Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 16
 Endurnýjun „EFTIR kröfu Ríkisútvarpsins og að undangengnum úrskurði dag- seítuni 28. nóv. 1967 verða lög- tök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð Ríkisútvarpsins að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar fyrir eftirtöld- um gjöldum: áföllnum og ógreiddum afnota- gjöldum af sjónvörpum og hljóð- vörpum 1967 og fyrr“. (Þessi auglýsing, sem borgarfó- getaembættið í Reykjavíkj 'iiefur sent frá sér, birtist í öllum blöð- um í gær. Baksíðunni þykir á- stæða til að vekja á henni sér- staka athygli, ekki af því fyrst ■og fremst að við teljum ástæðu til (þess að gefa skuldseigum út- varpsnotendum aukaviðvörun hér lá síðunni, 'heldur er það orðalag auglýsingarinnar, sem veldur því að vrið tökum hana :hér upp. — í þessari auglýsingu er nefnilega gerð djörf tilraun til endurnýj- unar íslenzkrar tungu og gæti margur rithöfundurinn lært af Itessum stílþrifum borgarfógeta- •embættisins í Reykjavík. Sú nýjung í meðferð tungunn- «r, sem kemur fram í auglýsing- unni, er ‘þó ekki frumleg að öllu leyti, þar eð áður liafa komið fram einkjenni í stíl annarra höf- unda, sem stefna í sömu átt. En þess munu vera fá dæmi í sam- tímabókmenntum að sú stefna sé eins lireinræktuð og lienni beitt að nota orðið verð í fleirtölu, og Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur um langan aldur þráazt við að nota orðið verð í fleritölu, og »>er að jálfsögðu að lofa þá stað- festu í afstöðunni til móðurmáls- ins. En verðlagsráðið hefur ekki Ibeitt þessari óvenjulegu fleirtölu notkun við önnur orð, og því hef- ur fordæmi þeirra ekki 'haft eins mikii áhrif og vera þyrfti. Þetta fcann að einhverju leyti að stafa <af því að verðlagsráðið fjallar fýrst og fremst um verð og hef- Ur fá tækifæri til að láta skap- andi endurnýjunarstarf sitt á sviði íslenzkrar tungu ná til fleiri sviða 'málnotkunar, og það má vel vera að ráðið hefði fullan hug á slíku, væru tækifærin fyrir tiiendi. !Én það breytir þó engu um að fordæmi ráðsins hefur ckWi reynzt nógu árangursríkt. Borgarfógetaembættið hefur hins vegar öll skilyrði til að leiða þessa nýju stefnu fram til sig- urs. Það birtir auglýsingar um margháttuð efni í dagblöðum bæj arins og ef það heldur áfram þeirri stefnu sem nú er hafin, ætti það með staðfestu og þolin- mæði að geta auðgað málið með fjölmörgum fleirtölumyndum — sem ekki liafa tíðkazt áður. Til þess að von sé um góða og skjóta árangra þarf auðvitað að vinna sagt að fyrirskipa öllum dómara- embættum landsins að birta aug- lýsingar á næstunni um bönn við eggjatökum í æðarvörpum og" fugladrápum úti á víðavöngum. skipulega að framgöngum þess- ara mála. Til dæmis væri sjálf- Af nógu er að taka. Og það er einmitt sérstaklega ánægjulegt að dómaraembætti landsins skuli. hafa fox-göngu um þessa endur- nýjun tungunnar, þó ekki væri nema af því að það ætti að geta upprætt í eitt skipti fyrir öll þá furðulegu hugmynd, sem sumir eru enn haldnir, að lögfræðinga- mál og lagamál yfirleitt séu í- haldssöm og jafnleg fornleg. Eins og greinilegt er af því, sem hér hefur verið rakið, er þessu öfugt farið; lagamálið er nú í farar- broddi íslenzkrar málþróunar. Þessa dagana verður fallþungi bó|(aflóösins hvað mestur. VÍSIR. Eitthvað hefur Kínvenjum ekki líkað það, að Maó skyldi vera kominn að falli, eins og stóð í Mogganum á dögunum. Nú skýrir sama blað frá því, að Kínverjar aetli að fara að takmarka barneignir. — Það skyldi þó ekki vera samband þarna á mjlli? — Hann er bezta skinn inn við beinið, sagði keUingin í gær, þegar kallinn var að ekainma mig sem oftar. Þá ærð ist ég alveg. — SkeJfing ertu vitlaus, sagði ég, heldurðu að það sé nokkjið skinn inn við bein? i Ef Frökkum tekst að hækka gullið um helming í verði, þá held ég að fáir hafi efni á að hringtrúlofast. Og er líklega bættur skaðinn . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.