Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 5
SENDIBRÉF TIL SÉRA JÓNS 23. nóvember 1967. JÓN RÖGNVALDSSON garðyrkjumaður á Akureyri er nýkominn ■ úr Kanadaför, og birtist af því tilefni samtal við hann í Tímanum á mið- vikudag. Kemur hann víða við og hermir margt athyglisvert og fróðlegt, en varla munu allir sam- dóma Jóni um afstöðu hans til annarra ferða- langa. Hann er inntur eftir svari við þessari kaldranalegu spurningu: „Eru ekki ferðalög ís- lcndinga út um ailan heim oft hreinn flækingur?” Jón svarar þessu svo áf bragði: „Vissulega. Hvað erum við að rápa út um allar jarðir, bæði í leiguflugvéium og með skemmti- íerðaskipum? Til d'æmis til suðrænni landa þar sem ekkert er að sjá, sem okkur má' að gagni verða. Fæstir skiljá nokkurt orð af því, sem fólkið talar. Mér skilst, að íslendingar sigli eink- um til þess að verða brúnir á skrokkinn, enda þótt mjög auðvelt sé að verða það hér heima. Sumir fara líka til að stunda næturklúbba eða bara til að bera sig mannalega á dýrustu hótel- unum, þótt þeir svo kunni ekki einu sinni ein- földustu mannasiði.” Hæpin kenning Þetta er hörð kenning, en hæpin. íslendingar fara undantekningalítið í siglingar til að hleypa heimdraganum, sjá sig um í veröldinni og kanna nýjar slóðir. Það er mikils virði fámennri þjóð, sem byggir eyju norður í höfum. Og íslendingar kunna sig yfirleitt erlendis. Mannasiðir þeirra eru engu lakari en framkoma og athafnir ýmissa útlendinga, er hingað koma. Málakunnátta íslend- inga er heldur ekkert bágbornari en gerist og gengur. Þeir eru ferðafærir og frambærilegir í bezta lagi. Jóni Rögnvaldss.vni þykir til um að heimsækja Kanada, en fer háðulegum orðum um þá, sem vilja í Suðurlönd. Mér fannst gaman að ferðast um íslendingabyggðir í Manitoba fyrir tveimur árum, þegar mig bar þangað af tilviljun, og ég gæti sannarlega hugsað mér að koma einhvern tíma aftur á þær slóðir. Þó kysi ég eigi síður að kjmnast við tækifæri Rómaborg, Jerúsalem eða Kairó. Og mig undrar, að áhugasamur og smekk- vís garðyrkjumaður skuli hallmæla öðrum eins lystigörðum og Suðurlöndum. Ég hélt, að vinir blóma og jurta ættu einmitt erindi þangað. Stéttamunur hefur minnkað svo á íslandi, að nú komast fleiri í siglingar en svokallað efnafóik. Það finnst mér vel farið. Verkamenn safna sér gjarnan farareyri á nokkrum árum með iðni og sparsemi, sigla svo loft eða lög út í heim og lifa þar dýrlegt sumar. Ég þekki marga, sem hafa þannig orðið sér úti um ógleymanlegar endur- minningar. Jón Rögnvaidsson má ekki hæðast að slíkum ævintýrum eða telja þau hneykslanleg. Þvílíkt sæmir ekki ágætum manni. Langt yfir skammt Hitt finnst mér hæfa, að hann og aðrir slíkir hvetji íslendinga að kynnast ættjörðinni. Mér blöskrar stundum, hvað landar mínir leita langt yfir skammt að dægrastyttingu og tilbreytingu. Ferðalög koma mjög við þá sögu. Margir þveitast í fjarrar álfur, en hafa aldrei komið á fegurstu staði fróns. Ég veit um Reykvíking, sem er tíður gestur £ Kaupmannahöfn, Lundúnum og New York, en hefur aldrei séð Ásbyrgi, Bjarkarlund eða Hornafjörð. VILJA EKKI VERKFALL Víst hefur mikið munað um starfsemi Ferðafé- lags íslands. Við komumst fjöll og firnindi að vild okkar nú á dögum, en mannabyggðin verður fremur út undan. Ástæða væri að bæta úr því með samtökum og skipulagi. Og þá gætum við tekið skár á móti þeim útlendingum, sem koma hingað í öðru skyni en slæpast fótgangandi með tjald og bakpoka. AthyglisverS hugmynd Jón Rögnvaldsson hreyfir annars