Alþýðublaðið - 18.11.1967, Síða 3
Olíubætiefni
SVERRIR Þóroddsson, kappakst-
nrsmaður, kvaddi nýlegra blaða-
menn á sinn fund og: kynnti fyr-
ir þeim olíu og benzínbætiefni
seni komin eru hér á markað í
fyrsta sinn.
Efnin bera nafnið STP og þótt
þau séu ekki þekkt hér á landi
■er fyrirtæki það sem framleiðir
eínið, vel kynnt erlendis og lang
stærst af framleiðendum' olíubæli
efna.
STP olíubætiefni eru sam-
þ.iöppuð. hrein olíuefni, án nokk
erra steinefna eða gerviefna. —
STP loðir við slitfleti og hindr-
ar að bein snerting verði á milli
málmflata vélarinnar og minnkar
þannig slit. Einnig kemur efnið
í veg fyrir, að olían þykkni í
köldu veðri og verður því gang-
setning við slíkar aðstæður létt-
ari. Efnið mýkir upp harðar olíu
pakkningar, minnkar leka og
dregur úr hávaða og olíúbrennslu.
STP olíubætiefni fæst í dósum
og ber að setja eina dós á vélina
við hver olíuskipti meðan vélin
er í gangi. Ef vél bifreiðarinnar
er mjög slitin, ber að setja tvær
dósir, eða 20% miðað við olíu-
magn.
STP benzínbætiefni er hreinsi-
efni, sem hæfilegt er að bæta í
benzín á um það bil þúsund km
fresti, til að halda vélinni vel
hreinni. Efnið minnkar högg og
glóðarkveikju og heldur kertum
hreinum og gangi jöfnum. Hæfi-
legt er að blanda eipni dós af
STP olíubætiefni í 40 lítra af
benzíni.
Sverrir sagði, eins og áður er
getið, að STP væri mest selda
olíu- og benzínbætiefni í heimi.
Kvað liann framleiðendur mótora
ráðleggja notkun þess, m. a- suma
framleiðendur flugvélamótora. —
Ennfremur sagði Sverrir að efnið
væri notað á flestar sigursælar
kappakstursbifreiðir í Bandaríkj-
unum og víðar.
Söluumboð fyrir STP á íslandi
hefur Þóroddur E. Jónsson og
fæst efnið í flestum benzín og
smurstöðvum.
FLOKKSSTARFIÐ
Sambandsráðs-
fundúr SUJ
hefst í dag kl. 2 e.h. í ÞjóSleikhúskjallaranum.
FimdáTefni: Stefnuskárin fyrri hluti.
Þeir sem boðaSir hafa verið á fundinn eru beðnir að mæta stund-
víslega. — STJÓRNIN.
Alþýðuflokksfélag
Miðneshrepps
Alþýðuflokksfélag Miðneshrepps heldur fund um málefni hreppsins i
Barnaskólanum, Sandgerði, sunnudaginn 19. nóvember og hefst fund-
urinn kl. 2 e.h.
Gestur fundarins verður Alfred G. Alfredsson, sveitarstjóri er mun
svara fyrirspurnum nokkurra frummædlenda um hreppsmálin. Allt A!-
þýðuflokksfólk svo og annað áhugafólk er velkomið á fundinn.
Alþýðuflokkskonur
Reykjavík
KONUR í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Munið bazarinn í Iðnó 2. des. n.k. Þær konur- er ætla að skila munum
og eins taka með sér heimavinnu eru beðnar að muna eftir vinnu-
kkvöldunum á fimmtudagskvköldum kl. 20.00 á skrifstofu Allþýðuflokks
ins Alþýðuhúsinu II. hæð. — Bazarnefndin.
BRÆLA FYRIR
AUSTAN
EKKI var veiðiveður á síldarmið-
unum út af Austfjörðum fyrri
sólarhring og í gærmorgun voru
r 6 — 8 vindstig af suðvestri á mið-
ununi. — Seinnihluta dagsins í
: gær lældu þó einhver skip á mið-
in, en ekki var kunnugt um neinn
aíla hjá þeim.
