Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags AlþýSublað — 5. nóvember 1967 1 TTÍ 3 SAMIÐ VIÐ RÚSSA UM OLÍUKAUP 1968 UNDANFARNA daga hafa far- ið fram í Reykjavík viðræður um kaup á olíuvörum frá Sovétríkj- unum árið 1968 í samræmi við viðskiptasamning milli íslands og Sovétríkjanna frá 1965. Af hálfu Sovétrikjanna tóku þátt í viðræðunum þeir A. Tjunis, forstjóri V.O./Sojuznefteexport, A. Cratchev, verzlunarfulltrúi og G. Galutva, aðstoðarmaður hans. Viðræður af liálfu íslendinga önnuðust Dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðunautur ríkisstj.órnar- innar, forstjórar olíufélaganna, þeir Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Vilhjálmur Jónsson og Önundur Ásgeirsson, ásamt þeim Indriða Pálssyni, Erni Guðmundssyni og Árna Þorsteinssyni svo og Valgeir Ársælsson, fulltrúi í viðskiptaráðu neytinu. Samingar hafa nú tekist og er magn það, sem samið var um kaup á árið 1968, sem hér segir: 235.000 tonn af gasolíu, 50.000 tonn af benzíni og 110.000 tonn af fuelolíu, með heimild kaup- anda til að minnka eða auka um- samið magn um 10%. Verðmæti umsamins vörumagns er áætlað 400-450 milljónir ísl. króna. SaYnningur var undiritaður í dag og gerðu það af hálfu Sovét- ríkjanna. A. Tjunis, forstjóri og af hálfu viðskiptaráðuneytisins dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðu nautur. Viðræður þessar fóru fram með vinsemd og gagnkvæmum skilningi. Landeyjavatnsveita tekin i notkun í fyrradag var sameiginleg vatnsveita Austur Landeyinga formlega tekin i notkun. Þessi viðburöur markar aldafhvörf hvað snertir verklegar fram- kvæmdir þar í sueit. Vatns- veituframkvæmdir Austur Landeyinga bera rott um ein- stæcfan dugnað og framsýni sveitarfélagsins. Vantsveitan er lögð í sambandi við vatns- lögn Vestmannaeyinga, sem tekin er undir Eyjafjöllum. Vestmannaeyingar hafa nú náð merkum áfanga, hvað ahrærir hina gífurlega umfangsmiklu vatnslögn sína frá uppsprett- um í Mörhlíð í landi Syðri- Merkur undir Eyjafjöllum og yfir sundið til Eyja. Sjálf vatnslögnin niður d Krossand í Landeyjum er nú fullgerð. Nássti áfangi er síðan að leggja neðansjávarleiðslur út í Vest- mannaeyjar. Mpð tilkomu hinnar nýju vatnsveitu Austur Landeyinga fá nú 40 býli gott uppsprettu- vatn, en hingað til hefur skort gott vatn á þessum slóðum. Vatnsveitan nær til 100 ferkíló metra lands, en vatnslögnin er ails 53 kílómetra löng. Erlendur Árnason bóndi á Skíðbaklca og oddviti Austur- Landeyinga hleypti vatninu á hina nýju veitu, sem eins og áður segir fær vatn úr vatns- lögn Vestmannaeyinga. Vatnið er tekið í uppsprettu í 220 m. hæð. Uppspretturnar eru í svo nefndri Mörhlíð í landi Syðri Merkur. Alls er nú búið að virkja 70 sekúndulítra vatns úr uppsprettum þessum. Vatnið er leitt frá uppsprett unum niður í hina svonefndu Dali, síðan upp á 160 metra háan háls, en þaðan niður að Markarfljótsbrú. Þessi lögn er öll neðanjarðar. Yfir Markar- fljót er vatnið leitt í stokk með brúnni utanverðri. Þaðan ligg ur vatnsleiðslan neðanjarðar allt niður að sjó, niður á Kross sand, sem er gegnt Vestmanna- eyjum. Leiðslan frá uppsprett unni er alls 22,5 kílómetrar. Sundið yfir til Eyja er þarna 13 kílómetrar. Fyrsti hluti leiðslunnar frá uppsprettunum er einföld plastleiðsla, 148 mm að innan máli, og er hún um 400 metra löng. Plastleiðslan er fram- leidd hérlendis, að Reykja- lundi. Þá tekur við asbest- leiðsl, 250 mm að innanmálL Sú leiðsla er 22,5 kílómetrar