Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 3
Jólablað Alþýðublaðsins - 1967
3
Smásaga eftir
Rolf Schneider
1.
ÞESSI voðalega saga hófst á
þriðjudegi. Enn þann dag í dag
man ég greinilega, hvað mér leið
ónotalega þegar ég vaknaði, hvað
ég óskaði innilega að ég gæti
sofið áfram. Ég hefði óljósa hug-
mynd um einhvers konar breyt-
ingu. Reyndar (varð mér hugsað
á því augnabliki) hafði ég vakn-
að upp af óhugnanlegum draumi,
sem ég var búinn að gleyma.
Ég bjó mig undir að fara á
fætur og hefja dagsverkið, en
leiði og ónot jukust enn. Ég hafði
óljóst á tilfinningunni, að eitt-
hvað hindraði hreyfingar mínar,
ég varð óþolinmóður og skipaði
sjálfum mér að fara fram úr rúm-
inu. Því hlýddi ég og spratt á
fætur. Þá fann ég skerandi sárs-
auka í bakinu.
Ég sat hálfdofinn, meðan sárs-
aukinn dvínaði. Hvað var þetta?
Óljós ótti um að ég gæti ekki
hreyft mig reyndist ástæðulaus,
það sýndi áðumefnd hreyfing,
hann dvínaði, en hvarf þó ekki
alveg, varð öllu heldur að myrk-
um grun um einhverja voðalega
breytingu á útliti mínu. Sárs-
aukinn var nú næstum horfinn,
a. m. k. gat ég nú staðsett hann
í neðsta hryggjarliðnum. Hvað
væri eðlilegra en þreifa á þess-
um bletti, til að finna hvað væri
að? Ég þreifaði semsagt, — og
kom við eitthvað hræðilegt.
Meðan ég svaf hafði vaxið á
mig langur hali. Það er nógu
auðvelt að segja „langur hali,”
en þetta var sannarlega erfið
lífsreynsla. Þarna sat ég sem-
sagt á rúmstokknum; ég vildi
gjarnan sjá þennan nýja líkams-
hluta minn með eigin augum, og
lagði hann yfir hnéð. Hann var
grannur og sveigjanlegur með
litlum, fíngerðum liðum, vöðv-
um og sinum; hann endaði í löng-
um, silkimjúkum hárbrúski, með
sama lit og hárið sem ég hef á
höfðinu. Halinn minnti mest á
langt hundsskott. Ég bægði
hugsuninni um hunda saint frá
mér (hafandi starf mitt í huga)
og með því að beita öllum mín-
um viljakrafti tókst mér meira
að segja að fá’ gæsahúðina til að
hverfa. Ég vann bug á óttanum
og beindi allri athygli minni að
hinu vísindalega; hvernig þessi
liali væri til orðinn. Það kom í
ljós, að ég gat talið ellefu liði;
ég fann að liðirnir minnkuðu er
nær dró hárbrúsknum. Húðin á
lialanum var ekki sérlega næm,
en þegar ég kreisti hann fast,
fann ég sársauka i liðunum sjálf-
um. Hárið í brúskinum var þétt
og sat fast. Eigi ég að vera
hreinskilinn, fannst mér halinn
ekki með öllu sneyddur eins
konar yndisþokka, þar sem hann
lá og vafðist um fætur mína, líkt
og köttur. Öll verk náttúrunnar
eru falleg, ekki satt? Og halinn
á mér var skapaður af náttúr-
unni, á því lék enginn vafi.
Ég er svo Iánsamur að elga
allgott bókasafn um dýrafræði,
ekki fullkomið, en nóg fyrir mig.
Þekkt verk um þjóðfélagsfræði
og hugvísindi var einnig að finna
þar, og ég stóð upp til að fletta
upp í bókunum og reyna að
finna þar eitthvað, sem hefði
eitthvað að segja um þetta til
felli. Ég hlaut að eiga þjáninga-
bræður? Ég fann líka nokkrar
greinar um mannshala og hala-
manneskjur, en það var gjör-
ólíkt örlögum mínum. Að vísu
voru til dæmi um rófuliði, sem
voru lengri en eðlilegt gæti tal-
izt, en miðað við minn álitlega
hala voru það allt smámunir.
Auk þess voru þær rófumynd-
anir, sem minnzt var á í grein-
unura, allar meðfæddar, en hal-
inn minn var tíl orðinn á einni
nóttu. Ég andvarpaði og lagði
frá mér kennslubækurnar og
alfræðiorðabækurnar. Ég varð
að komast af með mína eigin
hugarhæfni, eigin dýrafræði-
þekkingu og eigin gáfur; og þar
sem ég er dýralæknir með gott
próf, var það alls ekki svo lítið.