Fyrri sólarhring tilkynntu 15
skip síldarleitinni á Dalatanga um
afla, samtals 450 lestir. Var sá
afli frá sólarhringnum áður.
I Gær var bræla á síldarmiðun-
um undir Jökli og allir bátar í
höfn.
Ný frímerki
MIÐVIKUDAGINN 22. nóvember
1967 gefur póst- og símamála-
stjórnin út tvö ný líknarfrímerki
kr. 4:00 plús 50 aurar og kr. 5.00
plús 50 aurar. Yfirverðið, 50 aur-
ar af hvoru merki rennur til Líkn
arsjóðs íslands.
Annað frímerkið er með mynd
af sandlóuhreiðri, en 'hitt af
rjúpuhreiðri og eru egg í hreiðr-
unum. Bæði frímerkin eru prent
uð hjá Courvoisier í Sviss eftir
litljósmyndum, sem Björn Björns
son tók.
\
Líknarmerki voru 'fyrst gefin
út á íslandi árið 1933 því næst
1949 og 1965. Auk þess voru svo
t
gefin út frímerki m'eð yfirverði
árið 1956 til styrktar ýSkálholti og
1963 til styrklar Raúða krossin-
um. i ■
i i
Að vanda verður hægt að íá'
frímerkin stimpluð með hinum
sérstöku útgáfudagsstimplum hjá
póststofunni í Reykjavík.
Breytingar á almennings-
vognum.
ALUS mun þurfa að breyta
eða bæta 130—140 almennings
vögnum vegna umferðarbreyt-
ingarinnar. Búið er að semja
um breytingar og bætur vegna
um 100 vagna.
Stærsti samningurinn var
26-5 1968
gerður við SVR, sem eiga 52
vagna. SVR mun kaupa 38
nýja vagna, en tólf af eldri
vögnunum verður breytt fyr-
ir H-akstur. SVR mun fá um
20 milljónir króna í bætur frá
Framkvæmdanefnd hægri um-
ferðar vegna breytinga á
vögnunum. Búið er að festa
kaup á 20 vögnum af 38. Borg
arráð liefur veitt leyfi hinna
18 vagnanna og búið er að
semja um kaup á þeim. Allir
nýju vagnarnir, sem SVR tek-
ur í notkun 26. maí n. k. verða
af Volvo gerð.
Búið er að semja við fleiri
stóra aðila, sem verða að
breyta vögnum sínum, meðal
annarra Strætisvagna Kópa-
vogs og Strætisvagna Akur-
eyrar.
Eftir er að ganga cndanlega
frá samningum við nokkra sér
leyfishafa, sem aka á styttri
leiðum frá Reykjavík Gert er
ráð fyrir að ekki þurfi að
breyta mörgum sérleyfisvögn-
um, sem aka 'á: lengri leiðum.
Munu þeir samkvæmt reglu-
gerð fá undanþágu til að aka
áfram með aðaldyrnar vinstra
megin. Margir sérleyfishafar
hafa þegar fengið sér vagna
með aðaldyr hægra megin.
Kostnaður við breytingrar
á vögnum lækkar.
Áætlaður heildarkostnaður
vegna breytinga á almennings-
vögnum hefur lækkað úr 36,3
milljónum króna í 32 millj.
— Stafar lækkunin af minni
kostnaði við breytingar á stræt
isvögnum og einnig a'f- iþví að
vagnaeigendur hafa haldið að
sér hendinni með endurnýjun
á vagnakosti. Vagnarnir, sem
nú eru í gangi, eru orðnir
verðminni en þeir voru fyrir
tveimur árum, þegar kostriað-
aráætlunin var gerð.
t dag opnar Kristján Friðriksson málverkasýningj í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningrunni eru
29 olíumálverk, flest: máluð á síðastliðnum sjö árjm. Meirihluti mynda á sýningunni eru lands-
lagsmyndir, en áttai mannamyndir eru þar einnig. Myndirnar eru flestar tU sölu. Sýningin verð-
uru opin til 26. nóvember frá kl. 14—22.
3