niður að sjó. Asbestleiðslan er pólsk . Þar sem farið er yfir Mark- arfljótsbrú fer vatnið í þrí- skiptum plaströrum, sem eru 148 mm að innanmáli. í landi Borgareyra í Landeyj um eru teknar tvær æðar úr meginleiðslunni, og úr þeim fá Austur-Landeyingar nú vatn í vatnsveitukerfi sitt. Þessar æðar opnaði Erlendur Árna- son, oddviti á Skíðbakka, fyrir vatni á föstudag. Ingólfur Jónsson ráðherra, þingmenn Suðurlandskjördæm- is, bæjarstjóri og bæjarráð Vestmannaeyja, oddviti Land- eyinga, verkfræðingar, verk- stjórar, fréttamenn og aðrir gestir skoðuðu á föstudag upp- spretturnar, þar sem vatns- leiðslan hefst og fylgdu henni allt niður á Krosssand. Þegar komið var niður í Landeyjar að úrtaki Landeyjaveitunnar var vatninu hleypt á kerfíð eins og áður segir. Þaðan var haldið niður á Krosssand, þar sem gat að líta vatnsstraum- inn úr vatnsleiðslunni, sem að ári mun ná alla leið út í Vest- mannaeyjar. Síðan var haldið að félagsheimili Austur- Land eyinga, Gunnarshólmi. Þar héldu ráðherra, alþingismenn, bæjarstjóri og bæjarráðsmenn Vestmannaeyja, oddviti Aust- rnr Landeyja og verkfræðingur við vatnsleiðsluframkvæmdir ræður. Fluttu þeir ámaðarósk ir vegna þessa áfanga, sem nú hefur náðst, bæði hvað viðvík ur hinni nýju vatnsveitu Aust ur Landeyinga og vatnsöflun Vestmannaeyinga. Skýrt var frá gangi framkvæmdanna til þessa og þeim framkvæmdum, sem eftir væru til þess að Vestmanneyingar leysi hið til- finnanlega vatnsvandamál. Framkvæmdir við vatnsleiðsl- u frá Syðri-Mörk og út í Vest- mannaeyjar hófust í júlímán- uði 1966. Fyrirhugað er, að neðanjávarleiðsla verði lögð næsta sumar. Hún verður ein- föld plastleiðsla, 102 mm að innanmáli, og verður hún járn varin. Lengd neðansjávarleiðsl unnar verður 13 kílómetrar. Á ætlað er, að leiðslan verði kom in út í Vestmannaeyjar í júlí- mánuði 1968. Þegar hefur ver ið samið um, að neðansjávar- leiðslan verði keypt frá Dan- mörku. Árið 1970 er síðan áætl að að leggja aðra neðansjáv- arleiðslu og verði hún sverari en sú fyrri. Vatnsgeymir verður byggður í hlíðinni fyrir ofan gagnfræða skólann í Vestmannaeyjum, hann verður 2000 tenigsmetrar Á næsta ári er fyrirhugað að byggja á Krosssandi mikla dælustöð. Þar verða þá þrjár dælur og vinna tvær þeirra en ein er til vara. Þessar dælur geta skilað vatninu með 70 kg. á cm og afkastað 21 sek. lítra. Dælunum verður fjarstýrt frá Vestmannaeyjum með stutt- bylgjusendingum. Vestmannaeyingar áætla að ljúka framkvæmdum við dreif ingarkerfi heima í Eyjum á tveimur árum. Það nýmæli verður tekið upp, þegar Vest- mannaeyingar loksins fá vatn- ið frá landi, að blanda flúor í það, enda hefur það víða gerzt Framhald á 14. síffu. Ofar: Möðruhlíðin og upp- sprettusvæðið. Neðan: Hér kemur vatnið út úr leiðsl- unni niður á Krossand. FUJ 40ÁRA Á miðvikudag 8. nóv. eru 40 ár liðin frá stofnun Félags ungra jafnaðarmanna í Rvík. Hyggst félagið minnast þessara merku tímamóta með afmælishátíð í Átthagasal HTótel Sögu þá um kvöldið. Hátíðarfundurinn verður hinn veglagasti og margt fróðlegs efn is á dagskrá hans. M.a. verða nokkrir stofnféiagar F.U.J. heiðr aðir og lýst tillögum um nýtt félagsmerki. Stjórn F.U.J. hvetur alla vel- unnara félagsins, sem vilja taka þátt í hátíðahöldunum á afmæl- inu, til þess að tilkynna þátttöku á skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir þriðjudagskvöld. Núverandi formaður F.U.J. er Kristján Þorgeirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.