Alþýðublaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1967, Blaðsíða 2
Kosið í nefndir og ráð á Alþingi Kosið var í allmarffar nefndir, ráð og1 kjörstjórnir á fundi Sam einaðs þings í gær. Frestað var kosningu manna í síldarútvegs- nefnd og stjórn atvinnuleysis- tryggingasjóðs, en aðrar kosning ai< fór eins og lýst er hér á eftir. Norðurlandaráð: Sigurður Bjarna 'son, Matthías Á. Matthíesen, Sig urður Ingimundarson, Ólafur Jó iliannesson og Magnús Kjartans- son. Varamenn: Ólafur Björnsson, Friðjón Þórðarson, Birgir Finns- son, Jón Skaptason og Karl Guðjónsson. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga: Sigurður Óli Ólafsson, Haraldur Pétursson og Halldór E. Sigurðs- eon. Menntamálaráð: Vilhjálmur Þ. Gíslason Baldvin Tryggvason, ilelgi Sæmundsson, Kristján Benediktsson og Magnús Torfi Ólafsson. Varamenn: Sigurður Líndal, Eiríkur Hreinn Finnboga son, Halldór Halldórsson, Jó- hann Hannesson og Sigurður Guð mundsson. Stjórn vísindasjóðs: Ármann Snæ varr, Einar Ól. Sveinsson, Hal dór Pálsson og Páli Theódórsson. Varamenn: Magnús Magnússon, Steingrímur J. Þorsteinsson, dr. Guðmundur Guðmundsson og Björn Þorsteinsson. Þingvallanefnd: Sigurður Bjarna- son, Emil Jónsson og Eysteinn Jónsson. Landskjörstjórn: Einar B. Guð_ mundsson, Björgvin Sigurðsson, Einar Arnalds, Sigtryggur Klem- ensson og Ragnar Ólafsson. Varamenn: Gunnar Möller, Páll S. Pálsson, Jón Ingimarsson, Vil hjálmur Jónsson og Þorvaldur Þórarinsson. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis: Jónas Thoroddsen, Jón Magnús. Sjálfkjörið í Sjó- mannafélaginu Kl. 22.00 þann 20. þ.m. rann út frestur til að skila listum til stjórn arkjörs í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Aðeins einn listi hafði bor it, listi trúnaðarmannaráðs félags ins og urðu eftirtaldir menn, sem Jón Sigurðsson. LIKINGAMAL KRISTINDÓMSINS Kominn er út lítill bæklingur eftir Gretar Fells sem kallast „Líkingarmál kristindómsins” Hann er gefinn út á kostnað höf- vmdarins, prentaður í Prentsmiðju Guðmnndar Jóhannssoriar. Efni bæklingsins er: einfaldar út skýringar á ýmsum atriðurn krist- inna fræða byggðar á dnllryggju viðhorfum. 2 23. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID þann lista skipa því sjálfkjörnir, sem stjórn félagsins fyrir árið 19 68: Formaður, Jón Sigurðsson Kvist haga 1. Vara formaður, Sigfús Bjama- son Sjafnargötu 10. Ritari Pétur Sigurðsson Goðheím um 20. Gjalkeri, Hilmar Jónsson Nes- vegi 37. Vara gjaldkerí, Pétur H. Thorar ensen Hraunbæ 80. Meðstjórnendur: Óli S. Barðdal, Rauðalæk 59. . Karl E. Karlsson, Skipholti 6. Varamenn: Berþór N. Jónsson, Ilörpugötu 7, Sigurður Sigurðsson, Gnoða- vog 66. Leiðrétting: Slökkviliðið í Reykjavík bað blaðið að koma á framfæri leiðréttingu á einu atriði vegna fréttar í Alþýðu blaðinu á þriðjudag um brunaút- kall að Landspítalanum. Þar er orðrétt sagt: „Slökkviliðinu tókst mjög fljótlega að ,ráða niðurlög- um eldsins, enda varð hann aldrei mikill”. Rétt mun hins vegar vera að segja: Aldrei kom til aðstoðar slökkviliðsins við að ráða niður lögum eldsins, enda höfðu iðnaðar mennirnir, sem voru við vinnu, þar sem eldurinn kom upp, slökkt hann þegar slökkviliðið kom á vett yapg; Hlutaðeigandi eru beðnir v.elyirðingar á þessari missögn blaðsins. son, Sveinn Guðmundsson, Þórð- ur Pálmason og Stefán Sigurðs- son. Varamenn: Ingvi Ólafsson, Þorkell Magnússon, Þórður Þórðar son, Kristinn B. Gíslason og Helgi Finnbogason. Yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis:: Guðmundur Karlsson, Guðmund- ur Kristjánsson, Þorkell Hjörleifs son, Björgvin Bjamason og síra Sigurður Kristjánsson. Varamenn: Guðfinnur Magnússon, Ólafur