Alþýðublaðið - 18.11.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 18.11.1967, Qupperneq 9
„Vegabréf til vítis“ Hörkupsennandi og vei gerð sakamálamynd í litum. Georg- Ardison Barbara Simons Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÓTTAR YNGVASON héraSsdómslögmotSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 . SÍMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur «S flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum blfreiðum. Vinsamlegast Iátlð skrá blt- reióina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Bauðará Símar 15812 - 3290». Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar. Varahús, Varatappar. S.jálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, ge.vmslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, jámrör, 1“ 1V4“ 1%“ og 2“. Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — T rúlof unarhHngar Guðm. Þorsteinssoa gullsmlður Bankastrætl 12. DAföDIL OG ELSKHUGINN 2 Bílskúrinn var kaldur og þar var fýla af steinsteypu og benzíni. Maðurinn hélt fast utan um Daf- fodil. Hún barðist um á hæl og hnakka, en hann sleppti ekki takinu. Hann nam staðar við lít- inn, grænan bíl, opnaði dyrnar með annarri höndinni og henti Daffodil inn. Hann var samt ckki nægilega snöggur í snúningnum. Hún klór- aði hann á kinninni um leið og liún stökk fram hjá honum. pað voru þrjár blóðugar rispur eftir allri kinninni. Maðurinn bölvaði og tók um kinnina með hend- inni. Daffodil þaut fram hjá honum og undir næstu þrjá bíla. Svo faldi hún sig undir svörtum bíl. Maðurinn gekk nær. Hann var alltaf að bölva og ragna. Daf- fodil malaði ánægjulega. Maðurinn beygði sig og leit undir alla bílana. Hann kom að svarta bílnum. — Ég sé þig þarna, nornin þín! öskraði hann. Bíddu þangað til að ég næ í þig og þá skal ég rífa hverja kló af þér. Hann tygði sig undir bíl- inn og eftir Daffodil. Hún klóraði hann í handar- bakið og þaut út í hinn enda bílskúrsins. Þegar Sylvia kom heim, sagði maurinn. — Það var gott að ég gat losað þig við köttinn. Hann varð óður. Sjáðu framan í mig. Eftir stutta stund hefði hann ráðist svona á þig. Það er ekki hægt að hafa svona dýr í hús- inu fremur en ljón eðá tígrisdýr. Það var gott, að ég losnaði við hann. En Sylvia grét. Henni þótti leitt að sjá, hvernig maðurinn var útleikinn og hún batt um sárin. En hún grét svo mikið að við lá að hún gæti ekki fest um- búðirnar á. Hún var að hugsa um Daffodil, veslings, köldu og hungruðu Dafodil eins úti á göt- unum um vetur. Dafíodil að stcla úr öskutunnu í fátækrahverfum. Hóp af öskrandi götudrengjum á liælum Daffodil. Jafnvel maðurinn-fór hjá sér og þegar þau voru háttuð, sagði hann: — Hættu nú að grenja. Ég skal lofa þér því, ef þú hætt- ir að væla, að ég skal gefa þér kettling, þegar við flytjum upp í sveit. Mér er ekkert illa við kettlingana. Þeir eru sætir. Það eina slæma við kettlingana er að þeir verða kettir. Og maður- inn hló að sínum eigin brand- ara. En Sylvia hló ekki. Hún var að hugsa um Daffodil, hrædda og einmana. Daffodil, sem þekkti ekkcrt umhverfi nema í- búðina og ekkert annað en ást. Á meðan bcið Ðaffodil í bíl- skúrnum þangað til að það varð dimmt. Hún hafði stigið í olíu- poll og eytt miklum-tíma í að sleikja af sér olíuna. Það var hálf ógeðslegt, en Daffodil var snyrtileg. Þá fór hún að útidyrahurð- inni og beið þangað til að ein- hver þurfti að fara inn. Svo beið hún eftir lyftunni. — Halló, Daffodil, sagði lyftu- stjórinn. — Hvað ertu að gera ein úti svona seint? Ætlarðu á þriðju hæð? Hún sat í lyftunni, fór út á þriðju hæð og gekk að íbúð nr. 320. Maðurinn var enn þá þar inni. Hún fann lyktina af honum gegn- um dyrnar. Hún hafði óttast að hann væri þar enn, en hvað gat hún farið annað en heim? Það var einmanalegt á stiga- pallinum. Einmanalegt að sitja fyrir utan lieimili sitt og kom- ast ekki inn. Fólk í kvöldfötum kom fram og hló hátt. — Þarna er köttur! hrópaði einn. — Vantar ykkur kött? Komdu kisa, kis-kis! DaffodiL snéri baki við þeim. Lyftan kom og tók fólkið