Alþýðublaðið - 23.11.1967, Page 8
m
TOGARAR komnir af ’hafi og
lagstir í lognið. Möstur vísa upp
eins og vera ber en stefnan er
niður í bókunum. Þar er hver
botninn niður af öðrum eins og
himnarnir hver upp af öðrum.
En einhvern veginn get ég
ekki að mér gert að finnast
gömlu nýsköpunartogararnir
fegurstir allra skipa. Þrátt fyrir
ryðið, síðurnar hamraðar af ó-
teljandi milljón hleraskellum og
lamstri stórsjóa. Þeir eru mark
aðir sömu rúnum og karlarnir,
sem stigið hafa ölduna á þilför-
um þeirra, sumir allt síðan í
nýsköpun.
í Hafnarfirði er veðursældin.
Sumum verður jafnvel að orði,
að þar sé lognværð yfir mann-
fólkinu. Það er óréttlátur dóm-
ur, því þó að húsin spegli sinn
fríða svip í lognsævinu, er þó
altént eilíf bræla í bæjarstjórn-
armálum og yfirleitt öllum þeim
málum þar sem nýtízku vinnu-
vélum verður ekki komið við.
En það er vissullega fleira
fallegt í Hafnarfirði en togararn
ir. Til dæmis er fátt fríðara en
hvtítur trillubátur ó lognbáru,
ekki nema það væru tveir 'hvít-
ir trillubátar á lognbáru. Þeir
eru líkastir svönum. Þeir spegl
sig í gárunum og hugsa: ,Sjáum
til: Lítið hefur mér farið aftur
síðan í fyrra. Súðin er hvít og
gljáandi, nema að þama er svo-
lítil skella í einu borðinu. Lík-
lega síðan ég slitnaði upp í
vetur og lagðist á ótætis linull-
unginn í fjörunni. Eiginlega er
ég hissa á að kallinn skuli ekki
vera búinn að kippa mér í land
og klína á þetta. Kannski iætur
’hann verða af því núna undir
veturinn!"
Svo geispar hann værðarlega,
snýr sér örlítið um bólið og kúr
ir sig fastar að spegilmynd sinni.
Til þess að taka mynd af frí-
kirkjunni í Hafnaríirð^ þalrf
vængjaðan ljósmyndara, en slík
ur fótógraf þekkist ekki einu
sinni i útlandinu. Uppáhalds-
-sátmur fríkirkjufólks í Hafnar-
firði hlýtur að vera: „Vor Guð
er borg á bjargi ,traust,“ en ég
er ekkert viss um að sá sálmur
hljómi eins vel í eyrum á fó-
getaskrifstofunni nú til dags.
Oft er talað um þessa og
þessa háborg menningar á hin-
£,23. nóvembec 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