Alþýðublaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 6
3
Mý plata a$ norSan:
PÖLÓ OG ERLA
Fyrsta plata Akureyrarkvint-
ettsins PÓLÓ geröi geysilukku
um land allt og enn má heyra
lög af plötunni í óskalagaþátt-
unum.
Út er komin önnur plata með
hljómsveitinni og er enginn vafi
á því, að hún inun ekki ná minni
vinsældum en sú fyrri.
Á fyrstu plötunni sá Bjarki
Tryggvason an sönginn, en á
þessari hvílir það ábyrgðarmikla
hlutverk á Erlu Stefánsdóttur,
en þetta er jafnframt hennar
fyrsta hljómplata og hafa marg-
ar íslenzkar söngkonur fengið
lakara „start“.
Hún hóf söngferil sinn fyrir
þrem árum með Póló austur í
Mývatnssveit í Skjólbrekku.
Haustið 1966 byrjaði hún að
syngja með Hljómsveit Ingimars
Eydal í Sjálfstæðishúsinu á
Akureyri. Söngur hennar vakti
almenna athygli og aðdáun gesta
hússins, en að einu og hálfu
ári liðnu kom að því að hún
Framhald á 11. síðu.
; y
Póló og Erla. Illjómsveit, sem
á ört vinsældum að fagna. Pálmj
hljémsveitarstjóri og útgefandi
plötunnar er lengst til hægri á
myndinni.
Erla Stefánsdóttir hefur sung
ið inn á sína fyrstu plötu.
>
Pónik. Talið frá vinstri: Einar
Júliusson, Úlfar Sigmarsson,
Kristinn Sigmarsson, Björn
Bjcrnsson og Sævar Helgason,
til hægri.
Magnús Eiríksson, fyrrverandi
hljómsveitarstjóri Póniks.
PÖNIK OG EINAR
Hljómsveitin Pónik og Ein-
ar hefur að undanförnu haft
mjög hljótt um sig vegna breyt-
ingar á skipan hennar.
í lok ágúst gerðist þau tíðindi
að hljómsveitarstjóri Póniks,
Magnús Eiríksson, gítaristi, lét
af störfum. Við hljómsveitar-
stjórn tóku þeir Úlfar Sigmars-
son og Björn Björnsson. En nú
vantaði nýjan gítarleikara og
varð úr, að Kristinn Sigmars-
son skyldi kríndur sem Pónik
meðlimur, en Kristinft er reynd
ar bróðir Úlfars.
Nú var sezt niður og „diskú-
terað“. Síðan hófust æfingar,
sem standa enn yfir að nokkru
leyti.
Kristinn lék síðast með Lúdó
sextett, þá á bassagítar. Annars
er pilturinn fjölhæfur hljóð-
færaleikari; auk bassans á hann
hægt með píanóleik og síðast en
ekki sízt fæst hann við trompet
blástur. Fagna allir í hljóm-
sveitinni hinum nýja meðlim og
vænta góðs af þessari breytingu.
Má nú búast við, að Reyk-
víkingar fái að heyra til Póniks
reglulega á næstunni, auk bess
sem þeir munu skemmta úti ú
landsbyggðinni.
Fyrir jól er væntanleg ný
plata með þeim félögum.
UPPTÖKIN að saltsuðu við
hverahita á íslandi átti Skúli
Magnússon. Árið 1752 kom hann
til Kaupmannahafnar með nokk-
uð af sjávarvatni til rannsókn-
ar og reyndist það 6 gráður. —
Keypti hann þá saltpönnur fyrir
26 ríkisdalj til að gera tilraun-
ir með saltsuðu heima, en það
reyndist ekki svara kostnaði að
sjóða salt með því að brenna mó
eða viði. Lét hann Eggert Ól-
afsson og Bjarna Pálsson gera
tilraun með saltsuðu við hvera-
hita á Reykhólum.
