Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 8
0 9. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
afleiðingarnar
Ég veit ekk
kemur á fljúgf
áttinni, sem é
honum. Öllum
hugsaði ég me
bílstjórann. S;
legur meðan h,
en með tilliti
iþótti mér ör
einn dálítinn í
eða að hvíta st
ir henni í tve
Ekki var ég ki
leið að strikin
ur bíll úr r«
mér) og hrek
'til sama lane
veit að tauj
eru ekki mjög
as,t að segja i
öilu má ofbjó?
Eftir að ha
um hríð og fy
inni af gaum,
(þetta var föst
armegin komu
úr austri, en
una komu þe
uppgötvaði mi
að hér ríkir v:
an, þar sem \
er þessu öfug
lega er ekki 1:
að gæsir, sem
inni á heiðum,
inni fyrsta da:
um.
Eftir þetta
eins og i sögu
stað og í þetta
inn minn með
á síðustu mym
við erum kom
og stundarkor
við farin að
Hljómskálagar
Þetta er sa
Herra ritstjóri.
Okkur hefur verið tjáð að þér
tækjuð gjarna svari hinna smáu
og smáðu í þjóðfélaginu og þó
að við getum ef til vill ekki tal-
izt til þessa þjóðféiags nema að
nokkru leyti, þá er það samt
staðreynd, að einmitt inni á
heiðum ölum við upp börnin
okkar og komum þeim til gæsa.
Við getum sem sagt ekki orða
bundizt öllu lengur.
Eins og þér hljótið að vita, hr.
ritstjóri, eigum við ekki í mörg
örugg hús að venda á útfluginu.
Næstum alls staðar þar sem við
stönzum til að heyja okkur nær
ingarforða undir langt og erfitt
úthafsfiug, liggja fyrir okkur
byssumenn og ef við erum ekki
nægilega vel á verði, endar það
oftast með því, að ein eða fleiri
okkar liggja eftir dauðskotnar
eða helsærðar, þegar við fljúg-
um upp. Þar að auki hafa sumir
bændur lagt á okkur óslökkv-
andi hatur og eru fúsir til að
leggja mikið í sölurnar til að
okkur verði hreinlega útrýmt af
landinu.
Okkur hefur samt tekizt að
laga okkur nokkuð sæmilega að
þessum aðstæðum og þar sem
gamlir og reyndir steggir hafa
forystu fyrir hópum, er ekki
svo mikli hætta á ferðum og ég
held að ég megi fullyrða að
,,gæsaskyttur“ beri minna úr
býtum nú orðið en hér áður fyrr.
Við höfum þó komizt að raun
um ,að á einum stað á landinu
öllu er okkur óhætt að þessu
leytinu. Og það er hér í Vatns-
mýrinni og í Hljómskálagarðin-
um. Þessu fyigir mikil öryggis-
kennd eins og þér getið merkt
af stóru myndinni, þar sem mað
urinn gengur óhikað inn í miðj-
an hópinn, án þess svo mikið
að hugsa um gæsasteik (vonum
við) og að hinu leytinu dytti
okkur ekki í hug að gera hon-
um hið minnsta mein eða fljúga
upp.
Vandamálið, sem við eigum
við að stríða er sameiginlegt
með okkur og ykkur mönnunum.
Þér rennið sjálfsagt grun í hvað
ég á við. — Umferðarvanda-
málið.
Milli Vatnsmýrarinnar og
Hljómskálagarðsins liggur mikil
umferðaræð, þar sem er Hring-
brautin og á bökkum (þér af-
sakið, en mér er þetta orðaJag
tamt orðið) hennar byrjar vand
inn.
Ég þarf ekki að hafa um þetta
mörg orð, því að myndirnar
tala sínu máli. :
Eftir fyrstu myndinni getið
þér dæmt, að nokkur hundruð
gæsir eru ekki lengi að kroppa
það litla, sem er ósölnað af
grösum i mýrinni, en við vitum
af Hljómskálagarðinum handan
við götuna og þar er venjulega
rneira að hafa, því að hann er
vel ræktaður og stendur lengur
en mýrin.
Á annarri mynd hef ég tekið
mér forystuna fyrir dálitlum
hópi, sem ætlaði að nema
land á ihinum bakkanum. Ég gái
vel og vandlega eftir umferð-
inni austur Hringbrautina og
það var einmitt þar, sem mér
varð á í messunni.
Næsta mynd sýnir hvar við
leggjum út á brautina og enn
horfði ég í vestur og á næstu
þremur myndum getum við séð