Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 13
INGMAR BERGMANS
FBRSTE LYSTSPIL I FARVER
7BLADE
/ENKER
fOR MT IHTE TAIA OM AUA DESSA KVINNOR
HARRIET ANDERSSON
BIBI ANDERSSON
EVA DAHLBECK
JARL KliLLE
Allar þessar konur
Skcmmtileg og vel leikin gam j
anmynd.
Sýnd kl. 9.
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupendor aH fleat-
um tegundum og árgerðum
af nýlcgum blfrelðum.
Vlnsamlegast látlð skrá bli-
reiöina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Ranðari
Símar 15812 - 2390».
ÓTTAR YNGVASON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 21296
ÖKUMENN
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100.
ÖRI Christina Lafferty: AGAVAI DIIR
U l\ L 23 . n VJ n V n L 1/ U i\
ir hennar hafði ekki hagað sér
eðlilega frá því að þau David
komu heim um kvöldið og það
merkti það, að þau hefðu áform-
að eitthvað og að Janice hefði
reynt að villa um fyrir Meg með
því að gera sér upp kæruleysi.
Sama kvöld sá Meg að hann
var óvenjulega spenntur eins
og hann biði einhvers. Þau sátu
saman í setustöfunni og lásu
og Anna sat inni hjá þeim með
prjónana sína.
Loks reis Anna á fætur. —
Ég ætla að hátta, Meg.
— Ég líka.
David leit á klukkuna og Meg
sá, hve spenntur liann var. —
Ég held að ég fari í gönguferð
áður en ég sofna.
Meg hugsaði og hugsaði. Hún
var sannfærð um að þetta yrði
engin venjuleg gönguferð. Hvað
ætlaðist hann fyrir?
Hún beið, þangað til Anna
hafði lokað, þá læddist hún nið-
ur. David hafði farið út skömmu
áður en hún sá hann ganga yfir
hæðina að steinnámunni.
Hún var sannfærð um að hann
ætlaði að hitta Janice. Hann
þurfti að fá eitthvert ökutæki,
ekki hafði hann keypt sér bíl
og það voru margir vörubílar við
námuna. Hann ætlaði án efa að
taka einn þeirra og nota hann
til að hitta Janice.
Meg opnaði dyrnar og hljóp
á eftir honum.
Heiðin var óhugnanleg í
tunglsljósinu og Meg læddist á-
fram eftir stígnum unz hún
vissi að runnarnir myndu varna
David að sjá hana. Hún sá að
hann gætti sín jafn vel og lnin.
Hann leit marg sinnis umhverfis
sig og það var hrein tilviljun
að hann sá hana ekki.
Hún horfði á hann úr góðu
skjóli við skrifstofubygginguna
og eins og hún hafði átt von
á, gekk hann að vörubílunum,
En henni til mikillar undrunar
settist hann ekki í einn bílinn
og ók af stað, heldur lyfti hann
upp segldúknúm, sem var yfir
þeim og rannsakaði vörurnar,
sem voru á pallinum. Meg vissi
að á bílunum voru steinblokk-
ir sem átti að flytja daginn eft-
ir — það hlaut hann að vita
líka.
Hann hikaði um stund, síðan
gekk hann yfir að þeim hluta
námunnar sem járnbrautartein-
ar voru við. Það biðu vagnar líka
hlaðnir af steini, sem átti að
senda með vöruflutningalest.
Hann leit inn í vagnana og
svo fór hann aftur að vörubíl-
unum og byrjaði rannsókn sína
á nýjan leik. Meg heyrði hann
andvarpa, en svo tók hann stein-
blokkir af bílnum og benti þeim
á jörðina.
Hvað var hann að gera? Það
var áreiðanlega ekkert sem Jan-
ice viðkom og Meg var of for-
vitin til að finna, hve mjög henni
létti við þá tilhugsun. Nú lædd-
ist liún nær.
Hann var búinn að laka marga
steina af bílnum, þegar Meg
heyrði hann gel'a frá sér sigri-
hrósandi óp meðan hann lyfti
upp stórri pappaöskju. Hún
þurfti ekki einu sinni að hugsa
um, hvað væri í öskjunni, því
hann tók upp vasaljós og lýsti á
hana. Sígarettur. ....
Stolnar sígarettur! — Hún
mundi eftir því, að hún hafði
lesið frétt um sígarettur í dag-
blöðunum. Vörubíl hafði verið
stolið nálægt Polzennor og hann
hafði haft meðferðis sígarettur,
sem kostuðu fleiri þúsund pund.
Hún hafði alltaf vitað að hann
var afbrotamaður, en nú, þegar
hún sá sönnun þess, greip ör-
vænting hana. Ilún leit aftur á
vörubílinn, liún vissi ekki hvort
hann tilheyrði steinnámunni eða
ekki, því að liún vissi ekki, hve
margir bílarnir voru, en þeir
voru líka allir ósköp venjulegir
vörubílar.
Allir vörutíílar eru líkir,
hugsaði hún. Það er auðvelt fyr-
ir bílþjóf að aka honum að stein-
námunni, leggja honum nálægt
hinum vörubílunum og stafla fá-
einum steinum ofan á pallinn
til að hylja farminn. En vitan-
lega þurftu þeir að hafa ein-
hvern vitorðsmann á staðnum
og þar kom David Carew til
sögunnar.
Hvernig losnuðu þeir við þýf-
Hagkvæmt verð
HÚS OG SKIP
Laugavegi 11.
ið? hugsaði hún, en svo minnt-
ist hún þess að David hafði ver-
ið að líta á járnbrautarvagnana.
Vitanlega! Þeir fluttu bara þýf-
ið yfir í járnbrautarvagnana og
það lék enginn efi á því að ein-
hver myndi aðstoða þá við af-
hleðslu farmsins í London.
Nú beindist athygli hennar
aftur að David, sem var búinn að
taka fleiri sígarettulengjur af
bílnum, en hann bar þær allar
að námunni. Meg elti hann. Hún
gætti þess alltaf að til hennar
sæist ekki.
Hún sá hann líta hugsandi á
kranann, en svo virtist hann
hætta við að nota hann, því að
hann lyfti kassa á öxlina og
gekk niður stigann í námuna.
Skömmu seinna kom hann upp
til að sækja meira.
Meg varð rugluð. Hvers vegna
faldi hann sígaretturnar í nám-
unni? Því setti hann þær ekki í
járnbrautarvagnana? Kannske á-
leit hann að það væri öruggara
að bíða til morguns, en þá gat
hann falið sígarett.urnar inn á
milli steinblokkanna. En þá varð
Fljót afgreiösla
hann að leiða athygli mannanna
frá sér.
Nú kom David aftur að sækja
sígarettur og þá varð aðeins einn
kassi eftir. Meg sá enga ástæðu
til að hanga þarná lengur. Hún
læddist burtu.
Það var ekki að undra, að
hann vildi eignast Polzennor, —
hugsaði hún. Það var ekki eign-
in sjálf heldur náman, en þar
var auðvelt að fela stolna hluti.
Var það ástæðan fyrir því, að
David Carew kom til Polzennor?
Nei, það gat ekki verið, en það
var sennilega ástæðan fyrir því,
að hann hafði ákveðið að vera um
kyrrt. Hann hlaut að hafa séð
möguleikana sem náman bauð
upp á og hann hafði notfært sér
það leynitak, sem liann hafði á
föður hennar til að neyða hann
til að sjá um, að honum yrði
ekki vísað á dyr.
TRÉSMIÐJA
Þ. SKOLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
Auglýsið í Alþýöublaöinu
Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900
HÚSBYGGJENDUR -
HÚSEIGENDUR
OSTA eldhúsinnréttingar fást nú hjá okkur.
— Nýtt sýnishorn af hinni ódýru
OSTA-LIPP innréttingu á staðnum.
Seljum
FORMAT innréttingar sem fyrr, algeng-
ustu gerðir afgreiddar tafarlaust af lager.
9. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |3