Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 5
BÆKUR
KOMA TIL
Jóhann Hjálmarsson:
NÝ LAUF, NÝTT MYRKUR
Almenna bókafélagið, Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Reykjavík 1967, 60 bls.
Það ætlar að sannast á Jóhanni
Hjálmarssyni að sígandi lukka
er bezt. Iðni og ástundun eru að
gera Jóhann að skáldi. Minnsta
kosti eru ný ljóð hans nú í
haust hið viðfelldnasta sem ég
hef séð eftir Jóhann hingað til;
hér auðnast honum fyrsta sinn
Ijóðmál í innra samhengi, sann-
færandi í látleysi sínu. Sú ein-
feldni orðfæris og hugsunar, sem
ekki hefur gætt nema stopult í
ljóðum Jóhanns Hjálmarssonar
hingað til, en mótaði bæði fyrstu
ljóð hans og þau beztu í síðustu
bók hans, Mig hefur dreymt þetta
áður, 1965, setur nú svip á Ijóð-
stíl hans, er að skapa honum eig-
ið ljóðmál. Einfeldni orðfæris
og hugsunarháttur eru alls ó-
skyld einfeldningshætti, sem
varla þarf að taka fram, og ég
efast um að Jóhann hafi kveðið
annað „viturlegar” en þessi
snotru litlu ljóð þótt hann liaíi
einatt viðhaft rembilegri til-
burði. Yarfærni, spurnartónn
auðkennir þennan stílsmáta scm
forðast ótímabærar fullyrðingar,
beinist inn á við að skáldinu
sjálfu fremur en öðrum mönnum.
Það er algeng krafa til ungra
skálda að þeir kveði „skorinort,”
orði eittlivað það sem öðrum
komi við. En til að menn geti
ort að gagni „fyrir aðra” verða
þeir allténd að vita hvar þeir eru
staddir sjálfir, eiga sér einhverja
jörð til að standa á. Slíkrar fót-
festu virðist mér Jóhann Hjálm-
ert jafn hljóður
og steinarnir, fölnuð grösin:
þetta, sem þér var gefið
af jörð
af lífi.
Það þarf þrátt fyrir allt nokk-
urn kjark til að snúa sér óskipt-
ur að einkamálum sínum, láta
annað fólk lönd og leið; skáld
sem tekur upp þann hátt á allt-
énd á hættu að tilætlaðir les-
endur sýni ljóðum hans sama
tómlæti. En leið skáldsins út á
meðal manna liggur um eigin
hug og tilfinningar; því aðeins
á hann áh'eyrn vísa að honum
takist að orða hug sinn svo öðr-
um þyki nokkru varða. Einn á-
vinningur Jóhanns Hjálmarsson-
ar í Ný lauf, nýtt myrkur virðist'
mér vera sá að honum tekst nú
að orða miklu persónulegri ást-
arljóð en áður; ástin er minni
sem varðar velflest ljóðin, óbeint
ef ekki beint. Orð og hugur verð-
ur ekki aðskilið, mál og tilfinn-
ing fylgjast að; þetta verður Jó-
hanni yrkisefni í Ijóði sem
nefnist Orð ;
Ég vil ekki segja við þig: Ég elska þig,
því örðin hafa glatað merkingu sinni.
En ef ég segi við þig: Ég vil fara frá’ þér
til að koma til þín aftur,
skilurðu mig ef til vill.
En það er erfitt að skilja þá sem tala mál vindsins
og seiður hafsins leiðir.
Mál vindsins, seiður hafsins: gamalt skáldamál
til að blekkja þá sem lítið sjá.
Þess vegna er réttast að ég segi við þig:
Ég elska þig,
eins og ég hafi aldrei sagt þessi orð fyrr.
Framhald á 15. síðu.
arsson vera að leita í þessum
ljóðum:
Aftur fellur birta
á autt landslag
aftur kvöldar,
kemur nótt.
Og þú stendur við hlið
minnsta skuggans
eins og áður.
Þú finnur ekki til kvíða
Esópí
DÆMISÖGUR ESÓPS
í LJÓÐUM
eftir Guðmund Erlendsson
prest á Felli í Sléttahlíð
Fyrri hluti
Grímur M. Helgason bjó til
prentunar
Barnablaðið Æskan,
Reykjavík 1967. 197 bls.
| '
Á 17du öld sat prestur norður
á Felli í Sléttahlíð og sneri
dæmisögum Esóps upp í íslenzk
kvæði, 119 talsins. Ekki nóg með
það: hann kvað einnig 14 rímur
út af ævi spekingsins. En séra
Guðmundur Erlendsson var ekki
einn um þessa hitu. Auk hans
hafa minnsta kosti þrjú skáld
orðið. til að kveða út af dæmi-
sögum Esóps, Einar Sigurðsson í
Eydölum, Stefán Ólafsson í
Vallanesi og Páll lögmaður Vída-
Sléttah
lín, fyrir utan þýðingu Stein-
gríms Thorsteinssonar í lausu
ináli. Og fyrir utan þetta eru
dæmisögur Esóps þýddar í ó-
bundið mál til í mörgum hand-
ritum, segir Grímur M. Helga-
son í inngangi þessarar bókar,
og sagan af Esóp sömuleiðis, en
ekkert af þessu prentað. Af öllu
þessu er sýnt að hin forna lífs-
vizka sem Esóp var eignuð hefur
löngum verið mönnum hugleikin
hér á landi eins og annars staðar
livort sem nokkuð eimir eftir af
því ennþá á óviturri öld.
Guðmundur prestur Erlends-
son á Felli í Sléttahlíð var að
vísu enginn íslenzkur La Fon-
taine. Hann þýðir sögurnar en
íslenzkar þær ekki, færir þær
ekki alfarið yfir í íslenzkt menn-
ingarumhverfi síns tíma, enda
væri það til mikils mælzt. Vísast
má segja að barnsleg einfeldni
hinna fprnu sagna tyrfni og
klúðrist undir kveðskaparlagi
17du aldar. Allt um það er
skemmtilegt að kynnast Esóp í
þessum búningi frá öld sem á-
reiðanlega tók lífsvizku hans há-
tíðlegar en við mundum gera í
dag; það er ekki víst að ýkja-
trjiklu meiri fjarlægðir hafi skil-
ið þá Esóp og séra Guðmund en
séra Guðmund og okkur sem nú
lesum dæjnikvæði hans í fyrsta
sinn á prenti. Og það ,máJ
minnsta kosti velta því fyrir sér
livort og hvernig þjóðfélagsliug-
myndir 17du aldar, skáldsins og
samtíðarmanna hans, birtist í
kvæðunum. Til að mynda í þess-
um yísum um áþján smælingj-
anna, vísurnar eru úr kvæði unt
lambið og úlfinn :
Framhald á 15. síðu.
Draumur gagnrýnandans
ALLAR ÞESSAR KONUR. För
att inte tala om alla dessa kvin-
nor. Sænsk frá 1964. Hafnar-
fjarðlarbijú. Leikstjóri: Ingrr.ar
Bergman. Kvikmyndun; Sven
Nykvist.
í þessari kvikmynd gerir Berg
man grín að gagnrýnendum —
og var víst sannarlega tími til
kominn. Tónlistargagnrýnand-
inn Kornelíus (Jarl Kulle) er
kominn í heimsókn til sellósnill-
ingsins Felix, sem býr í einka-
villu sinni ásamt eiginkonu, sex
hjákonum og þjónustufólki, í
því skyni að rita ævisögu snill-
ingsins. Kornelíusi gengur illa
að ná sambandi við Felix, en sá
fyrrnefndi hefur meðferðis tón
verk eftir sjálfan sig, er hann
nefnir „Draumur fisksins, eða
Hugmynd nr. 14”, og ætlar að
biðja Felix að flytja það við
næstu útvarpshljcmleika. Því
miður gefur sellósnillingurinn
upp .öndina áður en til þess kem
ur — en maður kemur í manns
stað . . .
Bergman gerir óspart grín að
gagnrýnandanum, og í meðför-
um liáns verður Kornelíus að
hreinni skopfígúru. Til bragð-
bætis er sterkur og magnaður
leikur Jarl Kulle, sem hlífir
hvergi þessum auðvirðilega
snobbara.
Þessi kvikmynd er fyrst og
fremst gamanleikur, þó með al-
varlegum undirtón, en sum at-
riðin eru öldungis bráðskemmti-
leg. Nægir að minnast á atriðið
í byr.iun myndarinmar, þega/r
Kornelíus er næs.tum búinn að
velta um koll styttu af meistar
anum; fugl dritar á auga gagn-
rýnandans og í lokin, þegar
Kornelíus stendur hjá Felix, ný-
látnum og segir: „Já, en hann er
dauður”.
Fyrir „intelligent” fólk er
margt „simbólskt” í þessari
mynd. Hvers vegna fáum vér á-
ihorfendur aldrei augum litið
þennan mikla tónsnilling? — Er
það vegna þess, að það skip.i
engu máli hver listamaðurinn
er, heldur listin sjálf? Og hvað
um allar þessar hjákonur? Eru
þær fulltrúar hins fávísa fll-
mennings, scm ekkert skyn ber
á góða list, og sem listamaður-
inn, góður eða slæmur, hefur
algjörlega í vasanum? Hvers
vegna ganga þau í burtu, eigin-
konan og bílstjórinn, í lok mynd
arinnar, þegár Felix er dauður
og nýr sellóleikari tekinn við?
Svari hver fyrir sig.
Fróðlegt er að bera þessa
kvikmynd sarnan við JÚLÍETTU
Federico Fellinis, en þær eiga
það sameiginlegt, að vera fyrstu
litmyndir þessara mætu lista-
■rnanna — ef frá er talinn hluti
Fellinis í BOCCACCIO ‘7.0. —
ALLAR ÞESSAR KONUR er
fyrsta mynd Bergmans eftir þri-
verkið og sú, sem kemur næst
á undan PERSONA.
Kvikmyndin hefur fengið æð.i
misjafna dlVma, en þó skyldi
maður ætla að Bergman hafi
hæft í mark, þegar haft er i
huga, að fjölmargn- gagnrýn-
endur gengu fokvondir út af
frumsýningu myndarinnar í Fen
eyium fyrir þremur árum. Ö-
s.iálfrátt kemur manni í hug orð
Goethes, sem við eru lv'lð í
myndinni: „Snillingur er sá mað
ur, sem getur fengið gagnrýn-
andann til að skipta um skoð-
un“.
Sigurður Jón Ólafsson.
í skrifum um Virgimíu Woolf
varð skelfilegt línubrengl i upp
hafi greinar. Til að forðast rri
skilning, skal þess ge‘i* 3
kvikmyndatökumaður var Kaík
ell Wexler, en Richard Sylbert
gerði leikmyndir.
}. nóvember 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ ^