Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 8
Stjórnarandstaðan hefur flutt
tillögu um vantraust á ríkis-
stjörnina. Fyrstu viðbrögð mín
við þessari tillögu eru þau, að
mig langar til að lýsa trausti á
dómgreind íslendinga, á dóm-
greind ykkar, sem mál mitt heyr
ið. Oft er sagt um íslendinga,
að þeir séu gáfuð þjóð og mennt
uð. Einkum er það haft á orði,
að þeir séu bókmenntaþjóð. En
ég vil einnig mega treysta því,
að þeir hafi heilbrigða dóm-
greind á efnahagsmál, að þeir
geri sér ljósar mikilvægar stað-
reyndir og kunni að draga af
þeim réttar ályktanir. Hvaða ís-
lendingur veit ekki, að mikið
verðfall hefur orðið á útflutn-
ingsvörum landsmanna? Hvaða
íslendingur veit ekki, að afíi
hefur brugðizt? Hvaða íslending
ur veit ekki, að gjaldeyrisvara-
sjóðurinn hefur minnkað um
næstum helming á einu ári? Og
hver er sá íslendingur, sem held
ur, að þetta þurfi engin áhrif
að hafa í íslenzku þjóðlífi?
Auðvitað hafa þeir hlutir ver
ið að gerast í efnahagsmálum
íslendinga, að hagur þjóðar-
heildarinnar hefur farið mjög
veþsnandi. ’Þess vegna hljóte
lífskjör okkar allra að rýrna í
bráð. Um þetta getur enginn
ágreiningur verði meðal skyn-
samra manna. Um 'hitt getur
menn að sjálfsögðu greint,
hvernig bregðast eigi við þess-
um vanda. Það má gera með
ýmsu móti. Ríkisstjórnin hugð-
ist fyrst reyna að leysa vandann
án þess að breyta gengi krón-
unnar. Hún vissi, að það mundi
verða erfitt. En hún vissi líka,
að gengisbreytingin er svo við
urhlutamikil ráðstöfun, að til
hennar á ekki að grípa, nema
hún sé talin brýn nauðsyn.
Þegar gengi sterlingspunds-
ins var læíkkað og gengisbreyt-
ing krónunnar varð óhjákvæmi-
leg af þeim sökum, þótti ein-
sýnt, að skynsamlegt væri áð
hætta vlð fyrri fyrirætlanir um
lausn á efnahagsvandamálunum
og freista þess að leysa þau með
því að hafa gengislækkunina
nokkru meiri en svaraði til
lækkunar sterlingspundsins. í
þessu sambandi var það veiga
mikið atriði, að gengislækkun-
arleiðin gerði kleift að verða
við óskum launþegasamtakanna
um hækkun verðlagsuppbótar á
laun 1. desember næst komandi.
Fyrri fyrirætlanir ríkisstjórnar-
innar voru við það miðaðar, að
kaupgjald héldist óbreytt 1. des
ember. En hætta var á, að til
víðtækra verkfalla kæmi, ef
kaup hækkaði ekki 1. desember.
Gengislækkunin gerði kaup-
hækkunina mögulega. — Og
nú hefur verkföllunum verið af
lýst og vinnufriður verið tryggð
ur, m.a. af því, að gengislækk-
unarleiðin var farin.
í sambandi við þessa atburði
alla hefur undanfarnar vikur
ýmislegt sögulegt gerzt, s^m
varpar athyglisverðu ljósi á
stjórnmálaflokka og stjómmála
menn. Á síðast liðnu sumri fóru
fram kosningar til Alþingis. Þá
fékk þjóðin tækifæri til þess
að láta í ljós traust sitt eða van
traust á stjómmálaflokkum, á
þeirri ríkisstjórn, sem setið
hafði að völdum, á þeirri stjórn
arandstöðu, sem andspænis
stóð. Úrskurður þjóðarinnar
var traust á rikisstjórnina, van
traust á stjórnarandstöðuna. Rík
isstjómin hélt meiri hluta sín-
um, í þriðja sinn. Aðal stjórnar
andstöðuflokkurinn, Framsókn-
arflokkurirm, tapaði þingsæti.
