Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 4
tmm$) Eltstjórl: Benedikt Gróndal. Stmar 14900—T4903. — Auglýsingastml: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið vlð Hverfisgötu, Evik. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. Sími 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — i iaus> eölu kr. 7.00 eintakiO. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Ellilaunin ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur frá öndverðu barizt fyrir viðunandi kerfi ellilauna. Flokkurinn hefur tal- ið, að nútíma þójðfélagi bæri skylda til að sjá vel fyrir því fólki, sem lagt hefur fram ævistarf sitt og krafta í þágu heildarinnar. Allmikill árangur hefur náðst í þessari baráttu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hefur Alþýðuflokknum tekizt að fá framgengt verulegri aukningu á ellilaun- um, ekki sízt í upphafi viðreisnarinnar. Var þá kom- ið á miklum hækkunum á þeim upphæðum, sem gamla fólkið fékk til ráðstöfunar. En kjaramáli sem þessu er aldrei lokið. Þarf að standa vörð um afkomu gamla fólksins, þegar erfið' lega blæs í þjóðfélaginu sem heild. Á þetta sannarlega við nú, er miklir erfiðleikar herja efnahagslífið og ollum stéttum þykir þunglega horfa um afkomu sína. ,Er rík nauðsyn að reyna að láta ekki það fólk, sem hyggir afkomu sína á ellilaunum, verða fyrir barð- inu á þeim vandræðum, sem við er að etja. I þessum efnum er því miður ekki góðra kosta vöi. þegar fjárhagur ríkissjóðs er eins erfiður og hann er á þessu hausti. Samt sem áður er rétt að hugsa til elli- og örorkulauna og minnast þess fólks, sem við þau verður að búa. Um þessar mundir hafa orðið miklar breytingar á ellitryggingum hinna Norðurlandanna. Þar hefur ver ið tekin upp viðbótartrygging, serrr byggð er á launa* Ljörum hvers og eins og beztu starfsárum æivinnar. Éllilaunin eru hin sömu fyrir alla, viðbótartrygging- ia er mismunandi, enda mismunandi mikið fyrir hana greitt. Markmiðið er að tryggja hverjum og einum á- líká lífskjör í ellinni og á starfsárum. Þetta nýja kerfi er að sjálfsögðu stórbrotin trygg- iagastarfsemi, þar sem miklir fjármunir eru hafðir um hönd. Safnast gildir sjóðir, sem kerfið byggist á, og hefur það orðið að stórpólitísku deiluefni, hvernig raeð þá skuli farið. Hér á landi er ekki að því komið erm, er.da málið allt á frumstigi. Kann svo að fara að. eí'nahagslegir erfiðleikar verði til að fresta fram- kværnd þessa stórmáls. Hitt er þó augljóst, að þar getur aðeins verið um frestun áð ræða — kerfið hlýt- ur að koma. Þetta mál mun gerbreyta hlutskipti aldraðra í framtíðinni og fjarlægja allar áhyggjur vegna elliár- •anna. Er þetta eitt mesta réttlætismál, sem Alþýðu- •flokkurinn hefur barizt fyrir, enda mun flokkurinn ekki gefast upp, fyrr en það er komið í örugga höfn. £ 9. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ' HVER VAR AÐ TALA UM LEVTS STA PBEST HEFUR < VARANLEG BUXNABROT? VARANLEG BUXNABROT SPYRJIÐ EFTIR LEUI'S STA-PREST BUXUM. FYRIRLIGGANDI í ÖLLUM STÆRÐUM OG FJÖLBREYTTU LITAVALI, LEVIS STRAUSS. UPPHAFSMENN NÝTÍZKU VINNUFATNAÐAR. EINKAUMBOOSALl FYRIR LEVIS STRAUSS &CO. ' VONNOJIFATAaBŒIR© 0§HAMID§ % HAFNARFJORÐUR HAFNARF J ÖRÐUR SPILAKVÖLD Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður í Alþýðuhúsinu í kvöld fimmtudagskvöld 9. nóv. kl. 8.30 stundvíslega. ★ Félagsvist. ★ Kaffiveitingar. ★ Ávarp. Þórður Þórðarson formaður Alþýðufl.félags Hafnar- fjarðar. ★ DANS. Munið vinsælu spilakvöldin í Alþýðu- húsinu, Spilað á tveimur hæðum. Pantið aðgöngumiða í SÍMA 50499. Öllum er heimill aðgangur. SPILANEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.