Alþýðublaðið - 30.11.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Page 9
í útvarpsumræðunum frá Alþingi í fyrrakvöld flutti Gylfi Þ. Gíslason tæSu, sem vakti mikla athygli. Fjallaði hún um þá pólitík, sem fram- sóknarmenn og kommúnistaleiðtogarnir í Alþýðubandalaginu hafa rekið ! stjórnarandstöðu undanfarin ár og reka enn. Fletti Gylfi ofan af því, hvernig þeir hafa látSð pólitíska valdabaráttu ganga fyrir hagsmunum íilþýðunnar. Ræðan er óvenju opinská og á erindi til allra, sem áhuga hafa á íslenzkum stjórnmálum — ekki sízt lausn þeirra vandamála, sem þjóðin er nú að glíma við. þjóðin hefði sýnt vantraust, auk in stjórnmálaítök. Snið&anga reglur lýðræðis- ins. Ég vil hvetja alla þá, sem mál mitt heyra, til þess að hugleiða vandlega, hversu alvarlega hluti hér er í raun og veru um að ræða. Framsóknarforingjarnir og kommúnistaleiðtogarnir eru í sannleika sagt flð sniðganga ’leikreglur lýðræðis, þeir eru að storka þeim meiri hluta kjós- enda, sem hefur hafnað forystu þeirra í frjálsum kosningum. Þeir eru í raun og veru að segja við þennan meiri hluta: Það skiptir engu máli, hvaða ríkis- stjórn þið viljið hafa og hvaða stjórnarstefnu þið viljið láta fylgja. Verkfallsvopnið er svo sterkt, að sé því beitt kröftug lega, þá verður ríkisstjórnin að víkja og kalla á stjómarand stöðuna til hjálpar, þannig fá- um við hlutdeild í völdunum og aðstöðu til þess að fram- kvæma að einhverju leyti okkar stefnu, hver svo sem niðurstaða kosninganna hefur orðið. Hér er að sjálfsögðu um al- gjörlega ólýðræðislegan hugsun arhátt og verknað að ræða. Það er í sjálfu sér ekki undrunar- efni, að kommúnistar skuli hugsa þannig og ' breyta í sam ræmi við það. Þeir hafa' ekki einu sinni i orði ýmsir hverjir fallizt á leikreglur lýðræðis og þingræðis, og telja þau þjóðfé- lög til fyrirmyndar, þar- • sem hvorki ríkir lýðræði né þing- ræði. En hitt hljóta menn að undrast, að leiðtogar Framsókn arflokksins skuli gefa kommú- nistaforingjunum neitt eftir í ákefð sinni við þessa iðju. Það ætti að vera alvarlegt umhugs- unarefni fyrir almenna fylgis- menn Framsóknarflokksins, sem ég efast ekki um, að séu yfir- leitt góðir lýðræðissinnar. Er þeim í raun og veru að skapi, að foringjar þeirra hegði sér eins og þeir gera? Er þeim að skapi, að ekki skuli ganga hníf- urjnn milli Framsóknarforyst- unnar og kommúnistaleiðtog- anna? Er það i samræmi við vilja þeirra, að samtímis því, sem ýmsir verkalýðsleiðtogar í Alþýðubandalaginu taka ábyrga afstöðu og láta ’hagsmuni laun- þeganna ráða gerðum sínum, — en ekki stjórnmálasjónar- mið, þá skuli bókstaflega eng- inn Framsóknarforingi hafa á- huga á neinu öðru en pólitískum. hráskinnaleik og valdabraski. *** Þegar Framsókn er með gengislækkun. Sú vantrauststillaga, sem hér er til umræðu, er í orði kveðnu borin fram vegna þess, áð gengi krónunnar hefur verið lækkað. Fyrsti flutningsmaður hennar er fbrmaður Framsóknarflokks- in', Eysteinn Jónsson. í sjón- varpsþætti um daginn spurði fréttamaður Eystein Jónsson, hvort Framsóknarflokkurinn hafi verið fylgjandi gengislækk un, áður en Bretar felldu sterl- ingspundið. Eysteinn Jónsson tók þessu fjarri, og lét nónast í ljós undrun yfir því, að nokkr um skuli geta dottið annað eins í hug. En það er sannarlega ekkert undarlegt, þótt mönnum detti í hug, að Framsóknarflokk urinn sé í raun og veru fylgj- andi gengislækkuninni og myndi jafnvel hafa haft hana meiri, ef hann ’hefði mátt ráða. Framsóknarflokkurinn má ekki halda, að menn muni ekki eitt- hvað aftur í tímann. Fyrsta gengislækkunin, sem gerð var hér á landi, eftir að föst geng isskráning var tekin upp, var gengislækkunin vorið 1939. Þá var Eysteinn Jónsson, viðskipta málaráðhei»ra og ráðherra banka máía. Hann flutti þá margar ágætar ræður, bæði innan þings og utan, um, að gengislækkunin væri- skynsamlegasta leiðin út úr þeim vanda, sem þá var við að etja. Útgerð landsmanna hafði þá um langt skeið verið rekin með halla, vegna verð- falls, sem sigldi í kjölfar heims kreppunnar miklu og mi^si mik ilvægra markaða vegna Spánar styrjaldarinnar. Reynt hafði ver ið að sigrast á erfiðleikunum með ýmsum ráðum, m.a. ströng um innflutnings- og gjaldeyris- höftum. En allt kom fyrir ekki. Vorið 1939 var talið óhjákvæmi legt að lækka gengið, og var því tvímælalaust rétt. Þá taldi Ey- steinn Jónsson það líka rétt, enda var hann ráðherra. Næst var almenn gengislækk- un gerð 1950. Hana bar að með sérkennilegum hætti. Minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins hafði setið að völdum og bor ið fram frumvarp um gengis- lækkun, en þá var gengisskrán- ingarvaldið í höndum Alþingis. Framsóknarflokkurinn bar þá fram vantraust á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins vegna gengislækkunarfrumvarpsins, rétt eins og nú. Vantraustið var samþykkt, enda var ríkisstjórn- in þá í minnihlutastjórn. En þegar eftir að vantraustið hafði verið samþykkt, myndaði Fram sóknarflokkurinn ríkisstjórn með flokknum, sem hann hafði verið að lýsa vantrausti á, og samþykkti með Honum gengis- lækkunarfrumvarpið, sem hafði verið tilefni vantraustsins. í all ri sögu Alþingis íslendinga hef ur enginn stjórnmálaflokkur hegðað sér með líkum hætti og Framsóknarflokkurinn gerði í þessu máli. Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur hefur nokk- urn tíma afhjúpað jafnberlega málefnalausa tækifærismennsku og Framsóknarflokkurinn gerði í þetta sinn. Gengislækkunin var röng, meðan Framsóknar- flokkurinn var utan ríkisstjórn- ar. En hún varð rétt 'á samri stundu og 'hann var kominn í ríkisstjórnina. Auðvitað gleymist þetta ekki. En með hliðsjón af því þarf for maður Framsóknarflokksins ekki að verða hissa, þótt hann sé spurður, hvort Framsóknar- flokkurinn hafi verið eða sé kannske fylgjandi gengislækkun inni nú. Þegar ríkisstjórn Hermanns Jónassonar átti við sem mesta efnahagsörðugleika að etja, þá örðugleika, sem að endingu leiddu til falls hennar, gerðu all Framhald á 10. síðu. IRÆÐUNUM I FYRRAKVÖLD Opnum á morgun nýja matvöruverzlun ásamt söluturni að Búða gerði 9i ]] Opið frá kl. 8,30 — 23,30 alla daga vikunnar. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. Reynið viðskiptin. VÖRUVAL — VÖRUGÆÐI S ÖEBECHSVERZLUN Búðagerði 9. Sími 32140. Vetrarkápur Rúskinnskápur — Pelsar með loðkrögum í úrvali. Kápu og dömubúðin Laugavegi 46 / dag og næstu daga seljum við ítalskar brúður á niðursettu verði og margt fleira. Gjörið svo vel og lítið inn. Frístundabúðin, VELTUSUNDI 1. Bílasprautun Meistara i bílamálun vantar strax Upplýsingar í sima: 35740 í dag Keflavik Blaðberar óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í Keflavík. Upplj|singar í síma 1122. 30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAOIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.