Alþýðublaðið - 24.11.1967, Side 14

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Side 14
Japanskur Kæknir telur sig hafa fundið ráð til að lækna þvínær alla sjúkdóma sem hrjáð geta mannkynið. DR. HARA heldur um handfangið sem setur tækið í gang og hieður sjúklinga hans með háspenntu stöðurafmagni. ÞAÐ er íburðarmikil sjón að sjá sjúkling í „hásæti heilbrigðinnar". Þessi maður heitir Ryoichi Sas- agawa. Hann þjáðist af alvarleg- um lifrarsjúkdómi, en telur sig miklu betri síðan hann fór að ganga til dr. Hara og láta „hlaða" sig. MARGVÍSLEG ráð hafa ver- ið fundin gegn hinum ýmsu sjúkdómum sem herja á hrjáð mannanna börn, og hversu fjarstæðukennd sem sum þeirra kunna að virðast eru alltaf einhverjir sem telja sig hafa fengið bót meina sinna með þeim. Jurtaseyði, heilsudrykk. ir af öllu tagi, segularmbönd, hljóðbylgjur, handaálagning, helgir brunnar og heilagar lind ir... og nú síðast „hásæti heil- brigðinnar". Dr. Toshiuki Hara er jap_ anskur læknir sem hefur fund ið upp þetta galdratæki er liann telur geta læknað alla sjúk- dóma. Það eru rafmþgnaðir stólar og pallar sem hann læt- SJÖ sjúklingar bíða þess að fá smávægilega „hleðslu" sem undir- búning sjálfs „hásætis heilbrigð- iíinar". Þeir verða að fara úr skón um á meðan, svo að sambandið náist fyllilega. > sjúklingana sitja á, og aðferð- ina nefnir hann „að setjast i hásætí heilbrigðinnar“. Um það bil áttatíu sjúkling ar láta „hlaða“ sig á hverjum degi og segjast finna greini. leg batamerki, sumir telja sig albata orðna. Það var árið 1925 sem dr. Hara fékk fyrst þessa hugmynd. Hann var þá að lesa læknis- fræði við háskólann í Naga- saki og rakst á grein í þýzku læknatímariti þar sem sagt var frá einkennilegri uppgötvun: að fólk sem býr undir háspennu leiðslum er hér um bil alltaf stálhraust og kennir sér einsk is meins. í greininni var ekki reynt að skýra fyrirbrigðið nán ar, en ungi japanski stúdent inn komst strax að þeirri niður stöðú, að það hlyti að stafa af því, að þetta fólk lifði mik V inn hluta ævi sinnar á svæði þar sem óvenju mikið stöðuraf magn væri að finna. Hann ákvað að gera tilraunir og rannsaka hvaða áhrif há- spennt stöðurafmagn hefðj á mannslíkamann. í því augna- miði vann hann þrjú ár að smíði tækis sem gat hlaðið lík ama manns upp í milljón volta stöðurafmagn. Affalerfiðleilfc'arn ir voru í því fólgnir að sanna kenninguna, því að enginn lif- andi maður þorði að lááta lileypa svona sterkum straumi gegnum líkama sinn. Dr. Hara sannaði með tilraunum á dýr_ um, að straumurinn gat ekki skaðað neinn, en fólk daufheyrð ist við skýringum hans. Raf- magn er nú einu sinni raf- magn, og því fleiri volt, þeim mun hættulegra er það —. eða svo héldu menn. Á endanum tókst dr. Hara að finna manneskju sem ekki var hrædd. Það var móðir hans, heilsutæp gömul kona. Hún varð fyrst til að setjast í „hásæti heilbrigðinnar“ og láta hlaða sig. Það tók aðeins fáeinar sekúndur, en toún full- yrti, að sér liði strax betur.3* Þegar hún hafði fengið hleðsl ur I viðbót sagðist hún vera orðin fullfrísk. Og dr. Hara hóf tilraunir með fleiri. Árið 1960 taldi hann sig hafa sannprófað kenningu sína, og þá skrifaði hann dokt- orsritgerð um þessa nýju lækn isaðferð. Hann fékk leyfi t’l að taka sjúklinga til meðferð ar á Hakuju-spítalanum í Tó- GJAFABREF PRÁ SUNDLAUQARSJÓBI SKÁLATÚNSHBIMILKIPID kíó. Og nú kom áttatíu manns á dag til að láta hlaða sig. Hvort aðferð dr. Hara á eft- ir að ná útbreiðslu um heim- inn, er ekki gott að segja, en hún virðist að minnsta kosti ekki gera neinum illt, og marg ir fullyrða, að þeir hafi hlot- ið fulla bót meina sinna með því að setjast í „hásæti heil_ brigðinnar". HTTA BRÉF ER KVITTUN, EN >6 MIKIU FREMUR VIÐURKENNING FYRIR STUDN- ING VIÐ GOTT MÁLEFHI. BMUAVlK, P. 19. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu HARDVIÐAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA | Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 n HÁSÆTI HEILBRIGDINNAR" 24. nóvember 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.