Guðmundur Finnbogason seg-
ir þannig frá í bók sinni Iðn-
sögu íslands bls. 37 í síðara
bindi:
200 ár og rúmlega það eru lið-
in síðan framkvæmdamaðurinn
og brautryðjandinn Skúli Magn
ússon keypti isaltpönnur, en
fyrstu tillögur um saltsuðu hér á
landi í stóru sniði gerði Gísli
Magnússon (Vísi-Gísli), er vildi
koma upp fjórum saltbrennslu-
stofnunum, einni í hverjum
fjórðungi landsins. (Iðnsaga ís-
lands, II. bindi).
Fyrir nokkrum árum var tals-
vert unnið að rannsóknum og
athugunum á möguleikum á salt-
vinnslu í Krísuvík og vann Bald-
ur Líndal efnafræðingur, ásamt
ýmsum öðrum þar mikið og þarft
verk. — Einnig gerðu þýzkir
verkfræðingar þar nokkra athug-
un og lögðu til, að ef gufan frá
hverunum í Krísuvík eða við
Sveifluháls reyndist vera nægj-
anlega mikil, þá ætti að flytja
hana til Hafnarfjarðar og koma
þar upp saltvinnslu. — Einn-
ig væri athugandi um hitaveitu
fyrir Hafnarfjörð, ef gufuaflið
væri nægjanlegt.
Allt voru þetta athuganir og
á'ætlanir, en ekkert varð úr —
frekar en svo oft áður. Ástæð-
urnar eru eflaust margar og
verður ekki farið út í þá sálma
nánar; málið er enn óleyst.
EFTIR
JAKOB
JÓNSSON:
m felst í jarðhit
SALl
Nú er farið að harðna á daln-
um víða um land — ekki síður
í Hafnarfirði eh annars staðar.
Er því kominn tími til að taka
máiið — saltvinnslu og hitaveitu
— aftur itil athugunar og freista
þess að koma því í höfn.
Hafnfirðingar ættu að sjálf-
sögðu að hafa hér forystu, enda
eru hér miklir hagsmunir þeirra
á ferðinni og Hafnarfjarðarbær
er eigandi Krísuvíkur. — Á sín-
um tíma réði framsýnn banka-
stjóri, Ilelgi Guðmundsson,
nokkru um það að Hafnarfjörður
eignaðist Krísuvík. Einar Bene-
diktsson sliáld, sá einnig hversu
miklir möguleikar eru þar á
■ ■■■■■■■■■■ESDrnBBUESBBaBBBallBaB ()■■■*■
VÆNTANLEG fermingarbörn
næsta árs eru nú að byrja að
ganga til spurninga. Sjálfsagt
hiakka allir prestar til þess að
sjá framan í hóp barna, sem
hann fær tækifæri til að ræða
við tvisvar í viku mikinn hluta
vetrar. Hver veit, nema hann
sé nú að eignast vini, sem verði
honum tryggir til æviloka?
Á okkar tímum er mikið talað
um, að þörf sé á æskulýðsstarfi.
Stundum er talað um æskulýðs-
vandamál, eins og þau börn og
unglingar, sem nú eru að vaxa
upp, séu meiri vanmetakindur
en fyrri kynslóðir. Að halda líku
fram, er hróplegt ranglæti. Hitt
er auðvitað rétt, að það uppeldis-
starf, sem fram for. verður að
hafa annan tilgang en þann ein-
an að troða í börnin alls konar
vísindum, með fullri virðingu
fyrir þekkingunni á öllum svið-
um. Það er skapgerðar-uppeldið,
sem hafa ber f huga fyrst og
frcmst. Og meðal þýðingarmestu
þátta þess er trúar-uppeldið, því
að það miðar að því að innræta
unglingunum heilbrigt viðhorf
við tilverunni, siðferðilegt hug-
rekki og tillit til annarra manna.
En alveg eins og annað nám,