Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Blaðsíða 9
"íVorst í Vestur-þýzkalandi hús utan Þýzkalands, þar á me3 al 75 trúboðsstöðvar, og all'r eru þessir aðilar 1 hinum svo_ nefndu vanþróuðu löndum. Samtökunum berast mánaða.r- lega 220-250 vættir alls konar lyfja, og má segja að um 25 myndarlegar sendingar komi á degi hverjum. Þetta eru pillur, töflur, skammtar og belgir, er berast úr hinum óþrjótandi sýn ishornasendingum, sem lyfja. verksmiðjur senda læknum og sjúkrahúsum til kynningar á framleiðslíi sinni. Um 70% af heildarmagninu, sem menn viða að sér í Vorst, eru fengin með aðstoð fólks, sem bundizt hef ir samtökum, sem það kallar „action 365“, en það aflar sýn ishornanna hjá læknum og lyfjaverzlunum, en 10-12% eru gjöf frá lyfjaverksmiðjum beint. Þegar sendingar berast til Vorst, eru þær teknar til flokkunar og athugunar, og er það starf unnið af 25 hús- mæðrum og ellistyrkjum fyrir lág laun, en um 40% allra send inga, sem að berast, teljast ó- nothæfar af ýmsum sökum. í sumum tilfellum er endingar_ tími viðkomandi lyfja útrunnin eða lyfið þolir ekki hitabeltis- hita, þá hafa umbúðir skemmzt á sumum og innihaldið orðið fyrir tjóni. En „action medeor" sendir frá sér fleira en það eitt, sern þannig safnast. Samtökin nota það fé, sem þeim berst, til að kaupa ýmis konar lyf, einkum ýmis sérlyf til notkunar við hitabeltissjúkdómum. Eru aðal efnin keypt í heildsölu, en sér stakt fyrirtæki sér um að gera úr þeim pillur eða belgi, eftir því sem hentugast er eða nauð synlegt. Meðal þeirra lyfja, sem þar er um að ræða, eru ýmis, sem notuð eru við holdsveiki og mýraköldu, en auk þess eru töflur gegn inflúensu, bandorm- um og berklum. Sending á „medeor“lyfjum fer fram sam- kvæmt tilmælum lækna og ’sjúkrahúsa, sem hafa þörf fyr ir slíkt en ekki fé til greiðslu. Hins vegar verða viðtakendur að standa undir sendingarkostn aði. Meðal þeirra landa, sem fá að staSaldri lyífjasendingar frá samtökunum, eru Nýja- Gí- nea, Brazilía, Kongó, Suður- Afríka, Ghana, Tanzania og Hong Kong. Byrjunin á þessu mikla líkn arstarfi var fólgin í bréfi, sem barst á sínum tíma frá sjúkra skýli í bænurn Levobela á eynni Plores, sem er í Indónes íu. Þar sagði meðal annars svo: „Við erum sannarlega þreytandi. Þar komum við með beiðni um lyf. Allt er uppurið. Við eigum ekki fleiri vítamin sprautur, enga augndropa, hósta- eða kveftöflur, súlfóna. mídefni, plástur, berklatöflur, skyrbjúgsáburð, lyf við mýra- köldu . . “. Dr. Bökels fékk þetta bréf í hendur, og þar með var „action medeor" tekin til starfa. Nú er svo komið, að 120-130 bréf berast í hver.ium mánuði og er svarað. Þann 8. ágúst síð astliðinn barst til dæmis eftir farandi frá Púsan í Suður-Kór eu: „Þótt ég geti sagt, að ég sé ekki tilfinningamaður, gnt ég ekki annað en komizt við, þegar ég opnaði böggulinn frá ykkur. Ég grét af gleði og fcg inleik. Það er svo algengt, sað við útfyllum umsóknareyðublöð til að reyna að verða fátæklini* um í Pusan að liði, en þarna barst sendingin frá ykkur án þess að um væri beðið. Og þar sem þetta hefir allt ver- ið flokkað og því, sem ónothæft er hefir þegar verið fleygt, gat ég afhent þetta strax til notk unar. Hjúkrunarkonan varð mjög glöð. Ef þið hefðuð bara getað séð, hvernig augu henna” liómuðu, þegar hún kom öll’i fyrir á réttum stað, munduð þið telja það ríkuleg laun fvr ir hjálp ykkar. Þeir fátækling ar, sem hafa ekki efni á að afja sér evrópskra lyfja, geta nú fengið þau, og gleði þeirra mun verða takmarkalaus. í Pusan er fátt efnamanna, og þeir mundu fúslega greiða mik ið fé fyrir ýmis þeirra lyfja, sem við höfum eignazt með Framhald á 15. síðu. RS EIGA BAKARAR AÐ LDA I ÞESSU Landi? í næturvinnutíminn notaður