Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 2
Jólakort frá ✓ Asgrímssafni Áttunda fölublaS Samvinn- unnar er nýkomið út og er það annað blað ritsins, sem út kem- ur undir ritstjórn Sigurðar A. Magnússonar. Eins og í fyrra skiptið er að þessu sinni tekið fyrir ákveðið mál í heftinu og hefur friðun Þingvalla þar orð ið fyrir valinu. Um það efni eru birtar átta greinar, eftir Kristján Eldjárn þjóðminja- vörð, Sigurð Magnússon íull- trúa, Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing, frú Bjarnveigu Bjarn adóttur, Ragnar Jónsson for- stjóra, Hjörleif Sigurðsson list málara, Jakobínu Sigurðardótt urð A. Magnússon. Eru þess- ur rithöfund og ritstjórann Sig ir höfundar allir á einu máli •um það, að ekki eigi að koma til greina að sumarbúðstaðir séu reistir í hinu friðaða landi á Þingvöllum. Þá eru í sambandi við þetta mál samþykktir, sem ýmis fél- lagasamtök hafa gert út af lóð aúthlutun Þingvallanefndar í Gjábakkalandi, og birtur listi yfir þá, sem hafa fengið út- hlutaðar lóðir á umræddu lands svæði, og einnig er í blaðinu skrá yfir eigendur sumarbú- Framhald á 15. síðu. Vetrarhjálpin í Reykjavík er nú í þann veginn að hefja nýtt starfsár. Að þessu sinni verður söfnunarstarfinu hagað með nokk uð öðrum hætti en áður. Aðal- breytingin er sú, að ekki verður •gengið í hús og safnað pening- um, því vegna útþenslu borgar- innar og hömlu á útivistum ungl inga á kvöldin hafa skátafélögin ekki treyst sér að anna sUku. Hins vegar hafa þau tekið að sér að fara á vinnustaði og víðar með söfnunarlista. Með því móti verður reynt að ná sem almenn- astri þátttöku. bæði fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Auk þessa hafa öll dagblöðin í Reykja vík lofað aðstoð sinni með, því að taka á móti peningagjöfum til Vetrarhjálparinnar. Fólki því er leitar til Vetrar- hjálparinnar má skipta í þrjá ihópa. í fyrsta lagi einstaklingar og einstæð hjón. Hér er um að ræða öryrkja og aldrað fólk sem á fáa eða enga að. í öðru lagi Framliald á 15. síðu. Jólakort Ásgrímssafns þetta ár er gert eftir olíumálverki úr Svarf aðardal í Eyjafjarðarsýslu, sem er álitinn vera einn af sérkennileg- ustu og fegurstu dölum á íslandi, en safnið hefur leitazt við með kortaútgáfunni að kynna ýmsa merka staði á landinu. Frummynd ina að málverkinu gerði Ásgrímur Jónsson í hinztu ferð sinni til Norðurlands, árið 1951. Þetta nýprentaða kort er í sömu stærð og hin fyrri litkort safnsins, með íslenzkum, enskum og dönsk- um texta á bakhlið, ásamt mynd af Ásgrími. Ásgrímssafn hefur þann hátt á að gefa aðeins út eitt litkort á ári, en vanda því betur til prent- unar þess. Nú í fyrsta sinn er beitt þeirri tækni við gerð lista- verkakortanna frá safninu, að á- ferð málverksins kemur greini- lega í ljós í eftirprentun. Mynda- mót er gert í Litróf, en Víkings- prent hf. annaðist prentunina. Einnig hefur safnið gert það að venju sinni, að byrja snemma sölu jólakortanna, til hægðar- auka fyrir þá sem langt þurfa að enda jóla- og nýárskveðju. Einnig þá sem hafa hug á að láta inn- ramma kortið til jólagjafa. Eins og fyrr heíur verið frá sagt í sam- bandi við korta;tgáfu Ásgríms- safns, en ágóði seldra korta not- aður til greiðslu fyrir viðgerð á málverkum þeim, sem fundust í kjallaranum í húsi Ásgríms Jóns- sonar að honum látnum. jMifiiiiiiin 1111111111111111 iiiiiiimi iii iJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*ifi*iiiiii®*®®®®i*®®*®*®***®®*®i,i**®*l**l**EL | FU.J. Hafnarfirði 1 F.U.J. í Hafnarfirði heldur Aðalfund sinn fimmtudaginn 16. nóv-1 | ember næstkomandi. | Fundurinn fer fram í Alþýðuhúsi Hafnarfjarðar og hefst kl. 8,30. f SJAtfSBJORG A HUSAVIK DAGSKRÁ: í 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Allt ungt fólk í Hafnarfirði, sem aðhyllist jafnaðarstefnuna, er hvatt \ til að mæta á fundinum. I FLUTT í EIGIÐ HÚSNÆÐI ílúsavík EMJ. Sjálfsbjörg félag lamaðra og fatlaðra á Húsavík og nágrenni Jiefur nýlega flutt starfsemi sína í eigið húsnæði. Félagið var stofnað sumarið 1963 og voru stofnfélagar þess 36. Fyrsti formaður félagsins var -fijörinn Jón Þór Buck og hefur -liann .gegnt því embætti siðan. Árið 1966 keypti félagið hæð í Ciúsinu Snæland á Húsavík og -tiafa 'félagarnir unnið að því í —írístundum sínum að breyta og 4agfæra húsnæðið í samræmi við 4’arfir félagsins. Hið nýja hús- I næði Sjálfsbjargar á Húsavík er | allt hið vistlegasta. Hinn 5. þ.m. var húsnæðið tek- ið í noktun og hugsar félagið sér að halda þar uppi öflugu félags- starfi og koma þar síðar upp vinnustofu. Umsjónarmaður með breytingum á húsnæðinu var Sig- urður Sigurðsson á Húsavík, en hann hefur nú verið ráðinn fyrsti starfsmaður félagsins. Við vígslu hins nýja húsnæðis Sjálfsbjargar á Húsavík og ná- grenni færði Sigurður Sigurðs- son félaginu að gjöf forkunnar- fagurt skjaldarmerki fyrir félagið. Merkið er -saumað í stramma af gefanda sjálfum. Félagar í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra og lamaðra, á Húsavík og nágrenni, eru nú 68, en styrkt- aríélagar eru 50 talsins. Núverandi stjórn skipa: Jón Þór Buck, formaður, Þorgerð- ur Þórðardótir, gjaldkeri. Valdi- mar Hólm Hallstað, ritari. Með- stjórnendur eru Sigurður Sigurðs- son og Hjálmar Hjáimarsson. Bæjarbúar á Húsavík óska fél- aginu allra heilla með þetta fram- tak sitt og vona, að það verði félaginu giftudrjúgt. iiiiiiiiiiliiin 11111111111111111111111111111111111111111111,llllllllllílllllllllllllllll»lll*******l**»A**,,*,,,*,*,',,,,,,,,,,,*,,,,,,,,*,*****» Spilakvdld í Hafnarfirði í KVÖLD fimmtudaginn 9. nóv. halda Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði spilahvöld og hefst það kl. 8.00 stundvíslega í Alþýðu- -húsinu. Spiluð verður félagsvist. Ávarp kvöldsins flytur Þórður Þórðar- son form. Alþýðuflokksfél. Hafnarfjarðar. Þá verður sameiginleg kaffidrykkja og að lokum verður stiginn DANS. Eins og venjulega verður spilað á tveimur hæðum. Vegna mjög mikillar og vaxandi aðsóknar að spilakvöldunum er fólki ráðlagt að tryggja sér aðgöngumiða tímanlega, en þá er hægt að þanta í síma 50499. Munið vinsælu spilakvöldin. Öllum er heimill aðgangur. g 9. nóvember 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.