með sér. Það var ekki hægt að sitja þarna. Ef hún gat eekki farið inn í sitt eigið hús, varð hún að leita annað. Daffodil fór að næstu í- búð. Númer 321. Hún stakk lopp- unni undir hurðina og mjálmaði. Maður opnaði dyrnar. Ókunn- ur maður, hann hét víst Blake. — Hjálpi mér hamingjan, sagði hann. — Ég hélt að ég heyrði of- heyrnir. Síamsköttur — og það hreinræktaður. Ertu týnd? Viltu koma inn fyrir? Daffodil gekk inn. Hún sett- ist á stólinn og mjálmaði. Blake átti afgang af lifur og niður- soðna fjólk og Daffodil borðaði. sleikti sig alla og mjálmaði. — Áttu hvergi heima? spurði Blake. Hún lokaði augunum. — Þá ertu velkomin, sagði Blake. — Gott að fá þig. Ég er stundum einmana. Og hann klóraði Daffodil bak við eyrað. Seinna fann hann kassa og setti peysu í liann til að hún gæti sofið þar. Kassinn var of lítill og hún var vön að sofa hjá Sylviu, en hún tróð sér kurteislega oían í hann. Eftir að allir voru sofnaðir fór Daffodil í baðherbergið. Hún vissi, að hún átti heima liinum megin við þilið. í baðherberginu eru pípur og leiðslur og þar berst hljóðið vel. — Mjá, söng Daffodil góða stund. Svo fór hún í kassann sinn og sofnaði. Næsta morgun, í næstu íbúð, sagði maðurinn við Sylvíu: — Mig dreymdi að ég heyrði bölv- aðan köttinn þinn mjálma í nótt. Augu Sylviu fylltust af tár- um. — Byrjaðu nú ekki aftur, öskr- aði hann og henti pentudúknum á borðið. Næsta morgun sagði hann: — Ertu viss um að þú felir bölv- aðan köttinn ekki einhvers stað- ar hérna? Sylvía, sem hafði leitað um allt, hristi höfuðið, döpur í bragði. Þriðja morguninn sagði hann: Ég verð víst að leita til sálfræð- ings. Ég heyrði þennan skoll- ans kött mjálma á hverri nóttu. — Ég vildi óska að þú gerðir það, sagði Sylvia. Hún tók pillur til að sofa og heyrði því aldrei neitt. — Ég vildi óska þess. — Þetta er nóg, sagði maður- inn. — Ég vil ekki heyra á þenn- an kött minnst íramar. Heyrirðu það, Sylvía? Aldrei aftur. Að syrgja heimskan kött. Maðurinn fór tautandi án þess að kyssa Sylviu í kveðjuskyni. Hann hattinum líka. Daffodil fór af stað. Hvert ætlarðu? spurði Blake og opnaði fyrir henni dyrnar. — Hvar ertu alla daga? Daffodil veifaði skottinu og fór að stiganum. — Þremur hæðum neðar var bíl- skúrinn. Hún beið þar. Þar hafði hún síðast séð manninn. Maðurinn sem gætti bílanna fór að þekkja liana og gaf henni matarbita. Bitarnir voru ekki sérlega lysti- legir, en forfeður Daffodil voru tignaðir sem guðir og hún var dama. Hún gleypi bitana og leyfði honum að strjúka sér með óhreinum höndunum. Stundum steig hún í olíupoll. Þegar frostið kom, varð stein- steypan harðari og hann sár- kenndi til í fótunum. Þegar mað- urinn kom, faldi hún sig undir bíi. Hún virti hann fyrir sér það- an og fjólublá augu hennar virt- ust rauð í myrkrinu. Á nóttunni söng hún í bað- herberginu. Svo þvoði hún sér, svaf og horfði út um gluggann. Blake var góður við hana. Hann kom lieim með uxanýru frá slátr- aranum og hann strauk henni blíðlega. Hún heyrði oft rödd Sylvíu handan við vegginn og fótatak hennar á ganginum. Dag nokkurn sagði maðurinn: Ég ætla að kvarta við húseig- andann um bölvaðan köttinn. — Hvernig geturðu kvartað við húseigandann út af draumi? spurði Sylvía. — Þetta er ekki draumur! öskraði maðurinn. — Hvers vegna ætti mig að dreyma sama draum nótt eftir nótt? Þetta er alvöru köttur, það blýtur að vera lifandi köttur og hann er að gera mig brjálaðan. Ég veit ekki leng- ur hvað ég geri. í gær ók ég svisvar yfir á rauðu ljósi án þess að taka eftir því, hvað ég var að gera. Ég hefði getað dá- ið. Sjáðu, hvað hendurnar á' mér titra. Heldurðu að draumur geti gert mig svona? Ég sé ketti alls staðar. Líka þar sem engir kett- ir cru. Hann missti kaffibollann á gólfið og hann brotnaði. Eftir það heyrðu Daffodil og Blake (sem eins og flest fólk heyrði illa) oft grát og hurða- skeili frá næstu íbúð. — Það er leitt, þegar fólk rífst svona, sagði Blake. Finnst -þér það ekki, Fjóla? Hann kall- HARDVIÐAR tlTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.