hugmynd, sem ég tel athyglisverða. Hann leggur til, að við gef- um Vestur-íslendingum höfuðból og helzt eitt í hverjum landsfjórðungi. Þannig myndu takast náin samskipti með íslendingum í Vesturálfu og heimaþjóðinni. Mér finnst, að stjórnarvöldin ættu að gefa þessari tillögu gaum. Ýmislegt fleira þyrfti að gera í því skyni að efla tengslin við íslendinga vestan hafs. Mest myndi um það muna, ef beinar flugsamgöngur hæfust milli íslands og Kanada. Rætt hefur verið, að Loftleiðir fengju rétt til að lenda flugvélum í Winnipeg, en ekki veit ég, hvað því máli líður. Ef af því yrði, myndi það valda tímamótum í samskiptum íslendinga. Okkur ber að muna, að ýmsir Vestur-íslending- ar líta á ættjörðina austan hafsins sem óskaland. Þeir eiga kröfurétt á fulltingi okkar við að varð- veita og ávaxta íslenzka menningararfinn. Skemmtilegt rannsóknarefni íslenzki kennarastóllinn við Manitobaháskóla er virki_íslenzkri tungu og menningu í Vesturheimi. Finnbogi Guðmundsson og Haraldur Bessason hafa unnið frábært starf með kennslu sinni þar og þátttöku í félagslífi Vestur«íslendinga. Þjóðar- brotið vestra týnist ekki í mannhafið næstu ára- tugi. Ég ætla, að því verði enn góðrar framtiðar auðið. Málfar Vestur-íslendinga væri skemmtilegt rannsóknarefni. Færi vel á því, að kunnáttumað- ur ynni að athugun þess og kæmi niðurstöðum sínum á framfæri. Þá myndi sitthvað fróðlegt sannast. Loks væri okkur skylt að gefa gaum bókmennt- um Vestur-íslendinga á ensku. Þær munu for- vitnilegri en margan grunar og eru þáttur ís- lenzkrar menningar, fjalla um íslenzk örlög og rekja íslenzka sögu. Gagnkvæmar heimsóknir Að síðustu skal rifjað upp, að gagnkvæmar heimsóknir íslendinga beggja megin liafsins efla tengsli þjóðabrotanna í ríkum mæli. Gegnir furðu, að þær gerast sjaldgæfari en fyrrum var, cf undan eru skildar hópferðir Vestyr-íslendinga heim til fróns. Fræðimenn og rithöfundar heiman af íslandi þurfa að leggja leiðir sínar á slóðir landa vestra, l alda fyrirlestra, lesa upp og efna til persónu- legra kynna. Sú starfsemi kostar að vísu fé, en við getum ekki horft í þann kostnað. Ógleymanlegt er, þegar vestur-íslenzki bóndinn kemur heim af akrinum vor eða haust og þylur utan bókar ljóð Jónasar, Stefáns, Gríms og Einars. Því ævintýri má ekki ljúka. Unga fólkið af ís- lenzkum ættum vestra myndi fagna slíku samfé- lagi við Davíð, Stein, Tómas og Snorra, og eru þó aðeins fáir nefndir. Ríki íslenzkrar hugsunar gæti verið sýnu víðlendara en er, og virðist ekkert áhorfsmál að nema henni land í Vesturheimi, því að þangað liggja héðan djúpar rætur. Helgi Sæmundsson. Eftirfarandi samþykkt var gerð á trúnaðarmannaráðsfundi í Verzl unarmannafélagi Reykjavíkur 18. þ.m.: Stjórn og trúnaðarmannaráð V.R. ályktar að með tilliti til at- vinnu- og efnahagsástands þjóðar innar sé varhugavert að efna til verkfalla að svo stöddu. Lýsir stjórn og trúnaðarmannaráð sig fylgjandi afstöðu formanna félags ins innan 12 manna samstarfsnefnd ar ASÍ og BSRB eins og hún birtist í sameiginlegri fréttatilkynningu ríkisstjórnar íslands og samstarfs nefndarinnar. Það er álit stjórnar V.R. að vegna hinna miklu áfalla, sem ís- lenzka þjóðin hefur orðið fyrir á yfirstandandi ári vegna aílabrests ótíðar og verðhruns á erlendum mörkuðum, sem talið er að rýri gjaldeyristekjur þjóðarinnar um 1500-2000 millj. kr. eða V6 miðað við fyrra ár og hefur í för með sér mikla rýrnun þjóðarteknanna, þá sé óhjákvæmilegt, að þegnarn- ir verði að axla þyngri byrðar