Þetta var lýðræðisleg niður-
staða, fengin að loknum frjáls-
um umræðum í langri kosninga
baráttu.
.*;]( Undu ekki úrslitum kosn-
inganna.
Ríkisstjórn, sem er nýbúin
,að vinna kosningar, á að sjálf-
sögffu a<ð fá starfsfrið til þess
að vinna að lausn viðfangsefna
sinna í samræmi við stefnu
sína. Það er grundvallaratriði
lýffræffis og þingræðis, að svo
geti cþðiff. En stjómarandstaff
an á íslandi lítur því miður ekki
þannig á. Það er hiff alvarlega,
sem verið hefur að gerast bak
viff tjöldin undanfarnar vikur.
Það, sem í raun og veru hefur
verið aff gerast er, aff sfcjómar-
andstaffan hefur neitaff að við
urkenna niðurstöffu kosning-
anna í sumar, þá niffurstöðu
kosninganna, að núverandi rík-
issVórn eigi að fara áfram meff
völd, Þegar stjóranrandstöff-
unni tókst ekki að hnekkja
meiri hluta ríkisstjórnarinnar
í kosningrunum og koma henni
frá völdum mefff Þeim hætti, tók
hún upp nýja bardagaaffferff tii
þess að koma henni frá. Með
hliffsjón af hinum miklu efna-
hagsörðug-Ieikum, sem verðfall
og aflabrestur höfðu valdið þjóð
inni, réri hún að Því öllum ár-
iun , aff verkalýffshreyfingin
efndi til allsherjarverkfalls nú
í desember. Þaff skipti þessa
stjórnmálabraskara engu máli,
hvað slíkt verkfall kostaffi Iaun
þegana, þaff skipti þá engu
máli, hverju tjóni þaff ylli þ!óð
arheildinni. Þaff eina, sem
skipti þá máli, var, að erfi{ffleik
arnir yrffu svo miklir, að ríkis-
stjórnin treysti sér ekki til ann
ars en að óska eftir samvinnu
viff stjórnarandstöffuna til þess
að' leysa þá, m.ö.o., aff þeim
yrffi boðin affild aff ríkisstjórn-
inni. Meff misnotkun verkalýffs-
hreyfingarinnar átti þannig aff
knýja það fram, sem ekki hafði
unnizt í nýafstöðnum kosning-
um.
Það þýðir ekkert fyrir leið-
toga fFramsóknarflokksins og
kommúnistaforingjana í Alþýðu
bandalaginu að bera á móti því,
að þetta hafi verið ætlunin.
Það var í margar vikur altalað
meðal þingmanna í stjórnar-
andstöðuflokkunum, að erfið-
leikarnir framundan væru svo
miklir, að ríkisstjórnin kæmist
ekki hjá því, að leita samvinnu
við stjórnarandstöðuna um
lausn þeirra. Og jafnframt þótt
ust þá ýmsir vita, að Eysteinn
Jónsson og Lúðvík Jósepsson
myndu engan kost gefa á sam
starfi um lausn vandans, nema
fyrsta sporið yrði myndun fjög
urra flokka ríkisstjórnar, áður
en nokkuð yrði rætt um úrræð
in. Þá fyrst ætluðu þessir herra
menn að segja, hvað þeir vildu
gera til þess að leysa vandamál-
in, þegar þeir væru orðnir ráð
herrar. Og leiðin til þess að
komast í þessa aðstöðu átti að
vera sú, að magna verkföll og
ringulreið.
Hér er um alvarlega hluti að
ræða. Hér er um það að ræða,
að stjórnmálamenn reyna að
koma sér undan lýðræðislegum
dómi kjósenda méð bolabrögð-
um, með rangindum, sem ekki
aðeins íkosta þjóðarheildina stór
fé heldur kippa í rauninni
grundvellinum undan gildi þing
ræðis og kosninga. Ef mönnum
sem tapa í lýðræðislegum kosn
ingum, á að takast að þvinga
sig inn í ríkisstjórn með verk-
fallsbaráttu, þá er niðurstaða
kosninganna ógild, þá er verk-
fallsvopníð orðið áhrifameira
en kjörseðillinn. Allir hljóta að
sjá, hvert slíkt myndi leiða.
