Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. nóvember 1967 — 48. árg. 256. tbl. — Ver8 7. kr. Hvert veröur fromhald Bjarg-málsins? Meðferð bæjarfógetaembættis- ins í Hafnarfirði á Bæjarmál- inu svonefnda virðist nú vera um það bil að ljúka. Rúmlega 10 viststúlkur hafa nú borið vitni í málinu, sömuleiðis hef ur starfsfólk á ríkisupptöku- heimilinu í Kópavogi borið vitni svo og annað fólk, sem kunnugt er málum Bjargs. Þá hafa starfskonur Bjargs verið yfirheyrðar. Blaðið hafði siðdegis í gær samband við Einar Ingimundar son, bæjarfógeta í Hafnarfirði og spurðist fyrir um gang rann sóknar Bjargsmálsins. Kvað hann rannsókn bæjarfógeta- embættisins í Hafnarfirði vera um það bil að ljúka. Sagði hann að málið yrði síðan sent til hlut aðeigandi aðila fyrir eða um helgina. Eigi fékkst skýrt hverjir lilut- aðeigandi aðilar væru. Frétta- maður blaðsins spurði því, hvort saksóknari væri sá að- ili, em næst fengi málið til með ferðar. Svaraði bæjarfógeti því H til, að málið væri þannig vax- S ið, að enginn hafi raunverulega g verið kærður, þegar málið barst g embættinu. Rannsókn hafi í H upphafi verið bundin rannsókn 0 á hvarfi færeysku stúlkunar fs| Marjun Gray, þó að fleira hafi spunnist inn í rannsóknina síð ar. Bæjarfógeti kvað rannsókn arlögreglumenn í Hafnarfirði hafa haft með höndum yfir- heyrslur og rannsókn málsins. Bæjarfógetinn kvað túlkun dagblaðsins Tímans um yfir- heyrslur á lögreglukonum í Reyjavík vera villandi. Sagði bæjarfógeti, að það væri ekki venja að lögreglumenn taki skýslur af öðru lögreglufólki. Fréttamaður spurði þessu við víkjandi, hverjir ættu að taka e skýrslur af lögreglukonum í Reykjavik, er kynnu að vera við málið riðnar. Sagðist bæjarfó- geti ekki geta svarað til um það. Framhald á 15. síð'u. F.UJ. FERTUGT í gær voru merk tímamót í sögu Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík, er félagið hélt upp á 40 ára afmæli sitt. Félagið var stofnað hinn 8. nóvember 1927. í gærkvöldi var haldinn í tilefni afmælisins glæsilcgur há- tiðarfundur í Átthagasal Hótel Sögu. Hátíðarfundurinn var f jölsóttur bæði af gömlum félögum F.U.J. í Reykjavíkur og ung- um starfandi félögum í dag. Myndin sem texta þessum fylgir, tók Bjamleifur á fund- inum í gærkvöldi. Sagðist hann hafa byrjað saka- dómsrannsókn í Búðardal á sunnu dag og væri nú frumrannsókn málsins lokið vestra. Sagði hann málið hafa verið sent til yfirsak- sóknara til framhaldsrannsóknar, enda þyrfti málið einnig rann- sóknar við í Reykjavík, þaðan sem peningarnir hafi upphaflega ver- ið sendir. Blaðið hafði samband við Njörð Framhald á 15. siðu. Samninga- fundur í aær ’í fyrradag komu til fu.idar full- trúar Stýrimannafélags íslands, Vélstjórafélags íslands og Félags íslenzkra loftskeytamanna og full- trúar Vinnuveitendasai.ibands ís- lands til að fjalla um boóaða vinnU stöðvun farmanna um næstu helgi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Enginn árangur varð af þessum fundi, en sa.nkomulág varð um að vísa málinu til Sátta- semjara ríkisins. Alþýðublaðið fékk þær upplýk-' ingar í gær að sáttasen.jari hefði boðað til fundar með dtiluaðilum klukkan 21 í gærkvöldi. Blaðið hafði samband við Ingolf Stefáns son hjá Farmanna- og íiskimanna sambandi íslands síðcfegis í gær og fékk staðfest það, sem áður grein ir. Spurði fréttamaður bluðsins Ing ólf, hvort hann teldi líkur á, að samkomulag næðist á ooðuðum fundi í gærkvöldi. Ingólfur svar aði því, að meiri spám&nn þyrfti til en hann til að segja fyrir um það, hvort samkomulag næðist á fundinum, en það væri afar ó- líklegt. 67 þúsund krónur hurfu úr pen ingasendingu frá banka í Reykja- vík til bankaútibús í Búðardal í síð ustu viku. Búnaðarbankinn í Reykjavík sendi peningasendingu til útibús síns í Búðardal síðast- liðinn fimmtudag. Voru peningarn ir afhentir Pósthúsinu í Reykja- vik þann sama dag. Peningasend ingin barst til Búðardals með á- ætlunarbifreið Vestfjarða um há- degisbilið á föstudag. Þegar pen- ingasendingin var athuguð af fram kvæmdarstjóra útibúsins í Búðar dal, reyndist vanta 67 þúsund kr. upp á þá upphæð, sem send hafði verið frá Búnaðarbankanum í Reykjavík daginn áður. Framkvæmdarstjóri bankaúti- búsins í Búðardal tilkynnti pen- ingahvarfið til Ásgeirs Pétursson ar sýslumanns Borgfirðinga á laug ardag, en Ásgeir gegnir sýslu- mannstörfum fyrir sýslumann Dalasýslu í forföllum. Peningasendingin var í skrá- settum ábyrgðarpósti og var af- hent Pósthúsinu í Reykjavík á fimmtudag. Alþýðublaðið átti viðtal við Ás- geir Pétursson sýslumann viðvíkj andi þessu máli í gær. Kvað hann lítið hafa um málið að segja til viðbótar því, sem þegar væri kom ið. Hann staðfesti, að peningarn- ir hafi verið afhentir pósthúsinu á fimmtudag og að peningarnir hafi borizt til Búðardals með á- ætlunarbifreið Vestfjarðaleiða rétt fyrir hádegi á föstudag. Slæmt veiðiveður Undanfarna sólarhringa hefur veiðiveður verið siæmt á síldar- ^juVunlrn austur af landinu. í fyrrinótt var komið gott veður, en síldin stóð þá di’úpt og- erfitt að ná til liennar. Veiðisvæðið var á 63 gr. 40 mín. norður breiddar og 9 er. 35 mín. vestur lengdar. 3 skip tdkynntu um afla í gær, samtals 200 lestir: Kristján Val- geir NS. 50 lestir, Sigurbjörg OF 50 og Ásberg RE. 100 lestir. í gær var bræla á sílarmiðun um á Jökuldjúpi og skip í land- vari. í skýrslu Fiskifélagsins um afla síðustu viku segir að á sunnudag og fram á mánudag liafi veður verið æmilegt á miðunum eystra og fengu mörg skip al'góða veiði á svæði 90-120 sjómílur norður af Færeyjum. Það sem eftir var vik unnar var norðaustlæg átt ríkj- andi, oftast 6-8 vindstig og ekk- ert veiðiveður. Fóru því mörg skip til veiða í Faxaflóa. í vikunni bárust á land 9.164 lestir ti' bræðslu, þar af var 20 lestum landað í Færeyjum og 78 lestum Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.