til 5 brauðgerðar, en slíkt kippir eðli . legum rekstrargrundvelli frá skráðu brauðverði. Framleiðsla á brauðum er fyrirferðarmikil og krefst dýrra véla, stórra ofna og útheimtir mikið rafmagn auk fagmanna — eðlisfyrirferð í brauða 6r mikil miðuð við verð iþeirra og annarra matvara og i umbúðakostnaður í algjöru há- . marki. Ofan á þetta bætist svo 5 krafan um daglega nýbökuð brauð, sem liefur í för með sér ' afföll vinnu og efnis í stærri 5 mælikvarðla en ann,arra mat- 5 væla. í háþróuðum iðnaðarlöndum - ; eru vikulaun iðnaðarmanna tek- r in til grundvallar í verðútreikn i ingi brauða. í löndum, þar sem vikukaup iðnaðarmanna eru kr. lv 2.990,00 (ísl. kr.J, er franskbraúð kr. 13,00—15,00 pr. stk. eftir gæðainnihaldi — en sérstakur bakstur er með ýmsum verðum. Hér á íslandi eru franskbrauðin á kr. 9,40 pr. stk. og vikulaun frá 3.000,00—4.000,00 pr. viku, svo ekki séu nefnd uppmælingar laun iðnaðarmanna. Með þenn; an samanburð í huga er íslenzk- um bökurum gert allt áð 40% erfiðara fyrir með rekstur og víðhald á brauðgerðum sínúm heldur en bökurúm í nágranna- löndum okkar. Brauðgerðirnar eru m. a. h^ð ar kröfum tveggja afla þ. e. Verðlagsskrifstofunriar annars vegár og borgarlæknisembætt- isins hins Vegar. — Fyrri aðil- inn pressár riiður sém riíinnstán ágóða', en Liinn aðilinri Veitir pð hald brauðgerðum, sem þýðir jút gjöíd. Báðar þessar stofnanir eru góðra gjalda verðar, næðu þær samstöðu um útgjöld er lúta að viðhaldi og nýbyggingu og færðú þær inn í brauðverðið á- samt nauðsynlegum rekstrarút- gjöldum, •— Það verður að telj- ast heppni að eftirlitsménn borg arlæknis hafa að öllu jöfnu reynzt sanngjarnir í mati sínu. Réttlæting á brauðverði þolir enga bið. Bakarar þessa lands bafa staðið af sér skipúlagðá niðúrlægirigu yfirváidanna með hömlulaúsum irtnflutriingi bak- aðrár vöru frá öðrum löndúm og ósanngjörnum • ákvæðum um vorðlag á brauðum. ;,i • .Látum morgupstund gefa.,ön- um stéttum. þessa lands gull í mund. Réykjavík 21. nóv. 1967. Hermann Bridde. Sendisveinn Stúlka eða piltur óskast nú þegar til sendi- ferða hálfan eða allan daginn. Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri Drápuhlíð 14. HITAVEITA REYKJAVÍKUR. ÚTBOÐ Tilboð óskast í hreinlætistæki í hús Öryrkja- bandalags íslands, Hátún 10 Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalags- ins, Bræðraborgarstíg 9. Tilboðin verða opnuð á sama stað 18. desenr ber 1967 kl. 10,30 f. h. Öryrkjabandalag íslands. ÚTBOÐ Tilboð óskast í eldhústæki í hús Öryrkjabanda lags íslands, Hátún 10, Reykjavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu bandalags- ins, Bræðraborgarstíg 9. Tilboðin verða opnuð á sama stað 18. desem- ber 1967 kl. 11 f. h. Öryrkjabandalag íslands. Yfirljósmóðursfaða Staða yfirljósmóður við Fæðingardeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Laun samkv. 18. flokki Kjaradóms. Staðan veitist frá 1. marz 1968. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjómarnefndar ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 1. febrúar 1968. Reykjavík, 22. nóvember 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Auglýsing varðandi gin- og klaufaveiki Vegna þess að gin- og klaufaveiki hefur náð mikilli útbreiðslu á Stóra Bretlandi er sam- kvæmt heimild í lögum nr. 11/1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki bannaður innflutning ur á fóðurvörum þaðan. Ennfremur er fyrst um sinn lagt bann við því að nota matarleifar og sláturafurðir hvers kon ar til gripafóðurs, sbr. lög nr. 124/1947. Brot gegn banni þessu varðar sektum. Landbúnaðarráðuneytið, 22. nóv. 1967. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 M. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.