en fyrr, jafnframt því sem rík áherzTa verði lögð á aukin sparnað í rekstri hins opinbera. Hins vegar verður að tryggja að hinum auknu byrðum verði jafnað sem réttlátast niður á þjóð félagsþegnana. Áherzlu ber að leggja á að á- framhaldandi viðræður eigi sér stað milli ríkisstjórnarinnar og' launþegasamtakanna um ákveðnar leiðir til að mæta þeim vanda, sem nú blasir við og treystir stjórn og trúnaðarmannaráð V.R. á að þær beri árangur. Stórversnandi afkoma þjóðar- búsins gerir stöðu launþegans tví sýnni, annars vegar með tilliti til viðunanlegri afkomu og hinsV. Framliald á 15. siðu. Samþykktir vinnuveitenda Sameiginlegur fundur stjórnar Vinnuveitendasambands íslands og fulltrúa frá deildum þess, hald- inn i Reykjavík, 22. nóvember 1967, ályktar eftirfarandi: 1. Fundurinn telur afkomu at- vinnuveganna á þessu ári svo slæma, að stórfelldar róðstafanir þurfi að gera þeim til bjargar, svo að komizt verði hjá áfram- haldandi samdrætti og stöðvun. Fyrirsjáanleg 25-30% lækkun á heildarverðmæti framleiðslu sjávarafurða árið 1967, miðað við árið 1966 og gengislækkun sterl- ingspundsins, ætti að gera öllum ljóst, að róttækra ráðstafana er þörf nú þegar. 2. Fundurinn vill eindregið vara stéttarfélögin við því að fylgja fram með verkföllum auknum kröfum á hendur atvinnuvegunum, þar sem vitað er, að vinnuveit- endur geta ckki aukið útgjöld sín hvorki með kauphækkunum, né á annan hátt. Verkföll nú myndu stórlega auka á þann vanda sem við er að etja, og valda frekari kjara- skerðingu en þegar er orðin. Myndu verkföll nú án efa verða langvinn, rýra verulega þjóðar- tekjurnar, og þar með afkomu allra landsmanna. 3. Fundurinn skorar á stjórnar- völd að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til að rekstrargrundvöll- ur skapist fyrir atvinnuvegina og þeir fái aðstöðu til áframhaldandi þróunar. Minnir fundurinn á, að mörg fyrirtæki eru þegár komin í greiðsluþrot og hafa stöðvað rekstur sinn. Fundurinn bendir á þá stað- reynd, að til viðbótar ört vaxandi framleiðslukostnaði undanfarandi ára, bæði innanlands, og stórhækk un á ýmsum kostnaði erlendis, t.d. hjá skipafélögum og flugfél- ögum, er meðal kaupgjald verka- fólks í dagvinnu 6% liærra árið 1967 en árið 1966, og eykur þaö að sjálfsögðu á erfiðleika atvinnu- veganna. 4. Fundurinn lýsir þeirri skoðun sinni, að þjóðin geti horft fram til meiri framfara og batnandi lífskjara, ef menn viðurkenna augljósar staðreyndir og axla sam- eiginlega þær byrðar, sem óhjá- kvæmilegar eru til að skapa at- vinnuvegunum rekstrargrundvöll og forða þannig almennu atvinnu- leysi. Sameginlegur fundur stjórnar Vinnuveitendasambands íslands og fulltrúa frá deildum þess, hald- inn í Reykjavík 22. nóvember 1967 varar mjög eindregið við opinber- um aðgerðum til skerðingar á tekjustofnum fyrirtækja og álítur að strangari verðlagshöft en nú eru í gildi, myndu leiða til enn alvarlegri samdráttar og rekstrar- örðugleika hjá íslenzkum fyrir- tækjum en þegar er kunnugt um. i Sameiginlegur fundur stjórnar Vinnuveitendasambands íslands og fulltrúa frá deildum þess, hald- inn i Reykjavík 22. nóvember 1967 beinir þeirri eindregnu áskorun til framkvæmdastjórnarinnar, að hún, ef til verkfalla kemur, taki til rækilegrar athugunar, hvort beita skuli verkbönnum til þess að styrkja aðstöðu vinnuveiteuda í væntanlegri vinnucleilu, og leggi síðan ólit sitt fyrir sambandstjórn- arfund eins fljótt og aðstæður leyfa. 24. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.