Fleiri flokka stjóm kom til
mála.
Ég er þeirrar skoffunar, aff þaff
hefffi fyllilega getað komiff til
mála, að fleiri flokkar fengju
hlutdeild í stjórn landsins, ef
það' í raun og ve.ru heföi getaff
stuðlað aff Iausn vandamálanna.
En stjórnarmyndun án sam-
komulags um úrræffi í megin-
dráttum gat ekki veriff spor . í
þá átt. Og ríkisstjórnin hefði
brugffizt hrapallega skyldum sín
um, ef hún hefði látið knýja
fram með verkföllum niður-
stöffu, sem átti sér ekki lýðræff
islegar og þingræðislegar for-
sendur. Yerkföll á að leysa á
vinnumarkaðnum, en ekki með
stjórnarmyndun. Sem bétur fer
(kom ekki til verkfalla. En það
var sannarlega ekki Framsókn
arforingjunum eða kommúnista
leiðtogunum að þakka. Ástæðan
var sú, að verkalýðshreyfingin
lét ekki misnota sig, þegar til
kastanna kom. Ábyrgir verka-
lýðsleiðtogar tóku hagsmuni
launþega fram yfir valdastreitu
Framsóknarmanna og kommú-
nista. Framsókarforingjarnir og
kommúnistaleiðtogarnir urðu
fyrir vonbrigðum, þegar verk-
föllunum var aflýst. Tilraunin
til þess að hrekja ríkisstjórnina
frá völdum hafði mistekizt.
Draumurinn um að brjótast upp
í ráðherrastólana, þrátt fyrir
niðurstöðu kosninganna, var bú
inn.
Því miður er þetta ekki í
fyrsta skipti, sem þessir sömu
menn gera tilraun til þess að
misnota verkaljfóshreyfinguna
sér til framdráttar. Hliðstætt
gerðist í raun og veru eftir
næstsíðustu kosningar, haustið
1963. Ríkisstjórnin hélt velli í
þeim kosningum og jók atkvæða
magn sitt. En því átti ekki að
una. Sumarið og haustið 1963
voru uppi vífftækar ráðagerðir
um að knýja fram með verkföll-
um, sem hafði ekki unnizt við
kjörborðið. Þetta olli mikluin
og alvarlegum erfiðleikum. En
einmitt þeir erfiðleikar stuðl-
uðu að því, að verkalýðshreyf-
ingin gerði sér ljóst, hvað 'hér
var um að vera og hvað var í
húfi. Þess végna kom til júní-
samkomulagsins svo nefnda
1964, en með því samkomulagi
var að ýmsu leyti brotið blað
í sögu samskipta ríkisvalds og
verkalýðshreyfingar. Það voru
ábyrgir verkalýðsleiðtogar, sem
að því samkomulagi stóðu. En
það lékiekki á tveim tungum, að
kommúnistaleiðtogarnir og
Framsóknarforingjarnir voru
því algerlega andvígir. Þeir
reyndu fram á síðustu stundu
að koma í veg fyrir að samkomu
lag yrði og leyndu ekki von-
brigðum sínum, þegar úr því
varð. Það voru sömu mennirnir,
sem unnu gegn júní-samkomu-
laginu, og hvöttu til verkfall-
anna nú í desember. Það voru
sömu mennirnir, sem í bæði
skiptin sátu eftir með sárt enn
ið, vonsviknir yfir því, að hafa
ekki getað misnotað verkalýðs
hreyfinguna til þess að veikja
löglega kosna ríkisstjórn og
færa stjórnarandstöðu, sem
RÆÐA GYLFA Þ. GISLASONAR I UTVARPSUM
g 30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