Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 8
HÆTTIÐ AÐ HRJOTA! Nýtt undratæki venur fólk af þeim leiöa sið ÞAÐ hefur ekki þýtt mikið að gefa slíka skipun hingað til, en nú er búið að finna upp tæki sem á að geta vanið fólk af þess- um óvana. — Þau eru ekki fá hjónaböndin sem farið hafa for görðum af því annað hjónanna — oftast eiginmaðurinn — hraut svo geipilega, að hitt lá andvaka hálfar og heilar næt- ur og bilaði loks á taugum af gremju og þreytu. Það var brezkur geðlæknir, sem útbjó þetta merkilega tæki í samstarfi með tæknimönnum fyrirtækisins Miles Electronics Ltd. í Suður-Englandi. Að svo stöddu er aðeins eitt tæki (þessarar tegundar til, og er það notað til rannsókna og til- rauna, en brátt verður senni- lega ( hafin ' fjöldaframleiðsla á því. Af skiljanlegum ástæðum vilja uppfinningamennirnir ekki lýsa gerð þess of nákvæmlega fyrr en þeir eru öruggir um einkaleyfið á því, en á myndinni sést hvernig það lítur út. Sá hrotgjarni spennir mjúka og létta ól um háls sér áður en hann leggst til svefns, en í ól- inni er lítill hljóðnemi, og frá honum liggja tvær örmjóar leiðslur til tækisins. Frá ;því liggja svo aðrar tvær leiðslur með elektróðum á endanum!, og eru þær festar um annan tlPP- handlegg mannsins eða konUpn- ar sem hrýtur. Þegar kverkijljóð neminn tekur upp hljóðbylgjur frá hrotum, fer rafstraumur gegnum tækið, og elektróðiirn- ar á handlegg mannsins vleita honum létt raflost. Það er ekki svo sterkt að það valdi honum sársauka, þannig að hann vakni, en nógu kraftmikið til þess, að |hann hrekkur eilítið við og hættir að hrjóta. Skömmu síðar 'hefjast hroturnar náttúrlega á nýjan leik, en þá endurtekur þetta sig, og það líður ekki á löngu unz maðurinn venst al- gjörlega af að hrjóta og kemst meira að segja af án aðstoðar tækisins.. Það hefur tekið átta ár að fullkomna þetta tæki, en það ber. líka 100% árangur eftir öll- um tilraunum að dæma. Innan skamms megunj, við eiga von á því á markaðinn og en/ia þótt það verði að líkindum afar dýrt í byrjun eins og flestar tækni- nýjungar, getúm við reiknað með að ,,antí-hrotutækið“ telj- ist fyrr eða síðar til algerigustu og sjálfsögðustu hjálpargagna á hverju heimili. , Líknarstarf ÓVENJULEG starfsemi, sem hafin var og haldið uppi af fámennum hópi hugsjónamanna og mannvina í smáborginni Vorst, neðarlega við Rín, skammt frá hinni auðugu silki borg Krefeld, nefnist „action medeor“. Hlutverk starfseminn ar er að afla lyfja handa hin- um snauðustu á ýmsum stöð um í heiminum, auðsýna bróð urkærleika og veita áþreifan- lega aðstoð í fullkomnum efnis hyggjuhcimi. Þótt „action medeor" hafi verið hafið af fáeinum hópi, eru þeir orðnir býsna margir, sem leggja þar hönd að verki. Um 70 smálestir lyfja og hjúkr unargagna hafa þegar verið sendar til sjúkra og snauðra á ýmsum stöðum í Afríku, As íu og Suður-Ameríku, og hvergi er farið í manngreinarálit vegna litarháttar manna, þjóð_ ernis eða trúarbragða. „Action medeor“ hefur heldur ekki hirt um fjandskap vissra stofnana, sem hafa að ástæðu lausu búizt við óþægilegri sam keppni. Samkeppnisöfund við að veita og sýna bróðurkær- leika? „Vorstvinahringur" dr. Ernsts Bökels — stofnanda sam takanna — hefir þegar fengið að kynnast hleypidómum og gagnrýni af ýmsu tagi. Þegar þessi samtök leituðu á sínum tíma sambands við önn ur samtök og stofnanir, sem action-medeor fyrir voru, bar það því miður ekki tilætlaðan árangur. Starfs reglur „action medeor" lögðu áherzlu á, að innan vébanda samtakanna gætu starfað menn af öllum trúflokkum. Brú bræðralagsins reyndist þá lok- uð af alls konar skilyrðum. Þeim mun meiri gleði hefir það þá vakið, að trúboðsstöðvar tveggja mótmælendasamtaka taka reglulega við lyfjasending um, sem dreift er áfram. En þrátt fyrir slíka erfið- leika hafa samtök dr. Bökels haldið starfinu áfram af dugn, aði og þrákelkni. Þetta fólk taldi mest um vert, að mikil þörf var fyrir starfsemi sam- takanna í ýmsum vanþróuðu landanna. Lyfjabirgðir þær, sem berast, eru því flokkaðar eftir einkar einföldum reglum og sendar áfram til fólks, sem er bæði kristið, múhameðstrú- ar, búddatrúar eða hindúatrúar. Lyfsalar hinna fátæku hafa tök á að gefa lyf við taugaveiki, blóðkreppusótt, mýraköldu, holdsveiki, já, eiginlega hverj- um hugsanlegum sjúkdómi, og þeir veita hinum þjáðu hjálp, án þess að spyrja um sjúkra samlagsskírteinij, sjúkiratrysg- ingar eða hvort viðkomandi hafi eitthvað fémætt til að borga aðstoðina. „Action medeor" hefir nú samband við hvorki meira né minna en 720 lækna og sjúkra „MORGUNSTUND gefur gull í mund“ eru þau orð sem koma í hug sálusorgara, þegar þeir jarð syngja bakara þessa lands. Er það þessi gullstund morg- unsins sem villir forráðamönn- um þessa lands sýn, er þeir taka fyrir verðlag. á brauði, — vörum til almennings í þessu landi? Að sjálfsögðu er það hagstætt neytendum að verð á hinu al- menna brauði sé sem lægst, en þegar neytendur eru farnir að spyrja bakarann á 'hvern hátt hægt sé að reka brauðgerð með Ihinu lága verði á brauðum, og bera það saman við verðlag á hrámeti, svo sem kjöti og fiski og grænmeti, svo ekki sé talað um þessar vörur soðnar eða steiktar fyrir neytendur, er ekki nema eðlilegt að bakarar láti í ljósi undrun sína yfir hinni , grófu afstöðu sem forráðamenn HVE GJA landsins hafa sýnt bökurum ; undanförnum árum, með því a< þrykkja niður verðlagi á brauð. vöru — svo neðarlega að sann gjörnum skoðunum almennings á verðlagi brauða ofbýður. Aðstaða bakara er sérstæð sökum þess að lagerfyrirkomu lagi er ekki hægt að beita brauðgerðum — almenningur vill fá brauðin bökuð að morgn hvers dags — við þessar kröf. ur hafa brauðgerðir reynt aí standa og tekizt að mestu leyti Til þess að svo megi verða ei fótaferðatími þeirra er vic brauðgerð vinna kl. 5 a? morgni. Yiðurkenndur næturvinnu tími er sá tími sem komið ei til vinnu fyrir kl. 7 að morgn — til þess að ný brauð geti kom ið í búðir kl. 8.30 að morgni ei g 24. nóvember 19.67 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.