Ó1 afsson, Eyjólfur Jónsson, Gestur Magnússon og síra Jóhannes Pálmason. Yfirkjörstjóm Norðurlandskjördæmis vestra: Elías Elíasson, Sigurður Tryggva son, Sveinn Þorsteinsson, hann Salberg Guðmundsson og Hlöðver Sigurðsson. Varamenn: Eyþór Hallsson, Pétur Jóhannes- son, Kristján Magnússon, Jóhann Jóhannsson og Benedikt Sigurðs- son. Yfirkjörstjóm Norðurlandskjördæmis eystra: Ragnar Steinbergsson, Einar Jónasson, Freyr Ólafsson, Jóhann Skaftason og Þorsteinn Jónatans son. Varamenn: Sigurður Briem Jónsson, Guðmundur Þór Bene diktsson, Sigurjón Jóhannesson, Brynjólfur Sveinsson og Jóhann Hermannsson. Yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis: Erlendur Björnsson, Margeir Þor móðsson, Haraldur Bergvinsson, Lúðvík Ingvarsson og Aðalsteinn Halldórsson. Varamenn: Guðlaug ur Jónsson, Páll Guðmundsson, Guðmundur Vilhjálmsson, Þor_ Framhald 14. síðu. Grein um fisk- veiðar á Islandi í nóvemberhefti brezka rits ins „Fishing News Internation al” birtist ýtarleg grein um fisk veiðar íslands, fiskvinnslu og fiskileit. Greinin er eftir tvo Breta er hingað komu s.l. sum ar og kynntu sér þessi málefni. Greinin er prýdd fjölda mynda af íslenzkum síldveiðiskipum við veiðar og á forsíðu er mynd af skipverjum á m.s. „Sigurpáli GK”. þar sem þeir landa síld um borð í síldarflutingarskipið „Haförninn”. Greinin er í alla staði mjög vel unnin og fylgja henni aug- lýsingar frá íslenzkum aðilum og erlendum sem framleitt hafa þau ýmsu tæki sem hér eru almennt notuð við fiskveiðar. í greininni er m.a. fjallað um þann háa sess er ísl. hafa hlótið í fiskveiðum í heiminum og þá tækni sem þeir hafa til einkað sér í síldveiðum. Þá er mynd og grein um hafrannsókn arskipið Árna Friðriksson, sem nýlega er komið til landsins, fjallað er um fiskimjölsverk- Framhald á 15. síðu. JOSEF SUK LEIKUR A SIN- Næstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói í kvöld undír stjóm Bohdans Wodiczko. Fyrst leikur hljómsveitin hinn bráðskemmti- lega forleik Rossinis að óperunni „ítalska stúlkan í Alsír”. Það var um þennan forieik, sem þekktur brezkur gagnrýnandi sagði einu sinni að hann minnti sig á mann, sem læddist upp stiga að næturlagi og velti þar um Borgundarhólms- klukku á miðri leið, en héldi samt áfram eins og ekkert hefði í skor- izt. Annað verkið á efniskránni er fiðlukonsert Beethovens. Þetta er eitt göfugasta verkið, sem samið í hefur verið fyrir fiðlu og hljóm-' sveit, en sú var samt tíðin, að kon sertinn var talinn óspilandi og of viða venjulegu fólki að hlusta á hann. Einleikarinn í konsetinum er tékkneski fiðlusnillingurinn Jósef Suk. Suk er af frægri ætt tón- listarmanna. Nægir þar að nefna langafann Antonín Dvorák og af- ann, tónskáldið Jósef Suk. Suk er tæplega fertugur að aldri, hann var nemandi, innan við tvítugt, þegar Tónlistarháskólinn í Prag sendi hann sem fulltrúa fiðludeild ar sinnar til annarra landa. Síðan hefur Jósef Suk borið hátt merki tékkneskrar tónmenntar um víða veröld, bæði sem einleikari og för fiðlari í Prag-kvartettinum eða I Suk-tríóinu. Árið 1960 hlaut hann „Grand prix dest disques” fyrir upptökur sínar af verkum eftir Janácek og Debussy. Lokaverk tónleikanna er Kon- sert fyrir hljómsveit eftir pólska tónskáldið Witold Lutoslawski. Konsertinn var saminn á árunum 1950-54 undir sterkum áhrifum frá þjóðlegri pólskri músik og tón list Bartóks, og þykir eitt glæsileg asta verk sinnar tegundar. Lutos- lawski er eitt virtasta tónskáld okkar tíma, um það vitnar margs konar heiðursvottar, verðlaun og medalíur, greinar og bækur, skrif- aðar um hann, beiðni um kaup nýrra verka, frá mörgum löndum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.