamenn bylting arinnar og Sovétríkjanna síðan. En suður þar er því hvíslað að manni með tilhlýðilegri virð- ingu, að bílstjórinn okkar sé frá næsta nágrenni við fæðingar stað Stalins. Rússar byrja ekki að tala um Stalin við ókunnuga. En gefist gott tækifæri eftir dálitla við- kynningu, er eins víst að þeir komi að því umræðuefni. Og þá er sem opnuð sé flóðgátt. Þeim liggur á að létta af hjarta sér sögunum um hörmungar þeirra tíma, er hann réði ríkjum. Hver hefur sína sögu að segja, ýmist af sjálfum sér eða öðrum, sem hann þekkti til. Virðist svo, sem miklu oki hafi verið létt af þessu fólki og það telji sig nú búa í öðrum heimi. Þeir, sem hafa faaft tækifæri til samanburðar, staðfesta að rnikil breyting hefur orðið í Sov étríkjunum frá tímum Stalins. Nú verður ekki annað séð af því fólki, sem blaðamaður kynnist á ferðalagi, en að það sé óþving að og vandalaust að tala við það um heimsins mál. Stundum má sjá merki þess, að þeim leiðist, ef gestur þeirra er á öðru máli, enda lifa þeir ekki á pólitísku rifrildi eins og stjórnmálaritstj. Reykjavíkurblaðanna. En þá er að minnast þess, að um margt erum við sammála, og það má bjóða þeim upp á skál fyrir friðnum eða vináttu þjóðanna eða auknum samskiptum, sem toáðir taka undir af heilum hug. Það efast víst fáir um það Iengur, að rússneska byltingin blífur og Sovétríkin eru sterkt þjóðfélag. Hins er einnig gott að minnast, að þau virðast vera þjóðfélag í örri þróun, sem er sífellt háð breytingum, og verð ur fróðlegt og örlagaríkt að fylgjast með því næstu áratugi, hvert það stefnir og hvernig það notar styrk sinn. Það er gaman að spyrja Sov- étmenn að því, hvort sem er í Moskvu, Byelórússlandi eða Grúzíu, hvað sé næst á dagskrá hjá þeim Þeir hafi náð stór- torotnum árangri af 50 ára starfi, en favar standi þeirra kommúnismi, hvert stefni faann á næstu 50 árum. Þeir svara því, að það ríki ekki 'kommúnismi í Sovétríkjunum •enn. Þar sé nú sósíaiismi, sem sé áfangi á leiðinni til kommú nisman. Nú muni verða sótt síð- asta spölinn á næstu áratugum, en þá muni ríkið leysast upp og þjóðskipulag framtíðarinnar taka við. Þessar kenningar eru alkunn ar, og þær eru sýnilega lifandi veruleiki í huga ungra kommú- nista í Sovétríkjunum. Þegar þeir eru spurðir um það nánar, hvað muni gerast, þegar ríkið leysist upp, hvort þetta eða faitt hverfi eða haldi áfram, verða svör ekki alltaf skýr. Ef í faarðbakkann slær bjarga þeir sér á því að spyrja: Hafið þér ekki lesið Lenin? Það verður þó Ijóst af svör- HILLUBÚNAÐUR VASKABORÐ BLÖNDUNARTÆKI RAFSUÐUPOTTAR PLASTSKÚFFUR HARÐPLASTPLÖTUR RAUFAFYLLIR FIÍSALÍM POTTAR — PÖNNUR SKÁLAR — KÖNNUR VIFTUOFNAR HREYFILHITARAR ÞVEGILLINN og margt fleira. Smiðjubúðin HÁTEIGSVEGI SÍMI 21222. um þeirra, að þeir faugsa sér dreifingu á ríkisvaldinu og eigi ýmis konar aðilar., sveitafélög, samvinnufélög, menningarsam- tök og félög fólksins á einstök- um sviðum, að fá stóraukið vald í þessu sambandi tala þeir mjög um aukið lýðræði, þótt ekki sé alveg öruggt, að þeir noti það orð í nákvæmlega sömu merkingu og við. Það verður sannarlega fróðlegt að sjá, hvað ■gerist næstu áratugina hjá þeim, í íslendingahópi í Moskvu var sögð saga. Hún er á þá lund, að Kosygin forsætisráðherra hafi verið í faeimsókn fajá Kekkonen Finnlandsforseta. Þá á Kekkon- en að hafa sagt: Munurinn á Finnlandi og Sovétríkjunum, er sá, að við erum á leiðinni til sósíalisma um lýðræði — en þið eruð á leiðinni til lýðræðis um sósíalisma. Vonandi reynist hann sann spár. Kþróttir Framhald af 11. síðu- á Holmenkollenmótinu í fyrra. Japanir hafa ákveðið að senda þrettán keppendur og fjóra farar stjóra til Grenoble Framhald af 3. síðu. vel til varnar tannskemmdum. Heildarkostnaður við flutning vatns alla leið undan Eyjafjöll um og út í Vestmannaeyjar er áætlaður 103 millj., eða um 20 þúsund krónur á hvert mannsbarn í Eyjum. Af þess- um 103 milljónum fara 18 milljónir í byggingu dreifing arkerfis. Lóð undir einbýlishús óskast til kaups í Stór - Reykjavík. Tilboð er greini stærð og verð sendist Alþb. fyrir 15. þ.m. \ \ i' (» «> «» i» Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Sigurðar Benediktssonar fram- kvæmdastjóra, Fjólugötu 23. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna. Guðrún Sigurðardóttir og börnin. sem veitir tilsögn í viðgerðum á smágang- truflunum svo og almennri meðferð bílsins verður haldið í Ökukennslunni s.f., Vestur- götu3. * Kynnizt bílnum yðar og verið fær um að fram kværna smáviðgerðir, svo sem skipta um kerti. platínur, viftureim, benzíndælu, háspennu- kefli, þurrkublöð o. s. frv. Upplýsingar í símum 19896, 21772 og 34590. Volkswagen-eigendur NÁMSKEIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.