Ég gekk að rúminu til að hugsa
málið í ró og næði. Þegar ég
gekk þessi fáu skref yfir stof-
una, dróst halinn mjúklega eft-
ir gólfteppinu. Aðeins einu
sinni, þegar ég rak brúskinn í
stólfót, byrjaði halinn — óháð-
ur öðrum líkamshlutum — að
slást og berjast til með krampa-
kenndum, áköfum hreyfingum.
Ég horfði á þetta fyrirbæri bæði
forvitinn óg óttasleginn. Þegar
ég var áftur seztur á rúmstokk-
inn, ákvað ég að gera dálitlar
tilraunir með halann, til að kom-
ast að hversu mikið liann gæti
hreyfzt. Ég skipaði honum að
dilla, lyftast, að berjast í gólf-
ið — hann hreyfðist ekki. Hvað
mikið sem ég ieinbeitti mér
fékk ég ekki annað út úr skip-
unum mínum en nokkra tauga-
kippi uppi við halarótina, og
jafnvel það stóð stutt. Ég and-
varpaði aftur. Húsafluga, sem
var á sveimi í stofunni, ræfils-
leg og þreytt eftir sumarið, sett-
ist á bert hnéð á mér. Ég ætl-
aði rétt að fara að banda lienni
frá mér, en halinn var fljótari
til: hann lyftist, sló með flýti
og öryggi í áttina að hnénu á
mér og rak fluguna burt. Hann
titraði nokkrar sekúndur áður
en hann k.vrrðist alveg. Reynsla
mín og þekking í dýrafræði fékk
mig til að bera þetta saman við
kýr og hesta. Eitt mikilvægasta
hlutverk halans á þessum dýr-
um er að reka burtu óþægileg
skordýr, og halinn minn var
greinilega ekki ókunnugur slíku.
Hann sló til fiugu, það var ekk-
ért einkennilegt. Það var ein-
ungis einkennilegt, hvernig hann
var orðinn hluti af mér?
Ég lét það eftir mér að beina
huganum í annan farveg um
stund. Ég hugsaði mér hóp af
verum, sem líktust mönnum og
voru allar með hala: Kentárar,
sfinx-verur, djöflar, púkar og
guðinn Pan. En því miður lifði
ég ekki í fornöld og sá heimur,
sem ég varð að horfast í augu
við, var vægast sagt kuldalegur
í afstöðu sinni til hjáguðadýrk-
unar. Aftur á móti gat menntun
mín og staða í þjóðfélaginu sýnt
mér fram á ráð til að losna við
halann: fjarlægja hann með
uppskurði. Ég varð að láta hala-
klippa mig, eins og ég hafði
sjálfur halaklippt sumar hunda-
tegundir, t. d. boxara. Ég mundi
hvað dýrin höfðu kveinað voða-
lega við þessa fljótlegu aðgerð,
hvernig skelfirigin skein úr aug-
um þeirra, og mér fór að líða
ónotalega. Mér er ekkert meira
á móti skapi en líkamlegur sárs-
auki. Nú átti ég að fá sömu með-
ferð og hundarnir. Viðbjóðslegt!
Menn mundu kannske furða sig
á þessari afstöðu læknis til sárs-
auka, en svona var það.
Ég leit á klukkuna. Það var
liðinn meira en klukkutími frá
i
því ég vaknaði og í rauninni
hefði ég átt að vera löngu kom-
inn á vinnustað. Ég byrjaði að
klæða mig í flýti — og þó, þeg-
ar ég skrifa „í flýti” er það að-
eins til að gefa hugmynd um
hreyfingar mínar; orðin segja
ekkert um tímann, sem fór í
þessa einföldu athöfn. Það kom
nefnilega í ljós, að nýi líkams-
hlutinn var afskaplega óþægur
við buxur. Hann slóst, barðist,
dillaði og liristist og gerði allt,
sem hann hafði neitað að gera
þegar ég skipaði honum það
rétt áður. Meðan ég sat kyrr
á rúmstokknum, gat ég ekki
fcngið hann til að hreyfast, en
nú bogaði svitinn af mér, ég
varð taugaóstyrkur og æstur,
ég bölvaði örlögum mínum, en
gat samt ekki komizt hjá að taka
eftir því, að hugarástand mitt
liafði áhrif á halann, sem dans-
Framliald á 7. síðu.
l j á'i i Íii * ÍiíiH í?
? K11H í h *1S l.i.l S f 1 Jl líi ÍllU
ibMHtHfUiiuiimimimMiimmiÉ
iiítlMi